Morgunblaðið - 23.05.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.05.1962, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ MiSvikudagur 23. maí 1962 Þriðja sinn i traktor- slysi 6 ára EYRARLANDI, ÞYKKVABÆ — Á laugardagskvöld varð 6 ára drengur, Guðjón Sigur- bjartsson á Hávarðarkoti, fyrir slysi á traktor og var hann fluttur á Landspítalann í Reykjavik, en er nú talinn úr hættu. Guðjón stóð aftan á beizlinu á traktor hjá nágranna- bónda er slysið varð. Hefur hann sennilega fálmað í aftur- hjólið, en hann sveiflaðist með því aftur fyrir traktorinn. Drengurinn var þegar flutt- ur til Reykjavíkur á Land- spítalann og kom þá í Ijós að þvagblaðran var rifin, en bein ekki brotin. Var hann skorinn upp þá um nóttina og er nú talinn úr hættu. Þetta er í þriðja sinn sem þessi sami drengur fær á- verka af slysi á traktor, hefur ýmist orðið undir eða lent ut an í traktomum, en ekki hefur þó fyrr þurft að senda hann á sjúkrahús. — M.S. Handbók F 'senda í Mbl. á morgu' f MBL. á mörgun fimmtudags- blaðinu. birtist e. k. handbók kjósenda. Þar verður skýrt frá úrslitum síðustu bæjarstjórnar- Og atþingiskösninga, og rúm verð ur ætlað til þess, að fólk geti skráð úrslit atkvæðagreiðslna. Ætti fólk því að geyma blaðið fram yfir helgi. Tösku stolið úr íbúð f FYRRADAG var stolið brúnni handtösku úr íbúð á Blómvalla- götu. Vissi eigandinn ekki uim stuildinn fyrr en í gær um kvöld- ið er ókunn kona kom með tösk- una til hennar en sonur hennar hafði fundið hana í garði vestur á Bræðraborgarstíg. Ökuskírteini í töskunni gaf til kynna hver eig- andinn væri en úr töskunni hafði verið stolið 200—300 krónum, 10 dönskum krónum og 10 færeysk- um. Þeir, sem upplýsingar gætu gefið um þetta mál eru vinsam- legast beðnir að gera rannsóknar- lögreglunni aðvart. • ■ ; Leigubíllinn snerist við á götunni, og lagðist hliðin á honum nær öll inn, í hörðum árekstri á gatnamótum Laufásvegar og Hringbrautar. Hinn bíllinn, Mercedes Benz, sem sést lengst til vinstri, skemmdist einnig mjög mikið. Þrennt slasast í hðrðum árekstri KLUKKAN liðlega 7 í gærkvöldi varð harður árekstur á gatnamót um Laufásvegar og Hringbrautar í Reykjavík og slasaðist þrennt í bílunum, sem báðir skammdwst mjög mikið. Ekkert styggðar- yrði til kommún- ista ÞAÐ vakti mi'kla athygii við útvarpsumræðurnar í Hafnar- firði á mánudagskvöld, að ræðumenn Alþýðuflokfcsins létu sér ekki um munn fara svo mikið sem eitt styggðar- yrði um kommúnista. Er greinilegt, að Alþýðuflökkur- inn er að undirbúa flatsæng með kommúnistum í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar, ef svo skyldi fara, að þessir tveir flokkar næðu aftur meiri- hlutaaðstöðu þar saman. Þeim Hafnfirðingum fer sífeilt fjölg andi, sem óska ökki eftir því, að kommúnistum sé asflhent lykilaðstaða í má'lefnum bæj- arfélagsins, og því munu Hafn firðingar gera sigur Sjálfstæð- isflokksins sem mestan í kósn- ingunum á sunnudag. Mercedes Benz bíll var á leið austur Hringbraut, sem er aðal- braut, og hafði nýlega farið fram úr bíl, er hann kom að gatnamót- um Laufásvegar. Leigubíli kom frá Laufásvegi inn í götuna og rakst sá fyrrinefndi á hlið hans. Snerist leigubíllinn hring á göt- unni, hliðin í honum lagðist að