Morgunblaðið - 23.05.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.05.1962, Blaðsíða 15
1*4' w— Miðvikudagur 23. maí 1962 MORGVNBLAÐIÐ 15 Guðmundur Vigfússon kemur heim frá Moskvu. Dómarinn og línu- vöröurinn deildu — og leikur Fram og Vals var stöðvaður FRAM og VALUR mættust í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í gærkvöldi. Leikurinn varð sögulegur mjög, því er stundar- fjórðungur var af síðari hálf- Ieik hætti dómarinn Haukur Óskarsson leiknum og liðsmenn hurfu til búningsklefa. Ástæð- an var deila milli dómarans og línuvarðarins annars, Baldurs Þórðarsonar. Upphófst sú deila í leikhléi og varð til þess að línu vörðurinn hætti störfum. Dómarinn bað formann Dóm- arafélagsins um að útvega ann- <an línuvörð og ákrvað 20 min. frest til að svo yrði. Á réttum tíma hófst leikur aftur, en þá aðeins með einum línuverði. Stundarfjórðungur leið og nýr maður kom ekki til starfa á lín unni. Þá hætti dómarinn leikn- um. Valur náði í byrju-n góðum tökum á leiknum og skoraði 2 fyrstu mörkin. Fyrir hlé minnk aði Fram bilið í 2—1. í síðari hálfleik var sem nýtt Framlið B]ó5a Beykvlkirigum alræmdan Moskvuþjón SVO sem kunnugt er, var Guðmundur Vigfússon sendur á flokksþing rússneska Komm únistaflokksins á sl. hausti. Þar bar hann Krúsjeff og öðr- um leiðtogum heimskommún- ismans þakkir frá „félögum“ þeirra hér heima og lofaði að herða baráttuna fyrir „mál- stað sósíalismans.“ Og einmitt í þeirri andrá, sem Guðmundur var að þakka framlag hinnar kommúnísku heimsvaldastefnu til „trygg- ingar friði og öryggi" í heim- inum var Krúsjeff að sprengja ógurlegustu helsprengju, sem nokkru sinni hefur verið sprengd í heiminum og aðra, sem stofnað gat í hættu öllum fiskistofni íslendinga og þar með afkomumöguleikum þíóð arinnar. Það er því einkennandi fyrir það örvæntingar- og upplausn arástand, sem nú ríkir í Komm únistaflokknum, að hann skuli nú ekki geta boðið Reykvik- ingum neitt betra til að kjósa i borgarstjóm en einmitt þann mann, sem á sl. ári varð allra Moskvukommúnista alræmd- astur fyrir undirlægjúhátt og þjónkun við Kremlvaldið. Gott grín TÍMINN f gær virðist hera kvíðboga fyrir því, að þjóð- arbúið fái ekki staðið undir þeim kauphækkunum, sem nú er verið að semja um. Ger ir blaðið því síðan skóna, að ríkisstjórnin muni hyggja á gengisfellingu. Morgunblað- ið getur huggað Tímann með því, að viðreisnin hefur geng- ið svo vel, að ekki eru horf- . ur á nýrri gengisfellingu, einfaldlega vegna þess að ís- lenzka krónan er nú orðinn jafngóður gjaldmiðill og mynt annarra þjóða. En rúsínan í pylsuendanum hljóðaði á þessa leið: 1 „Afstýrið nýrri gengislækk nn með því að kjósa Fram- sóknarflokkinn." Tekinn á Akureyri fyrir ávísanaföisun og þjófnað Með sanni má segja, að þetta hafi verið grín dagsins ef ekki ársins, því að allir menn vita að enginn íslenzk- ur stjórnmálaflokkur hefur staðið að jafnmörgum gengis fellingum og Framsóknar- flokkurinn og helzt ekki átt annað áhugamái en að fella gengið með löggjöf, þegar hann hefur verið í stjórnar- aðstöðu en skemmdarverk- um, þegar hann hefur verið í stjórnarandstöðu. t GÆBKVÖLDI kom með flug- vél til Reykjavíkur maður, sem lögreglan