Morgunblaðið - 26.10.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.10.1957, Blaðsíða 15
Laugardagur 26. okt. 1957 1jor*r.rnvnr 4*>ið 15 — Svarfagil Frh. af bls. 1. anum, yfir rústunum. Úti á túni, skammt frá bænum, stóð snæbar- in Farmaldráttarvél, en undir henni lá hundur Markúsar bónda hríðskjálfandi. Hann hafði kom- izt úr brunanum, en tveir vinir hans, hvolpar, höfðu farizt í eldinum. Upp úr hústóftinni stóð reyk- háfurinn og hengu utan í hon- um nokkrar þakplótur. — Utan úr heimi Framh. af bls. 8 geimstöðvarinnar lokið 1980, en þá koma til sögunnar ný vanda- mál og ógerlegt er að segja ná- kvæmlega hve langur tími líður þá til þeirrar stundar að fyrsta tunglfarið leggur upp. Ef til vill tuttugu ár. Óþekktar orkulindir Tunglið verður mikilvægur stökkpallur fyrir okkur til ferða lengra út í geiminn. Að rúmmáli er það 1/81 af rúmmán jarðar og hraði þess á brautinni er um íV-í míla á sekúndu. Þessi litli hraði veitir m. a. góða aðstöðu til þess að setja þar upp bæki- stöð fyrir allar ferðir lengra út í geiminn. Tunglið vcitir einn- ig að öðru leyti góðar aðstöður til byggingar geimstöðva. Þar verður auðvelt að byggja elds- neytisgeyma og vistarverur fyrir geimfarana. Eins og við vitum — þá þrífst ekkert líf á tunglinu. Hins vegar er það mjög sennilegt, að mennirnir flytji með sér gróð- ur þangað út. Enginn vafi leikur á því, að um það leyti, er komið verður upp bækistöð á tunglinu, eða um árið 2000, hefur okkur tekizt að leysa miklu meiri orku úr læð- ingi en við nú höfum gert. Fyrst og fremst er það kjarnorkan, sem þá verður nýtt betur. Orka sólar- ljóssins verður einnig nýtt til raf- magnsframleiðslu og fullvíst má telja, að á þessum 40 árum finn- ist nýjar orkulindir, sem nú eru óþekktar. Með allri þessari orku munum við geta breytt yfirborði tunglsins á þann hátt, sem við frekast kjósum. Framleiðsla andrúmsiofts jf Bergmýndunin á tunglinu er að mörgu leyti svipuð og a jörð- unni okkar. Bergtegundirnar inni halda mismunandi mikið if vatns kristöllum og vísindamenn telja, að sumar bergtegundir á tuglinu séu 13% vatn. Með því að bræða þetta berg verður hægt að vinna vatn og er þá fullnægt einu af frumskilyrðium þess að mannleg- ar verur geti haft búsetu þar. En þetta er aðeins upphafið. Þegar vatnsgufan, sem myndast við bræðslu bergsins, verður fyr- ir áhrifum út-fjólublárra geisla sólarinnar klofna vatnsmólikúlin í súrefni og vetni — og þá höfum við fengið það, sem vantar: And- rúmsloft. Nýlendan á tunglinu Þegar súrefnið verður fyrir hendi á tunglinu verður hægt að hefja málmvinnslu þar og einn ig verður hægt að nýta málmana. Ef allt lætur að líkum verð- ur hægt að hefja byggingu stórra plastkúpla á tunglinu skömmu eftir að tunglstöðvarnar verða byggðar og undir þessum kúplum verða reist heil þorp. Undir þess- um kúplum geta geimfararnir lif- að eðlilegu jarðnesku lífi. Þar verður andrúmsloft, yfirborðið verður ræktað — og sennilega verða nytjadýr einnig flutt til tunglsins. Þetta verður sem sé nýlenda okkar að öllu leyti snið- in eftir heimakynnum á jöröurni. Þessar geysimiklu breytingar, sem þá verða á nágranna ókkar, tunglinu, verða sýnilegar með berum augum héðan frá jörðunni. Tunglið breytir um svip, því að sólargeislarnir munu speglast í plastkúplunum og stöðuvötnun- um, sem gerð verða. Sennilega verður þá komið árið 2050. 