Morgunblaðið - 26.10.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.10.1957, Blaðsíða 9
Laugardagur 26. okt. 1957 Monr.TiyrtTAÐiÐ 9 Ólafur Xhors, formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur ávarp sitt við setningu ráðstefnu S.U.S. um framtíð landbúnaðarins. Við borðið sitja Gunna r Sigurðsson bóndi í Seljatungu (fundarstjóri) og Ásgeir Pétursson (form. S.U.S.) Ljósm.: Filman. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haftforystu í framfaramálum bænda r' r - Avarpsorð Olafs Thors, formanns Sjálf- stæöisflokksins á búnaðarráðstefnu S.U.S. Kæru, ungu samherjar! ÞETTA mun vera . fyrsta skipti að islenzkur stjórnmálaflokkur kallar saman landsfund ungra bænda og bændasona, svo sem Samband ungra Sjálfstæðis- manna nú hefur gert. Það fer einkar vel á því, að það skuli einmitt vera Sjálfstæðisflokkur- inn, sem þetta gerir, því enginn flokkur hefur reynzt bændum jafn giftudrjúgur í starfi sem Sjálfstæðisflokkurinn. Og það sæmir einnig vel, að það skuli einmitt vera núverandi formað- ur S. U. S., Asgeir Pétursson, sem frumkvæðið á að þessu, þvi að auk þess að vera sjálfur ger- kunnugur búnaðarháttum og sveitalífi, er hann sonur þess ís- lenzks ráðherra, sem öllum öðr- um fremur hefur reynzt sveitum landsins og íslenzkum landbún- aði hollur vinur og sannur for- ustumaður. ★ Það er stundum sagt, að Fram- sóknarflokkurinn lifi á en Sjálf- stæðisflokkurinn lifi fyrir bænd- urna. Auðvitað er þetta orðaleik- ur og ofmælt, en felur þó í sér þann sannleikskjarna, að Fram- sóknarflokkurinn virðist miða starf sitt miklu meir við að efla völd sín en hag bænda. Sést það m. a. á misnotkun flokksins á samvinnuhreyfingunni sem og því, að altítt er, að Framsóknar- flokkurinn bregðist illa við, þeg- ar aðrir flokkar bera fram til sig- urs hagsmunamál sveitanna. Sjálfstæðisflokkurinn hins veg- ar stendur á hærri stjórnarhól og miðar allar aðgerðir sínar við það, hvað bezt henti hagsmunum þjóðarinnar í heild. Hann gerir sér fulla grein fyrir því, að með því að efla hagsmuni þeirra, sem í sveitunum búa, rennir hann stoðum undir nauðsynlegt jafn- vægi í efnahagslífi þjóðarinnar og telur, að með því sé einnig bezt tryggð æskileg þróun í and- legu lífi íslendinga. Þessari stefnu hefur Sjálfstæð- isflokkurinn viljað reynast trúr, alveg án hliðsjónar af því, að stundum geti verið hætta á að barátta hans fyrir velfarnaði sveitanna mæti ekki fullum skilningi allra stétta þjóðfélags- ins og geti þess vegna rýrt fylgi flokksins. En slíkt fylgistap er ekki til langframa auðnist Sjálf- stæðisflokknum að glæða skiln- ing nægilega margra landsmanna á nauðsyn þess, að stéttir þjóð- félagsins vinni saman, en ekki hver gegn annarri. En það er ein- mitt einn aðalþátturinn í baráttu Sjálfstæðisflokksins að opna *ugu landsmanna fyrir þeim veigamikla sannleika. Mér er ekki ætlað í þessu stutta ávarpi að rekja baráttu Sjálfstæðisflokksins fyrir hags- munum sveitanna. Aðeins leyfi ég mér að minna á forustu flokks ins um fátt eitt af því, sem mestu skiptir. Nefni ég þar til jarð- ræktarlögin frá 1923, Ræktunar- sjóðinn gamla, sex manna nefnd- ar lögin frá 1943, lög um jarð- ræktar- og húsagerðarsamþykkt- ir í sveitum frá 1945, lög um landnám og nýbyggðir og