Morgunblaðið - 26.10.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.10.1957, Blaðsíða 8
t MORCVISBI 4Ð1Ð Laugardagur 26. okt. 1957 itstMmfrifr Útg.: H.í. Arvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarm Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Öld geimferða rennur upp Lesbók: Arni Öla, simi 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og algreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480 Askriftargjald kr 30.00 á mánuði innanlands. t lausasöiu kr. 1.50 eintakið. YFIRLÆTI FJÁRMÁLARÁÐHERRANS TIL landsins er kominn stór- virkur jarðbor, sem á að verða undirstaða þess að hagnýta hveraorkuna miklu meir en verið hefur í þágu atvinnu- veganna og almennings að öðru leyti. Þegar bæjarstjórn Reykja- víkur fór einróma fram á það við ríkisstjórnina, að hún feili niður eða lækki aðflutningsgjöld af þessu tæki, var svarið þvert nei. Þegar borgarstjóri flutti til- lögu um málið á Alþingi, svaraði Eysteinn Jónsson því til, að „ekki væri hægt að brjóta niður að- flutningskerfi ríkisins til hjálp- ar slæmum fjárhag Reykjavík- ur“. Það blæs alltaf eins úr þeirri átt, þegar um Reykjavík er að ræða. Annars mætti Eysteinn Jónsson gerst vita sjálfur að hann lét samþykkja á Alþingi árið 1954 lög um tollskrá (nr. 90, 23. nóv.) þar sem „aðflutn- ingsgjaldakerfið" er „brotið nið- ur“ með því að heimila svo marg- ar undanþágur og undanþágu- heimildir, að þær taka yfir þrjár þéttprentaðar síður í Lagasafn- inu. Þarna er m. a. um að ræða tæki í þágu atvinnuveganna og almennings í heild en slíkt á auð- vitað við um tæki, sem miðar til l fullkomnari hagnýtingu hvera- 1 orkunnar. Hér er sízt af öllu um mál að ræða, sem varðar Reykjavík eina. Aðrir bæir og sveitir auk einstaklinga munu þurfa á þessu tæki að halda og niðurfelling að- flutningsgjalda yrði til að lækka þau gjöld, sem þessir aðilar þyrftu að greiða fyrir notkun jarðborsins. Það er af því að bæj- arstjórn Reykjavíkur hefur hér forgöngu, sem Eysteinn Jónsson segir nei, en hann gætír þess ekki, að hann hittir um leið aðra fyrir. Og ferst Eysteini Jónssyni að tala um „fjárþröng“? Af yfir- læti býðst hann til að ríkið kaupi jarðborinn án samlags við Reykjavík. Hér er þó um milljón- ir að ræða, sem ríkissjóð munar um á þeim tíma, sem Eysteinn Jónsson hefur sjálfur gefizt upp við að afla ríkissjóði þeirra tekna, sem hann þarf. Maðurinn sem situr yfir hinum tóma ríkissjóði, ætti sízt að tala um „slæman fjárhag Reykjavíkur“. Það væri þakkarvert ef fjárhagur ríkisins stæði jafnvel og fjárhagur Reykjavíkur. Þá hefði E. J. ekki þurft að gefast upp. FÖLSUN VÍSITÖLUNNAR'' I BLÖÐUM ríkisstjórnarinnar er sí og æ verið að klifa á því, að vísitalan hafi ekki hækkað nema um 5 stig i tíð núverandi ríkis- stjórnar. Þetta er talið henni mjög til gildis í þessum blöðum. Nú er það svo, að ekki er nema takmarkaður flokkur vara látinn hafa áhrif á útreikning vísitöl- unnar en aðrar vörur geta hækk- að, án þess að það hafi áhrif á hana. Miklu fé er varið úr ríkis- sjóði til að greiða niður verðið á vísitöluvörum, eins og kunnugt er. Vitaskuld greiðir almenning- ur í einni eða annarri mynd það fé, sem fer í slíkar niðurgreiðsl- ur og hafa sérstaklega kommún- istar og Alþýðuflokksmenn marg sinnis kallað þetta „fölsun vísi- tölunnar", áður en þeir fóru sjálf- ir að framkvæma þessa „fölsun". Niðurgreiðslurnar á vöruverði hér innanlands hafa aldrei verið hærri en nú. í fjárlagafrumvarpi Eysteins, sem hann lagði fram nú í þingbyrjun er gert ráð fyrir að fjárveitingar til niðurgreiðslu á vöruverði innanlands nemi alls 105 millj. kr. og er þar um 20.9 millj. kr.'hækkun frá því, sem áður var. Er sú hækkun meiri en á nokkrum öðrum lið fjár- laganna. Þó eru útgjöld til nið- urgreiðslu landbúnaðarafurða, sem ákveðin var 1 haust, ekki „meðtalin“ í frumvarpinu en fjármálaráðherrann taldi að ef taka ætti þessi itgjöld með yrði að hækka gjaldalið fjárlaganna