Morgunblaðið - 26.10.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.10.1957, Blaðsíða 11
Laugardagur 26. okt. 195 MORGUNBLAÐ1Ð 11 Ráðvilltir ferðamenn í FERÐALÖGUM á landi voru og meðfram ströndum þess hafa mörg ævintýri gerzt, fyrr og síð- ar. Menn hafa ferðazt gangandi og ríðandi, á bilum, traktorum og flugvélum, árabátum, seglskip um og vélskipum. Fram til síðustu tíma hefir þó hesturinn verið algengasta farar- tæki íslendinga. Við hartn og hans hætti eru flestar minningarnar tengdar frá landnámsöld og fram yfir 20 fyrstu árin af þeirra, sem er að líða. Að draga dæmin af ferðalagi á hestbaki er þvi mörg- um tamast enn í dag, þó vélaöldin hafi gengið í garð. Þegar um stjórnmál og fjármál er rætt, fer því vel á, að þessari reglu sé enn fylgt. Árið 1955 skeði það, að bolsar og framsóknarmenn tóku hönd- um saman og hófu verkfall mikið og voldugt er verða skyldi þáverandi ríkisstjórn að bana. Sumir meðíimir hennar og vildar- menn voru með í spilinu, þó leynt færi. Stjórnin í heild vissi því ekki vel hvaðan veðrið stóð. En ráðherrarnir tóku hesta sína og sneru undan hríð- inni. Þeir fóru þó gætilega, stund- um fet fyrir fet, en síðan á hægu tölti. Augljóst var að stefnt var undan brekkunni, stundum stanz að og gáð til veðurs en annars haldið áfram með hægð og að- gæzlu. Hestarnir látnir gt ípa nið- ur og aldrei mæddir. Liðsforingjar og aðstoðarmenn verkfallsins náðu sínum tilgangi. Þeir hrópuðu og æptu: „Áfram allir vinstri menn! Stjórnin er á glötunarvegi. Allt sem að er í landinu er henni að kenna. Hún heldur undan brekkunm. Við verðum að taka við. Þá skal öllu snúið í rétta átt. Þá skal fólkinu líða vel. Verðlagið skal iækka, dýrtíðinni skal útrýmt. Engin verkföll skulu framar verða. Framkvæmdirnar skulu vaxa. Allir, sem vilja byggja og rækta, stofna bú, eða kaupa skip, skulu fá ódýr lán nægileg. Burt með „ríkisstjórnar-íhaldið“. Alþingi var rofið og stofnað til almennra kosninga. Kosninga- lögin brotin. Stjórnarskrá íslands brotin. Prófessor i lögum við Há- skóla íslands gerðist leiðtogi á þeirri leið. Loforðin ljómuðu í eyrum þjóðarinnar á víx-. Eng- inn okkar skal vinna með komm- únistum eftir kosningar, hrópuðu Framsóknarmenn og kratar. Aldrei skulum við samþykkja lögbrot og stjórnarskrárbrot Hræðslubandalagsins, hrópuðu kommúnistarnir. Og fólkið trúði. Félagarnir fengu hreinan meiri- hluta á Alþingi. Ráðherrarnir sögðu af sér. Þeir sprettu af hest- um sínum og slepptu þeim í haga, allir nema ein*. Hann reið á harða stökki inn í fylkingu verk- fallsleiðtoganna. Sá heitir Ey- steinn Jónsson. Síðan þetta gerðist er rúmlega eitt ár liðið. Á því ári hafa marg- ir atburðir gerzt. Sá fyrst, að fimm menn voru til þess valdir að ganga til liðs við fjármála- höfðingjann, sem reið yfir landa- mærin. Þeir söðluðu væna hesta og tóku af sér framtíðarferðalag- ið. íslandi skyldu þeir ráða. Nú skyldi öllum lýð snúið til „vinstri". Fyrsta verzlunarspilið var það, að Tímamenn og kratar gengu í bandalag við kommúnista. Laga- brot og stjórnarskrárbrot hinna samþykktu bolsarnir í staðinn. Það voru jafnvirðiskaup í lof- orðum og efndum, siðferði og manndómi. Sá atburður gerðist þó í leiðinni, að eina úr liðinu spretti af hesti sinum og vék til hliðar. Hann vildi standa við lof- orð sitt, þó félagar hans gerðu annað. Sá heitir Haraldur. ★ ★ ★ Síðan hefir eigi verið neinn hægagangur á ferðalaginu. Eng- inn hefur snúið við. Undan brekk unni hefur verið hleypt á harða stökki beint fram að glötunar- klettunum, sem nú eru skammt undan. Allt verðlag hefir hækk- að og sumar nauðsjmjavörur ekki fáanlegar. Dýrtíðarskrúfan hefur þotið upp. Skattar og tollar, þó enn meira. Verkföllin hafa aldrei verið eins mörg og tíð. Lánin til framkvæmdanna hafa fáir fengið. Allt hefir bilað nema svikin. Og þegar svo er