Morgunblaðið - 16.07.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.07.1957, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 16. júlí 1957 Krossinn sýnir hvar Manlcnkov er í útlegð sinni. Malenkov á „Elbu' SÁ MAÐUR, sem valdamestur var í Sovét-Rússlandi fyrir að- eins tveim árum, hefur nú verið settur til að stjórna meðalstóru raforkuveri lengst austur í Asíu nálægt landamærum Kína. — Malenkov verður nú að sætta sig við sviptingu allra valda og harð- an útlegðardóm í þokkabót en sú staðreynd, að honum hefur nú verið varpað út í yztu myrkur Rússáveldis — nærri eins langt austur frá Moskvu eins og kom- izt verður án þess að fara út fyr- ir landamærin, sýnir ljóst hve fall hans er mikið. Á dögunum leit þó svo út að Malenkov mundi ef til vill bíða enn harðleiknari örlög en útlegð. Það var þegar Krúsjeff hélt ræðu á fjöldafundi verkamanna í Leningrad og minnti á þátttöku Malenkovs í hinu svonefnda Len- ingradmáli. í ræðunni sagði Krúsjeff: Malenkov var verstur þeirra allra og raggeit í þokka- bót. Og svo hélt Krúsjeff áfram: „Malenkov, var sá, sem átti einna mestan þátt í Leningradmálinu og hann var alltaf blátt áfram skelkaður við að láta sjá sig hér hjá ykkur“. Þetta svonefnda Leningradmál endaði í fjöldaaftökum áberandi kommúnista í Leningrad og var einn þátturinn í baráttunni milli kommúnistabroddanna um það hver ætti að erfa völd Stalins. Vegna þessa máls var lögreglu- ráðherrann Abakumov og nokkr- ir háttsettir embættismenn tekn- ir af lífi í desember 1954. Nokkr- um vikum síðar, 8. februar 1955 varð Malenkov að láta af embætti forsætisráðherra og játa opin- berlega, að hann væri óhæfur til þess starfs. Látið var í veðri vaka að ástæðan væri sú, að Malenkov hefði vanrækt hagsmuni stóriðn- aðarins, en þó grunaði menn ætíð að samband væri milli ófara Malenkovs og málsins gegn Aba- kumov. Nú bar Krúsjeff um- búðalaust fram þá ákæru að Malenkov hefði staðið fyrir Leningraddrápunum forðum og mátti skilja að hann hefði verið engu saklausari en Abakumov. í þessu fólst geigvænleg hótun af hálfu Krúsjeffs og hefði þá mátt búast við að Malenkov ætti að hljóta sömu örlög og þjónn hans, lögregluforinginn. Drápin í Leningrad voru þannig til komin: Maður var nefndur Stanoff og var hann hættulegastur keppinautur Mal- enkovs um hylli Stalins á fyrstu árunum eftir styrjöldina. Stanoff hafði myndað um sig og stefnu sína harðsnúinn flokk og átti einkum mikil ítök í Leningrad. En árið 1948 andaðist Stanoff mjög snögglega og ekki var hann fyrr dauður en málaferli hófust gegn mönnum hans. Voru þeir sakaðir um samsæri og drepnir unnvörpum. Áhangendur Stan- offs voru sviptir öllum áhrifum, hvar sem var, ýmist voru þeir drepnir eins og flokksleiðtogarn- ir í Leningrad eða flæmdir úr stöðum sínum. Þetta gerðist 1949 en eftir dauða Stalins voru hann og Bería sakaðir um fjölda- dráp þessi og nú hefur Krúsjeff bætt Malenkov í þann hóp. En Abakumov og Beria voru hinir síðustu valdamenn, sem vit að er um að líflátnir hafi verið fyrir villu sína, eftir að þeir voru orðnir skökkum megin í valdabaráttunni. Hinir sigruðu hafa verið látnir halda lífi og frelsi, a. m. k. í orði kveðnu. Til þessa geta legið ýmsar ástæður. Krúsjeff telur sér ef til vill ekki hagkvæmt að vekja þá andúð aröldu, sem risi úti í heimi ef ný skyndimálaferli og aftökur færu fram á Stalin-vísu. Krúsjeff mun líka gruna, að rússneskur almenningur hafi meiri áhuga á meira brauði og smjöri en aftök- um fallinna