Morgunblaðið - 26.10.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.10.1957, Blaðsíða 2
2 MOKCVyBT 4 Ð1Ð Laugardagur 26. okt. 1957 Markús Jónsson bóndi í Svartagili. — Bærinn í baksýn. — Markús segir að þó mörgum virðist Svartagil harðbalakot, þá sé það góð fjárjörð. Myndin er tekin í sumar (Ljósm. J. JúIIusson). Mér varð fyrst hugsað til dýranna er ég sá bœinn brenna — ÞEGAR ég sá bæinn brenna varð mér fyrst hugsað til dýranna minna, og hirti minna um það á því augnabliki, að 30 ára erfiði á jörðinni, var að leggjast í rústir. — Já en þó vonandi aðeins um stundarsakir. Ég ætla mér að byggja upp jörðina ef ég með nokkru móti get og fer austur í dag. Það var Markús Jónsson bóndi í Svartagili sem þannig komst að orði við tíðindamann Mbl. í gær- kvöldi, en Markús sat í vistlegri stofu frú Lilju Halldórsdóttur að Bergþórugötu 45 og drakk mola- sopa eftir kvöldmatinn. — Ég ætla að koma upp til bráðabirgða skýli yfir kýrnar mínar og mig sjálfan, svo ég geti annast um þær í vetur, ásamt sauðfé mínu. í hiöðunni sem brann voru 300 hestar af heyi. Nú stend ég uppi heylaus að mestu. Ég á um 170 kindur núna. Um ryskingarnar við þá bræður Sveinbjörn og Reyni Hjaltasyni sagði Markús, að þeir hefðu verið farnir að slást niðri í eldhúsi, er hann kom ofán af lofti. Ég skipaði þeim á dyr, Sagði þá ekkert erindi við mig eiga og ég greip í stól til að sýna þeim að skipuninni myndi ég framfylgja með hörku ef á þyrfti að halda En svo sleppti ég tak- inu á stólnum, og þá stukku þeir á mig báðir og höfðu mig undir. Leikurinn barst yfir í hliðarher- bergi við eldhúsið, en þar inni hafði ég haglabyssuna mina. Reyn ir sem var miklum mun verri kom auga á hana. Sleppti hann takinu á mér, greip byssuna og sagði: nú drepum við þig. Hvar eru skotin, en Reynir hafði opnað byssuna og sá að hún var tóm. Var Sveinbjörn nú einn ofan á mér. Á svipstundu svipti ég hon- um af mér, stóð upp og hljóp út úr bænum. Ég sá að ég átti ekki annara kosta völ, ef ég ætl- aði að halda lífi og limum. — Markús telur að hann hafi fengið höfuðhögg með skefti haglabyssunnar . Að ég hafi grip- ið til hennar og ógnað þeim bræðr um, er helber uppspuni En i sambandi við brunann er eitt sem ég get ekki fyri-gefið sjáifum mer en það er að hafa livorki vátryggt, innanstokks- muni, hey né annað, sagði Mark ús. Það var ekki til setunnar boðið, því hann átti að mæta hjá Þórði Björnssyni rannsóknardómara að lítilli stundu. Vill Tíminn leggja gögnin á borðið ? „TÍMINN“ segir með stóru letri á forsíðu sl. fimmtudag þá sögu, að maður nokkur hafi kvartað við blaðið út af því, að Niður- jöfnunarnefnd Reykjavíkur hafi hinn 28. sept. lækkað útsvar hans um kr. 1490.00, en afturkall- að þessa lækkun með annarri til- kynningu hinn 18. október! Þetta átti að sýna hve vinnu- brögð Niðurjöfnunarnefndar Reykjavíkur væru fráleit og er þetta einn liðurinn í árásunum á nefndina. Samkvæmt upplýsingum Skatt stofunnar, sem annast útsending- ar slíkra tilkynninga, sem hér um ræðir, hefur engin slík tUkynn- ing verið dagsett