mestu inn, en Mercedes Benz bíllinn skemmdist mikið að fram an; I Mercedes Benz bíilnum var bílstjórinn, og tveir farþegar, karl og kona. Skárust karlmenn irnir, þeir Birgir Ágústsson, DrápuMíð og Ingó'lfur Guðmunds son, Fornhaga 19 í amdliti, en kona Ingóilif slapp ómeidd. Ein kona sem var farþegi í leiguihíln- um, Kolbrún Guðmundsdóttir, Hringbraut 63 í Keflavík, var enn á Slysavarðstotfunni í gær- kvöldi og talin talsvert slösuð. En bílstjórinn og tveir aðrir far þegar sluppu að heita má ó- meiddir. Gjöf til Hfenn- ingar- og minn- ingarsjöðs INGIBJÖRG Guðjónsdóttir frá Eyri, Barónsstíg 20 hefur gefið til minningar um móður sína, hús- frú Sigríðar Halldórsdóttur Eyri Ingólfsfirði á afmiælisdegi henn- ar, 22. maí 1962, kr. 2500.00 í Menningar- og minningarsjóð kvenna. Framsóknanrambjóðandinn vill hömlur á húseigendur ÞAÐ vakti athygli í útvarps- umræðunum í gærkvöldi, að Einar Agústsson, fyrsti mað- ur á lista Framsóknarfloklks- ins, undirstrikaði, að menn ættu að meta afstöðu stjórn- málaflokkanna í húsbygg- ingarmálum til fortíðar þeirra í þeim málum. Fer ekki á milli niála að þar átti ræðu- maður við áform þau, sem Framsóknarflokkurinn var mest hvetjandi að lögfest yrðu á vinstri stjórnar tímamim, en úrslit bæjarstjórnarkosn- inganna 1958 hindruðu þ. e. a. s. „Gula bókin“ svonefnda. Er þess vegna ástæða til að rifja upp þá stefnu Framsóknar- fiokksim: Meginatriði „Gulu bókar- innar“ og ,,Guia frumvarps- ins“ voru þessi: Húseigendum skyldi bannað að gera leigu- samninga án atbeina ríkisins. Ríkið skyldi ákveða upphæð húsaleigunnar. — Banaiað skyldi að segja upp húsaleigu- samningum nema í undantekn ingatilfellum. — Ríkið svifti húseigendur ráðstöfunarrétti yfir því húsnæði, sem það taldi þá ekki fullnýta eða skyldaði þá til að borga „leigu“ fyrir sitt eigið hús- næði. Upphæð, sem svaraði til 5 ára leigu skyldi sá greiða, sem vildi ráða yfir síiku eigin húsnæði. Ríkiseinkasölu fast- eigna skyldi komið á fót. Rík- ið skyldi þá annað hvort ráða hverjir væru kaupendur íbúffa eða hirða „söluágóð- ann“. Húsnæðisskömmtun átti að framkvæma og íbúðasti. \» að vera takmörkuð við „þokkalega þriggja herbergja íbúð á um 60 fermetrum og 4ra herbergja á um 80 fer- metrum“- Stofna átti bygg- ingavöruverzlun ríkisins, sem feiiigi aðstöðu til einokunar- verzlunar með byggingarefni. Og loks átti að veita takmörk- uð lán til opinberra íbúða- bygginga, en einstaklingar áttu engin lán að fá. Veggur hrundi á dreng UM hálf sexleytið í gær- dag varð það slys í grunni Trípólíbíós, sem nú hafur ver- ið riíið að mestu, að veggur hrundi á átta ára gamlan dreng, Stefán Snævarr, Am- götu 8, son Ármanns Snævarrs háskólarektors. Málavextir voru þeir að vélskótfla var að vinna í grunninum og kom skótflan við hlaðinn múrsteins- vegg, með þeim aifleiðinguim að hann hrundi og lenti á fæti Stefáns. Veggurinn var úr múrsteini, múrhúðaður en ekki járnbundinn. Vélskóflu- stjórinn kvaðst hafa séð dreng inn ásamt tveimur félögum hans að leik í grunninum en talið þá svo langt frá að á- stæðulaust hafi verið að raka þá á brott. Kvaðst hann enn- fremur hafa verið viss um að veggurinn væri það sterkur að hann þyldi að grafið væri al- veg að hönum. — Stefán var