endur- byggingar í sveitum frá 1946, Ræktunarsjóðslögin nýju frá 1947, fjárskiptalögin, rafvæðingu landsins fyrr og síðar — og er þá ótalið, að undir forustu Sjálf- stæðisflokksins fengu bændur í fyrsta skipti viðunandi lífskjör með hækkuninni á verði land- búnaðarafurða árið 1942. Hefur flokkurinn að sönnu sætt miklu ámæli, ekki sízt frá Framsókn- arflokknum fyrir þá dýrtíðar- hækkun, sem af þessu leiddi, en það raskar ekki því, að hér er um eitt stærsta hagsmunamál sveitanna að ræða. Ég hirði ekki að nefna fleiri dæmi, enda hér getið um flest það, sem dýpstu sporin hefur markað. En til fróðleiks get ég þess, að þegar Framsóknarflokk- urinn rauf samstarfið við Sjálf- stæðisflokkinn og stefndi til kosn inga í fyrravor, reyndi hann að leita ágreinings út af því, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki dugað sveitunum, meðan flokk- urinn hafði stjórnarforustuna. Alyktun A.S.Í. FUNDUR miðstjórnar og efna- hagsmálanefndar Alþýðusam- bands íslands, haldinn í Reykja- vík í október 1957, ályktar eftir- farandi: Það hefur sannazt að sú stefna í efnahagsmálum, sem verkalýðs- hreyfingin átti þátt í að marka fyrir tæpu ári síðan, hefur mjög dregið úr verðbólguþróuninni, sem um langt skeið hefur þrengt kjörum launþega flestu öðru fremur. Fundurinn telur því tví- mælalaust að halda beri áfram sömu stefnu, þ. e. stemma stigu við verðhækkunum, efla fram- leiðsluatvinnuvegina og skapa þannig varanlegan grundvöll fyr ir bætt lífskjör. Augljósir og miklir erfiðleikar, steðja þó að árangursríkri framkvæmd á verð Kom þá í ljós, að á tæpum tveim- ur árum hafði ríkisstjórnin út- vegað 250—300 millj. kr. til raf- væðingar, lokið við Áburðarverk- smiðjuna, sem kostaði 130 millj., sjóðum bænda höfðu verið lagðar 48 millj. kr., sem leiddi til þess, að þeir gátu aukið útlán til bænda um 100 millj. kr. Sími var kominn á svo að kalla hvern bæ, þjóðvegir höfðu verið lengdir um 870 km og er þó ótalið það, sem gleggsta myndina sýnir, að fjár- festingin í landbúnaðinum hafði orðið meiri en dæmi eru áður til, eða um 500 millj. kr., og ræktun aukizt svo, að innlögð mjólk óx um 30% en kjötið tvöfaldaðist. Var margt af þessu óhrekjanleg og augljós afleiðing fyrrnefndra lagasetninga undir forustu Sjálf- stæðisflokksins. Ég rek þessa sögu ekki lengra. Verkin tala og sanna, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur haft vit og vilja til þess að efla hag sveit- anna og með því unnið afrek í þágu allra íslendinga. ★ Ungu synir sveitanna! Ég fagna framtaki S. U. S. um þetta fundarhald. Ég býð ykkur alla hjartanlega velkomna og vona, að dvöl ykkar hér megi glæða skilninginn á starfi Sjálf- stæðisflokksins í þágu sveitanna, en einkum þó hitt, að fundurinn megi verða til þess að auka skiln- ing ykkar á mikilvægi ævistarfs ykkar sjálfra og efla trúna á, að sá sem hefur lagt hönd á plóginn, skal horfa fram, en ekki aftur, stefna beint að settu marki, rækta moldina, bæta híbýlin og eiga með því sinn þátt í því að skila landinu til næstu kynslóðar fegurra og betra en það er nú. stöðvunarstefnu verkalýðshreyf- ingarinnar og almennar kaup- hækkanir mundu eins og nú standa sakir auka á þá erfið- leika. Leggur fundurinn því til að samningum verði ekki að þessu sinni