Morgunblaðið - 23.05.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.05.1962, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvíkudagur 23. maí 1962 Borgararnir þurfa að gera meírihluta Sjálfstæðisflokksins að veruleika GEIR Hallgrímsson, borgar- stjóri, hóf ræðu sína í út- varpsumræðunum í gær- kvöldi með því að rifja upp ummæli þau, er sagan hefur eftir Karla, þræli Ingólfs Arnarsonar, þegar Ingólfur settist hér að: „Til ills höfum vér farit um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta“. Þessj ummæli muni að vísu ekki skráð fyrr en öldum eftir að þau voru talin sögð, — og eigi ef til vill fyrst og fremst að gera þá frásögn áhrifameiri, að ihér tók Ingólfur sér bólfestu að tilvíaun guðanna, þótt staður- inn virtist ekki byggilegur við fyrstu sýn. Menn telja að vísu, að hér í Reykjavík hafi verið öllu bú- sældarlegra til foma en ummæl- in gefa til kynna. En hvað sem því líði sé hitt vist, að Reyk- víkingar 20. aldarinnar megi meta og geti þakkað gjafir for- sjónarinnar. Leit að heitu og köldu vatni ber árangur. Borgarstjóri vék að því, að í vetur hefðu nokkurra áira vís- indalegar rannsóknir og leit að heitu og köldu vatni borið þann árangur, að traustur grundvöll- ur væri fyrir framkvæmdum Vatnsveitu og Hitaveitu til að fullnægja þörfum borgarbúa í framtíðinni. Boranir við Bullaugu hefðu sýnt, að þaðan má leiða til borg arbúa 500 sek. lítra af vatnj til viðbótar þeim 700 sek. lítrum, sem við fáum nú frá Gvendar- brunnum. Ætlunin sé að ljúka þessari virkjun ásamt byggingu vatnsgeymis á Litlu-Hlíð, sem verður stærri en allir hitaveitu- geymarnir, á næstu 2 árum. Framkvæmdir þessar muni kosta yfir 30 millj. kr., — en helming þess kostnaðar muni sjálf Vatns- veitan geta lagt til. Hitaveita í öll hverfi borgarinnar á næstu 4 árum. Borgarstjóri kvað boranir í borgarlandinu hafa gefið svo góða raun, að fundizt hefðu 125 sek. lítrar af 130° C heitu vatni, — en það jafngildi 95% af Mos- fellssveitarvatninu, en verð- mæiti þess varma sé áætlað minnst 250 millj. kr. miðað við olíuverð. Framkvæmdir séu nú hafnar á þeirri áætlun að leggja hita- veitu í öll hverfi borgarinnar á neestu 4 árum, en það muni kosta 240 millj. kr. og sé búið að afla þess fjármagns við upphaf verks- ins. Lánveiting Alþjóðabankans, að upphæð 86 millj. kr. fyrir milli- göngu fjármálaráðherra og rík- isstjórnar, er í senn gleðilegur vitnisburður þessarar viður- kenndu fjármálastofnunar um hagkvæmi hitaveituframkvæmd- anna og um traustan efnahag lanclsins eftir viðreisnarráðstaf- anirnar. En lán Alþjóðabankans rýfur 7 ára hlé á lánveitingum bankans til íslands. Sker úr um batnandi lífskjör. Þá kvað borgarstjóri engum íslending blandast hugur um, að virkjun fallvatna og nýting ann- arra orkulinda landsins til raf- orkuframkvæmda skæri úr um, hvort lífskjör geti batnað hér í framtiðinnj eins og í nágranna- löndunum. Á kjörtímabilinu hefði Steingrímsstöð við Efra- Sog verið tekin í notkun og véla- afl rafstöðvanna þá aukizt um 30%. Dreifikerfi Rafmagnsveitu Reykajvíkur hefði verið aukið og endurbætt, en almennt gerðu menn sér ekki grein fyrir, að jafn mikill stofnkostnaður sé tal- inn vera við kerfi til að dreifa hverju kw til neytandans og að virkja það í vatnsaflsstöð. Stækkun hafnarinnar. Fyrir fjórum árum samþykkti bor^arstjórn tillögu Sjálfstæðis- manna um stækkun hafnarinn- ar og fól hafnarstjórn undirbún- ing og rannsóknir. Álitsgerð liggur nú fyrir um þær niður- stöður, sem