fluttur á slysavarðstafuna Og þaðan á Landsspítalann. Mun hann hafa fótbrotnað. Samsæri þjóðfylking- armanna í STAKSTEINUM í gær var rætt um hinar nýju upplýsingar um þjóðfylkingu Framsóknanmanna og kommúnista, þar sem þeir gerðu samsæri sín á mitli á Gentf arráðstefnunni um að styðja mál- stað Rússa og hefðu í vinstri stjórninni ákveðið að taka stórt lán í Rússlandi til að hlekkja okk ur efnahagslega við kommúnista- ríkin. f niðurlagi féll niður ein lína. Rétt átti málsgreinin að vera þannig: „Þessar nýju upplýsingar um samsæri þjóðfylkingarmanna liggja nú Ijóst fyrir og komast lýðræðissinnaðir Framsóknar- menn ekki hjá því að hugleiða, hvort þeir vilja greiða þeirri klíku, sem nú ræður flokknum, atkvæði.“ — Hong Kong Framh. af bls. 1 undrandi yfir stefnúbreytingu kommúnistastjórnarinnar í Kína varðandi flóttamenn. En Kínastjóm hefur ekkert gert til að stemma stigu við vaxandi fjölda flóttamanna, heldur bvert á móti aðstoðað þá á flóttanum. Á Formósu hefur verið skip- uð sérstök nefnd til að annast móttöku á flóttamönnum og er CJhen Oheng varaforseti formað- ur nefndarinnar. Hefur nefndin skorað á Sameinuðu þjóðimar og aiþjóða Rauða krossinn að veita flóttamönnunum aðstoð. * i Utvarps- umræður á Akureyri Á FMMTUDAGSKV ÖLD kl. 20.00 verða útvarpsumræður um bæjarmál, á Akureyri. Verður þeim útvarpað um Skjaldarvíkurstöðina. Er það um leið framboðsfundur flokk ’ anna, er hafa lista í kjöri við bæj arstjómarkosningarnar. Fundarstjóri verður væntan- lega Jón Sigurgeirsson, skóia- stjóri. Ræðutími hvers flokks verður alls 50 mínútur, er skiptist í 25 miinútur, 15 mln- útur og 10 mínútur. Flokk arnir tala í þessari röð: A-l- þýðuflokkur, % Framsóknar- flokfcur. Alþýðubandalag og Sj-álfstæðisflokkur. Ræðumenn D-listans verða: Jón G. Sólnes, Helgi Fálisson, Ámi Jónsson, Jón M. Jónsson og Gísli Jónsson. Dr. Kjelcl Philip heldur fyrirlestur EFNAHAGSMÁLARÁBHERRA Danmerkur, dr. Kjeld Philip heldur almennan fyrirlestur á vegum Dansk-íslenzka félagsins í kvöld (miðvikudag) í hátíða. sal Háskólans. Ráðlherrann mun tala um markaðsbandalag Evrópu og nefnir erindi sitt „De europsa iske markedsplaner“. Fyrirlest- urinn hefst kl. 20:15. Dr. Fhilip er staddur hér á laadi vegna utanríkisréðtherra- fundarins, sem haldinn var á mánudag og þriðjudag. Dr. Fhilip er mjög kunnur maður I faeimalandi sínu og víðar, hann varð cand. polit. 1957 og dr. oecon, 1942. Ári síðar varð hann prófessor í ,socialplitik og finana videnskab“ við Árósarháskóla. Árið 1949 varð hann prótfessor við Stökkhólms háskóla og 1951 við Kaupmannaha-fnarháskóla. Dr. Fhilip var viðskiptamálaráð- herra í stjórn H. C. Han-sens frá 1957. Hann r-arð fjármálaráð. herra 1961. Ráðlherrann er kunnur Og vin. sæll fyrirlesari. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestri hans. I Hitaveita og gatnagerð Leiðrétting (Sjá bls. 27). í greinahlutanum sem ber heit ið. Hin nýju hvertfi borgarinnar, í 4. línu fyrir íbúðarbyggingar stendur: (íbúabyggingar). í hlut. anum: Stækkun hitaveitunnar o. s.frv. í 2. mállsgrein stendur lyft- ing, fyrir bylting. í 3. málsgrein saraa greinarMuta stendur otf ga-milar, á að v-era: Of grannar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.