Morgunblaðið - 26.10.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.10.1957, Blaðsíða 6
8 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 26. okt. 1957 TYRKNESKAR ÞINGKOSNINGAR UM næstu helgi verða haldn ar þingkosningar í Tyrk- landi. Svo virðist sem Rússar hafi ætlað að hafa áhrif á þessar kosningar með ákærum sínum á hendur tyrknesku stjórn- inni um það að hún ætli að hefja hernaðarárás á Sýrland. Það er ekkert óvenjulegt að Rússar reyni þannig að hafa áhrif á þing kosningar í öðrum löndum, svo sem í Vestur-Þýzkalandi fyrir skömmu, þegar Krúsjeff lýsti því yfir um hálfum mánuði fyrir kosningar, að Adenauer væri stríðsæsingamaður og nýr Hitler. Þeir hafa einnig reynt á undan- förnum árum að hafa áhrif á kosningar, t. d. i Frakklandi, á ítalíú og í Grikklandi. Svo virðist þó, sem fyrir- ætlun þeirra varðandi Tyrk- land hafi algerlega mistekizt, því að þar stendur öll þjóðin sameinuð eins og einn klettur í utanríkismálunum. Tyrkir hafa um aldaraðir staðið gegn Rússum og svo munu þeir enn gera. Þess vegna er minna rætt í Tyrklandi um hinar rússnesku árásir heldur en um það, hvort fólk fái nóg kaffi á næsta kjörtímabili. ★ I Tyrklandi eru tveir flokkar. Af tilviljun heita þeir sömu nöfn- um og hinir tveir flokkar Banda- ríkjanna, eða Demókratar og Repúblikanar. Eins og kunnugt er gerði tyrkneski herforinginn Mustafa Kemal 'uppreisn gegn Tyrkjasoldáni skömmu upp úr 1920. Stofnaði hann í kringum sig hinn svonefnda Republikana- flokk. í nokkur ár hélt Mustafa Kemal uppi einræðisstjórn i Tyrklandi meðan hann var að gera ýmsar róttækar breytingar í þjóðlífinu, en ætlun hans var að koma á fót vestrænu þing- ræði. Þess vegna stuðlaði hann að þvi upp úr 1930, að stjórnarand- stöðuflokkur var stofnaður, sem nefndi sig Demókrataflokkinn. Var hann í allmörg ár í stjórnar- andstöðu og fremur áhrifalítill. En við síðustu kosningar í Tyrk- landi gerðist sá merkilegi atburð- ur að Demókrataflokkurinn vann mikinn og glæsilegan sigur. Varð foringi hans, Cedal Bayar þá for- seti landsins og annar leiðtogi flokksins, Menderes, varð for- sætisráðherra. ★ Demókrataflokkurinn hafði gagnrýnt Repúblikanaflokkinn fyrir íhaldssemi og dugleysi i verklegum framkvæmdum. Hef- ur Demókrataflokkurinn á valda- tímabili sínu tekið hinum gamla flokki mikið fram að því leyti. Er nú verið að vinna að stór- felldri áætlun um rafvirkjanir, vatnsveitur, vegagerðir og hafn- argerðir um allt landið. Þetta hef ur aftur leitt til þess að óhjá- kvæmilegt hefur orðið að draga úr innflutningi á neyzluvörum. Þó ber þess að geta að kjör þjóð- arinnar hafa batnað verulega vegna mikilla íbúðarhúsasmíða og stórfelldrar vélvæðingar. En það sem snertir almenn- ing mest, er að kaffiinnflutn- ingur hefur verið skertur, en Tyrkir eru líklega mesta kaffi- þjóð í heimi. Þeir drekka kaff- ið mjög sterkt og kolsvart. Nú hefur það oft komið fyrir að þeir verða að sleppa kvöldkaff inu sínu. í ræðu, sem Menderes flutti nýlega í borginni Izmir, sagði hann um þetta vandamál: Við gætum að sjálfsögðu gefiff þjóðinni nóg kaffi meó því að hætta að byggja eina höfnina, eða eitt raforkuverið, eða hætta að leggja þjóðveg um breiff héruð. En við viljum það ekki. Tyrkir geta sleppt einum kaffibollanum sínum fyrir framtiðina og