sagt upp til að knýja fram almennar kauphækkanir. Miðstjórnin og efnahagsmála- nefndin hafa að undanförnu átt viðræður við ríkisstjórnina um efnahagsmálin og ýmis hags- munamál verkalýðshreyfingar- innar. Niðurstöður þeirra við- ræðna eru eftirfarandi: 1. Ríkisstjórnin lýsir því yfir að engar ráðstafanir í efnahags- málum verði gerðar án sam- ráðs við verkalýðshreyfing- una. Gengisfelling verður því ekki lögleidd þar sem verka- "Augljósir og mik.Hr erfiðleikar steðja að" Landbúnaðurinn er grundvallar* atvinnuvegur þjóðarinnar Ávarp Ásgeirs Péturssonar á búnaðarráðstefnu S.U.S. AF HÁLFU stjórnar Sambands ungra Sjálfstæðismanna leyfi ég mér að bjóða ykkur öll hjartan- lega velkomin til þessarar fyrstu ráðstefnu, sem haldin er á veg- um ungra Sjálfstæðismanna um framtíð landbúnaðarins, með sér- stöku tilliti til viðhorfs unga fólksins til þess atvinnuvegs. Stjórn Sambands ungra Sjálf- stæðismanna vill með því að beita sér fyrir slíku móti, leggja áherzlu á þann áhuga, sem ríkir meðal Sjálfstæðismanna á því, að farsællega verði leyst vandamál þessa hyrningarsteins í atvinnu- lífi okkar. Þar að auki gæti sam- koman haft mikið gildi í þá átt, að gagnkvæmur skilningur og vel vilji eflizt mefþ borgarbúum og fólkinu úti á landsbyggðinni, báð- um til góðs. Sameiginlegir hagsmunir Það er nefnilega augljóst mál, þótt sumir vilji í því efni rang- færa og villa um fyrir mönnum, að hagsmunir þeirra, sem í sveit- um búa, eru svo samofnir hags- munum borgarbúa, að farsæld annars þýðir farsæld hins og þrengist kostur annars, mun það einnig bitna á hinum. Hér skal ekki farið út í neinar hagfræðilegar bollaleggingar. En eru í rauninni til skýrari og ein- faldari búhyggindi en þau, að góð afkoma borgarbúa, neytendanna, sé eitt þýðingármesta hagsmuna- mál þeirra, sem að framleiðslu landbúnaðarafurða starfa? Það er þess vegna síður en svo í þágu fólksins í sveitunum, að rekin sé ofsóknarpólitík gegn þéttbýlinu. Þeir, sem halda að sveitafólkinu sé einhver greiði gerður með árásum á lífsafkomu heilla stétta í þéttbýlinu, mættu betur gæta að sér. Á hinn bóginn er svo að finna öfgar rauðu flokkanna gegn sveit unum og það svo t. d. að því er suma fulitrúa þeirra varðar, að þeir vilja helzt leggja allan sveitabúskap niður. Stéttarógur, sem þannig er rek- inn, skaðar auðvitað þjóðina í heild. Gegn þvílíkri óheillastefnu vinna Sjálfstæðismenn. Þeirra trú er sú, að farsæld fólksins verði bezt tryggð í þjóðfélagi, þar sem stéttirnar vinna saman. Bar- átta Sjálfstæðisflokksins er ekki sizt í því fólgin að sinna því mikilvæga hlutverki, að sameina þjóðina til mikilla gagnlegra átaka. lýðshreyfingin hefur lýst sig andvíga henni. 2. Ríkisstjórnin vill tryggja að lánveitingar til íbúðabygg- inga á næstu þrem mánuðum verði ekki lægri en 40 millj. krónur. 3. Ríkisstjórnin mun áfram beita sér fyrir lækkun tekju- skatts á lægri tekjum. 4. Ríkisstjórnin mun vinna að því að sú breyting verði gerð á innheimtu skatta, að þeir verði teknir af launum jafn- óðum og þau falla til svo sem nú tíðkast á Norðurlöndum. 5. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir lagasetningu er tryggi tíma- og vikukaupsmönnum aukin réttindi um uppsagnar- frest og veikindadaga. 