Morgunblaðið - 23.05.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.05.1962, Blaðsíða 8
MORCVIV BLAÐIÐ Miðvikudagur 23. maí 1962 * JMrogiiitMftfrffe Útgeíandi: H.f Arvakur Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (át>m.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: ú.ðalstræti 6. Augiýsingar og ufgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. NJÓSNIR Á ÍSLANDI ¥ engi hefur það orð legið á, að kommúnistar sttmd- uðu njósnir hér á landi eins og í öðrum löndum og hefðu til þess allfjölmennt starfs- lið, bæði erlendra og inn- lendra manna. Má ratrnar segja, að einkeimilegt hefði verið, ef njósnir hefðu ekki verið reyndar hér, eins og annars staðar, þar sem þær eru aðaliðja heilla herskara kommúnista. Enginn maður efast því um, að Sigurður Ólafsson, flugmaður, skýrir rétt frá, þegar hann upplýsir, aðtékk neskur maður hafi reynt að fá sig til að njósna og ætlað að. nota sér fjár- hagsvandræði, sem Sig- urður var í, og Tékkinn skýrir sjálfur frá að sérhafi verið kxmnugt um. Og kald- hæðnislegt er það, að fjár- hagsvandræði Sigurðar stöf- uðu einmitt af viðskiptum við tékkneska ríkið, en hann er einn af þeim óheppnu mönnum, sem keypt hafa dýrar en ónýtar vörur fyrir austan jámtjald. Augljóst er, að Sigurður Ólafsson gat engan hagnað haft af því persónulega að skýra frá viðskiptum sínum við þennan erindreka heims- kommúnismans. Þvert á móti átti hann á hættu stórkost- legt fjárhagslegt tjón. Fram- burður Tékkans er líka með þeim hætti, að þótt hann reyni að neita að hafa beðið flugmanninn að njósna á Keflavíkurflugvelli, þá benda ákveðin sönnunargögn ein- dregið til þess að hann skýri rangt frá. I fyrsta lagi er það kyn- legt, að maður sem ekki er starfsmaður sendiráðs Tékka, skuli gerast milligöngumað- ur um útvegun starfs í sendi- ráðinu. í öðru lagi væri það skrýtið, ef fyrst væri sendur sérstakur maður gagngert hingað til lands til að semja við flugmanninn, síðan stingi hann upp á því að hann kæmi til Tékkó- slóvakíu og byðist til að borga farareyri hans þang- að. En loks er svo hinn holi blýantur til vitnis umnjósna áformin. í hverju lýðræðisríkinu af öðru hefur verið ljóstrað upp vun stórfelldar njósnir komm únista. Nú eru fengnar sannanir fyrir því, að slík starfscmi er einnig rekin hér á landi og vissu menn það raunar fyrir. Við þetta mál rifjast upp sú afsökun aðalmálgagnS Framsóknarflokksins, þegar það gerðist einkamálgagn sovézka sendiráðsins í sam- bandi við lendingar rúss- neskra flugvéla á Keflavík- urflugvelli, að hér væri um að ræða „hlægilega njósna- hræðslu ríkisstjórnarinnar.“ Viðbrögð kommúnista við neituninni um að þeir gætu fengið ótakmörkuð afnot af Keflavíkurflugvelli, myndað þar allt og kynnt sér aðstæð- ur, hafa sem sagt orðið þau, að þeir hafa sent sérstakan erindreka sinn til þess að reyna að afla upplýsinganna á annan hátt. BIÐST TÍMINN AFSÖKUNAR? egar það nú er upplýst, að Tíminn hefur haldið uppi harðvítugum árásum á ís- lenzku ríkisstjómina fyrir það að hún vildi ekki leyfa Rússum ótakmarkaða að- stöðu til njósna á Keflavík- urflugvelli, er spurningin að- eins um það, hvort Tíminn biðst afsökunar