Morgunblaðið - 23.05.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.05.1962, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 23. maí 1962 MORCVNBLAÐIÐ 3 Vlastimil Stochl gengur siðustu skrefin á íslenzkri jörð, er hann gengur að flugvélinni, álútur og hljóður. Við hlið hans (t.h.) er Óskar ólason, lögregluvarðstjóri. Sendiráðsbíll kom í humátt á eftir Stochl — sem gekk álútur að flugvélinni TEKKINN Vlastimil Stochl, sem vísað var úr landi eftir að hann reyndi að múta ís- lenzkum flugmanni til að stunda njósnir á Keflavíkur- flugvelU, fór flugleiðis utan í gærmorgun. Fór hann með Viscountvél Flugfélagsins til Kaupmannahafnar kl. 8.00 f.h. Starfsmaður útlendingaeft- irlitsins gætti hans í herbergi nr. 404 í Hótel Borg í fyrri- nótt, eða frá því að Stocihl var tilkynnt, að hann væri brottrækur gerður. Laust fyr- ir kl. 8, þegar farþegar voru tilbúnii að stíga út í flugvél- ina, kom leigubíll með Stochl Og fylgdu honum starfsmaður útlendingaeftirlitsins svo og lögreglumaður. Bíllinn ók ekki hina venju- legu leið út að Flugfélagi fs- lands, 'heldur ók hann aS vell- inum flugturnsmegin Og síð- an umhverfis völlinn og kom ,,bakdyramegin“ að flugaf- greiðslunni Og staðnæmdist framan við flugvélina. Svört Volga-bifreið úr tékkneska sendiráðinu ók í humátt á eftir leigubílnum og stanzaði kippkorn aftan við hann, þeg- ar komið var að flugvélinni. Einn maður var í sendiráðs- bílnum, hann steig ekki út, en fylgdist með því, sem fram fór. Þegar leigubíllinn nam stað ar stigu allir mennirnir út og gekk rannsóknarlögreglumað- urinn við hlið Tékkans að flugvélinni. Litu þeir hvOrki til hægri né vinstri og fór þeim ekkert í millL Starfs- menn Flugfélagsins og nokkr- ir aðrir, sem komu út á völl fyrir forvitni, stóðu álengdar. Tékkinn bar úttroðna hand- tösku, en annar farangur hans hafði verið sendur út á flug- völl fyrr um mörguninn. Við landganginn staðnæmd- ist rannsóknarlögreglumaður- inn og Stoahl gekk léttilega upp í flugvélina. í miðjum landgangnum leit hann til hliðar, brosi brá fyrir ó and- litinu og hann sagði ,,Bless“, en hljóp siðan upp síðustu þrepin. Ekki tóku nærstaddir undir kveðju Tékkans. Honum var vísað til sætis í fremstu sætaröð í farþega- klefanum og því næst voru farþegarnir kvaddir um borð. Þeir fylltu ekki flugvélina svo að enginn settist við hlið Tékkans. Andartaki síðar rann flugvélin úr hlaði. Um leið og Tékkinn hvarf 'inn í flugvélina þustu blaða- ljósmyndarar i áttina að tékkneska sendiráðsbílnum. Steig ökumaðurinn benzínið samstundis í botn og bíllinn þaut í brott eins og byssu- brandur. Ljósmyndarinn, sem fyrstur fór, sagði, að öku- maðurinn hefði dregið hatt- barðið niður um leið og hann renndi úr hlaði — greinilega til þess að forðast ljósmynd- arana. Einum Ijósmyndaranna þótti þetta sárt. Hafði hann bíl við hendina Og hugðist veita sendiráðsmanninum eft- irför — Og sást til þeirra þar sem þeir óku „í loftinu" inn í bæinn. Síðar í gær hitti fréttamað- ur Mbl. Sigurð Ólafsson, flugmann, að máli. Hann á nú í miklum erfiðleikum þar eð hann hefur sett aleigu sína og meira til í þessa flugvél ög byggði afkomu sína og fjölskyldunnar á rekstri vél- arinnar. — Eg keypti þessa flugvél á sínum tíma fró Tékkóslóvak- íu vegna þess að þá var ekki unnt að fá innflutningsleyfi fyrir flugvél frá Bandaríkjun- um. Reynzlan hefur orðið mér dýrkeypt. >að er betra að eiga enga