Morgunblaðið - 26.10.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.10.1957, Blaðsíða 16
VEÐRIÐ Suðaustan kaldi — Skúrir. 243. tbl. — Laugardagur 26. október 1957. BÚNAÐARRÁÐSXEFNAN Sjá bls. 9. Hafizt verði handa um virkjun í Krýsuvík Hafnarfirði LAND'SMÁLÁFÉLAGIÐ Fram hélt aðalfund sinn í Sjálfstæðishús- inu í fyrrakvöld og var hann fjölsóttur. Auk venjulegra aðalfundar- starfa hélt Valgarð Thoroddsen rafveitustjóri mjög fróðlegt erindi um hitaorkuna í Krýsuvík, þar sem hann lagði einkum áherzlu á þýðingu hennar fyrir Hafnarfjarðarbæ. Og að bærinn hæfist handa um virkjun hennar, sérstaklega til húshitunar. Spunnust allmiklar umræður um mál þetta og tóku margir til niáls. Á fundinum var samþykkt eftirfarandi tillaga: Svartagil eru nú rústir einar. — Húsið var allt timburklætt að inuan hlöðu sem eru fremst á myndinni. Það eru rústir fjóss og Ljósm. Mbl. Ól. K. M. Samningum verbi ekki sagt upp Ekkerf samkomulag um vinstri- samvinnu innan verkalýðsfélaganna HIN svokallaða 19 manna nefnd Alþýðusambands íslands, sem fjalla á um efnahagsmál, hefur lengi setið á fundum og hefur þar borið é margháttuðu ósam- komulagi og reynzt erfitt að ná nokkurri sameiginlegri niður- stöðu. Undirnefnd þessarar stóru efnahagsmálanefndar hefur átt marga fundi með ríkisstjórninni og afhenti henni alls konar kröf- ur. Kommúnistar hafa t. d. krafizt þess, að algert samstarf yrði milli kommúnista, Alþýðuflokksins og -JCUJOfjS piA eUUBUIJEUSiOSUlEJJ kjör innan verkalýðsfélaganna og yrði það fastmælum bundið með samningum. Framsóknar- menn með Eystein Jónsson í broddi fylkingar, stóðu fast með kommúnistum í þessu máli, en samkomulag náðist ckki. Loks vildu kommúnistar fá um það greinargerð frá ríkisstjórn- inni, hvernig hún ætlaði sér að leysa efnahagsvandræðin, en svörin voru loðin og mjög á huldu. Var það því lítið, sem nefndin fékk að vita um þessi mál en talið er að kommúnistar hafi þó fengið því framgengt, að ef úr gengislækkun verði, þá skuli hún dulbúin. Ennfremur gerðu kommúnist- *r þá kröfu, að tekið yrði 400 millj. kr. ríkislán og áttu þeir þar við hið rússneska lán, sem þeir hafa svo mjög flaggað með, en ríkissíjórnin vildi, á þessu stigi málsins, ekki segja til um hvort úr slíkri lántöku yrði. Varðarkaffi í Valhöll í dag kl. 3-5 s.d. Næturfundur. 19 manna nefnd A. S. í. var lengi á fundi í fyrrinótt, en eftir því sem á nóttina leið, var smátt og smátt horfið frá þeim skil- yrðum, sem upphaflega átti að setja ríkisstjórninni. Ávöxt- urinn af þessum næturfundi varð svo ályktun, sem birt er annars staðar í blaðinu. Nokkrir fundarmanna greiddu ályktun- inni þó ekki atkvæði sitt. í ályktun þessari segir, m. a. að staðið skuli á móti verðhækkun- um og má nærri geta hvaða gildi slík yfirlýsing hefur, þegar á það er litið, að það sem af er þessu ári, hafa orðið stöðugar verðhækkanir, sem m. a. hafa komið fram í hækkun vísitöl- unnar um 5 stig, hærri niður- greiðslum en nokkru sinni fyrr, og þyngri skattabyrði en þekkzt hefir í sögu landsins. Vísitalan hefur líka verið fölsuð, svo sem frekast hefir verið unnt. í ályktuninni stendur ennfrem- ur, að ítundurinn leggi til, „að Kvöldvaka Norræna félagsins NORRÆNA félagið efnir til kvöldvöku í Sjólfstæðishúsinu nk. þriðjudagskvöld, 29. október, kl. 20,30. Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri, form. Norræna félagsins, flytur ávarp, Kristinn Hallsson óperusöngvari syngur einsöng og Guðmundur Guðjónsson og Kristinn syngja tvísöng. Ivar Org land sendikennari flytur stutt er- indi og sýnd verður litkvikmynd Vigfúsar Sigurgeirssonar frá for- setaförinni um Noreg 1955. Að lokum verður dansað. Þetta er fyrsta kvöldvaka Nor- ræna félagsins ó vetrinum. Að- göngumiðar í bókaverzlun Sigfús ar Eymundssonar og við inngang inn. — samningum verði ekki að þessu sinni sagt upp til að knýja fram almennar kauphækkanir". Þessi ályktun A.S.