afkomend- ur sína. ★ Um utanríkismál er sama og ekkert rætt eða deilt. Þar eru báðir flokkarnir sammála um, að ekkert má daga úr vörnum gegn Rússum, enda þótt hervarna- kostnaðurinn sé mikill. Tyrkland hefur mjög öflugan her, búinn fullkomnustu bandarískum her- Menderes forsætisráðherra. gögnum. Meginhluti hersins, er við búlgörsku og rússnesku landamærin. En fyrir nokkru fluttu þeir einnig sterkt herlið að sýrlenzku landamærunum, sem þeir höfðu áður haft nær óvarin. Er ekki nema eðlilegt að þeir gerðu það, eftir að Rússar hafa flutt birgðir herganga til Sýrlands og rússneskir herfor- ingjar eru farnir að ráða miklu í sýrlenzka hernum. Það hefði verið mjög óviturlegt af Tyrkj- um, að láta þessi landamæri vera óvarin, eftir að svo var komið. Rússar hafa kært Tyrki fyr- ir það að þeir ætli að hefja hernaðarárás á Sýrland. Má þó rétt ímynda sér að Tyrki muni ekki langa til að fitja upp á styrjöld. Sjálfir standa þeir nú í stórfelldri uppbygg- ingaráætlun, sem myndi leggj- ast í rústir ef styrjöld brytist út. Svo eru þeir í skugga hins rússneska stórveldis og því ótrúlegt að það sé girni- legt fyrir þá, að vopnin fari að tala. Nú þegar þetta mál kemur fyrir Allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna munu Tyrkir ekkert hafa á móti því að Sam einuðu þjóðirnar rannsaki ástandið á landamærunum, en þeir munu þá einnig fara fram á það, að rannsakað verði, hvort styrjaldarundirbúning- urinn sé ekki annars staðar. Eða hvað eru Rússar að gera í Kákasús? skrifar úp 1 daglega lifinu ) Fáein orð um borðsiði ELVAKANDI átti tal við mið- aldra konu fyrir nokkrum dögum. Konan var bæði marg- fróð og skemmtileg, og hélt smá- fyrirlestra um ýmislegt, sem gott er að rifja upp við og við. Talið barst m. a. að borðsiðum, og reyndist vinkona Velvakanda kunna skil á aðferðum við að snæða ýmsar vandmeðfarnar mat artegundir. Hún benti meðal annars á, að maísstönglar fást einstaka sinn- um í verzlunum hér í bænum og niðursoðna stöngla má nú fá í hverri búð. Maísstönglar eru af- skaplega vandmeðfarnir. Ekki þó fyrir þann, er matbýr, heldur þann, sem snæðir. Og ógerningur er atSjik korninu af stönglinum með hníf og gaffli, enda engin kurteisi að reyna það. Eina ráðið er að taka þá milli vísifingranna og naga. Og svo á ekki að nota brætt smjör og hella því yfir stönglana, heldur kalt smjör og smyrja aðeins smáblett í einu. Um spaghetti og sveskjur VO er það spaghetti og maccar- oni. Þeim matartegundum á að snúa upp á gaffal. Æfðir menn nota skeið til að koma þeim fyrir á gafflinum, en fyrir viðvaninga er skeiðin til vafasams gagns. Sveskjur og ýmiss konar ávext- ir með kjörnum geta líka gert þá, er borða, svolítið vandræðalega. Þá er bara að muna eftir regl- unni: ef eitthvað þarf að taka út úr munninum á að gera það með sama áhaldi og notað var til að koma því í munninn! Velvakandi fékk ýmsar fleiri upplýsingar, m. a. um krabba og annað sjómeti, sem hvergi er að fá hér á voru landi, a. m. k. hvorki í verzlunum eða á mat- sölustöðum. Rjúpur G loks kemur röðin að rjúp- unum. Það þótti eitt sinn góð kurteisi að grípa til guðsgaffl- anna, þegar við þær var fengizt, og enn telja fæstir það til stór- synda. Þessi siður er þó að leggj- ást niður, og hnífi og gaffli ber nú að beita á fuglana, — nema