Morgunblaðið - 26.10.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.10.1957, Blaðsíða 12
12 MORGUftBLADIÐ Laugardagur 26. okt. 1952 ustan Edens eftir John Steinbeck ar fóru snuðrandi milli lokaðra dyra og fólksbifreið suðaði syfju- lega fyrir framan San Francisco Chop House. Þetta var nýja bif- reiðin hans Pet Bulene, sem átti að aka Williams-systrunum til brautarstöðvarinnar, svo að þær kæmust með morgunlestinni til San Francisco. Hartin gamli kaliað til Cals: — „Áttu eina sígarettu, kunn- íngi?“ Cal staðnæmdist or tók upp Murads-pakkann sinn. „Og ekki af lökustu tegund“, sagði Martin. „En ég á ekki eld- spýtur heldur“. Cal kveikti í sígarettunni fyrir hann, en gætti þess vel, að svíða ekki gráa skegghýjunginn í kring um munn karlsins. Martin hallaðist fram á sóp- skaftið og reykti, óáni.gður á svipinn. — „Ungu mennirnir fleyta rjómann ofan af“, sagði hann. — „Heldurðu kannske að ég fái að hafa hann?“ „Hvern?“ spurði Cal. „Nú, nýja götusópinn, auðvit- að. Hefurðu ekki heyrt um hann?“ Martin gamla þótti það næsta ótrúlegt að til væri nokk- ur sá maður, sem ekki hefði heyrt hins væntanlega vélsóps getið. — En svo gleymdi hann Cal. — o—--------------------□ Þýðing Sverrii Haraldsson □---------------------□ Kannske lét-i Bacigalupi hann hafa eitthvað að gera. Hann rak- aði saman peningum, átti þrjá sorpvagna og einn flutninga- vagn. Cal lagði leið sína eftir Alison Street, kom við í pósthúsinu og leit inn um glerrúðuna á pósthólfi nr. 632. Það var tómt. Hann rölti aftur heim og hitti Lee, sem ris- inn var úr rekkju og kepptist við að fylla mjög stóran kalkúna. „Varstu á fótum í alla nótt?“ spurði Lee. „Nei, ég fékk mér bara stutta morgungöngu." „Ertu kvíðafullur?" ,rlá“. „Eg lái þér það ekki. Eg myndi víst líka vera það í þínum spor- um. Það er erfitt að gefa fólki eitthvað — enda þótt erfiðara muni vera að þiggja eitthvað. — Undarlegt að þannig skuli því vera farið. Langar þig í kaffi?“ „Já, kannske". Lee þurrkaði sér um hendurn- ar og bar fram kaffi handa sér og Cal. — „Hvemig finnst þér Aron líta út?“ „Ágætlega, að því er bezt verð- ur séð“. „Hefirðu talað nokkuð við hann?“ „Nei,“ sagði Cal. Það var létt- ara að hafa það þannig. Lee myndi vilja heyra hvað hann hefði sagt. Þetta var ekki dagur Arons. Þetta var dagur Cals. Þennan dag hafði hann kjörið sér og vildi ekki missa. Aron kom inn i eldhúsið með stíruraar í augunum. — „Hvenær eigum við að borða miðdegisverð- inn, Lee?“ „Oh, ég veit það ekki — hálf fjögur eða fjögur". „Gætum við ekki sagt klukk- an fimm?“ „Jú, það getum við vel gert, ef Adam hefur ekkert við það að athuga. Hvers vegna klukkan fimm?“ „Abra getur ekki komið fyrr. Ég þarf að tala um dálítið sér- stakt við pabba og þá vil ég helzt að hún sé viðstödd". „Jú, ég sé ekkert því til fyrir- stöðu“, sagði Lee. Cal reis snöggt á fætur og gekk inn í herbergið sitt. Hann settist við skrifborðið, þar sem logaði á lampanum og það sauð í honum af reiði og örvæntingu. Það yrði auð- velt fyrir Aron að stela deginum frá honum. Auðvitað yrði þetta dagur Arons, ekki hans. Svo fann hann skyndilega til svíðandi blygð unar. Hann .greip höndum fyrir augun og sagði: — „Þetta er bara öfund og afbrýðisemi. Ég er af- brýðisamur. Það er einmitt það sem ég er. Ég er afbrýðisamur. „Ég vil ekki vera afbrýðisamur“. Og hann endurtók, aftur og aft- ur: — „Afbrýðisamur — afbrýði- samur — afbrýðisamur", eins og hann byggist við að geta unnið bug á henni með því að kannast við hana, þessa nagandi afbrýði- semi. Og