1 kjallaragólfinu logaði eno Eldavél hékk í rörum og rétt við hana leifar af gasvél. Hafði Markús látið setja gasvél í hús- ið, og fékk hún svonefnt Kosan- gas frá geymi í kjallara. Kola- eldavélin var notuð til að hita upp húsið. Einnig hafði Markús látið leggja gasleiðslur um húsið til ljósa. í sumar hafði hann einnig fengið síma heim á bæ- inn. Markús Jónsson, sem fluttist að Svartagili árið 1929, var nú búinn að búa betur um sig á bæ sínum en nokkru sinni fyrr. í kjallara hússins hafði Markús haft 20 hænur og brunnu þær inni. Úti á snæviþöktu túni suð- vestur af bænum, stóðu fjórar mjólkurkýr Markúsar bónda og fjórir hálfvaxnir kálfar. Á við og dreif út um ása og hæðir fyr- ir ofan bæjarrústirnar voru kind- urnar frá Svartagili á beit. Fjár- eign Markúsar mun hafa verið kringum 170. Það vakti athygli, þegar litazt var um í húsatóftinni, að sýni- lega hafði verið hreyft við gas- vélinni. Hefir hún verið lögð á gaflinn, þannig að stútarnir und- ir hitahellunum stóðu upp í vegg, sem sýnilega hafði brunnið niður. Einnig mátti sjá, að ýmsu lauslegu, sem verið hafði innan húss, hafði verið kOmið út á hlað. Þetta bendir til þess að bræðurnir hafi grýtt húsmunum út um glugga. Á hlaðinu fannst t. d. vekjaraklukka, sem kastað hefur verið út um glugga á fram- hlið hússins, og hafa vísarnir stöðvazt. Klukkan hefur þá verið 7,20. Um það leyti kom Markús Jónsson í Þingvallabæ, eða nokkrum mínútum áður, eftir flótta sinn að heiman. Það er fullyrt, að er Markús flúði að heiman, hafi hvorki log- að eldur í gasvélinni, eða í elda- vélinni, og ekki hafi logað á gasljósi. — Sveinbjörn, sem ver- ið hefur í Svartagili í allt sum- ar, vissi hvernig gasvélin fékk gas af geyminum. Það sem hér hefur verið lýst, er hin almenna skoðun á því, hvernig eldur var borinn að Svartagili 1 fyrrakvöld. — Það er svo annað mál, hvort þeir Reynir og Sveinbjörn fást til þess að játa, að þeir hafi brennt bæinn. Sveinbjörn Hjaltason, sem í sumar var á Svartagili, mun hafa verið lítinn drukkinn, en Reynir aftur á móti meira, eða svo virt- ist mönnum eystra brennukvöld- ið. — Þingvallabændur mættu Reyni niðri á Leirunum. Virðist sem hann muni hafa orðið hræddur, þá er loga tók í bæjarhúsinu og hafi hann lagt á flótta út í myrkrið. Hefur hann orðið að klöngrast yfir ófærur og girðing- ar, farið beint af augum, og var hann skrámaður og rifinn, er hann var handtekinn. Svein- björn var einnig lagður af stað frá brennandi bænum, en hann hafði skammt farið, þegar bænd- urnir handtóku hann. • Voru þeir bræður hafðir í bíl meðan beðið var eftir lögregl- unni. Fóru þeir ekki leynt með það, að þeir hefðu framið þetta íllvirki og níðingsverk á Markúsi bónda Jónssyni. Þá er það vitað mál, að Svein- björn Hjaltason átti hvorki pen- inga né annað hjá Markúsi Jóns- syni. Sveinbjörn þessi hefur hreinlega legið upp á heimili Markúsar í allt sumar, og verið Sveinbjamar var í heimili Mark- úsar fyrrum tegndadóttir hans, sem þaðan er nýlega farin. Þegar Sveinbjörn kom austur að Svartagili í fyrrakvöld og hitti Markús bónda, krafðist