Morgunblaðið - 23.05.1962, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.05.1962, Blaðsíða 14
14 Miðvikudagur 23. maí 1962 T MORGVNfíLAÐlÐ Malmey logar Reykjarmökk leggur fram Skagafjörð BÆ, HÖFÐASTRÖND — Á mánudagsmorgun veittu menn l>vi athygli er þeir komu á fætur í Skagafirði að reyk lagði upp af Málmey, en hún hefur verið í eyði síðan brann ofan af bændun- um Erlendi Guðmundssyni og Þormóði Gunnlaugssyni. Fór Pét- ur Jóhannsson í Glæsibæ, sem er vitavörður í Málmey, þangað út við þriðja mann. Logaði þá í sinu á stórum hluta eyjarinnar og var reykjarmökkurinn svo mikill að þeir grilltu ekki í vit- ann fyrr en þeir áttu um 20 m. eftir í hann og lagði mökkinn fram Skagafjörð. Við eyjuna mættu þeir þrem- ur mönnum á báti og stóðu þeir í austri. Fór sá bótur í róður á sunnudagskvöld. Ætíuðu bátverj- ar að hafa viðkomu í Málmey og huga að eggjum, en báturinn lask aðist eitthvað í lendingu og kom ust þeir ekki fró eyjunni aftur. Voru þeir í Málmey um nóttina og kveiktu í sinu um morguninn til að gera vart við sig, en réðu ekki við eldinn, sem breiddist ört út, enda eyjan einn sinu- fióki. Pétur og félagar hans áttu í miklum erfiðleikum mieð eldinn. Þeir tóku fyrir belti þvert yfir eyjuna og reyndu að slökkva þar í með köðlum og pokum, einnig þurftu þeir að slökkva kringum vitann, sem var inni á brunasvæð inu. En eldurinn barst svo hratt að þeir höfðu varla við honum. Þeir kömu í land á mánudags- kvöld og töldu þá að þeim hefði tekizt að stöðva eldinn, þannig að hann breiddist ekki meira út og bjarga bæði vitanum og fjár- húsum, sem þarna eru, en engar skepnur eru í eyjunni. Á þriðjudag logaði enn úti í Málmey og fannst reykjarlykt langt fram í Skagaf jörð. — Björn. Ný kjörbiið í Ncskaupstað Neskaupstað 18. maí I DAG var opnuð kjörbúð í verzl unarhúsi Kf Fram. Unnið hefir verið í allt haust og allan vetur við þessar framkvæmdir. Byggð var ný vörugeymsla ásamt frysti ög kæliklefum og öll afgreiðslu- aðstaða færð í nýtízku horf. — Verzlunin er öll hin glæsilegasta og rými gott. Fyrir höndum eru énn breytingar á öðrum hlutum hússins, sem miða að því að bæta verzlunaraðstöðuna. Teikningar Og undirbúning annaðist Teikni- stöfa SÍS. Yfirsmiður er Erling- ur Ólafsson, deildarstjóri Stein- grímur Guðnason. — Jakob. Samkomui Kristniboðssambandið Almenn samkoma í kvöld kl. 8,30 í kristniboðshúsinu Betaníu Laufásvegi 13. Cand theol Gunnar Sigurjónsson, talar Allir eru hjartanlega velkomnir. Boðun fagnaðarerindisins Almennar samkomur Hörgshlíð 12, Rvík kl. 8 e. h. Hugiheilar þakkir færi ég öllum vinum og venzlafólki, sem með gjöfum, kveðjum, árnaðaróskum og (heimsóknum á sjötugsafmæli mínu 12. maí s.l. gerðu mér daginn ógleym- anlegan. — Guð blessi ykkur öll. Óiafur Jónsson, Þingeyri. Þakka innilega öllum þeim er sýndu mér vinarhug með heimsóknum. gjöfum og skeytum á sjötíu ára afmæli mínu 20. þ.m. Sigriður Jónsdóttir, Kvíum. Laugardaginn 19. maí andaðist að heimili sínu Kirkjuteigi 16, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON bifreiðarstjóri. Jarðarförin auglýst sáðar. Unnur Ólafsdóttir og börn. Útför ginmanns míns S JÓNS GUDMUNDSSONAR yfirlögregluiþjóns, er lézt 19. þ.m. verður gerð fró þjóðkirkjunni í Hafnar- firði föstudaginh 25. maí kl. 2 s.d. Blóm og kransar vinsamlegast afbeðnir. Steinunn Hafstað. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginkonu minnar Og móður okkar HELGU JÓNSDÓTTUR Patreksfirði. Ari Jóiusson og börn. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát Og jarðarför okkar elskulegu móður og tengdamóður Frú SIGRÍÐAR BENEDIKTSDÓTTUR Sóieyjargötu 31. Sesselja Stefánsdóttir, Guðriður Green, Gunnar Stefánsson, Col. Kirby Green. Þetta er tékkneska vélin hans Sigurðar ólafssonar, Aero 45. Undanfarin 3 ár heíur Sig- urður verið í síldarleit á flugvél sinni. Nú stendur vélin í flugskýli á Reykjavíkurflug- velli og verður vart hreyfð þaðan fyrr en úr rætist fyrir Sigurði. — Tékkinn Framh. af bls. 3. ekki fengizt fyrr en eftir dúk Og disk. Það er allt upp á sömu bókina lært. — Gallar hafa komið fram í flugvélinni og það hefur kost að mig ærið fé að' bæta