foringja. f þessu sambandi má þó ekki gleyma því, að Krúsjeff og menn hans aðhyllast þá kenningu Marx og Lenins að forsvaranlegt sé að uppræta og drepa þá, sem villast af réttum vegi, ef öryggi byting- arinn krefjist þess. Krúsjeff er af hinni síðari kynslóð, sem vafa- laust trúir því að byltingunni sé endanlega borgið og telur hana sjálfsagða og óumbreytanlega staðreynd. í ljósi þessa alls ber vafalaust að skoða þá breytingu, sem nú er orðin, þegar útlegð kemur í stað lífláts. Malenkov er af flestum talinn svifaseinn og hafi það valdið miklu um ófarir hans fyrir Krúsjeff, sem er snarráður og óþreytandi. En Malenkov er tal- inn miklu meiri vitsmunamaður og þaulkunnugur er hann öllum launráðum og baráttuaðferðum kommúnistaklíkunnar í Moskvu. Þá eru þeir Molotov og Kagano- witch ekki síður heimavanir á því sviði og eru enn við beztu heilsu, að því er bezt er vitað. Spurningin er þá sú, hvort allir þessir gömlu samsærismenn og valdabraskarar leggi nú árar í bát og láti sér lynda, að Krúsjeff sitji yfir hlut þeirra. Útlegð Malenkovs í Asíu gæti, þó manna munur sé, minnt á það þegar Napoleon var forðum vísað til Elbu en sætti sig ekki við þá vist og brauzt aftur til valda. Það er síður en svo nokkur trygging fyrir því að hinir æfðu samsæris- menn geri Krúsjeff það til geðs, að leggjast niður og hafast ekki að. Og hver veit hve stuðningur Framh. á bls. 11 Hlustað á útvarp EF ég væri heilsuhraustur mundi ég nú þegar, í sumar, ganga upp með Jökulsá á Fjöllum og skoða hin miklu gljúfur og fossa. Ég hef að vísu séð Dettifoss og Ás- byrgi, svo og nokkuð af gljúfr- unum en hvergi nærri nóg. Dr. Sigurður Þórarinsson fluiti stutt en greinargott útvarpserindi á sunnudaginn, er hann nefndi Meff Jökulsá á FjöIIum. Sjálf- sagt fara margir í suroar og skoða þetta hrikalega landslag og ána miklu, er veltur fram, þykk af leðju úr Vatnajökli. Margir stórfenglegir staðii eru á íslandi og ekki skil ég það fólk sem ár eftir ár þráir stórborgir í sumarleyfum, í stað þess að lit- ast um hér heima. Þáttur Gunnars G. Schram „Á ferff og flugi“ var góður nú. Fyrst var sýnishorn af nútímasöng dægurlagasöngvara, er hann nefndi Júlíus Skalla. Var fróðlegt að hlusta á lélega rödd, Ijótt lag og auman skáldskap, en allt fór þetta saman hjá „Skalla“. Aftur á móti voru negrasöngvar Bela- fonte (ef ég hef heyrt nafn negr- ans rétt) laglegar melódíur, en söngurinn var vesældarlegur eins og hinn þeldökki væri tals- vert þjáður bæði á sál og líkama. Þá var heimsókn í heilsuhæli Bláa bandsins, þae sem áfengis- sjúklingum er hjúkrað, og reynt að bjarga þeim. Hæli þetta er við Flókagötu hér í bæ og hafa mokk- ur hundruð drykkjumenn dvalið þar þrjár vikur og meira. Sumir hvað eftir annað. Árangurinn hefur orðið góður, um þriðjung- ur fólksins hefur orðið albata og hætt drykkjuskap, annar þriðj- ungur fengið nokkurn bata. Of- drykkjumenn þessir hafa flestir verið á bezta aldri (30—40 ára) nokkur börn 15—16 ára og öld- ungar allt að 80 ára að aldri. Bláa bandið er gott félag er vinn- skrifar úr dagleqa lifinu ÞAÐ var hér á dögunum, að hingað til Reykjavíkur komu tvö mikil lystiskip með hálft þús- und manna hvort ínnanborðs. Mikiff um aff vera HJÁ íslenzkum ferðamálaaðil- um var mikið um að vera þessa dagana, hundrað leigúbíl- stjórar höfðu starf við það að aka þessu skemmtiferðafólki um bæinn og nágrannabyggðir, gest- gjafar voru á þönum við að afla fólkinu veitinga og búðir voru óvenjuvel sóttar. En í