þeir séu bornir fram kaldir og bréfsnifsum til að taka á vafið um beinin. Þá vitum vig það. Enn um gallaða skó IFYRRADAG birtist hér í dálk- unum bréf frá sárreiðum manni, sem rakti raunir sinar vegna ítrekaðra skókaupa, sem öll orsökuðu vonþrigði og leið- indi. Réðst bréfritari að ísienzk- um skógerðarmönnum, og hafði um framleiðslu þeirra allmörg orð og þung. Annar maður kom að máli við Velvakanda sama daginn og pist- illinn kom í blaðinu. Taldi hann ómaklega sveigt að þeim, er fram leiða skó hérlendis. I.ýsingar bréfritarans kvað hann ekki geta átt við lélegustu gerðir af ís- lenzkum skóm, og væri honum hentast að lesa Vídalínspostillu eða aðra hugvekju um bölvun reiðinnar, og láta sér skiljast að Hóras karl hafði lög að mæla: ira furor brevis est: reiðin er skamm- vinn vitfirring. Hins vegar, sagði maðurinn, mætti benda þeim, sem haldnir eru fordómum um kosti erlends iðnaðar umfram innlendan, á, að ekki eru nema nokkrir dagar síð- an fréttist af manni, er fór í nýjum erlendum skóm — keypt- um hér á landi — út í rigningu. Árangur: ónýtir skór, litflekkaðir sokkar, óhreinir fætur og litur í buxnaskálmum. Endurskoðun laga um byggingasamvinnufélög MAGNÚS JÓNSSON og Jóhann Hafstein flytja svohljóffandi til- lögu til þingsályktunar: „Alþingi ályktar aff fela ríkisstjórninni aff láta í samráffi viff stærstu byggingarsamvinnufélögin í landinu endurskoða gildandi lagaákvæffi um byggingarsamvinnufélög". Greinargerðin með tillögunni er á þessa leið: „Lögin um byggingarsamvinnu félög miða að því að veita því fólki sérstaka aðstoð, sem mynd- ar með sér byggingarsamvinnu- félag til þess að eignast þak yfir höfuðið. Hefur verið stofnaður fjöldi byggingarsamvinnufélaga og margir notið góðs af þeim sam tökum. Með lögum þessum eru félags- mönnum samvinnubyggingafé- laga veitt mikil réttindi, en um leið eru á þá lagðar miklar skyldur. Ekki er nema sann- gjarnt, að þeir taki á sig nokkr- ar kvaðir, sem njóta sérstakrar aðstoðar hins opinbera til að eign ast húsnæði. Um það má þó jafn- an deila, hversu þungar þær kvaðir eiga að vera. Mikil reynsla er nú fengin af þessu skipulagi, og hefur sú reynsla ótvírætt sannað nauðsyn þess, að skipu- lagið í heild verði tekið til end- urskoðunar. f framkvæmd hafa félagsmenn samvinnubyggingar- félaga ekki notið nema að nokknt leyti þeirrar aðstoðar, sem lögin gera ráð fyrir, og hlýtur því eðli- lega að vakna sú spurning, hvort ekki sé sanngjarnt, að kvaðirnar léttist að sama skapi. Mörg at- riði koma til greina í þessu sam- bandi og því hæpið að gera breyt ingar á einstökum atriðum án þess að athuga málið í heildL Sjálfsagt er, að samvinnubygg- ingarfélögin sjálf eigi aðild að slíkri endurskoðun, en þar sem þau eru ekki öll í einu landssam- bandi, er ekki hægt að haga sam- vinnunni við þau á annan hátt en þann að velja þau stærstu þeirra til samráðs". Austfirðingar vilja blaða■ póst með flugvélum Eru óánœgðir með óefnd loforð í símamálum Fjórffungsþing Austfirffinga gerffi eftirfarandi ályktanir um póstmál, símamál o. fl.: „Fjórðungsþing Ausfirðinga á- telur, að kröfum fyrri þinga um flutning bógglapósts með flugvél- um hefir ekki verið sinnt. Skorar f jóiðungsþingið enn einu sinni á póststjórnina, að taka slíka flutn inga upp og a.m.k. heimila