á því að hafa gerzt málsvari Sovét- ríkjanna. Skal mönnum bent á að fylgjast með því, hvort þetta meginmálgagn þjóðfylking- arinnar tekur aftur stóru orð in. Af þeirri afstöðu geta menn nokkuð markað, hvort Framsóknarmenn hyggjast halda áfram að vinnaaðþjóð fylkingaráformunum, eða hvort einhver von er til þess að augu þeirra séu að opn- ast. Morgunblaðið gerir sér að vísu enga von um það að menn á borð við Þórarin Þórarinsson og aðra þá, sem nú ráða lögum og lofum í Framsóknarflokknum, hverfi frá þjóðfylkingaráformunum, en um hitt ætti að vera nokk ur von, að þeir menn sem fylgt hafa Framsóknar- flokknum og nú eru dag hvern að gera sér ljósara, hvert klíkan, sem ræður hon- um, ætlar að leiða hann, veiti honum í kosningunum á sunnudag þá ráðningu, sem nægi til þess að heilbrigðir lýðræðissinnar nái undirtök- um í flokknum í stað þjóð- fylkingarmanna. ORÐ ÓLAFS THORS ¥ viðtali, sem Morgunblaðið *■ birti í gær við Ólaf Thors, forsætisráðherra, rekur hann í fáum og einföldum orðum Niels Dungal í gróðurhúsi sínu. IMíels Dungal: Engínn provinsbær BINS og aðrar borgir hefur Reykjavík sínar góðu og slæmu hliðar, kosti og galla. Lítum fyrst á kostina: Hita- veitan er þægindi sem naum- ast á sinn líka í nobkurri ann- ari borg og áreiðanlegá ekki í neinni höfuðborg. Engin borg í heimi hefir betra drykkjar- vatn en Reykjavík, og vafa- samt hvort nokkur önnur borg hefir hreinna og heilnæmara loft. Útsýnið er fegurra en frá nokkurri annari höfuð- borg í Evrópu á sumrin, því að Esjan er - svo mótulega langt í burtu: grjótið í henni verður hvorki grátt né blátt, séð frá Reykjavík, en leikur í ýmsum tilbrigðum af fjólu- bláma eftir því hvernig sólin gælir við hana, litirnir ýmist dekkri eða ljósari eftir því hve birtr.n er mikil, en ávallt mjúkir, þótt þeir sé hvikulir og bregði úr einum í annan. Mér er nær að halda að marg ir Reykvíkingar kunni ekki að njóta þeirrar fegurðar sem Esjan hefir upp á að bjóða — ef til vill vegna þess að hún fæst fyrir ekki neitt. Þótt Reykjavík sé engin stór borg, þá er hún samt engin próvinsbær. Margar borgir í Ameríku, sem eru margfalt stærri, hafa hvorki háskóla, leikhús eða konsertsal, og hvorki tök á né smekk fyrir að færa upp stórar óperur, eins og hér er gert árlega. Fólkið í Reykjavík er hlut- gengt hvar sem er, lifandi fólk, sem fylgist vel með því sem gerist í heiminum og ferð ast mikið, ekki aðeins innan- lands, heldur einnig erlendis. Það er viðbragðsfljótt til vel- gerða, ef einlhver á bégt, og er ósinkt á peninga, bæði fyrir sjálft sig og aðra. En Reykjavík hefir lí'ka sína galla: Miðbærinn er orð- inn svo ljótur og húsin þar svo úr sér gengin, að maður skammast sin fyrir að sýna útlendingum hann. Hótel vant ar tilfinriinanlega og veitinga- staðir eru allt of fáir og fá- tæklegir til þess að viðunandi geti talist í 75000 manna borg. Allt of mikið er af fullum mönnum á götunum. Hófleys- ið er einkenni hálfmenningar, og af henni er hér nóg, eins og við cj- að búast hjá þjóð, SÍÐASTLIÐINN sunnu- dag birtust hér í Mbl. nokkrar greinar, sem nafn kunnir borgarar skrifuðu um Reykjavík. í dag birt- um við þrjár slíkar grein- ar