þegar svo langt var geng ið, héit hann áfram að ásaka sjálf an sig: — „Hvers vegna er ég að gefa föður mínum þessa peninga? Ungling vanfar til blaðburðar við Hrísateicf Sími 2-24-80 Ronðn kaiíipokkarnir eru þeir einu, sem tryggja gæðin varanlega. — Ilmurinn kemur fyrst í ljós, þegar pakkinn er opnaður. Pakkinn er fóðraður með MÁLMEFNI (Aluminium). Bibjib um Blöndahls kaffi Er það hans vegna? Nei, það er vegna mín sjálfs. Will Hamilton hafði á réttu að standa. — Ég er að reyna að kaupa hann. Það er ekki sprottið af neinni mann- gæðsku. Ég á ekki til snefil af manngæzku. Hér sit ég fullur af afbrýðisemi og öfund í garð bróð- ur míns. Hvers vegna ekki að kalla hlutina sínum réttu nöfn- um ?“ Hödd hans vai-ð að hásu hvísli: — „Er ekki bezt að vera hrein- skilinn? Ég veit hvers vegna fað- ir minn elskar Aron. Það er vegna þess, að hann er líkur henni. Pabbi hefur aldrei hætt að þrá hana. Kannske veit hann það ekki sjálf- ur, en þannig er það nú samt. Skyldi hann annars vita það? Að sumu leyti er ég líka afbrýði- samur gagnvart henni. Hvers vegna tek ég ekki peningana mína og fer mina leið? Þeir myndu ekki sakná mín. Eftir stuttan tíma myndu þeir gleyma því, að ég hefði nokkurn tíma verið tii — ali- ir nema Lee. Og ég veit ekki hvort Lee þykir vænt um mig. Kannske þykir honum ekkert vænt um mig“. Hann kreppti hnefana og þrýsti þeim að enninu. — „Skyldi Aron eiga í svona erfiðri baráttu við sjálfan sig? Það held ég ekki, en hvernig get ég vitað það? Ég gæti spurt hann að því. Hann myndi ekki segja mér það“. Cal þjáðist af gremju við sjálf- an sig og meðaumkun með sjálf- um sér. Og nú talaði ný rödd innra með honum og hún var köld og háðsleg: — „Ef þú þykist vera hreinskilinn — hvers vegna viður- kennirðu þá ekki að þú njótir þess að sitja hér og ásaka sjálfan þig? Það væri sannleikur. Hvers vegna 'geturðu ekki verið nákvæmlega það sem þú ert og gert nákvæm- lega það sem þú gerir?" Cal brá ónotalega við þessa hugsun. Naut hann þess að ásaka sjálfan sig? — Auðvitað. Með því að fletta ofan af sjálfum sér, kom hann í veg fyrir að aðrir gerðu það. Hugsanir han skýrðust og róuð- ust. Gefðu peningana en gefðu þá eins og ekkert sé. Treystu ekki á þá né neitt anað. Yænztu einskis. Gefðu þá bara og gleymdu þeim. Gleymdu þeim líka núna. Gefðu — gefðu. Gefðu Aroni þenn an dag. Hvers vegna ekki? Hann spratt á fætur og flýtti sér fram í eldhúsið. Aron stóð og hélt á kalkúnanum, meðan Lee tróð alls konar góð- gæti inn í hann. Bakaraofninn á eldavélinni var orðinn glóandi heit ur. „Látum okkur nú sjá“, sagði Lee. — „Átján pund og tuttugu mínútur hvert pund — það eru 'átján sinnum tuttugu — það eru 'þrjúhundruð og sextíu mínútur — nákvæmlega sex klukkustundir — ellefu til tólf, tólf til eitt —“. Hann taldi á fingrum sér. „Þegar þú ert búinnj Aron, þá I skulum við fara í stutta göngu", I sagði Cal. I „Hvert?“, spurði Aron. j „Bara eitthvað. Alveg sama | hvert. Ég þarí að spyrja þig að ! dálitlu". ! Cal fór með bróður sinn yfir j götuna til Berges og Garrisiere, sem fluttu inn fínni tegundir l'áfengra drykkja. „Ég á fáeina > aura, Aron“, sagði Cal. „Ég Ihélt að þér þætti gott að fá þér •eitt glas áður en við borðum mið- ■ degisverðinn. Við ættum kanske • 'heldur að kaupa vín til a" hafa á MARKÚS Eftir Ed Dodd SOME TIME AGO t PROMIMO OR, DAViS ANO HIS OAUSHTER CHERW THÁT t'O TAKE THEM INTO THB 6USH FW SOME BI& FISH t WELL, LET'S TAKE THEM ALONG/ IT WILL MAKE A NICE GROUP... AND, FRANKLY, t THINK SHE'S CHARMIN9 / 1) — Fyrir nokkru lofaði ég þeim Davíð og Sirrí að fara með þeim í langa veiðiferð. 