hinn 28. sept., eins og Tíminn segir. Mbl. hefur borið frásögn Tímans undir for- mann Niðurjöfnunamefndar og segir hann, að ekki komi tU greina, að nefndin hafi veitt slika lækkun og afturkallað hana á þann hátt, sem Tíminn segir. Eftir því sem fram kemur af athugun Skattstofunnar og Niður jöfnunarnefndar er saga Tímans Allsherjarverk- fall í Frakklandi PARÍS, 25. okt. — f dag gerðu 2% millj. franskra verkamanna allsherjarverkfall til þess að mótmæla hækkandi verðlagi og versnandi afkomu. Verkalýðsfé- lög kommúnista og kaþólskra hvöttu verkamenn innan sinna vébanda að taka þátt í verkfall- inu, en verkalýðsfélög jafnaðar- manna lögðust gegn því, að verka menn gerðu allsherjarverkfall, á meðan stjórnarkreppan er ó- leyst. — Allsherjarverkfallið hafði víðtæk áhrif og lamaði allt athafnalíf í landinu í dag. Ágmningur um frv. um gjöld af jarðborum í GÆR voru iögð fram á Alþingi 7 ný þingskjöl, þar af 3 nefnda- álit. Tvö þeirra eru um frv. um gjöld af jarðborun, sem flutt er af þingmönnum úr 3 flokkum. Er fjárhagsnefnd efri deildar klof in í málinu. Meirihlutinn Gunnar Thoroddsen, Eggert Þorsteinsson og Sigurður Ó. Ólafsson leggur til, að frumvarpið verði sam- þykkt óbreytt. Minnihlutinn (Bernharð Stefánsson Björn Jónsson, fulltrúar Framsóknarfl. og kommúnista) vill láta vísa frumv. frá með rökstuddri dag- skrá. Þá flytja 3 Sjálfstæðismenn til- lögu um að haldið verði áfram byggingu kennaraskólans og þrír þingmenn Alfreð Gíslason, Pétur Ottesen og Sigurvin Einarsson flytja tillögu um áfnám áfengis- veitinga á kostnað ríkisins og stofnana þess. Frá þessum þing- skjölum verður nánar sagt í biað- inu. Þá flytur Páll Zóphóniasson tillögu um annað orðalag á þings- ályktun varðandi framkvæmda- áætlun um vegagerð og Alfreð Gíslason flytur frumv. um breyt- ingu á póstlögum. Er efni þess það, að viðtakendui ýmissa skjala, sem póststjórnm gerir úr garöi fyrir póstnotendur og frí- merki eru limd á, gsti haldið eftir hinum r.otuðu merkjum. Merkin verða nú eign póstmanna- sjóðs. Þingfundir Fundir voru í gær í báðum deildum Alþingis. Frumv. um gjaldaviðauka (sjá Mbl. í gær) var til 3. umræðu en engin tók til máls og var málið afgreitt til neðri deildar. Frumvarp til umferðarlaga (sjá Mbl. 22/10.). Friðjnn Skarp- héðinsson (A) fylgdi frumv. úr hlaði f.h. allsherjarnefndar efri deildar, en síðan tóku Björn Jóns son (K) og Sigurvin Einarsson (F) til máls. Ræddi Bjórn um að athuga þyrfti betur ákvæði er setja hömlur við að heyrnardauft 'oik fái ökuréttindí, S'.gurvin fcenti á, að skv. frumv. myndu tæki. sem nú er j tolluð sem drátt arvélar verða talin með bifreiðum og því hækka mjög í verði. Einn- ið varaði hann við ákvæðum frumv. um ölvun við akstur og aukinn hámarkshraða í 45 km klst. í þéttbýli og 70 km klst. annars staðar. — Frumv. var vís- að til 2. umr. í neðri deild var frumvarpi um áframhaldandi innheimtu bif- reiðaskatts o. fl. (sjá Mbl. 12. og 16. okt.) vísað til 3. umr. og frv. um breyt. á sveitarstjórnarlög- um (sjá Mbl. í gær) til 2. umr. og nefndar. Skúli