í Reykjavík hafði beð- ið um að tekinn yrði fastur á Akureyri og sendur suður. Hafði hann í vetur verið tekinn fyrir ávísanafals og svik, en þegar átti að taka málið fyrir dóm, var hann stunginn af norður. Einnig var hann um sama leyti kærð- ur fyrir þjófnað á 17—18 þús. kr. Hann situr nú í gæzluvarð- haldi. Fréttaritari blaðsins á Akur- eyri símaði í gær eftirfarandi frétt af þessu: Sl. mánudag var lögreglan á Akureyri beðin þess af lögregl- unni í Reykjavik, að athuga, hvort maður nokkur væri kom- inn til Akureyrar, en hann var grunaður um að hafa gefið út falskar ávísanir í Reykjavík. Akureyrarlögreglan gerði leit, og fann hann, er hann var að leggja af stað til Húsavíkur. Við eftirgrennslan kom í Ijós, að hann hafði selt Flugfélagi fs- lands, í Reykjavík, 2000 kr. ávís- un. til greiðslu á fargjaldi fyrir sig og félaga sinn. Einnig hafði hann selt Hótel KEA á Akureyri ávísun að upp- hæð 500 kr., en engin innistæða var fyrir þessum ávisunum. Mál mannsins var tekið fyrir á Akureyri 1 dag, og var hann síðan sendur suður. — Stefán. kæmi á völlinn og er leiknum var hætt stóð 4—2 fyrir fram. Fram hafði nær óumdeilanlega náð undirtökum í leiknum. Ástæða deilunnar milli línu- varðar og dómara var sú að línuvörðurinn veifaði veifu sinni í fyrri hálfleik án þess dómar- inn tæki tillit til þess. Er til leik hlés kom ræddu þeir málið og voru á öndverðum meið. Afleið- ing varð sem fyrr segir — línu- vörðurinn hætti störfum. Þetta er einstakt mál í kapp- leikjum hér og skal ósagt látiö 'hver úrslit verða. Geta má þess svo, að dómari er samkv. knattspyrnulögum einráður á leikvelli. Honum ber ek'ki skylda til að hlýða veifu línuvarðar. Línuvörður er að- stoðarmaður sem gefur dómara vísbendingu um hvað er að ger- •ast, dómarinn verður að meta hvað gera skal í hverju tilfelli. 2—3000 áhorfendur munu hafa verið að leiknum. Óánægja varð mikil með leikstöðvunina. En dómarinn benti á við blaða- menn, að hefði kritiskt atriði komið upp hefði bæði liðin get- að kært leikinn og fengið hann ógiltan. Þvi hefði tilgangslaust verið að halda leiknum áfram. — Fjölskyldan Framh. af bls. 16. bíllinn út af vinstra megin, þar sem vegarbrúnin er 12—15 m. há. Hlýtur bíllinn að hafa farið 3—4 veltur, en hann stanzaði á hjólunum við hitaveitustokkinn, sem þarna liggur Fólk, sem kom að í bílnum M 310 veitti bílnum athygli, þó hann lægi langt utan við veg' inn. Bamavagn og kerra lágu þá á víð og dreif um brekkuna, en bömin og maðurinn voru kringum bílinn. Börnin virtust lítið meidd, en hann hafði fengið höfuðhögg. Konan gat sig lítið hreyft, en var málhress. Borgþór Þórhallsson, lögreglu- þjónn, sem fór uppeftir, sagði í gærkvöldi eftir að hafa séð all- ar aðstæður og útganginn á bíln- um, að hann teldi hreinasta kraftaverk að þarna skyldi ekki hafa orðið stórkostlegt slys og að fólkið skyldi yfirleitt vera lif- andi. 7 hvalir veiddir í FYRRINÓTT og í gær veiddu hvalskipin alls 7 hvali og voru í gær á leið með þá inn í Hval- stöðina. Er þetta góð byrjun á hvalvertíð. Fischer vann Tal CURACAO, 21. mai: — Biðskák Bobby Fisehers og Mikhail Tals úr 11. umferð lauk með sigri Fischers. Hefur Fiseher með þeim sigri bætt mjög aðstöðu sína á mótinu. Staðan eftir 12 umferðir er þessi: 1. Geller 7% v., 2.