hann af honum peninga, sem Svein- björn sagði að tengdadóttirin ætti. Bræðurnir áttu þá enga peninga til þess að borga með bílinn. Tóku þeir að þrátta um hvor ætti að borga bílinn, en upp úr þessu byrjuðu þeir að slást. — Markús, sem verið hafði uppi á lofti, er þetta gerðist, kom þá niður og ætlaði að vísa þeim út úr húsinu, en þá var það, sem þeir réðust á hann og börðu með byssuskefti. Það fannst brotið úti á hlaði, en byssuhlaup- ið er ófundið. — Sá Markús sitt óvænna og flúði bæ sinn í bíl þeim, er íllvirkjarnir höfðu kom- ið í, ásamt dönskum manni og stúlku, og leitaði eftir hjálp 1 Þingvallabæ. Þórður Björnsson, fulltrúi sakadómara, hóf þegar í gær- morgun rannsókn í málinu. Þeir Sveinbjörn og Reynir eru hafðir í haldi í hegningarhúsinu og þar voru þeir yfirheyrðir síðdegis í gær. Síðusfu fréttir Klukkan 10 í gærkvöldi ræddi Mbl. við Þórð Björnsson fulltrúa um það sem fram hefir komið við yfirheyrsluna og mestu máli skiptir. Réttarhöldin í gær. Þórður sagði að þeir bræður, Reynir og Sveinbjörn Hjalta- synir, hefðu báðir eindregið neit- að að vera valdir að brunanum að Svartagili. Kveðst Reynir hafa fundið brunalykt þá er hann gekk út úr húsinu. Svein- björn aftur á móti segist lítið muna. Hann kveðst þó muna, að hann hafi verið kominn einn síns liðs spölkorn frá húsinu, er hann hafi veitt því eftirtekt að Ijósglæta var í bæjarhúsinu. Um líkt leyti hafi hann séð bíl niðri á veginum, sem hann hafi gengið í veg fyrir. Hafi sá bíll ekið heim að Svartagili. Hafi hann þá séð að eldur var kominn upp í bæn- um. Við þessa sjón kvað hann að hefði mikið runnið af sér áfengisáhrif. Bræðrunum ber saman um að Sveinbjörn hafi átt hugmyndina að því að fara austur. Gaf hann þá skýringu á því, að hann hefði viljað gleðja Markús bónda með því, að koma með brennivín handa honum. Reynir segir að fyrst eftir að þeir voru komnir inn í bæinn að Svartagili, hafi þeir ekki orðið varir við Markús. Hann hafi svo birzt í eldhúsdyrum með hagla- byssuna. — Reynir segir hann ekki hafa miðað henni á þá, en kveðst hafa gripið í hana og svipt henni úr höndum hans. Sigurbjörn segist minnast þess, óljóst þó, að Reyn- ir hafi tekið byssuna af Markúsi, en þvertekur fyrir að þeir hafi verið að fljúgast á. Reynir segir aftur á móti að þeir hafi rifizt í eldhúsinu. — Sigurbjörn segir að gasljóskúpull í eldhúslofti hafi brotnað fyrir tilverknað Reynis, sem hafi verið mjög æstur. Sveinbjörn þvertekur fyrir það, að hann hafi að fyrirbragði ávarp að Markús bónda, þá er bærinn stóð í ljósum loga og lýst gleði sinni yfir hvernig komið væri. Aft ur á móti hafi Markús spurt sig um hvort honum (Sveinbirni), þætti þetta ekki skemmtilegt. — Hafi hann þá svarað Markúsi á þá leið, hvort hann væri að kenna sér brunann. — ★ — Þórður Björnsson kvað rann- sókn málsins mundi verða hald- haldið áfram. Málið er erfitt við- ureignar og einkum það að upp- lýsa með hverjum hætti eldsupp- tökin urðu. Þar koma til greina íkveikja, eldsupptök af gáleysi eða bilun á gaslögn eða ljós- tækjum. Rannsóknarlögreglumenn fóru austur í gærdag og gerðu sínar athuganir á brunarústunum, en rannsóknardómaranum, Þórði Björnssyni, ' hafði ekki borizt skýrsla þeirra í gærkvöldi. Samkomur