komið eru góð ráð dýr. Þau hafa enn ekki sézt. Eitt hefir þó verið reynt. Það er að telja heimskasta hluta þjóðar- innar trú um það, að allt sem gerist sé að kenna þeim, sem skákað var frá völdum og engu mega ráða. Núverandi stjórnarflokkar hafa frá upphafi vega sinna haft forystu um öfgar og óróa í þjóð- félagi okkar. Sjálfstæðisflokkur- íbúð Húsnæði, 2—3 herbergja íbúð, óskast sem fyrst fyrir norska fjölskyldu, fátt í heimili. Tilboð send- ist Morgunblaðinu merkt: „íbúð — 3128“. Aðalfundur Í.R. verður haldinn í V.R-húsinu, Vonarstræti, mánu- daginn 4. nóvember kl. 8,30 e.h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Til sölu 3ja herbergja íbúð, ásamt einu herbergi i risi í vesturbænum. Ibúðin, sem er óvenju skemmtileg, ar í sambyggingu (endaíbúð á II. hæð) og í ágælu standi. MálHutningsstofa Sigurður Reynir Pétursson hrl., Agnar Gústafsson hdi., Gísli G. Islerfsson hdl., Austurstræti 14, II. hæð. Símar 18478 og 228T0. inn hefur verið þar í vörn. En öfgamenn þjóðarinnar reyna að kenna Sjálfstæðismönnum um flest það, er miður fer, hvort sem þeir eru í stjórn eða stjórnar- andstöðu. Sjá auðvitað allir, sem hafa meðalskynsemi, eða þar yfir, hvílikt slúður þar er um að ræða. En það er „undirmálsliðið" á sviði vitsmunanna, sem stjórnar- liðar og þeirra blöð leggja mest kapp á að eiga tal við. Þar er alltaf einhvers árangurs að vænta, svo sem reynslan hefur sannað. Einn er sá sem stjórnarliðar leggja nú kapp á að ófrægja. Það er Bjarni Benediktsson fyrrver- andi ráðherra. Við hann og hans ráð virðast þeir mjög hræddir. Eru kommúnistar þar fremstir í flokki. Öll verkföll eiga nú að vera undirbúin af Bjarna Bene- diktssyni, þó hann hafi þar hvergi nærri komið. Gengur jafnvel svo langt, að það á að vera Bjarna að kenna, þegar forstjóri Skipaút- gerðar ríkisins greiðir atkvæði gegn sáttatillögu í verkfalli, eins og stjórnendur Eimskipafélags íslands og Skipadeildai S. í S. Hverjar eru svo sakir þær, er þessir menn tengja töskur sínar við? Þær helzt, að Bjarni Bene- diksson, sem er ritstjóri við stærsta blað landsins segir frá kaupdeilum og verkföllum, eins og öðru því er gerist í okkar þjóð- félagi. Og svo annað hitt að hann og hans félagar gera annað kast- ið grín að öllu ráðleysi og ræfil- dómi þeirra manna, sem allt þótt ust geta lagag og lækkað. ef þeir fengju völd, en ríða nú fanta- reið undan brekkunni og ráða ekki við neinn þann vanda, sem þeir sjálfir hafa stofnað til. Þcir sýna, að þeir eru eins og ráð- lausir og rammvilltir ferðamenn. Þjóðin getur ekki treyst þeim. Bóndi. Dýrfirðingafélagið heldur fund í Aðalstræti 12 n.k. sunnudag 27. okL klukkan 13,30. Dagskrá: Félagsmál. Stjórnin. Uppboð verður haldið að Ytri-Skógum í Austur-Eyjafjalla- hreppi laugardag 2. nóvember klukkan 2 síðdegi*. Selt verður til niðurrifs (brottflutnings) gamla heimavistarhúsið að Skógum, járnvarið timburhúa einnar hæðar með risi. Miðstöðvarlögn er í hús- inu og nokkuð af hreinlætistækjum. Sýslumaður Rangárvallasýslu. ÍdagsbrunI Verkamannaíélagií Dagshrún Félagsfundur verður í Iðnó sunnudaginn 27. október klukkan 2 e.h. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Samningarnir. 3. Önnur mál. Félagsmenn f jölmennið og sýnið skírteini við innganginn. Stjórnio. ' ™r -I PIS J^ h&x:;-. Brautryðjandi í þeirri iifjuaf ar Parker 61, vegna þess sM hann einn af öUvun pennuM •r með sjálf-fyllingu. Hann fyllir sig sjálfur — eins *C sýnir, með háræðakerfi á fá aekúndum. — Oddinum er aldrai difið í blekið og ar hann því ávaiM skínandi fagur. TH þess að ná sem beztum við skriftir, notið Parker Quink í Parker 61 penna. Einkausaboðsmaður: Sigurður H. Egilsson, P. O. Box 283 Reykjavík Viðgerðir annast: Gieraugnaverziun Ingóifa Gáslasonar, Skóiavörðustig S, Rvflc 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.