Morgunblaðið - 26.10.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.10.1957, Blaðsíða 3
Laugardagur 26. okt. 1957 MORCVTSBTAÐIÐ 3 Samfelld úlvarpsdagskrá um helgar lekin upp í vetur Fjölbreytf dagskrá. Úlvarpið fær bráll nýll húsnæði tríó leika létt lög kl. 16.00 á sunnudögum. Hljómplötuklúbburinn (Gunn- ar Guðmundsson kynnir nýjar hljómplötur annan hvorn sunnu- dag kl. 18.30). ÚTVARPSSTJÓRI, Vilhjálmur Þ. Gíslason, átti í gær viðtal við fréttamenn og skýrði þeim frá helztu breytingum sem gerðar verða á útvarpsdagskránni í vet- ur. Helztu breytingar eru þær, að gert er ráð fyrir samfelldu út- varpi á laugardögum og sunnu- dögum frá hádegi til dagskrár- loka, en auk þess er morgunút- varp á laugardögum og morgun- tónleikar og messur á sunnudög- um. Miðdegisfréttir færast fram um 5 mínútur Miðdegisfréttir færast fram um fimm mínútur og hefjast kl. 16 hvern virkan dag með lestri veðurfregna, sem færast þannig frá kl. 16.25, þar sem þær hafa áður veyið. Virka daga hefst kvöldútvarp að loknum lestri veðurfregna kl. 18.30 dag hvern með útvarpi fyrir börn og ung- linga og verður það sem hér segir: Mánudagar og fimmtudagar: Lestur fornrita (Helgi Hjörvar). Þriðjudagar og laugardagar: Framhaldssagan: „Ævintýr úr Eyjum“ eftir Jón Sveinsson (Nonna) (Óskar Halldórsson kennari). Miðvikudagar: Tónlistarþáttur barna (Xngólfur Guðbrandsson námsstjóri). Föstudagar: í heimsókn hjá merkum mönnum (Guðmundur M. Þorláksson kennari). Helztu liðir vetrardagskrárinnar Af helztu liðum, sem teknir verða upp í vetrardagskrána má nefna: Um helgina (sunnud. kl. 21.00). Umsjónarmenn þáttarins verða Gestur Þorgrímsson, Páll Berg- þórsson veðurfræðingur og Egill Jónsson klarínettuleikari. Leikrit verða á laugardags- kvöldum. íslandsklukkan eftr H. K. L. verður flutt sem framhaldsleikrit á miðvikudagskvöldum í nóvem- ber. Á bókamarkaðnum: Viðtöl og þættir úr nýjum bókum verður á sunnudögum kl. 16.30. Umsjón Vilhj. Þ. Gíslason. Sunnudagsermdi kl. 13.15. Erlendir gestir á öldinni sem leið. Þættir úr ferðabókum (föstud. kl. 20.35). Þórður Björns son lögfr. flytur og velur. Lestur fornrita: Hallfreðarsaga (miðvikud. kl. 20.30). Einar Ól. Sveinsson prófessor les. Fræðileg erindi um tónlistar- mál (fimmtud. kl. 22.10). Dagskrá á Norðurlandamál- um: Fyrirhugaðir eru þættir ým- islegs efnis, sem útvarpsstöðvar á Norðurlöndum munu láta ís- lenzka útvarpinu í té. Verður þessum dagskrám útvarpað síð- degis á laugardögum (á dönsku, sænsku og norsku). Leitin að Skrápskinnu, fram- haldsgetraun í leikformi eftir Stefán Jónsson fréttamann. Útvarpssagan (þriðjudaga og föstudaga kl. 21.30). Kvöldvökur og samfelldar dagskrár (á fimmtudögum). íslenzkt mál: Starfsmenn við orðabók Háskólans sjá um þenn- an dagskrárlið (fimmtudaga kl. 21.45). Daglegt mál: (þriðjudaga og föstudagá kl. 20.30). Árni Björns- son cand. mag. flytur þáttinn (5 mín.). Úr heimi myndlistarinnar (tvisvar í mánuði, mánud. kl. 22,10). Björn Th. Björnsson sér um þáttinn. Hæstaréttarmál. (Hákon Guð- mundsson hæstaréttarritari). Búnaðarþættir (mánudaga kl. 13.15). Fiskimál (mánudaga, annan hvorn, kl. 18.50). Framburðarkennsla (í sam- vinnu við Bréfaskóla S.I.S.). Danska (þriðjud. kl. 18.55). — Enska (miðvikud. 