Morgunblaðið - 15.08.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.08.1965, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunnutfagur JS. ágúst 1965 Héðinn sió Samtal við Kjartan Thors framkvæmdastj. @111 IV. Ég spurði um uppeldið á heimilinu. Kjartan Thors sagði, að það hefði verið mjög frjálslegt — „hvort sem það var af því að pabbi hafði nóg- um öðrum störfum að sinna en aga tólf börn eða vegna þess hann áleit frjálsræði auka sjálfstraust barnanna. Þó kom fyrir að hann rétti okkur smálöðrung, en þá gekk mamma á milli. Pabbi gat ver- ið bráður, enda var hann oft þreyttur, þegar hann kom heim eftir erilsaman dag. En kinnhestar hans voru aðeins létt áminning án eftirkasta. Pabbi var sérstaklega leik- inn hugareikningsmaður, svo ég tel með eindæmum, hve fljótur hann var að reikna. Umboðsmaður hans í Kaup- mannahöfn, Hendriksen, for- stjóri Dines Petersens & Co. (Hendriksen varð síðar leið- togi danska íhaldsflokksins og formaður hans í mörg ár) fór eitt sinn með honum í timbur- kaupaferð ’til Svíþjóðar, og sagði okkur síðar að pabbi hefði algerlega gengið fram af sænsku timburkaupmönn- unum sem voru með alls kon- ar reiknitæki til að breyta standard í fet eða hvað það nú heitir, en pabbi var alltaf bú- inn að leysa dæmin í hugan- um, áður en þeir komust að niðurstöðu. Þessa gáfu föður okkar erfði Ólafur mest okkar systkina. Hann var mjög góð- ur stærðfræðingur; hann hafði betri tækifæri til að læra reikning en pabbi svo ég veit ekki hvort hann hefur staðið honum fyllilega á sporði í þess um efnum. Þó pabbi hafi ávallt talað íslenzku og hugs- að á því máli, fór hann með allar tölur á dönsku. Það held ég sé eina danskan sem ég heyrði af hans munni. Allt annað hjá honum var upp á íslenzku. Líklega hefur hann strax í barnaskóla í Dan- mörk skarað fram úr í stærð- fræði, og því hefur honum ver ið tamara að reikna upp á dönsku en ella hefði orðið.“ „Ég er fæddur í Borgarnesi", hélt Kjartan Thors áfram, „en fór þaðan fjögurra ára gamall til Akraness, þar sem við bjuggum fimm ár. Þar setti pabbi fyrst upp sína eigin verzlun með vörur af öllu tagi, og hafði mikla bænda- verzlun; meðal annars keypti hann fé á fæti á haustin og seldi til Englands. En þessi verzlun varð honum að fálli. Hann keypti fé of seldi Zöeíiner, dönskum stónkaup- manni í Bretlandi, síðar um- boðsmanni Sambands ísl. Sam vinnufélaga. Féð átti að senda til Englands on ákveðið að ZöeHner léti sækja það og flytja utan. Tíminn leið og skipið kom ekki. En haustið kom með sín hret, og féð hraktist og var illa farið, þeg- ar því vac afskipað í vetrar- byrjun. Og þegar það kom til Englands, var það bæði horað og illa til reika, og seldist á mjög lágu verði. Það reið oabba að fullu, hann varð gjaldþrota. Þetta var 1B98. En — síðar þegar úr rættist fyrir honum borgaði hann hverjum manni að fullu bað sem hann skuldaði honum. Ég man að vísu ekki eftir bessu áfalli. En síðar, þe?ar við komum til Hafnarfjarðar Og fátæktin setti enn mark sitt á heimilið, er mér það í barns- minni hve glaðværðin setti of- an. Þó var framkoma foreldra okkar við börnin ætíð hin sama, svo við yrðum sem minnst vör við erfiðleikana. Móðir mín hafði einstætt jafn aðargeð, hún var sterk kona. Enginn vafi er á að hún hefur verið pabba ómetanleg stoð. Hún gætti þess ávallt að breiða yfir kvíða sinn, hún var stillt kona. Pabbi var ör- ari í skapi. Hann fylgdist ekki síður með okkur krökkunum eftir því sem atvinna hans og umstang frekast leyfðu. Ég sé í ævisögunni, að hann hefur haft gaman af að