6. Ríkisstjórnin mun stuðla að því að hafin verði innanlands smíði fiskiskipa úr stáli. Nokkur önnur mál hefur nefnd in rætt við ríkisstjórnina og mun fylgja eftir framgangi þeirra. Þýðing landbúnaðarins Ekki vil ég gera lítið úr öðrum atvinnugreinum. En ég vil þó segja þá skoðun mína, að land- búnaðurinn er, þegar allar að- stæður eru metnar, grundvallar- atvinnuvegur þjóðarinnar. Saga íslenzku þjóðarinnar er lengst af bændasaga og menning hennar bændamenning. A miðri síðustu öld lifði langmestur hluti þjóðar- innar á landbúnaði og svo hafði staðið um aldir, allt fram til landnáms. Um síðustu aldamót var enn svo ásatt um íslenzka atvinnuhætti, að röskur helming- ur þjóðarinnar lifði af landbún- aði. En upp frá því hófst svo smám saman aukin stéttaskipt- ing og fjölbreyttari atvinnuhætt- ir í landinu, landsfólkinu til hags bóta. Framþróunin hér á landi hefur þó orðið með þeim hætti, að þótt bændastétt sé nú eigi nema um fimmtungur þjóðarinnar, fram- leiðir sá hluti hennar nægjan- lega mikið magn landbúnaðaraf- urða fyrir alla þjóðina, og getur enn aukið þá framleiðslu. Örar framfarir Island er að vísu norðarlega á hnettinum, En frjósöm mold og mikið landrými valda þvi m.a. að landbúnaður á íslandi getur orð- ið hinn arðvænlegasti atvinnu- vegur — og er raunar á góðri leið með að verða það — ef fólkið trú- ir á landið og sjálft sig. Nýjar vél ar og tæki og bætt félagsleg að- staða gjörbreyta viðhorfi manna til lífsins í sveitunum. Það er nefnilega — þrátt fyrir allt ann- ríki — verið að létta þrældómn- um — hinum seigdrepandi þræl- dómi — af sveitafólkinu. Orfið víkur fyrir vélinni. Það, sem áð- ur tók margra vikna erfiði, er nú gert á dagstund. Rafmagn frá virkjunum lýsir bæina og pen- ingshúsin og knýr vélarnar. Ekk- ert breytir lífinu í sveitunum sem rafmagnið. Það er ekki hægt að ætlast til þess, að sveitafólkið sitji lengur í myrkrinu. Rafmagn í sveitir landsins er því ófrávíkj- anleg krafa allra þeirra, sem í sveitum búa. Svo er nú einnig komið, að unnt er að yfirstíga að einhverju leyti þau miklu vandræði, sem af óþurrkum hafa oft stafað, þegar ekki hefur verið unnt að ná inn neinum heyjum að gagni. Nýjar heyverkunaraðferðir, sumpart með vélakosti, ryðja sér til rúms, sem gera bóndann óháðari duttl- ungum náttúrunnar og hefur það grundvallarþýðingu í landi, sem hefur svo óstöðuga veðráttu, sem okkar land. Margt fleira mætti telja, sem til heilla horfir. Framtíð landbúnaðarins Þær framfarir, sem orðið hafa í þessum efnum á undanförnum áratugum, hafa einmitt átt sér stað fyrir tilverknað Sjálfstæðis- manna, sem jafnan hafa lagt á það mikið kapp að nýta gæði landsins og örfa hug einstakling- anna til að ráðast í framkvæmd- ir, sem miða að hagsbótum jafnt fyrir þá sjálfa sem þjóðina alla. Margt er ógert. Þjóðin hefur í vissum skilningi verið að nema land síðustu óratugina. Því land- námi verður að halda áfra'm. Við erum einmitt hingað kom- in á þessa ráðstefnu til þess að ræða þá framtíð, sem við okkur blasir. Ræða um líf og starf unga fólksins í sveitunum, og um það hvernig góð afkoma þess í efna- legum og félagslegum skilningi verði bezt tryggð. Að svo mæltu leyfi ég mér að segja ráðstefnu þessa setta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.