Fíladelfía Biblíulestrar kl. 2 og kl. 5. — Almenn samkoma ki. 8,30. Kristniboðshúsið Betania, Laufás- vegi 13. Á morgun: Sunnudagaskólinn »kl. 2 e.h. öll börn velkomin. Kristnihoðsvikan Næst siðasta samkoma Kristn- boðsvikunnar er í húsi K.F.U.M. og K. í kvöld kl. 8,30. — Gunnar Sigurjónsson cand. theol. talar. Einsöngur. — Allir velkomnir. Kristniboðssambandið. Félagslíf Aðalfundur íþrótlafélags Kcfla- víkurflugvallai verður haldinn í Sjálfstæðishús inu í Keflavík sunnudaginn 27. okt. kl. 20. — Venjuleg aðaifund- arstörf. — Rætt um vetrarstarf- semina. — Áríðandi að félagar fjölmenni. — Stjóm ÍKF Knattspyrnufél. Valur. Knattspyrnuæfingar félagsins verða í KR-húsinu í vetur, sem hér segir: — 3. fl. sunnud. kl. 9,30. — 4. fl sunnud. kl J.0.20. — M-fl., 1. fl., II. fl. laugard, kl. 7,40. — Farfuglar. Munið vetrarfagnaðinn í Heiða bóli á laugard. Ferð upp eftir kl. 7.30 frá Búnaðarfélagshúsinu og Hlemmtorgi. Stúlkuv hafið kökur með. — Fram — Knattspy rnumenn! Æfingar fyrir 3. og 4. flokk i K.R. húsinu á sunnudag. IV fl. kl. 1 og III fl. kl. 1,50. — Þjálfarinn. Valur Innanhússæfingar verða í ICR- húsinu sem hér segir: M.fl. I og II fl.: laugardaga kl. 7,40—8,30 e.h. IV fl.: sunnudaga kl. 9,30— 10,20 f.h. III fl.: sunnudaga kl. 10,20— 11,10 f.h. Knattspyrnufélagið Þróttur: Dansleikur hjá kvennaflokknum i kvöld kl. 9. ’ Skíðadeild K.R. Skiða og vinnuferð í skálann kL 9,30 í fyrramálið. — Stjórnin. f.R. Frjálsíþróttadeild! Nú eru innanhússæfingarnar í fullu f jöri, en áherzla lögð á lyffc- ingar, körfuknattleik og léttar leikfimisæfingar. Mætið allir frá byrjun. Nýir félagar vekomnir. Allar æfingar eru í ÍR-húsinu. Æfingaskráin: Mánudagar: kl. 9,40—10,30. Miðvikudagar: kl. 8,50—9,40. Fimmtud.: kl. 9,40—10,30. Föstudagar: kl. 6,20—7,10. Æfingargjaldið fyrir veturinn er kr. 100.00, og greiðist Inga Þór, " húsverði. Þeir, sem ekki hafa greitt ársgjaldið fyrir 1957, greifR það einnig sem fyrst, en það er kr. 50,00. — Stjórnin. I. O. G. T. St. Díana nr. 54 Fundur á morgun kl. 10,15. — Spurningaþáttur. — Gæzlumenn. EINAR ASMUNDSSON hæstaréttarlögmaðui. daf&teinn Sigurðsson héraðsdómslögmaður. Skrifstofa Hafnarstræn 5, Sími 15407. Suðurnesjamenn Gömlu dansarnir í kvöld, fyrsta vetrardag í samkomuhúsi Njarðvíkur Sigurður Ólafsson syngur með hljómsveit Aage Lorange. IVESTI------------------- Hafið þið komið í NESTI, Fossvogi Innilegt þakklæti færi ég vinura og vandamönnum fyrir gjafir, heillaóskaskeyti og heimsóknir á 80 ára af- mæli mínu 20. þ.m. Sérstaklega vil ég þakka hjónunum Helgu Þorvaldsdóttur og Hannesi Kristinssyni og fjöl- skyldu þeirra, Miðstræti 8, fyrir órofa tryggð og vináttu og margar ánægjustundir, sem ég hef notið á heimili þeirra. Þessum góðu hjónum og öllum þeim, sem hafa reynst mér vel á lífsleiðinni, færi ég mitt innilegasta þakklætL Filippus Jóhannsson. Hjartanlega þökkum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför STEFÁNS ÞORKELSSONAR ' Blönduósi. Ágústa Jósefsdóttir, Sigríður Indriðadóttir. Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og hluttekn- ingu við útför föður okkar SIGURÐAR SIGURÐSSONAR frá Flatey, Breiðafirði. Börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.