um 20 milljónir kr. Hallinn á fjárlögunum hefði þá orðið um 100 millj. kr. En þessi niður- greiðsla er ekki „meðtalin“, sagði fj ármálaráðherra. Það er augljóst að niður- greiðslu- og styrkjakerfið, sem m. a. miðar að því að dulbúa dýr- tíðina og „falsa vísitöluna" hefur þanizt út meira en nokkru sinni fyrr í tíð núv. ríkisstjórnar. Bjarni Benediktsson hefur flutt á Alþingi tillögu til þingsálykt- unar um að ríkisstjórnin birti nú þegar skýrslu um framlög ríkis- sjóðs til lækkunar á vöruverði og séu greiðslurnar sundurliðaðar eftir vörutegundum og gerð grein fyrir hvaða áhrif það mundi hafa, ef niðurgreiðslum væri hætt. Flutningsmaður segir í greinargerð sinni, að forsenda þess, að unnt sé að átta sig á þýð- ingu niðurgreiðslanna sé, að glögg grein sé gerð fyrir þeim. f grg. segir og, að hér sé um að ræða „sívaxandi útgjöld fyrir rík issjóð, sem haldið er áfram að bæta við í algeru stefnuleysi og án þess að nokkur fullnægjandi greinargerð sé til um raunveru- leg áhrif þeirra“. Dýrtíðin eykst hröðum skref- um, það finnur almenningur. — Skattarnir hækka, samanber „jólagjöfina" frægu. Útsvör til bæja- og sveitafélaga hækka líka en mjög mikill hluti af út- gjöldum' þessara aðila er ákveð- inn af Alþingi. Allt þetta kemur niður á pyngju almennings. í því sambandi þýðir lítið fyrir blöð stjórnarinnar að státa af því að vísitalan hafi aðeins hækkað um 5 stig síðan V-stjórnin kom til valda. Þetta sýnir hins vegar, þegar á dýrtíðina og skattana er litið, að þessi rikisstjórn hefur „falsað vísitöluna" svo mjög að slíkt hefur aldrei áður þekkzt. Það er tímanna tákn að nú hrópa kommúnistar um að ekki megi hækka laun á sama tíma og þau rýrna sífellt að verðgildi, sbr. yfirlýsingu þeirra, sem birt er í blaðinu í dag. En árið 1955, þegar allur vandi var „tiltölu- lega viðráðanlegur", ef verkföll hefðu ekki komið til eins og Ey- steinn Jónsson orðaði það, og launin höfðu miklu meiri kaup- mátt en nú, stofnuðu kommún- istar til verkfalla, sem eru undir- rót þeirra vandræða, sem nú steðja að. Sívaxandi dýrtíð, síhækkandi skattar, fölsuð vísitala og ó- breyttir samningar — það er verkalýðspólitík vinstriflokk- anna í dag. Grein þessi birtist fyrir skemmstu í „The New York Times Magazine“ og er rituð af sérfræðingi á þessu sviði vísind- anna, I. M. Levitt. Enda þótt greinin sé mikið stytt í þýðing- unni verður hún birt hér í tvennu iagi lengdarinnar vegna. Síðari hlutinn birtist á morgun. HINN 4. október markaði tíma- mót í sögu mannkyns, markaði upphaf aldar geimferða, ef svo mætti að orði komast. Það var þá, að Rússum tókst að skjóta gervi- hnettinum, sem nú gengur um- hverfis jörðu, 560 mílur út í geim- inn eða 1/400 af vegalengd- inni til tunglsins. Segja má, að enn sé um langan veg að fara til tunglsins og er það að sönnu, en hins vegar var með þessu stigið fyrsta skrefið í áttina að könn- unarferðum manna til tunglsins og annarra hnatta. Á þessu stigi málsins er jafnvel hægt að segja fyrir um framtíðarþróun á þessu sviði, en að vísu ekki með algerri nákvæmni hvað viðvíkur tíman- um. Til tunglsins 1960? Haldið mun verða áfram að skjóta gervihnöttum út fyrir jörðu, sífellt stærri hnöttum, sem ganga lengur umhverfis jörðu. Næst verður skotið eldfiaug til tunglsins, sennilega innan fárra ára. Við getum nefnt árið 1960. Þær tilraunir munu að lokum leiða til þess, að mannaðri eld- flaug verður skotið til tunglsins. En til að byrja með verður áherzla lögð á að fá myndir utan úr geimnum og þess vegna verður myndafjarritara, eða eins konar sjónvarpi, komið fyrir í eldflaug- unum. Þá munum við fá að sjá jörðina eins og hún lítur út „utan frá“ og verða siíkar myr.dir sennilega ómetanlegar fyrir veð- urfræðina. Þá mun verða unnið að því að fullkomna sólarafl- stöðina til þess að framleiða nægi legt afl fyrir hin ýmsu senditæki, sem hlaðið verður í eldflaugarn- ar. Á því sviði er að vísu margt ógert, en aðalatriðið