fram eru komnar, og fjallar um hafnarstæði frá Örfirisey og inn í Sund. Rann- sóknir halda nú áfram og á grundvelli þeirra verður endan- leg ákvörðun tekin um stækk- un hafnarinnar, — en að því er stefnt að ný hafnarmannvirki verði tilbúin, þegar þeirra ger- ist þörf. Jafnframt er unnið að frekari nýtingu innri hafnarinn- ar, en þar má lengja bólvirki enn um 25%. Ef ráðizt verður í Sundahöfn, en þar mun verða 12,2 km ból- virkja lengd, mun það kosta 855 millj. kr., en auðvelt er að byggja þá höfn í áföngum. Hún mun fullnægja borg með hálfa milljón íbúa og er þá ekki reikn- að með stækkunarmöguleikum í Viðey og lengra austur. Þörf fyrir nýjan miðbæ. Breytingar á kröfum og lifn- aðarháttum fólks komi eigi sízt til athugunar við framtíðarskipu lagningu borgarinnar. Við vitum, að meðalfjölskyldustærð muni verða minni og íbúðarþörf auk- ast'vegna þess, að fleiri einstakl- ingar og gamalt fólk muni með batnandi efnahag geta haldið sjálfstæðu heimili, — við gerum ráð fyrir, að hver íbúð þurfi meira landssvæði, vegna fjölgun- ar bifreiða, umferðarmannvirkja, opinna svæða og skrúðgarða. — í grundvallaráætlunum um skipu lag „Stór-Reykjavíkur“ er þann- ig gert ráð fyrir, að í framtíð- inni þurfi að meðaltali að gera ráð fyrir 1000 fermetra lands- svæði fyrir hverja íbúð í stað 550 fermetra eins og nú er. Gert sé ráð fyrir, að Reykjavikur- svæðið byggist upp í 5 þúsund manna hverfum, þar sem komið sé fyrir skólum, íþrótta- og leik- svæðum, barnaheimilum, tóm- stundaheimilum, bókasafni og kirkju í a. m. k. öðru hverju slíku hverfi. Jafnframt sé kom- ið þar upp verzlunum og bæki- stöðvum fyrir smærri iðnað og atvinnurekstur. Á þessu ári verður væntanlega gengið endanlega frá skipulagi miðbæjarins. En hvernig sem á málið sé litið sé þörf fyrir nýjan miðbæ og hafi tillögur verið gerðar um staðsetningu hans sunnan Miklubrautar milli Kringlumýrarbrautar og Hvassa- leitis, — en með þeirri staðsetn- ingu mæli góðar aðliggjandi að- alumferðaræðar, hæfileg fjar- lægð frá gamla miðbænum og nálæg þéttbýl íbúðarhverfi, sem muni tryggja uppbyggingu nýja miðb'æjarins á tiltölulega skömm um tíma. Heildaráætlun im gatnagerð í Reykjavík. Samfara skipulagi borgarinnar og í kjölfar hinna miklu hita- veituframkvæmda verður á næsta áratug gengið frá mal- bikun eða steypu og gangstétta- lagningu allra gatna í Reykja- vík, — bæði gatna, sem nú eru til og liggja samkvæmt skipu- lagi og einnig hinna nýju gatna, sem lagðar verða á tímabilinu til ársins 1970. Fjárþörfin til að framkvæma þessa áætlun nem- ur samtals 909 millj. kr. Er gert ráð fyrir, að veita megi úr borg- arsjóði 675 millj. kr. á tímabil- inu án þess að útsvarsbyrði auk- ist, þannig að núverandi fram- lag til þessara framkvæmda, sem er 41,5 millj. kr. hækki um sem næst 5 millj. kr. á ári upp í 90 millj. kr. árið 1972. Miðað við 6% árlegri hækkun á heildar- tekjum borgarsjóðs, þá er gatna og holræsakostnaður 1972 14,9% af heildartekjum borgarsjóðs í stað 12,3% á yfirstandandi ári. Er ljóst, að borgarsjóðux þarf ekki að vanrækja önnur verk- efni, svo sem skóla-, sjúkrahús- og barnaheimilisbyggingar, þótt aukinn hundraðshluti af tekjum borgarsjóðs verði að þessu leyti lagður í gatnagerð. Bygging Borgarsjúkrahússins stærsta átakið. Til þess að vernda líf og heilsu borgarbúa kvað borgarstjóri byggingu Borgarsjúkrahússins í Fossvogi nú stærsta átakið. I byrjun s.l. árs hefði í borgar- stjórh verið samþykbt með at- kvæðum allra