18.55). Franska (fimmtud. 18.50). Esperanto (föstud. 18.55). íþróttir (miðvikud. kl. 22.10). Skákþáttur (laugard. 17.15). Útvarpshljómsveitin tekur til starfa með nýjum stjórnanda. — Leikur á sunnudagskvöldum kl. 20.20. Er ætlazt til að útvarpað verði úr hljómleikasal að við- stöddum áheyrendum. Tónlistarkynning: Fritz Weiss- happel sér um kynningu ís- lenzkra og erlendra tónverka (föstud. kl. 20.55). Kaffitíminn, nýr þáttur, ýmis Hans Joachim Wunderlich. Þýzkur hljómsveitarstjóri Ný skipun hefur verið gerð á útvarpshljómsveitinni og hefur mönnum í henni verið fjölgað um helming. Eru þeir nú 26. Ráð- inn hefur verið nýr hljómsveit- arstjóri, þýzkur maður að nafni Hans Joachim Wunderlich. Sú nýjung verður tekin upp að tónleikum Sinfóníuhljómsveitar- innar verður yfirleitt útvarpað beint úr tónleikasal, ef þess er nokkur kostur. Nýlega hafa verið gerðir samn- ingar um starfsemi Sinfóníu- hljómsveitar íslands. Hljómsveit- in er sjálfstæð stofnun, en fær fé frá ríki, Reykjavíkurbæ, út- varpinu og Þjóðleikhúsinu og hafa verið gerðir sérstakir samn- ingar milli útvarpsins og hljóm- sveitarinnar. Hljóðfæraleikararn ir sem leika í útvarpshljómsveit- inni eru einnig í Sinfóníuhljóm- sveitinni og gilda ákveðnar regl- ur um skiptingu vinnutíma þeirra milli hljómsveitanna. Framhaldsleikrit Þá skýrði útvarpsstjóri frá því, að í vetur væri fyrirhugað að útvarpið flytti framhaldsleik- rit, þannig að stór leikrit verða flutt í köflum. — Verður byrjað á „íslandsklukkunni" og verður það leikrit flutt í fjórum hlutum. Eftir áramótin verða flutt leikrit, sem Agnar Þórðar- son hefur sérstaklega samið fyr i útvarpsflutning. Þá verða teknir upp ýmsir ný- ir þættir, svo sem „Bréfakass- inn“, sem verður spurningaþátt ur, umræðufundir í útvarpssal um mál úr dagalega lífinu „Leik- menn í dómarasæti", sem verður lögfræðilegur þáttur, „Ástin og hjónabandið", erindaflokkur um nýjungar í list og vísindum nú tímans og ýmislegt fleira. Nýtt húsnæði Af útvarpinu er það loks að frétta, að það hefur nú fengið bráðabirgðaurlausn í húsnæð- ismáli sínu, en starfsemi þess hefur vérið miklum erfiðleik um bundin undanfarið vegna ófullnægjandi húsakosts. Út- varpið hefur tekið á leigu efstu hæðirnar í stórhýsi, sem stofnanir þær, er annast rann- sóknir fyrir sjávarútveginn eru að reisa við norðvestur- enda Skúlagötu. Mun útvarp- ið fá þarna til umráða um 1400 ferm., en rýma tæplega 1100 ferm. húsnæði við Aust- urvöll og Klapparstíg. f nýja húsnæðinu eru m. a. 2 útvarps salir og 5 önnur upptökuher- bergi. Hæstaréttardómur um hlutafjár- aukningu í Lýsi og Mjöli hf. f HÆSTARÉTTI var í gær kveð- inn upp dómur í máli, sem Lýsi og Mjöl h.f. og Jón Gíslason áfrýjuðu til réttarins. Gagnaðili málsins var bæjarstjórnin í Hafn arfirði f.h. bæjarsjóðs og bæjar- útgerðar. Dómur Hæstaréttar er svohljóð «ndi: Áfrýjnedur hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 30. nóveinber 1955. Krefjast þeir sýknu af kröfum stefndu í málinu og málskostnaðar úr hendi þeirra i héraði og fyrir Hæstarétti eftir mati dómsins. Fallast má á það með héraðs- dómi, að ákvæði hlutafélaga, laga nr. 77/1921 um sérstaka málshöfð unarfresti taka ekki til sakarefnis þess, sem hér á um að