Guðmundsson ,'F) og Ágúst Þorvaldsson (F) mæltu fyrir þessari afgreiðslu. Barnavemdar- dagurinn er í dag BARNAVERNDARDAGURINN er í dag og er þá að venju efnt til merkjasölu og blað dagsins, Sólhvörf, selt á götunum. Foreldrar eru minntir á að láta börn sín, sem selja merki og blað dagsins, vera vel klædd. — Merki eru afgreidd á þessum stöðum: Skrifstofu Rauða kross- ins, Thorvaldsensstræti 6, Drafn- arborg, Barónsborg, Grænuborg, Steinahlíð, Melaskóla, Eskihlíð- arskóla, ísaksskóla, Háagerðis- skóla, Langholtsskóla, Digranes- skóla, Kársnesskóla og Dvalar- heimili aldraðra sjómanna. annaðhvort uppspuni frá rótum eða byggð á einhverjum misskiln ingi, sem mundi koma í ljós, ef Tíminn birti þau gögn, sem blað- á að skrökva“. ið telur sig hafa undir höndum um þetta mál. Er hér með skorað á Tímann að leggja þau á borðið en að öðrum kosti verður taliff, að blaðið hafi búið hér til eina af sinum mörgu skröksögum. Það á við um Tímann, sem Truman, fyrrv. Bandaríkjafor- seti, sagði eitt sinn um Rússann Gromyko: „Hann segir aldrei satt ef hann sér nokkurn möguleika Ekkert unnið við kennnrnskóla- húsið, þótt ié sé fyrir hendi KOMIN er fram svohljóðandi tillaga til þingsályktunar: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að halda áfram bygg- ingu nýs kennaraskóla, sem undirbúin hefur verið undanfarin ár og vsitt hefur verið til f járupphæð, er nemur á f jórðu milljón króna. Flutningsmenn eru 3 þingmenn úr Sjálfstæðisflokknum, Sig- urður Bjarnason, Gunnar Thoroddsen og Ragnhildur Helgadóttir. Kennaraskóli íslands hefur um niðri. Hefur það vakið mikla langt skeið búið við lélegri húsa- kost en flestar menntastofnanir landsins. Háir það mjög hinni þýðingarmiklu starfsemi hans. Fyrir nokkrum árum var því tek- in upp barátta fyrir nýrri kenn- araskólabyggingu. Bar hún þann árangur, að á árunum 1953—57 var samtals veitt 3,1 millj. kr. á fjárlögum til byggingarinnar. — Var síðan hafizt handa um að grafa grunn nýs skóla. En á þessu ári hafa byggingar- framkvæmdir við þetta nauðsyn- lega mannvirki með öllu legið óánægju, ekki aðeins meðal kennarastéttarinnar og forráða- manna skólans, heldur og meðal allra þeirra, sem þekkja hin óvið- unandi húsnæðisskilyrði, sem kennaraskólinn býr nú við. Fé er fyrir hendi til þess að koma nýrri skólabyggingu töluvert á- leiðis. En ríkisstjórnina virðist skorta áhuga á málinu. í þings- ályktunartillögu þessari er lagt til, að henni verði falið að halda byggingu kennaraskólans áfram, eins og undirbúið hafði verið af fyrrverandi menntamálaráðherra. Fréttir í sfuttu máli LUNDÚNUM, 25. okt. — Forseti Pakistans og íranskeisari ræddu deilumál Tyrkja og Sýrlendinga, þegar þeir hittust í Teheran í dag. Einnig ræddu þeir um Bagdad-bandalagið. Á þingi Allsherj arþingsins í dag voru greidd atkvæði um það, hvort Suður-Kórea og Suður Víetnam ættu ag eiga aðild að sam- tökunum. Atkvæði féllu þannig, að Suður-Kórea fékk 51 atkv., en Suður Víetnam 49. Fjögurra barna móffir í Norður Dakota eignaðist fjórbura í dag. Móðirin og fjórburarnir voru öll við góða heilsu, þegar síðast fréttist. I dag var rússneski njósnarinn R. Abel sekur fundinn um að hafa látið Rússum í té upplýsingar um hermál Bandaríkjanna. Dómur verður kveðinn upp yfir honum 15. nóv. n.k. í aðalstöðvum S.