borgarfulltrúa á- ætlun um byggingarframkvæmd- ir og fjáröflun til þeirra. Þeim áætlunum hefði verið fylgt og sjúkrahúsið því tekið í notkun um áramótin 1964—1965 hið síðasta. Starfsemi Heilsuverndar stöðvarinnar og heilbrigðiseftir- litsins hefði verið aukin á liðnu kjörtímabili. en á þeim vettvangi væri unnið mikilvægt verk i kyrrþey, svo að fullyrða megi, að þessum málum sé óvíða betur fyrir komið en hér í Reykjavík. T'-austur grundvöllur. Loks kvaðst borgarstjóri hafa drepið á nokkra þætti borgar- mála, en aðrir borgarfulltrúar meirihlutans mundu fylla þá mynd. Af þessu stutta yfirliti mætti þó sjá að margvíslegum verkefnum hefði verið sinnt. Því væri nauðsynlegt, að stjómkerfi borgarinnar sjálfrar sé í eðlilegu samræmi við þau verkefni, sem leysa þurfi. Farið hafi Verið inn á þá braut að sameina undir einni stjórn málaflokka, sem áð- ur hafi heyrt undir fleiri aðila. En með þessu hafi skapazt meiri festa og aukin hagkvæmni í rekstri. I vaxandi borg verði ávallt mörg verkefni sem leysa þurfi, og ný og ný myndast í samræmi við auknar kröfur fólksins og bættan efna'hag. Sjálfstæðisflökk urinn vill leysa þessi verkefni með það meginsjónarmið fyrir augum, að borgarstjóm og borg- arfélag sé til fyrir borgarana, en ekki þeir fyrir það, — að borg- arbúum verði veitt svigrúm til að byggja þessa borg mað þeim glæsibrag, sem hingað til. Sérstök ástæða væri til að þakka Gunnari Thoroddsen, fyrr verandi borgarstjóra og núv. fjár málaráðherra, 24 ára störf borg- arfulltrúa og 13 ára störf borg- arstjóra nú í lok þessa kjörtíma- bils. Honum bæri fyrst og fremst að þakka þá hagstæðu þróun borgarmála, sem raun ber vitni um, en sú þróun verður traust- ur grundvöllur áframhaldandi stórframkvæmda borgarbúum til heilla. Þá er sigurinn vis. Andstæðingar okkar Sjálf- stæðismanna reka nú einkenni- legan áróður, sagði borgarstjór- inn. Þeir hafa fyrirfram lýst sigri Sjálfstæðismanna en eigin ósigri. Þeir reyna að telja Reyk- víkingum trú um, að meirihluti Sjálfstæðisflokksins sé öruggur og þess vegna sé óþarfi að kjósa hann. En meirihluti Sjálfstæðis- flokksins er ekki ömggur, fyrr en borgararnir sjálfir gera hann að veruleika; hann er ekki or- uggari en svo, að flokkinn skorti nær 2400 atkvæði við siðustu almennu kosningar í borginni til að vera í meirihluta. Hver er framtíð Reykjavikur Þórir Kr. Þórðarson, síðari ræðu- maður Sjálfstæðisflokksins í um- ræðunum, varpaði fram þeirri spurningu. hver væri framtíð- Reykjavíkur. Það ætti að vera okkur öllum umhugsunarefni, að það er undir okkur sjálfum kom- ið, að framtíð Reykjavíkurborg- ar einkennist af sama starfs- þróttinum, sama iðandi lífinu og dagurinn í dag. Það er styrk og stefnuföst stjórn borgarmála, sem hefur skapað þann ramma utan um líf borgaranna sjálfra, sem við njótum öll góðs af. Skoð un sín væri, að það sé hag okk- " ar allra fyrir v beztu, að sami borgarstjórinn, Geir Hallgríms- son, fari áfram I með stjórn borg arinnar næsta kjörtímabil. Við þurfum ekki að- eins að halda því sem náðst hef- ur: fallegri borg, sem býr borg- urunum hentug starfsskilyrði; við þurfum að takast á við mörg vandamál, sem enn bíða óleyst af eðlilegum ástæðum og leysa önnur, sem á hverjum tíma verða til. Með fullri einurð kvaðst ræðu maður benda samborgurum sín- um á þau verk, sem unnin hafa verið, og bað þá hyggja að, hvört ekki hafi verið vel að verki staðið, og hvort ekki útlit sé fyrir, að áfram verði haldið á sömu braut um lausn