til viðbótar, og eru þær allar skrifaðar af mönn- um, sem setja svip á borg- ina. Síðar koma fleiri slík- ar greinar um Reykjavik. Þeir, sem skrifa í blaðið í dag, eru dr. Halldór Hansen læknir, Markús Guðmundsson skipstjóri, og Níels Dungal prófessor. sem á einum mannsaldri hefir hafizt úi örbirgð í efni. Enn er einn afleitur galli á Reykjavík: Börnin eru á göt unum. Ekki aðeins þau stærri, heldur iðulega litlir óvitar, sem eru í stöðugri lifsihættu innan um bílana. í erlendum stórborgum sjást ekki lítil börn á götunum. Hér flækjast þau á götunum, eins Og þeim var óhætt fyrir 50 árum, þeg- ar engir bílar voru til. Þetta verður að breytast. Að mínu áliti hefir byggð in í Reykjavík dreifzt allt of mikið. Smáhús fyrir eina eða tvær fjölskyldur hafa verið byggð um allt, og dýrar götur með vatni, rafmagni, síma og heitu vatni lagðar með ærn- um kostnaði fyrir fáeinar manneskjur, sem byggja eina götu. Þetta hefir orðið óhóf- lega dýrt og kostað borgar- ana óþarflega mikið fé. Gatan köstar engu meira þótt húsin sé stór og há og margt fólk búi við hana. Stór nýtízku- hús bjóða upp á mikil þæg- indi. t. d. veitingastofur, eld- hús, þar sem fólk getur pant- að matinn tilbúinn, búðir, póst hús o. fl., svo að margir taka slík fjölbýlishús fram yfir tví- eða jafnvel einbýlishús. Ef slíkt byggingarlag væri tekið upp, mætti reisa húsin þannig að á miili þeirra myndist stór ir ferhyrningar, þar sem börn in geta leikið sér. Mikið fé þarf til að byggja slik hús svo að vel fari, og hafa sum amerísku tryggingafélögin reist slik stórhýsi, sem menn- sækjast eftir að komast í. Eru ekki eiríhvér tryggingafélög hér orðin nógu rík til þess að ávaxta fé sitt á öruggan hátt í slíkum stórhýsum? hvers vegna þjóðarnauðsyn krefst þess, að þjóðfylkingar menn nái ekki undirtökun- um í höfuðborg landsins og leiði yfir hana ógæfu vinstri stjórnar. En Ólafur Thors, forsætis- ráðherra, víkur einnig sér- staklega að þeim ómaklegu árásum, sem gerðar hafa ver- ið á hinn glæsilega borgar- stjóra Reykvíkinga, Geir Hallgrímsson, vegna þess að hann er einn af eigendum fyr- irtækisins H. Benediktsson h.f. Forsætisráðherrann vík- ur að störfum Hallgríms Bene diktssonar, stofnanda þess fyrirtækis, og afrekum þeim, sem hann vann, en hann var „gæddur ríkri athafnaþrá og flestu þvi, er greiða mundi götuna til mikilla athafna, þar á meðal drengskap og heiðarleika eins og Geir,“ svo að notuð séu orð forsæt- isráðherrans. Síðan segir hann: „Svo fór sem kunnugt er að hann varð með mestu at- hafnamönnum á sínu sviði. Þegar synir hans komu til þroska gerðust þeir hluthaf- ar og meðstarfsmenn hans. Geir borgarstjóri hafði getið sér góðs orðstírs einnig á því sviði. En stjómmálin köll- uðu og því kalii hlýddihann. Hann kaus fremur að leggja götur fyrir 1000 milljónir en safna sjálfur milljón, frem- ur að fást við hin miklu mál allra höfuðstaðabúa en eigin mál, þótt stór væru.“ Eitt er víst að allur þorri Reykvíkinga er sammála Ólafi Thors í fordæmingunni á hinum lúalegu árásum á borgarstjórann. Það meðal annars munu þeir sýna á sunnudaginn kemur. _ . <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.