Morgunblaðið - 23.05.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.05.1962, Blaðsíða 2
2 MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. mai 1962 indrum íbúðueign er gamall og nýr boðskapur Alþýðu flokks og Framsóknar — sem Alþýðublaðið boðar enn „ÞESS vegiia verður að setja þau lög, að ekki minni en helmingur af verðhækk- un seldra fasteigna renni beint í skipulagssjóð“, segir Alþýðublaðið um stefnu flokks síns. Samkvæmt því á hver sá, sem selur fasteign, sem hann hefur átt og hækk að hefur í verði, að greiða helming „hagnaðarins". Það á með öðrum orðum að gera þessa eign hans upptæka. Jafnframt skýrir Alþýðu- blaðið frá því, sem áður var vitað, að í vinstri stjóminni voru áform um íbúðaskatt, sem nú er eignaður Fram- sóknarmönnum. Um hann segir Alþýðublaðið: „Þennan skatt átti raunar að leggja á flestar íbúðir, þannig að jafnvel sumir verkamannabústaðir, hefðu verið skattlagðir". Þessar tillögur voru raun- — Útvarpsumræður Framh. af bls. 1 sem hann hefur birt í þessum málum. Kommúnistar tóku að sjálf- sögðu undir það, að einungis aetti að vera um að raeða „fé- lagslegar íbúðabyggingar“, eins og þeir eru vanir að orða áform sín í húsbyggingarmálum. Framboðið byggist á öðru Athygli vakti, að Gísli Sigur- björnsson, frambjóðandi „óháðra bindindismanna" notaði þetta fyrsta skipti, sem hann kom fram fyrir kjósendur til ósann- inda. Sama daginn og Morgun- blaðið nefndi hann í viðtali við sjálfan forsaetisráðherrann, sagði hann, að listi sinn væri aldrei nefndur á nafn. Annars hefðu menn getað vænzt þess, að hann fagnaði því að ekki væri á hann minnzt, því að svo mik- ið getur Morgunblaðið fullyrt, að tilgangur þessa manns með framboði sínu er ekki að vinna að bindindi, hvað sem líða kann áhuga annarra þeirra, sem list- ann skipa. Ræður Geirs Hallgrímssonar, borgarstjóra, og Þóris Kr. Þórð- •rsonar, prófessors, eru raktar á bls. 6. ar komnar í frumvarp, sem búið var að prenta og búið að útbýta í þingsölunum á vinstri stjómar tímanum, en sú vandræðastjóm þorði ekki að fylgja eftir, þegar kunn voru úrslit bæjar- stjómarkosninganna 1958. — Engar upplýsingar hafa kornið fram um það, að Al- þýðuflokkurinn hafi ekki staðið með Framsókn og kommúnistum að þessum fyrirætlunum, enda em þær sama eðlis og sú stefnuskrá, sem Alþýðuflokkurinn nú hefur boðað, þegar hann segir, að ekki einn einasti maður eigi að fá að byggja eigin íbúðir, heldur eigi ein- ungis þrjú „byggingarbákn" að sjá um allar íbúðabygg- ingar. Þegar Morgunblaðið vakti athygli á því stefnuskráratriði Alþýðublaðsins að meina ein- staklingum íbúðabyggingar, reyndi blaðið að draga í land og var helzt á því að skilja að þetta atriði stefnuskrárinnar væri „plat“. En þótt Alþýðu- blaðið reyni að fela þessar fyr- irætlanir vegna réttmæts ótta við dóm kjósenda í borgar- stjórnarkosningunum, þá er hið sósíalíska afturhald svo mikið í flokknum, að horfið er að nýj- um úrræðum til að torvelda einkaeign íbúða. „NÝJA“ KENNINGIN ER GÖMUL Samkvæmt nýju kenningunni á ekki að banna mönnum að byggja, en það á að gera íbúða- byggingar nægilega óhagkvæma fjárfestingu til þess að menn fallist á að búa í húsum hins opinbera. Þetta á að gera með því að hirða „söluhagnað" manna, ef þeir skipta um íbúð. Fer þá að skiljast uppáhalds- kenning afturhaldsblaðsins, um það að fjölskyldur þurfi sífellt að vera að skipta um íbúða- stærðir. Samkvæmt henni væri auðvelt að fá digran sjóð, sem gaman væri að valsa með, nema þá að blaðið hugsi sér að húsin séu byggð eins og har- monika, þannig að hægt sé að minnka þau og stækka að vild. Auðvitað getur verið heil- brigt að taka sérstök skipulags- gjöld, lóðagjöld og gatnagerðar- gjöld, ef slíku er stillt í hóf, en skerðing sú á eignarétti manna, sem Alþýðublaðið boðar getur ekki samrýmzt hugmyndum frjálshuga, lýðræðislega hugs- andi manna. Alþýðuflokksmenn reyna að dylja þennan hugsunarhátt sinn rétt fyrir kosningar, en engu að síður er hann svo ríkur í eðli þeirra, að þeir átta sig ekki á því fyrr en þeir hafa birt hina raunverulegu stefnu sína, ekki eingöngu um að torvelda mönn- um