flugvél en tékk- neska. Það hefur kostað ærna fyrirhöfn að fá smá varahluti, jafnvel kerti í hreyflana hafa Framhald á bls. 14. .. i "■V4, Sigurður Ólafsson með blýantinn fræga, sem nú er í vörzlu yfirsakadómara. Sigurður dregur stautinn, sem vefja átti pappírsörkina um, til hálfs út úr blýantinum. STAK8TEIHAR Síðasta vígið Hafnarfjörður hefur undanfar ið verið talinn síðasta vígi Al- þýðuflokksins á íslandi. í bæjar stjórnarkosningunum árið 1954 tókst þó þannig til, að Alþýðu- flokkurinn missti meirihluta sinn í bæjarstjúrn Hafnarf jarðar. í síðustu bæjarstjórnarkosning- um gerðist það svo, að Sjálf- stæðisflokkurinn fékk fleiri at- kvæði í bænum en Aiþýðuflokk- urinn. Hafði það ekki gerzt við bæjarstjórnarkosningar i rúm þrjátíu ár. Öllum fregnum úr Hafnarfirði nú ber saman um það, að Al- þýðuflokkurinn sé þar á hröðu undanhaldi. Allir hinir gömlu leiðtogar hans eru horfnir úr efstu sætum framboðslistans, en í staðinn eru komnir menn, sem hvorki njóta trausts né vinsælda. Andúð Hafnfirðinga á samstarfi Alþýðuflokksins við kommúnista fer sívaxandi. Bæjarbúar gera sér einnig ljóst, að þetta sam- starf hefur leitt yfir bæjarfélag ið sukk og óreiðu. Hver getur treyst Alþýðuflokknum? Forystumenn Alþýðuflokksins í Hafnarfirði hafa lýst því yfir fyrir þessar kosningar, að þeir muni halda áfram að vinna með kommúnistum í bæjarmálum, ef þeir hafi fylgi til þess eftir kosn ingar. Á ísafirði býðúr Alþýðu- flokkurinn fram sameig- inlegan framboðslista með komm únistum og Framsókn. Þar hefur vinstra samstarfið meðal annars borið þann árangur sl. kjörtíma bil, að íþróttafólkið í bænum kemst ekki í bað, neraa að taka sjálft ábyrgð á greiðslu fyrir það! Þannig er þá búið að æsk- unni undir vinstri stjórn á fsa- firði! Það sætir vissulega engri furðu, þótt mörgum finnist lítið traust setjandi á AJþýðuflokk- inn í baráttunni gegn hinum al- þjóðlega kommúnisma á fslandi. Alþýðu flokksmenn hafa nána samvinnu við kommúnista þar sem þeim þykir það henta sér. Svo er „Hannes á Horninn“ látinn halda því fram, að eigin- Iega sé Alþýðuflokknum einum treystandi til þess að lúskra á kommúnistum. Heyr á endemi! „Himnastiginn“ Tíminn skýrir frá því fyrir skömmu, að árið 1946 hafi Sjálf stæðismenn á fsafirði gefið út bæjarmálastefnuskrá, þar sem gefin voru fyrirheit um margvis- legar framkvæmdir og umbætur í bænum. Segir Tíminn jafn- framt frá því, að Alþýðuflokks- menn hafi kallað þessa bæjar- malastefnuskrá Sjálfstæðismanna „himnastigann“. Svo fráleitar fundust Alþýðu- flokksmönnum þær almennu um bætur, sem Sjálfstæðismenn hugðust beita sér fyrir á fsa- firði, að þeir gátu ekki hugsað sér, að ísfirðingar yrðu þeirra aðnjótandi, fyrr en í öðru lífi! Niðurstaðan varð þó sú, að kjósendur á ísafirði tóku himna stig'a Sjálfstæðismanna fram yf ir hina steinrunnu kyrrstöðu- stjórn Alþýðuflokksins. Alþý ðuf lokksmenn í Reykja- vík reyna nú að læða því inn, að þeir séu í mikilli sókn í borginni og séu jafnvel Iíklegir til að fá kosna þrjá menn í borgarstjóm. Sá tími er löngu liðinn er Al- þýðuflokkurinn var forystuflokk ur í bæjarstjórn Reykjavíkur. En Reykvíkingar misstu traust á honum eins og margir aðrir. Samvinna Alþýðuflokksins vSf kommúnista í Hafnarfirði og á ísafirði er vissulega síður « svo vísbending til Reykvíkinga um það, að þeim beri að auka fylgi hans í borg sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.