Þ. var álitið í kvöld, að Japanir mundu I næstu viku leggja fram tiliögu þess efnis, að Hammarskjöld aðalritari fari til Sýrlands og Tyrklands að athuga ástandiff á Iandamærum þessara ríkja. Adenauer leggur ráðherralista sinn fyrir Heuss forseta n. k. þriðjudag. Þá birtir hann einnig stefnuskrá stjórnar sinnar og er hennar beðið með eftirvæntingu. — Erhard verzlunarráðherra verður varaforsætisráðherra og þykir víst, að Adenauer ætli hinum vinsæla f jármálasnillingi stöðu sína, þegar hann lætur af embætti. — Ráðstefna S.U.S. Frh. af bls. 1. Vignir Guðmundsson, Akureyri, Tryggvi Gunnlaugsson, Lónkoti, Skagafirði, Ásbjörn Sigurjóns- son, Álafossi, Jón Guðmundsson, Reykjum, Mosfellssveit og Jón Ólafsson, Eystra-Geldingaholti, Árnessýslu. Kl. 5,30 var fundi frestað og fulltrúar héldu upp að Korp- úlfsstöðum og skoðuðu hið glæsi- lega bú Reykjavíkurbæjar, und- ir leiðsögu borgarstjóra og bú- stjóra. Dáðust gestirnir að hinu sérstæða framtaki hins mikla at- hafnamanns, Thor Jensen, er kom þarna upp nýtízku búi fyrir 30 árum, sem enn í dag fullnæg- ir ströngum kröfum um allt fyr- irkomulag. Þaðan var haldið til bæjarins aftur og snæddur kvöldverður á heimili Gunnars Thoroddsen borgarstjóra. Við það tækifæri ávarpaði hann fulltrúa, en Ásgeir Pétursson þakkaði boðið f. h. S.U. S. og Jón Ólafsson ávarpaði borg- arstjórahjónin af hálfu utanbæj- armanna. Kl. 9 í gærkvöldi var aftur settur fundur í Valhöll, og héldu þá áfram umræður um ályktun fundarins. Stóð sá fundur fram eftir kvöldi. Fundarstjóri var Haraldur Árnason í Sjávarborg. Ritarar ráðstefnunnar eru þeir Stefán Árnason, Kaupangi, Eyja- firði og Þorsteinn Sigurðsson, Brúarreykjum, Mýi’asýslu. Erindi Árna og Guðmundar. Fyrirlestrar þeirra Árna G. Eylands og Guðmundar Jónsson- ar vöktu mikla athygli fundar- manna og var mjög vel tekið. Árni G. Eylands ræddi um ný viðhorf í landbúnaðarmálum. Kom hann víða við, rakti þróun landbúnaðarins sl. áratugi, benti á helztu lagabálka um landbún- aðarmál og áhrif þeirra. — Þá ræddi hann um framtíðarverk- efnin, m. a. um afurðasölu, bú- stærð, nýbýlastofnanir, ræktun- armál og fóðrun búpenings. Guðmundur Jónsson skólastj. á Hvanneyri flutti fróðlegt er- indi um vélvæðingu landbúnað- arins. Ræddi hann afkastagetu einstakra landbúnaðarvéla, störf verkfæranefndar og ýmsar til- raunir, sem gerðar hafa verið með landbúnaðartæki. Um erind- ið spunnust nokkrar umræður og svaraði fyrirlesarinn ýmsum fyr- irspurnum fundarmanna. Merk nýbreyttni. Á fundinum í gær lýstu full- trúar yfir ánægju sinni með þessa fyrstu ráðstefnu stjórnmála samtaka ungra manna um bún- aðarmál. Töldu þeir sig hafa bæði gagn og ánægju af erindum og umræðum og þökkuðu stjórn S. U.S. fyrir frumkvæði hennar í þessum efnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.