dæma. Verður áfrýjendum því ekki dæmd sýkna af þeitn sökum, að málið hafi verið of seint höfð- að. Samkvæmt 5. gr félagssam- þykkta Lýsis & Mjöls hf. skulu hluthafar jafnan hafa forkaups- rétt að aukningu á hlutum í hlut- falli við skrásetta hlutaéigu sína. Félagsstjórnin gekk fram hjá þessu ákvæði, er hún á fundi sín- um hinn 31. desember 1952 veitti áfrýjanda Jóni Gíslasyni loforð fyrir kaupum á nýjum hlutum í félaginu að fjárhæð kr. 267.000.00. Var þó sérstaklega rík ástæða fyrir félagsstjórnina að gæta fyrirmælis þessa við svo stórfellda aukningu hlutafjárins, enda var aðalfundarsamþykktin frá 25. janúar 1948, sem hún taldi veita heimild til aukmngar hluta- fjár, þá orðin allt að 5 ára gömul og aðstæður breyttar, frá því að hún var gerð. Ber þegar af þess- ari ástæðu að taka til greina kröfu stefndu um ógilaingu á framangreindu loforði. Eftir þessum úrslitum ber áfrýjendum in solidum að greiða stefndu málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst samtals kr. 40.000 00. D ó m s o r 3 : Loforg það, er stjórn Lýsis & Mjöls hf. gaf áfrýjanda Jóni Gísla syni á stjórnarfundi 31 desember 1952 um sölu á nýjum hlutum í félaginu’ að nafnverði kr. 267.000.00., skal ógilt vera. Áfrýjendur, Lýsi & Mjöl h.f. og Jón Gíslason, greiðj in solidum stefndu, bæjarstjóranum í Hafnar firði f.h. bæjarsjóðs og Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti sam- tals kr. 40.000.00, að viðlagðri að- för að lögum. Sigurður Sigurðsson kosinn formaöur Félags islenzkra myndlistarmanna AÐALFUNDUR félags íslenzkra myndlistarmanna var haldinn í fyrrakv. I stjórn voru kosnir: Sigurður Sigurðsson (formaður), wmmmm Sigurður Sigurðsson. Benedikt Gunnarsson (ritari) og Valtýr Pétursson (féhirðir). Þá voru valdir fulltrúar á þing Bandalags íslenzkra listamanna: Ásmundur Sveinsson, Jóhannes Jóhannesson, Kjartan Guðjóns- .son, Hörður Ágústsson og Sig- urður Sigurðsson. f sýninganefnd, sem velja skal myndir á sýningar þær, er félag- ið á aðild að, voru kosnir: Úr hópi málara: Þorvaldur Skúla- son, Sigurður Sigurðsson, Jó- hannes Jóhannesson, Hjörleifur Sigurðsson og Svavar Guðnason. Úr hópi myndhöggvara: Ás- mundur Sveinsson, Sigurjón Ól- afsson og Magnús Á. Árnason. Teknir voru í félagið mynd- höggvararnir Guðmundur og Jón Benediktssynir og málararnir Guðmundur Guðmundsson og Einar Baldvinsson. í stjórninni, sem lét af störf- um í gær, voru auk Valtýs Pét- urssonar þeir Svavar Guðnason og Hjörleifur Sigurðsson, sem báðir lýstu því yfir, að þeir tækju ekki við endurkjöri. Áfengisveitingar ríkisins Tillaga 3 Alþingismanna ÞINGMENN úr þremur virðulegust og með mestum flokkum, þeir Alfreð Gísla- son, Pétur Ottesen og Sigur- vin Einarsson flytja eftirfar- andi tillögu á Alþingi: Alþingi ályktar, að áfengir drykkir skuli ekki veittir á kostnað ríkisins eða ríkis- stofnana. í greinargerð rekja flutnings- menn, að tillögur sama efnis hafi nokkrum sinnum áður verið born ar fram á Alþingi, en ekki náð endanlegri afgreiðslu. Þeir minna á, að vín sé yfir- leitt veitt í ríkisveizlum, en sam menningarbrag, þegar ekki hef- ur verið haft vín á boðstólum. — Síðan segir: „Ef Alþingi, ríkisstjórn og ríkisstofnanir legðu niður áfeng- isveitingar í samkvæmum sínum, þá skapaðist fordæmi, sem án efa mundi hafa víðtæk áhrif til góðs. Slík ráðstöfun mundi hvar- vetna mælast vel fyrir. Bæjar- félög mundu sennilega skjótt taka upp sama sið og síðan félög og einstaklingar feta í sömu spor að meira eða minna leyti. — Skemmtanalífi er nú um of spillt með áfengisneyzlu, eins og al-1 Sogsvirkjunin 20 ára Hin fyrsta Sogsvirkjun átti I er 20 ára afmæli. 