—4. Petrosjan, Keres og Kort$noj 7 vinn. hver, 5. Fisdher 6% v., 6. Benkö 5% v., 7. Filio 4 v. og 8. Tal 3% v Austanveðrátta var á landinu í gær. Á Austurlandi var sums staðar dálítil siydda og kalsaveður á annesjum. Skúr ir leiddi vestur um sunnan- vert landið og náðu til Reykjaví'kur, en veður var milt og gott, 13° hiti á Hæli í Hreppum. Við Breiðafjörð var léttskýjað. Lægðardragið fyrir sunn- an landið hreyfðist lítt úr stað, en loftvog steig yfir sunnanverðu Grænlandi. Sigfús Guðmunds- son lézt í París AÐFARANÓTT mánudags lézt Sigfús Guðimundsson úr heilablóðfalli í París, 41 árs að aldri. Sigfús var sonur Guð- mundar Ágústssonar frá Birt- ingaholti og Ragnheiðar Thor- arensen. Hann hafði starfað hjá flugfélaginu TWA í París síðan sl. haust og var þar með konu sína, Sigrúnu Björgúlfs- dóttur og 3 börn. Áður en Sig- fús fór utan var hann stöðvar stjóri TWA á Keflavíkurílug- velli, en síðan í 3 ár stöðvar- stjóri félagsins í Thailandi, áð ur en hann fluttist til Parísar. AfA !S hnútor / SV SOhnútor X Snjókomo f 06 i V Skúrir K Þrumur ’W&S, KuUoikil Hih*M H Hmt | L... L vLX — Sparifjáraukning Framh. af bls. 16. áfanga að ræða. Á þeim tlma, «r verzt gekk með stjórn efna- hagsmála í landinu, var svo komið, að flestir höfðu misst trúna á gjaldmiðli þjóðarinnar, og sagði það til sín í hægfara aukningu á sparifé. Til frekari skýringar á því, hv« mjög breytti til batnaðar, eftir ráðstafanirnar 1960, má nefna, að í ársbyrjun 1959 var sparifé lun 1590 milljónir króna. og jókst á því ári upp í um 1828 milljónir, þ. e. um rúmar 200 milljónir. Frá aramótum 1960 og fram til marzloka varð mjög lítil breyt- ing, og sparifé var þann tíma rétt rúmar 1800 milljónir. í apríl, það ár, fer sparifé hins vegar að aukast verulega, og í árslok nemur aukningin um 380 milljónum, og er þá um 2200 milljónir. Ári síðar, eða um síð- ustu áramót, er sparfé orðið 2752,2 milljónir. Á fyrstu 4 mánuðum þessa árs eykst sparifé enn um tæpar 169 milljónir. Þessi þróun bendir til skynsam legri stjórnar peningamála, en verið hafði um margra ára skeið á undan. Þær ráðstafanir sem gerðar voru í peningamálum, er viðreisnin hófst, þ. á. m. Vaxta- hækkun, voru aðeins einn liður í víðtækum ráðstöfunum til þess að koma á jafnvægi í einum þýð- ingarmesta þætti þjóðlífsins, efnahagsmálum. Þessari viðleitni hefur verið haldið áifram, og eins og annars staðar, þar sem skyn- samleg stefna er viðhöfð, þá hef- ur árangurinn orðið góður. Þess nefur verið getið, í skýrsl um þeim, sem birtar eru um þró- un peningamála, í Fjármálatíð- indum, tíznariti hagfræðideildar Landsbankans, að þróunin, und- anfarin tvö ár, hafi verið mun hagstæðari, en á árunum á und-. an. Þótt hér hafi aðeins verið drepið á aukningu sparifjár, þá hefur einnig verið um að ræða merka áfanga á öðrum sviðum peningamála. öll þessi atriði sýna, að við- reisnin hefur gengið enn betur, en jafnvel bjartsýnustu menn hefðu vonað, og það þrátt fyrir verðfall á afurðum okkar á ár- inu 1960, og verkföll og umbrot í launamálum síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.