mönn um, gegn hærra gjaldi, að senda böggla í flugpósti. Þingið lýsir einnig óánægju sinni yfir því, að blaðapóstur skuli ekki vera fluttur með flug- vélum yfir sumartímann. Þó dag legar ferðir séu til Austurlands, sjá menn í a.m.k. sumum byggð- arlögum þar aldrei ný blöð. — Blaðapóstur er einungis fluttur með áætlunarbílum og er orðinn nokkurra daga gamall, þegar hann kemur í hendur viðtakenda í stað þess, að blöðin gætu borizt þeim á útgáfudegi eða degi síðar, væru þau send með flugvélum, en dagblöð eru mönnum því meira virði, sem menn fá þau nýrri. Skorar þingið eindregið á póststjórnina, að bæta úr þessu og hlutast tU um að blöð séu send með flugvélum, þegar ætla má, aff með því móti komi þau fyrr til skila. Little Rock-œðinu lokið LITTLE, ROCK, 24. okt. — Svertingjanemendurnir níu, sem ganga á menntaskóla í Little Rock héldu í dag í fyrsta skipti til skólans án lögregluverndar. Þeir voru látnir óáreittir og vona menn að með þessu sé skólavanda- málinu í Little Rock lokið. — NTB Tunnuefni til Siglufjarðar SIGLUFIRÐI, 24. október. — Skipið Walma losar hér 242 standarda af tunnuefni sem mun nægja í 50 þúsund tunnur. Ms. Guðmundur Þórðarson lestar hér fullfermi af brotajárni sem hann flytur til Hollands. Togarinn Ell- iði losar 140 tonn af fiski til frystihússins hér og í skreið. Skipið fer aftur á veiðar í dag. — Guðjón. Óefnd loforð í sírnamálum „Fjórðungsþing Austfirðinga, haldið að Egilsstöðum 14. og 15. september 1957, minnir síma- málastjórnina og símamálaráð- herra á, að enn eru óefnd loforð um bætur á símasambandi Aust- firðinga við Reykjavík. Verður ekki unað við, að endalaust sé látið nægja, að ráðgera bætt símasamband, án þess að nokkur vottur sjáist þess, að framkvæma eigi þær ráðagerðir. Þá skorar fjórðungsþingið enn á símamálastjórnina, að sam- ræma á næsta ári gjaldskrá fyrir símtöl milli landshluta hvar sem er á landinu. Ef til vill væri þá heppilegast, að eitt og sama gjald væri fyrir Öll símtöl, utan bæjar eða sveitasíma, eins og nú er um símskeyti“, Úreltir áætlunarbílar „Þar sem flestar bifreiðir, sem notaðar eru til áætlunarferða um Austurland eru mjög úr sér gengnar og uppfylla eigi á neinn hátt þær kröfur, sem gerðar eru til slíkra farkosta, beinir Fjórð* ungsþing Austfirðinga, haldið aff Egilsstöðum 14. og 15. sept. 1957 þeirri áskorun til sérleyfisnefnd- ar, að hún hlutist til um, að á á- ætlunarleiðum austanlands séu ekki notaðar aðrar bifreiðir en þær, sem uppfylla almennar kröf ur um þægindi og öryggi far- þega“. Óviffunandi skilyrffi til aff hlusta á útvarp „Fjórðungsþingið telur, að skilyrði til að hlusta á útvarp séu óviðunandi um mikinn hluta Austurlands og skorar á stjórn Ríkisútvarpsins, að bæta úr þessu á einhvern hátt, meðan útvarpsstöðin í Reykjavík hefir ekki verið efld nægilega. Telur fjórðungsþingið nauðsynlegt, að þegar verði komið upp endur- varpsstöðvum á þeim stöðum, sem við verst hlustunarskilyrði búa“. Auknir vöruflutningar meff skipum „Fjórðungsþingið ítrekar á skorun sína frá fyrra ári til Skipa útgerðar ríkisins um aukningu á vöruflutningum tii Austurlanda- hafna yfir sumartímann. Er stjórn fjórðungsþingsins falið, að fá svör Skipaútgerðarinnar viff þessari málaleitan“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.