1 tvo ára- tugi hefur Sogið verið orkulind höfuðborgarinnar og nágrennia hennar. E. t. v. á ekkert eina ríkan þátt í þvi mikla uppbygg- ingarstarfi, sem hér hefur verid unnið og hagnýting vatnsaflsina í. Sogi. Hún hefur orðið grund- völlur og lyftistöng fjölþættra framfara og glæsilegra lífsþæg- inda. Mörgum mun þykja það und- arlegt, að þegar baráttan var hafin fyrir hinni fyrstu Sogs- virkjun skyldi vera til stjórn- málaflokkur á íslandi, sea barðist eins og Ijón gegn henni. En sá stjórnmálaflokkur var engu að síður til. Það var Fram- sóknarflokkurinn. Hann rauf Alþingi m. a. vegna þess, áriC 1931, að Sjálfstæðisflokkurinn hafði fengið Alþýðuflokkinn tK fylgis við ríkisábyrgð fyrir láni til virkjunar Ljósafoss. Tíminn kallaði undirbúninginn að fyrstu virkjun Sogsins „samsæri and- stæðinga Framsóknarflokksins*'. Og slíkt „samsæri" varð að hindra. En Framsúknarfbokkn- um tókst aðeins að tefja virkjun Ljósafoss. Honum tókst ekki að hindra hana. Þess vegna á þetta glæsilega mannvirki nú 20 ára afmæli. En af þessu má marka hinn stöðuga fjandskap Framsóknar við Reykvíkinga. Hin gamla maddama hefur jafnvel ekki hikað við að hamast gegn stærstu hagsmunamálum þeirra svo árum skiptir. Ófagur tónn milli stjórnarflokka Tónninn i málgagni stærsta stjórnarflokksins, „Þjóðviljan- um“, í garð utanríkisráðherra vinstri stjórnarinnar, var ófag- ur i gær. Eftir að hafa húð- skammað ráðherrann fyrir út- varpsræðu hans á degi Samein- uðu þjóðanna kemst kommún- istablaðið að orði á þessa leið: „Eflaust munu sendimenn er- lendra rikja skýra rikisstjórnum sínum frá ræðu utanríkisráð- herra þennan dag, og sagnfræði hans mun í senn vekja hlátur og meðaumkvun. Vonandi biðst ráðherrann afsökunar á frum- hlaupi sínu, eða þá forsætisráð- herra fyrir hans hönd". Það fer víst ekki mikið fyrir gagnkvæmu trausti ráðherranna í vinstri stjórninni. Hvernig geta þeir svo ætlazt til þess að almenningur í landinu treysti stjórninni í heild? Sérsköttun hjóna Ragnhildur Helgadóttir og nokkrir aðrir þingmenn úr Sjálfstæðisflokknum og Alþýðu- flokknum hafa lagt fram á Al- þingi frumvarp um sérsköttun hjóna. Hafa Framsóknarmenn snúizt hart gegn því. Eysteinn hét því þó á síðasta þingi að „skipa nefnd í málið“. Mun hafa verið staðið við það loforð. Hitt verður að teljast mjög undir hælinn lagt, að sú ráðstöfun beri nokkurn jákvæðan árangur, annan en þann að tryggja nefnd- armönnum nokkurra mánaða at- vinnu við vangaveltur. Allar leiðréttingar á skattamálum hjóna hafa hingað til strandaS á sömu óbilgjörnu klöppinni; Eysteini Jónssyni fjármálaráS- herra. Því miður eru ekki mikl- ar iíkur til að hann hafi skipt kunna er, og því er góðs för-1 um skoðun gagnvart þessu rétt- kvæmi ríkisins hafi þó verið j dæmist æðstu manna brýn þörf“. • lætismáli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.