Morgunblaðið - 23.05.1962, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.05.1962, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 23. maí 1962 MORGUNBLAÐIÐ 3 Markus Guðmundsson: Treysti núverandi borgarstjóra r — BSJAN hefur oft verið notuð sem tálbeita af eigin- konum í borginni til að draga eiginmenn sína út að kvöldi eftir eril dagsins. Þannig var það eitt kvöldið, að konan mín, sem er norðlenzk, stakk upp á því að við skryppum út og skoðuðum Esjuna. „Ég er til,“ og tek upp bíllykilinn. Konan ók bílnum og þegar við komunj á Skúlagötuna, sagði ég: ,,Enn dásamleg!" — „Hver, hvar ar hún?“ „Ég á við Esjuna.“ „Ef þú hættir ekki að trufla mig við akstur inn, sný ég við heim.“ „Allt í lagi, ég er í inniskónum." ! Ég ætla ekki að botna þenn an sögustúf, en eiginmenn gætu máski lært af honum og minnzt hans, ef þeir eru heimakærir. Hlutabréf í Esj- . unni eignast engir nema inn- I fæddur borgari, svo það er ekkj erfitt að skilja afbrýði- semina hjá aðkomumönnum. ) Ég man eftir Reykjavík sem miklum rófubæ, það var svo mikið um rófugarða hér í bæ, enda nóg landrými, að við strákarnir tókum ekki rófu frá óskyldum nema tími væri mjög naumur til matar að okkar dómi. Það mætti vera, að ákveð- inn flokkur manna í borg- inni ætti að íhuga þessa ein- földu heimspeki örlítið nán- ar. Kálgarðar og stakkstæði skiptust á eina og reitir á taflborði. Það fór fram sú keppni, sem er klassísk, því meira og betra sem þú framleiðir, þeim mun meira kemur í vasann. Ég fór einhverju sinni með föður mínum, sem var togara skipstjóri, að líta á aflann úr einni veiðiförinni. Fiskstæðan stóð á sjávarbakkanum í Ána naust, því fiskhúsin, sem þar voru, voru þá orðin yfirfull. Verkstjórinn, Gísli heitinn Þorsteinsson, tók nokkra fiska, sýndi föður mínum og sagði: „Þarna er ekki blóðið, ekta Spánarfiskur.“ Nú er það hins vegar tízka að landa sjálfdauðum fiski af 'bátum og þykir fínt. Fyrir þrjátíu árum kom ég fyrst í kynni við lögmálið. mikill og góður fiskur er sama og fram leiðsluverð, að viðbættum égóða. .Ég læt svo lesandann um að líkja þessu upp. Mestan þáttinn í aðflutningi fisks til Reykjavíkur áttu tog ararnir, enda segjum við tog- aramenn að Reykjavík nú- tíðarinnar hafi fyrst og fremst orðið til vegna tilkomu þeirra. Togurum okkar hefur að vísu ekki fjölgað, en þeir hafa stækkað og orðið nýtizkulegri og betrí fiskiskip. En betur má ef duga skal. / Ég hygg, að við borgarbúar ' gerum of miklar kröfur til allra Skapaðra hluta, sem ekki koma framleiðslunni við. Vaxtaverkir segja til sín. Mér finnst, að flest allar grein ar atvinnulífsins hafi fengið hagkvæmari aðstöðu í borg- inni en útgerðin. Það ber auðvitað að þakka, að skiln- ingur ríki um góðan aðbúnað sem flestra atvinnufyrirtækja en þó má það ekki vera á kostnað þess, að fiskvinnsla verði að hopa frá höfninni. Þegar líkja má löndun, vinnslu og útskipun við hakkavél, sem sagt inn og út, gjörið svo vel, og ekkert þar á milli, þá verð ég ánægð ur fyrir hönd okkar togara- sjómanna. því, að það er aðeins einn stjórnmálamaður sem hefur afskipti af málefnum Reykja víkur, sem ég ætla að hafi þá víðsýni til að bera að hann kæri sig um að skilja þetta. Borgarstjórinn núverandi er enginn hérumbil maður, eins og við segjum á togurun um. Eg treysti honum manna bezt til að koma í höfn þeim málum, sem ég hér hef lítil- lega vikið að. Togaraútgerðin er á tíma- mótum, annarsvegar afla- tregða, brottvísun af góðum fiskimiðum og lágt fiskverð, hins vegar er þörfin á fram- leiðsluverðmætum og vinnslu úr þeim. Ég þarf ekki reiknivél til að fást við þetta dæmi. And- ann og gáfurnar hafa íslend- ingar átt frá örófi alda en tæknina höfum við orðið að læra. Borgin hefur vaxið, hraðar en tækniþekkingnv og það er víst ekki mönnunum að kenna. Þórarinn heitinn, verkstjóri hjá Ziemsen, var gamall og gegn Reykvíkingur. Ziemsen átti togarann Marz, þann eldra, og stundaði hann um eitt skeið veiðar fyrir bæ- inn og kom á hverjum morgni með nýjan fisk úr bugtinni, sem húsmæðurnar keyptu við skipshlið. Éinn morguninn kom Marz ekki á tilskildum tíma. Kon- unum leiddist biðin og spurðu Þórarin, hvað ylli töfinni. „Hann Marz er strandað- aður“ sagði Þórarinn. „Guð hjálpi mönnunum að gera þetta,“ sögðu konurnar. Þór- arinn svaraði án tafar: „Það er ekki mönnunum að kenna, þeir gera þetta stundum þess ir trollarar. Halldór Hansen við dyr Landakotsspítala. Halldór Óvíða líður 1 FÁUM línum verða okkar ■ágætu höfuðborg, Reýkjavik, ekki gjörð teljandi skil, hvörki til lofs eða lasts. Hansen: fólki betur — Ég kýs þvá að fara ör- fáum orðum um það, sem flestum finnst mestu varða, þ.e. lífskjör borgaranna. Erfitt myndi að benda á borg í öðrum löndum, þar sem hlutfallslcga jafnmargir búa við jafn mikil og marg- vísleg þægindi og við Reyk- víkingar. Og á það við hvort sem miðað er við einföldustu l*fs nauðsynjar eins og fæði, blæði húsnæði og samgöngu tæki, eða við skilyrði almenn ings til menntunar, heilsu- gæzlu, íþróttaiðkana, skemmt- analífs o. s. frv. Ég hygg því að óvíða í heiminum líði fólki betur, þótt miðað sé við fleira en lífskjörin ein, enda sýnir hinn öri vöxtur borgarinnar, að hér er gott að vera. Markús Guðmundsson, skipstjóri, um borð í skipi sínu, togaranum Marz.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.