íbúðaeign, heldur líka að þjóðnýta sem flest atvinnufyrir- tæki og reyra allt á klafa opin- bers reksturs. Lýsing Alþýðuflokksmanna á fyrirætlunum Framsóknar- flokksins er rétt, þótt Alþýðu- blaðinu farist naumast að tala um íbúðaskatta. Þjóðfylkingar- menn í Framsóknarflokknum vilja auðvitað þrengja að eigna- réttinum á öllum sviðum, ann- ars næðu þjóðfylkingaráformin ekki tilgangi sínum. Sigurbjörn Þorbjörnsson Fyrsti ríkisskatt> stjóriim skipaður I GÆR skipaði fjánmJálaráðherra Sigurbjörn Þorbjörnsson, við- skiptafræðing, í embætti ríkis- skattstjóra, en embætti þetta er nýtt, stolfnað með lögum nr. 70/1962 um tekjuskatt og eign- arskatt. Er blaðið náði tali af Sigurbirni í síma í gær, sagði hann að viðfangsefni ríkisskatt- tUTMVTA REYKJAVÍKM Lovaarnms c, VTÍrHUNart t-eooa £.n 9 h'oi Laugarneshverfi, 3. áfangi, þar sem lokið verður lögn hitaveitu á þessu ári. stjóra væri í stuttu máli sagt að hafa umsjón með störfum skattstjóranna, sem verða 9 tals- ins og hafa eftirlit með störf- um þeirra. Ríkisskattstjóri væri auk þess formaður þriggja manna ríkisskattanefndar. Auk þess geti ríkisskattstjóri rann- sakað hvaða atriði sem er um framkværnd skattalaganna. Sigurbjöm hefur frá því árið 1952 verið aðalbókari hjá Flug- félagi íslands. Eftir að hann lauk prófi frá Verzlunarskóla Islands árið 1942, starfaði hann hjá Skattstöfu Reykjavikur í eitt ár, en stundaði síðan viðskiptafræði nám við Minnesotaháskóla Og lauk þaðan prófi með ágætis- einkun. í ársbyrjun 1947 var hann skipaður fulltrúi skatt- stjórans í Reykjavík, en hætti þvi 1950 til að undirbúa reglu- gerð um stóreignaskatt og sjá um framkvæmd hennar í Reykjavík. Auk þess hefur Sigurbjörn átt sæti í milliþinganefnd, sem gerði tillögur um breytingar á tekju- og eignaskattslögunum 1954 og sæti í niðurjöfnunarnefnd Reykjavíkur frá 1957 og undir- búið reglugerð um söluskatt og haft afskipti af framkvæmd þeirra laga. Hinu nýju lög um skipulags- breytingu á skattalögunum koma til framkvæmda 1. októfoer. Þá verður fellt niður hið gamla skipulag með undirskattanefnd- um í hverjum hreppi, skattstjór- um að auki í kaupstöðum og yfir- skattanefndum í hverju héraðL Þriðja áfanga hitaveituáætlunar- innar lýkur fyrir áramót IJtboð á næstu áföngum undirbúin SAMÞYKKT hefir verið í borgarráði að taka tilboði, sem gert hefir verið í hita- veitulögn í Laugarneshverfi, svonefndum þriðja áfanga, sem tekur til gatnanna, Sporðagrunns, Selvogs- grunns, Kle*farvegar, Bruna- vegar, hluta af Laugarásvegi og hluta af Vesturhrún auk Dvalarheimilis aldraðra sjó- manna. Tekið var lægsta tilboðinu, sem var sameiginlega frá fyrir- tækunum Verk h.f. og Verkleg- ar framkvæmdir h.f. Verktilfooðið er að upphæð 13.835.975,00 kr. Næstlsegsta til- boðið var frá Þungavinnuvélum h.f. og verkfræðingunum Gunn- ari B. Guðmundssyni og Stefáni Ólafssyni. Var það að upphæð 4.200.450,00 kr. Hæsta tilfooðið nam 4.977 525,00 kr., en mörg til- boð bárust Framkvæmdir hefjast strax og samningar hafa tekist millj. Hita- veitunnar og verksalanna. Ákveð ið er í útbuðinu að verkinu skuli að fullu lokið fyrir n.k. áramót. Það er nýlunda að Hitaveitan leggur sjálf til allt efni til þessa verks Og nær tilboðið því að- eins til vinnunnar við verkið. Innkaupastofnun Reykjavíkur- borgar sér um kaup á öllu efni. Áður hafa verktakarnir lagt efn- ið tU. í undirbúningi eru nú út'boð á öðrum hverfum þar sem hita- veita verður lögð á næstunni. Framkvæmdir eru í fullum gangi í Laugarneshverfi, 2. áfanga, en næstu verk verða boðin út á þessu ári. Viðræður við Dagsbrún UNDANFARNA daga hafa farið fraim viðræður daglega milli full. trúa verikamannafélagsins Dags- brúnar og Vinnuveitendasam- bandsins, og var fundur í gær- morgun. ----------------- 4 Bruni í Neskaunstað Jl Neskaupstað, 18. maí UM miðnætti í nótt kviknaði ! miðstöðvarherbergi í vesturenda hússins Blómsturvellir 16. — Slökkviliðinu tókst fljótlega að kæfa eldinn. Talsvert skemmd- ist af fatnaði og sót fór inn um alla íbúð, en ekki mun húsið hafa skenunzt mikið a£ eldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.