2) — Sirrí — er það ekki þessi I — Jú, ha, jú? I sé ekki amalegt. Hún er reglu- fallega stúlka, sem sigraði í hesta I 3) — Það er ágætt. Við skulum | lega sæt stúlka. keppninni? 1 fara öll saman. Ég held, að það borðum. Ég skal láta þig hafa peningana". „Hvers konar vín?“ „Við skulum hafa þetta veru- lega hátíðlegt. Við skulum kaupa kampavín — það getur verið þín gjöf“. „Þið eruð ekki nógu gamlir, drengir", sagði Joe Garrisiere. „Það á að vera á veizluborð. Víst erum við nógu gamiir'. „Nei, ég má ekki selja ykkur vín. Því miður". „Nú veit ég hvað við getum gert“, sagði Cal. — „Við borgum vínið og svo sendið þér það heim til pabba". „Já, það get ég gert“, sagði Joe Garrisiere. — „Við eigum hérna eitthvað af Oeiel d« Perdrix. — „Hann kipraði saman varirnar, eins og hann væri að smakka á þvi. „Hvað er það?“, spurði Cal. „Kampavín — alveg sérstak- lega ljúffengt, með sama lit og augu í akurhænu — ljósrautt, en örlítið dekkra en ljósrautt og al- veg ósætt. Fjórar og fimmtíu flaskan". „Er það ekki óskaplega dýrt?“, spurði Aron. „Víst er það dýrt', sagði Cal hlæjandi. — „Sendið okkur þrjár flöskur, Joe“. Og við Aron sagði hann: — „Mundu að þetta er frá þér“. 3. Fyrir Cal varð dagurinn enda- laus. Hann langaði mest til að fara út, en fékk sig ekki til þess. Klukkan ellefu fór Adam til út- boðsskrifstofunnar, enda þótt hún væri lokuð, til þess að athuga skrá yfir þá menn, er síðast höfðu verið kallaðir í herinn. Aron virtist hinn rólegasti. Hann sat inni í stofunni og skoð- aði myndir í gömlu eintaki af Review of Reviews. Frá eldhús- inu barst ilmurinn af steiktum kalkúna um allt húsið. Cal gekk inn i herbergið sitt, tók gjöfina upp úr skúffunni og lagði hana á borðið. Hann reyndi að skrifa á miða, sem hann gæti svo fest á pakkann: — „Til pabba frá Caleb“. •— „Til Adams Trask frá Caleb Trask". Svo reif hann miðana í tætlur og fleygði þeim í saleraið. Hann hugsaði með sér: — „Hvers vegna ætti ég að gefa honum þetta í dag? Á morgun gæti ég gengið til hans, alveg ró- legur, rétt honum pakkann og sagt: — Þetta er til þín — og gengið svo í burtu. Það yrði auð- veldara. „Nei“, sagði hann upp- hátt. — „Ég vil að hinir sjái það". Þannig varð það að véra. En hon- um var þungt fyrir brjósti og lófarnir voru rakir af svita. Og •hann fór að hugsa um hinn löúgu liðna morgun, þegar faðír hans isótti hann úr fangelsinu. Hlýjan og návistin — þess var vert að minnast — og traust föðurins. Já, hann hafði m.a.s. sagt það 5HÍItvarpiö Laugardagur 26. október. (Fyrsti vetrardagur). Fastir liðir eins og venjulega. 12.50 Óskalög sjúklinga. 14.09 Útvarp frá hátíðasal Háskóla is- lands. — Háskólahátíðin 1957: a) Hátiðarkantata Háskólans eft- ir Pál ísólfsson, við ljóð eftir Þor- stein Gíslason. Guðmundur Jóns- son og Dómkirkjukórinn syngja; höf. stjórnar. b) Háskólarektor, Þorkell Jóhannesson dr. phil. flyt- ur ræðu og ávarpar einnig nýja stúdenta. 18.00 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18.30 Útvarpssaga barnanna. — 19.00 Tónlistardeildin fagnar vetri: Tónleikar af plötum. 20.20 Kvöldvaka: a) Hugleiðing um missiraskiptin (Séra Sveinbjörn Högnason prófastur á BreiðabóÞ stað), b) Erindi og upplestur: Matthias Johannessen kand. mag, talar um „Gunnarshólma" Jónas- a- Hallgrímssonar og Lárus Páls son leikari les kvæðið. c) Takið undirl Þjóðkórinn syngur: PáB Isólfsson stjórnar. 22.10 Danslös. 02.00 Dagskrárlok

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.