hinna fjöl- þættu verkefna vaxandi borgar undir stjórn hins dugmikla borg- arstjóra, ef honum verður falið umboð til þess. Hver borgari er ábyrgur Okkur dreymir um það öll að skapa hér svo fullkomið þjóðfé- lag, sem framast er unnt. Hugar- sýn hins fullkomna þjóðfélags, þar sem menn gætu lifað saman óhultir og hamingjusamir, hefur sifelít vakað í vitund manna frá upplhafi vega. Aldrei verður markinu náð til fulis hér á þess- ari jörð, en sífellt skal að þvi stefnt. öll eigum við þátt í því að gera borgarfélag okkar svo úr garði, að hér megi dafna Og blómgast fjölskrúðugt athafna líf Og menningarlíf. Við verðum öll að leggja á eitt um það að búa hinni uppvaxandi kynslóð hin beztu þroskaskilyrði og er hver borgari ábyrgur um þessi mál. Honum ber að stuðla að þeim í daglegri umgengni sinni Og í daglegu starfi sínu og lifs- háttum. Og á kjördegi er hver borgari ábyrgur um það lóð, sem hann leggur á metaskálarnar með atkvæði sínu. Að köma á kjörstað og greiða atkvæði eftir beztu sannfæringu er borgaraleg skylda hvers þess, sem nýtur at- kvæðisréttar, sagði Þórir Kr, ■ Þórðarson. Eg vil vekja athygli á því, að undir stjórn meirihluta Sjálfstæðisflokksins höfum við búið við frjálsa stjórnarháttu, hófsemd og hagsýni samfara þeim stórhug. sem einkennir t. d, byggingar skólaihúsa og hitaveitu framkvæmdir. Höfðar til þátttöku unglinganna Því meir sem borgin stækkar —- og vöxtur hennar gengur furðuverki næst — að því sama skapi stækka úrlausnarefnin og þeim fjölgar. Mér koma í hug börnin og unglingarnir. Okkar þjóðfélag í dag er svo nýtt, opið og byltingagjarnt, að unglingarn- ir finna til þess, að umhverfið kallar á þá og höfðar til þátttöku þeirra. Unglingurinn spyr um það, til hvers þurfi að læra þetta Og hitt, Hann spyr um gildi og tilgang. öllum kennurum er ljóst, að þeir kennsluhæftir, sem við búum við, fullnægja ekki lengur timant kröfum. Kennslan þarf að vera lífrænni; hún þarf að höfða meir til einstaklingsbundins skilning* nemandans, og miðast við það að efla sjálfstæða hugsun og starfsgetu nemandans. Auðlegð landsins er fólgin I hinni upprennandi kynslóð og þeim peningum er vel varið, sem notaðir eru í þágu hennar. Hér þarf ríki og bær að gera samein. að átak til að bæta kennara. menntunina og búa barna- og unglingakennurum þau launa. kjör, að þeir fái beitt sér við hið þýðingarmikla hlutverk sitt að undirbúa unglinginn undir það að ganga til starfs í þjóðfélagiriu. Kvað ræðumaður sér ljóst, að fullur hugur væri á þvi að ráða fram úr þessum málum, en hér þurfi að halda áfram enn lengra og beita nýjum hugmyndum við þessi vandamál. Hjá okkur séu vandamál á sviði æskulýðs og skólamála mjög svipuð því sem gerist hjá nágrannaþjóðunum á Nörðurlöndum. En við höfum það fram yfir að geta spyrnt við fotum, áður en Reykjavík verður sú stórborg, sem hún er óðum að verða. og hindrað það að hér myndist stórbrotin vanda- mál. Utvarps- uiriræður í kvöld Útvarpsumræðumar í kvöM hefjast kl. 20. Ræðumenn Sjálf- stæðisflokiksins verða þá þessir: Gunnar Thoroddisen, fjármála- ráðherna, frú Auður Auðuns, forseti borgarstjórnar, Gísli Hall dórsson, arkitekt, Birgir ísL Gunnarsson, lögifræðingur og Geir Hallgrímsson, borgarstjóri. Talaðar verða þrjár umferðir, 20, 10 og 10 mínútur, og verður röð flökkanna þessi: Framsóknar flokkur, Alþýðuflokkur, Alþýðu- bandalag, Þjóðvamarflokkur, ó« háðir bindindismenn og Sjálf. s tæðisflokkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.