er, að vís- indamennirnir hafa þegar séð hvernig framkvæma skal verkið. Fyrstu geimfararnir koma aldrei aftur Um 1964 verður eldflaug, hlað- inni smádýrum, skotið út í geim- inn. Þarna verða sennilega apar, rottur, mýs og svín. Verður hvert dýr eitt í klefa og fjarritandi rannsóknartæki munu gefa upp- lýsingar um viðbrögð dýranna Úti í geimnum — þegar aðdráttar- afl jarðar upphefst. Vísindamenn á jörðu niðri geta því fylgzt nákvæmlega með hjartslætti, önd un, blóðþrýstingi, bióðhita og öðrum líkamlegum viðbrögðum dýranna. Einnig munu mynda- fjarritarar sýna alla hegðun dýr- anna, sem verða fyrstu jarðnesku lifandi verurnar, sem hafast við úti í geimnum. Þessi dýr munu aldrei koma aftur til jarðarinnar. Þegar eldflaug þeirra fellur til jarðar eyðist hún, eða brennur, við hinn mikla loftnúning gufu- hvolfsins. Maður út í geiminn 1968? Að þessum tilraunum loknum yrði ef til vill hægt að senda mannaða eldflaug út í geiminn, ef vandamálið viðvíkjandi endur- komunni til jarðarinnar yrði leyst. Sennilega verður slíkt ekki framkvæmanlegt fyrr en 1968. Vísindamenn munu fylgjast ná- kvæmlega með fyi’sta geimfar- anum, allri hegðun hans og við- brögðum, þvi að þá fyrst geta vísindamennirnir skorið úr um það, hvort geimferðir verða fram kvæmanlegar. Enda þótt við get- um skotið eldflaugum svo og svo langt út í geiminn, er ekki fyrir hendi nein staðfesting á því að maðurinh geti lifað í geimnum í lengri tíma. Hingað til hefur ein- ungis einn maður faríð það langt út í mörk gufuhvolfsins, að að- dráttarafls jarðar hafi ekki gætt. Það var flugmaður á tilrauna- þotu, sem þefta gerði — og var hann í 44 sekúndur „ytra“. Þessi stutti tími nægir engan veginn til þess að gefa okkur hugmynd um viðbrögð mannslíkamans, þegar aðdráttarafl jarðar hverf- ur úr sögunni. „Rafmagnsheili“ stjórnar ferðinni Eftir nokkurra daga eða vikna dvöl í geimnum verður eldflaug- unni með „tilraunamanninum" stefnt’ aftur til jarðar. Maðurinn í eldflauginni mun exki stjórna eldflauginni sjálfur, því að hraði hennar er það mikill — og skyxij- un mannsins það hæg, að stjórn- in er ekki á hans færi, því að geysimikillar nákvæmni er þörf. Hér getur oltið á broti úr sek- úndu. Sérstakt tæki, eins konar „rafmagnsheili", mun annast alla stjórn eldflaugarinnar inn í gufu- hvolf jarðar. Stökkpallur á leiðinni til tunglsins Og við skulum segja, að þessi tilraun heppnist vel. Þá verður byrjað að undirbúa smíði geim- Stöðvar. Sennilega verður það ekki fyrr en 1978 að byrjað verð- ur að senda „flutningaeldflaug- ar“ 1.000 mílur út í geiminn, hlaðnar byggingarefni og öllu því sem til geimstöðvabyggingarinnar þarf. Geimstöðin, sem mun ganga umhverfis jörðu, verður fullkomn asta rannsóknarstöð, sem gerð hefur verið af manna höndum. Hún verður stökkpallur okkar á leið til tunglsins. Ef skjóta ætti eldflaug frá jörðu til tungls yrði hún að ná hraða sem svaraði sjö niílum á sekúndu til þess að geta yfirunn- ið aðdráttarafl jarðar og komizt alla leið til áfangastaðar. Þetta er geysimikill hraði — og þá sér- staklega, þegar tekið er tillit til þess, að nú höfum við ekki yfir að ráða eldflaugum, sem fai’a hraðar en liðlega eina mílu á sek- úndu. Eftir að geimstöðin er kom- in upp og eldflaugin, sem við ætlum að senda til tunglsins, get- ur komið þar við og tekið elds- neyti — þarf hún ekki rð ná nema fimm mílna hraða á sek- úndu. Þetta verður mun auðveld- ara viðfangs, því að þá þarf eldflaugin ekki að bera eidsneyti nema sem nægir til þess að kom- ast til geimstöðvarinnar. Á leið frá geimstöðinni til tunglsins þarf hún síðan að ná tveggja mílna hraða á sekúndu. Á þessu sést, að geimstöðin hefur meira en litla þýðingu. Bennilega verður byggingu Framh. i bls. 15 Margir hafa reynt að gera sér í hugarlund hvernig geimstöðvarnar munu verða útlits. Hér er ein slík hugmynd um geimstöð 50 m,lur utan við tunglið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.