sambandi við komu þessara stóru lystiskipa og þess þúsunds erlendra ferða- manna, sem á þeim voru, kom fyrir skringilegt atvik, sem sýnir hve ísland er enn órafjarri því að vera ferðamannaland í þeim skilningi, sem aðrar þjóðir leggja í það orð, að geta sem bezt búið að þeim sem hingað sækja. All- stór hópur þessara erlendu ferða- manna hugðist fara þá leið, sem vinsælust er hér sunnanlands og sjálfsagt þykir að aka með ferða- menn — til Þingvalla. Ferðamenn í rykmekki SEGIR nú ekkí af ferðamanna- lestinni fyrr en komið er upp í Mosfellssveit. Sól var og hiti í lofti þennan dag og mjög þurrt veður. Eins og á slíkum sólardög- um, var sem færi sveit orrustu- liða um þjóðveginn sem hefði hulið sig reykjarmekki til þess að forðast skeyti fjandmannanna. Þar mátti ekki greina hvort færu gangandi menn, ríðandi eða ak- andi, svo mikill var reykjarmökk urinn. Þar sem alkunna er, að margir auðugir menn erlendis þjást mjög af astlima, fór fljótt að bera á því að ferðalangar væru ekki alls kostar ánægðir með að hafa siglt hingað upp til þess að hafna í kæfandi rykmekki á mold arvegi. Flestir voru ferðamenn á einU máli um það, þegar upp fyrir Gljúfrastein var komið, að snúa heldur við í bæinn en eyða degin- um í hinum svarta mekki, jafnvel þótt þeir færu á mis við „öitlmu allra þinga“ eins og enskumæl- andi mönnum er tamt að kalla Þingvöll. Varð það úr að hin mikla bílalest snéri við, og eyddu ferðamenn því, sem eftir var dags ins til göngu um höfuðborgina. Þessi smásaga sýnir, að margt er hér með frumstæðara brag en annars staðar gerist og skyldi enginn furða sig á því. Og hætt er við að þeir ferðamenn, sem hingað leita, verði ánægðari með komuna ef þeir gera sig ánægða með fjallaklifur o g húðkeipa- ferðir, en þeir sem koma til þess að finna fjölbreytt lífsþægindi. Það má segja, að þeir komi í geitarhús að leita ullar. „Alheimssamband" FORVITINN kvartar um það í dálkum þessum 28. júní, að talað hafi verið um alheimssam- band Aðventista í fréttum útvarps ins. Spyr hann um það, til hvað 'margra hnatta eða hnattkerfa samband þetta nái og einnig um skoðanir Aðventista að því, er snertir himininn og „neðri byggð- ir“. Það mun vera „misnotkun“ á orðinu alheimur, sem forvitinn hyggst leiðrétta. Skal honum því bent á það, að þótt orðið alheimur tákni heimana alla, er það við- tekin málvenja að nota alheims- í samsettum orðum um það, sem útbreitt er um allan hnöttinn, og mun forvitinn án efa þekkja mörg dæmi um það. Forvitnum skal ennfremur á það bent, að fræði þau, sem Að- ventistar byggja skoðanir sínar á, eru öllum heimil, og standa þau honum og öllum öðrum sífellt til boða. Þótt ég sé ekki vel kunn- ugur starfstilhögun Guðspekinga, geri ég ráð fyrir að skoðanir þeirra um „plön“ og annað séu einnig heimil almenningi og þá að sjálfsögðu einnig „forvitnum“. J. G. Nýju númerin PÉRSÓNULEGA hef ég orðið fyrir svolitlu hnjaski i sam- bandi við skökkt númer, og aðrir orðið fyrir barðinu á mér, eins og verða vill. Bæjarsíminn mun hafa ætlazt til , að lesið yrði úr nýju númer- unum þannig, að áherzla væri lögð á fyrsta tölustafinn. Við fjögurra stafa númerin hefur þannig aðeins bætzt 1 fyrir fram- an, fimm stafa númerin gömlu breyttust eftir ákveðnu kerfi. Nú er þetta auglýst eftir breyti legum smekk. HREYFILL aug- lýsir 22—4—22, en eðlilegra væri að auglýsa 2—24—22, eins og það stendur í símaskrá. Eflaust er líka þægilegra að muna 1—1000 (einn —þúsund), heldur en allt í einu 11—0—00 (ellefu — núll — núll—núll) o.s.frv. Á. ur kærleiksverk til þjóðþrifa og starfar í kristilegum anda til bjargar bágstöddum mönnum. Á þriðjudaginn talaði Þórður Einarsson um Kynþáttavandamál iff í Bandaríkjunum, 1. erindi um það mál. Greinargóð lýsing á þrælasölu til Ameríku, er inn- lendir negrahöfðingjar smöluðu fólki til stranda Afríku og seldu það þrælakaupmönnum, er biðu þar með skip sín. Það er gamall misskilningur að hvítir menn hafi að nokkru ráði rænt svörtu fólki; það voru svertingjarnir sjálfir sem höfðu þræla frá önd- verðu og seldu fólk til ánauðar. Það var svipað og þegar við seld- um sauðfé til Englands eða hross. Auðvitað er þáttur hvítra manna í þrælahaldi óverjandi, en negr- arnir kölluðu ógæfuna yfir sig sjálfir, að mestu, í þeim þætti þrælahalds er viðkemur sölu blökkumanna til Ameríku. Nú er byrjað að lesa hina ágætu sögu Walter Scotts, ívar Hlújárn, í þýðingu Þorsteins Gíslasonar skálds. Auðvitað er þýðing Þorsteins vönduð og vel gerð í alla staði og Walter Scott er sígildur höfundur sögulegra skáldsagna, í fremstu röð slíkra skálda. Er rétt að benda fólki á, að hér er ekki um neinn „reyf- ara“ að ræða, heldur fyrirtaks sögu, miklum mun betri en margar þær nýtízku sögur, sem taldar eru ágætar bókmenntir. A miðvikudag var erindi um eyðing refa, eftir Óskar Aðalstein Guðmundsson, en Andrés Björns- son las erindið. Var það vel sam- ið, enda er Óskar ágætur rithöf- undur og kann því mætavel að segja frá. Enda þótt ég væri veiðimaður og skytta á yngri ár- um, er ég nú orðinn þannig, að mér fellur illa að heyra um hvers kyns dráp, jafnvel þótt um refi sé að ræða. Einna minnst fær á mig eyðing minks, enda útlent meindýr flutt inn í trássi við ráðleggingar vitrustu og beztu manna, sem uppi voru á þeim árum, t. d. Magnúsar heitins Ein- arssonar. Refurinn veiðir sér og sinni fjölskyldu til lífs og bjarg- ar, en minkurinn er rándýr sem drepur af grimmd og miskunnar- leysi. Náttúra íslands: Snjórinn og gróffurinn flutti Steindór Stein- dórsson, náttúrufræðingur. Af- bragðserindi fróðlegt og skemmti legt. Annars var mikið útvarpað frá íþróttum og ekki óblandin ánægja að hlusta á það. Voru það fréttir frá knattspyrnuleik- um þeim er íslendingar háðu við Dani og Norðmenn. Fyrst var hinn ágæti íþróttavöllur (knatt- spyrnuvöllur) vígður við hátíð- lega athöfn. Út af því að Jóhann Hafstein drap á það, að rikið ætti eitthvað vangoldið í sam- bandi við þennan völl, væri gam- an að fá að vita hversu mikið ríkiff á vangoldið alls til Reykja- víkurbæjar, upp í lögboðin gjöld til skólabygginga, hafnar o. fl. Borgarar bæjarins mundu gjarn- an óska þess, að fá að vita þetta. — Ekki var það óblandin ánægja að hlusta á lýsingu Sigurðar Sig- urðssonar á tveimur hálfleikum, milli vorra manna og Norðmanna og Dana. Var, kannske, ekki von á betri árangri, en leiðinlegt var það þó. — Á laugardagskvöldið var létt efni, góð smásaga er Hildur Kal- man las upp, Frændi keyptur, eftir Keston Clarke, gamansaga, meinlaus og veigalítil. Svo var það leikritið Rautt og grátt, eftir Soya, gamall kunningi frá 1948, vel leikið og gott gamanleikrit, sem efalaust hefur orðið mörg- um til skemmtunar. Veigamesti þátturinn það kvöld var Af gömlum plötum, er Guðmundur Jónsson sá um. Hafa þættir þessir, sem nú lýkur um stund, verið ágætir og mörgum til ánægju; var þessi síðasti þátt- ur prýðilegur. Kæra þökk, Guð- mundur! Þorsteinn Jónsson,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.