þá Eg tel mig eiga skýlausan rétt á bótum, því þetta voru bein viðskiptasvik. Eg vildi losna við flugvélina, því ég stend ekki .undir þessu leng- ur. En tftir það, sem nú gerð- ist, sé ég ekki að til neins sé að ræða við þessa menn. Þeir ætluðu aðeins að not- færa sér fjárhagsörðugleika mína til þess að flækja mig í net sitt. Eg gerði það. sem samvizkan bauð mér. SvO sem séð verður að fram ansögðu virðast Sigurði nú öll sund lokuð, enda þótt eðli- legt Og sjálfsagt væri, að hin- ir tékknesku framleiðendur bættu honum hið mikla tjón, beint og Óbeint, sem hann hef- ur orðið fyrir. A. m. k. þykir annað óeðlilegt í viðskiptum á Vesturlöndum. Fundi utanríkisráðherra IVÍorðurlanda lauk í gær Rætt var um vandamál SÞ og afvopnunarmálin FUNDI utanríkisráðherra Norðurlandanna, sem staðið hefur hér í Reykjavík, er nú lokið. Síðasti fundur ráðstefnunnar var hald- inn í gærmorgun. Ráðherrarnir halda flestir utan í fyrramálið. Viðræður að þessu sinni snerust einkum um þau vandamál, sem nú steðja að SÞ, fjárhagsvandamál, sem önnur. Þá voru tek- in til umræðu ýmis atriði varðandi væntanlegt framhaldsþing Allsherjarþings SÞ. Þá voru afvopnunarmálin einnig til umræðu. Fer hér á eftir fréttatilkynning sú, sem gefin var út, að ráðherra- fundinum loknum: Ég nota Husqvarna Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16. Sími 35200. Þátttakendur í utanríkisráð- herrafundi Norðurlanda, sem haldinn var í Reykjavík 21. og 22. maí 1962, voru dr. oecon. Kjeld Philip, efnahagsmálaráð- herra Danmerkur, Veli Meri- koski, utanríkisráðherra Finn- lands, Guðmundur I. Guðmunds son, utanríkisráðherra íslands, Halvard Lange, utanríkisráð- herra Noregs, og Sven af Geijer stam, ráðherra frá Svíþjóð. Ráðherrarnir ræddu vanda- mál þau, sem steðja að Samein- uðu þjóðunum. Þeir lýstu full- um stuðningi Norðurlanda við samtökin, sem þeir telja þýðing armesta aðilann, sem vinnur á friðsamlegan hátt að því að af- stýra og jafna deilur þjóða í milli. Þeir létu í ljós von um, að öll þátttökuríkin myndu styðja Sameinuðu þjóðirnar, bæði á sviði stjórnmála og fjármála, til þess að þau gætu varðveitt og aukið áhrif sín og árangursríka þjónustu í þágu friðarins, eins og t.d. í Kongó. Ráðherrarnir voru sammála um, að stuðla að umbótum á starfs- fyrirkomulagi samtakanna. Á fundinum var einnig rætt um einstök atriði varðandi væntanlegt framhaldsþing Alls- herjarþings Sameinuðu þjóð- anna svo og varðandi hið 17. reglulega Allsherjarþing. Ráðherrarnir ræddu afvopn- unarvandamálin á grundvelli viðræðna þeirra, sem fram hafa farið í Genf siðan 14. marz, og lögðu áherzlu á þýð- ingu þess, að viðræðum um þetta þýðingarmikla mál yrði haldið áfram. Enda þótt augljóst sé, að ekki megi búast við, að hægt verði að ná yfirgripsmiklum og á- þreifanlegum árangri í náinni framtíð, þá ætti í öllu falli að vera mögulegt að ná samkomu- lagi um tilteknar takmarkaðar ráðstafanir. Þannig samkomu- lag gæti stuðlað að bættri al- þjóðlegri sambúð og skapað frjóan jarðveg fyrir áfram- haldandi viðræður um afvopn- unarvandamálið. Ráðherrarnir lögðu áherzlu á nauðsyn þess, að kjarnaveldin haldi viðræðum áfram í því augnamiði að ná svo fljótt sem auðið er samkomulagi um að hætta tilraunum með kjarn- orkuvopn. f þessu sambandi lýsti fund- urinn yfir ánægju sinni með það, að tillaga 8-veldanna, sem fram hefur verið lögð í Genf, skuli að nokkru leyti geta orð- ið grundvöllur að áframhald- andi samningaumleitunum. Samkvæmt boði finnsku ríkisstjórnarinnar mun næsti fundur utanríkisráðherra Norð- urlanda verða haldinn í Hels- ingfors í september 1962. Utanríkisráðuneytið V Revkiavík. 22. maí 1962. v Ný 4ra herb. íbúðarhœð 108 ferm. tilbúin undir tréverk og málningu við Safa- mýri til sölu. NÝJA FAS0EIGNASALAN Bankastræti 7 — Sími 24300 kl. 7.30—8.30 e.h. í síma 18546. Vélskipið Stjarnan 1200 — 1300 móla ganggott og lipurt síldrveiðiskip er til leigu eða sölu. Verið er að setja sjálfleitandi Simrad tæki og blökk 1 skipið. Þá er skipið gött togskip með góðum togútbúnaði. Góðir skilmálar. Kristján P. Guðmundsson, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.