Í. er ekkert nýtt fyrirbæri. Hinar fyrri hafa hafa reynzt haldlitlar og mun einnig verða svo um þessa, sem nú liggur fyrir eftir langa fund- inn í fyrrinótt. Klukkunni seinkað í nólt í NÓTT, aðfaranótt sunnudags- ins, verður klukkunni seinkað um eina klukkustund. — Þegar kiukkan eftir sumartimanum cr tvö, skal færa hana aftur á bak, þannig að hún verði eitt. Hitaveita fyrir Hafnarfjörð „Fundur haldinn í Landsmála- félaginu Fram fimmtudaginn 24. okt. 1957, harmar að fram skuli komið frumvarp frá Alþingi, er felur í sér eignarnám ríkisins á jarðhita, sem sóttur er dýpra í jörðu en 100 metra. Og lýtur svo á að vinna beri að því að frum- varp þetta nái ekki fram að ganga. Telur fundurinn, að frum- varpið brjóti í bága við hagsmuni bæjarfélaga, sveitarfélaga og landeigenda, og skorar því á hæst virt Alþingi að fella frumvarp þetta. Jafnframt telur fundurinn brýna nauðsyn bera til þess að hrundið sé í framkvæmd, svo sem frekast er unnt, hagnýtingu hita- orku Krýsuvíkur. Telur fundur- jnn að sérstaklega beri að leggja álierzlu á hitaveitu fyrir Hafnar- fjöið, ef grundvöllur reynist fyrir samstarfi við Reykjavík um fram kvæmd þessa, en slíka samvinnu telur fundurinn mjög eðlilega, þar sem báðir bæirnir hafa hér sameiginlegra hagsmuna að gæta. Er hitaveita fyrir Hafnarfjörð einan svo til óframkvæmanleg eins og málum er nú háttað. í slíkri samvinnu ber að sjálfsögðu að gæta þess að Hafnarfjaðarbæ verði tryggð sanngjörn greiðsla vegna eignarhitaréxtindanna“. Stjórnin Formaður Fram var kosinn Páll V Daníelsson viðskiptafræð- ingur og með honum stjórn eru Einar Einarsson, Eggert ísaksson, Ágúst Flygenring og Stefán Sig- u'ðsscn. Varastjórn: Gestur Gamalíelsson, Kristinn J. Magn- ússon og Bjarni Erlendsson. End- u-.sxoðendur eru þen Beinteinn Bjarnaron og Sæmundur Siguiðs- son. P fundinum kom fram ríkur áhugi á að efla Sjálfstæðisflokk- inn hérna í bænum, og gengu margir nýir félagar í Fram. — G. E. Fjöllefli Heimdallar fellur niður FJÖLTEFLI það er Heimdallur hefur staðið fyrir á sunnudögum, fellur niður á morgun vcgna þings SUS. Þurrafúi kominn í Ijós bátum í Stykkishólmi Báfarnir varla xjófærir fyrir vefrarvertíðina STYKKISHÓLMI, 24. okt — í ljós hefur komið þurrafúi í tveim Stykkishólmsbátum þeim Svani og Arnfinni. Eru allmikil brögð að honum. Bátarnir eru báðir komnir í slipp fyrir nokkru hér í 'Stykkishólmi til aðgerðar. Skipasmíðameistarinn Kristján Guðmundsson telur mjög vafa- samt að viðgerð bátanna vetði Vekjaraklukkuna átti Sveinbjörn sem fyrir rétti kvaöst í brun- anum hafa misst það litla sem hann átti og því sé það óliugs- andi að hann hafi brennt bæinn. — Hvernig var klukkan komin út á hlaðið?, en þar fannst hún í gærmorgun. lokið fyrir vetrarvertíð. Er þeg- ar byrjað að rífa bátana að fram anverðu. Þessir bátar voru keyptir hing- að frá Ðanmörku um áramótin 1953—1954. Eru þeir smíðaðir í skipasmíðastöðinni í Nýborg á Jótlandi á árunum 1944—1945. Annar þeirra er 52 tonn en hinn 53 tonn. Eigendur skipanna eru Sigurð- ur Ágústsson og fleiri. Skipaeftirlit ríkisins sendi mann hingað um daginn til að rannsaka ástand bátanna og fór hann héðan strax dagin eftir. — Ámi. Frá S.U.S. SAMBANDSÞINGIÐ hefst kl. 9,30 í Sjálfstæðishúsinu. — Bún- aðarráðstefnan heldur áfram kl. 11 í Valhöll. Spilakvöld Sjdlf- stæðismanna ó flkranesi ÞÓR, félag ungra Sjálfstæðis- manna á Akranesi, heldur spila- kvöld að Hótel Akranes, sunnu- daginn 27. þ. m. kl. 8,30 e. h. Sjálfstæðisfólk er hvatt til að mæta og taka með sér gesti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.