gefa okkur auga. í Borgarnesi sem endra- nær var gestkvæmt á heimil- inu, margir komu og fengu kaffi eða mat, sumir gistu. Þegar ég var fjögurra ára, segir í ævisögunni, komu ein- hverju sinni margir gestir og fengu snaps. Þegar gestirnir voru farnir, vildi ég víst einn- ig njóta góðs af góðgætinu. Ég tók öll staupin, hellti dreggjunum í eitt þeirra og saup á. Þegar að mér var komið, varð mér að orði að þetta ætti vel við mig. Þegar ég hugsa um föður minn og umsvif hans, er ég ekki viss um að sjávarútveg- urinn og fisksölumálin hafi staðið hjarta hans næst. held- ur landbúnaðurinn. Landbún- aðaráhuginn sýndi sig strax í Borgarnesi. Þó hann hafi þá verið í annarra þjónustu, keypti hann tvær jarðir, og eignaðist á skömmum tíma um eða yfir 1000 fjár. Síðan lá landbúnaðurinn niðri hjá honum vegna anna í sjávar- útvegi og verzlun, eða þangað til hann keypti kotjörðina Korpúlsstaði og setti þar og á nærliggjandi jörðum upp kúabú, sem líklega var hið stærsta í landinu. Hann byggði myndarlega yfir kýr og fóður og köm upp fyrir- myndar mjólkurbúi Ég mán eftir því er danskir þingmenn komu í heiiftsókn, að þá sagði einn ráðherranna, Zahle að nafni, sem sjálfur var um- svifamikill jarðeigandi og landbúnaðarfrömuður í Dan- mörk, að „KorpúltfssPbúið væri nýtízkulegasta og full- komnasta mjólkurbú á Norð- urlöndum". Ég spurði nú hvers vegna Thor Jensen hefði orðið svona ríkur. Kjartan Thors svaraði, að hann hefði í senn verið kjarkmikill og áræðinn og haft trú á starf sitt. „Hann var með eindæmum hugsjónaríkur er óhætt að segja, og setti ávallt hvern eyri í nýjar framkvæmdir. Hann kynnti sér vandlegá alla framleiðsluhætti hér á landi og hætti. ekki fyrr en hann Kjartan Thors (Ljósm.: Ól. kunni tökin á hverju verki. Hann gafst aldrei upp. 1908 skall á heimskreppa, sem fór eyðandi eldi um Am- eríku og Evrópu. Það varð til þess að hér á landi skapaðist óskaplegt vandræðaástand og ógerlegt að selja útflutnings- framleiðsluna; svo ömurlegt var þetta ástand raunar, að segja má að það hafi verið gersamlega vonlaust að selja nokkra fiskbröndu á föstu verði. Þá neyddust menn til að senda fiskinn til markaðs- Síðari hluti landanna í úmboðssölu. Þetta hafði í för með sér mikið verð íall og er óhætt að segja, að íslenzkir fiskútflytjendur hafi aldrei beðið þess bætur. Þetta leiddi til þess að þeir stofn- uðu Sölusamband ísl. fisk- framleiðenda til að hatfa hem- il á verðlaginu. V. Þetta ár, eða 1908, fórum við Ólafur utan með norskri fjörutíu ára gamalli leka- byttu, og var ferðinni heitið til Spánar. Dallur þessi var að vísu 600 tonn að stærð, en handviss er ég um að ekki mundi hann nú vera álitinn sjófær, enda manndrápskolla. Þó gekk ferðin ágætlega. En vegna erfiðleika á að losa farminn í erlendum höfnum, vorum við lengur en ráðgert hafði verið. Við fórum til Spánar, Portúgals og Ítalíu og vorum þrjá mánuði í ferðinni. Minni tími nægði ekki til að fá umboðssala á viðkomandi stöðum. Að lokum heppnaðist að koma farminum öllum í land, en þá með miklu tapi. En fátt er svo með öllu illt, að ekki i>oði nokkuð gott. Áhyggjur okkar Ólafs voru ekki meiri en svo, að við K. M.). skemmtum okkur konunglega í hverri höfn, enda var þetta okkar fyrsta utanlandsferð. Fyrst komum við til Fugla- fjarðar 1 Færeyjum, gengum á fjöll, hlóðum vörður og lögðum í miða með eggjunar- orðum til Færeyinga í sjáltf- stæðisbaráttu þeirra. Við höfð um drukkið í okkur með móð- urmjólkinni að ísland ætti að vera sjálfstætt land og fá frelsi sitt að fullu úr hendi Dana. Og þá þótti okkur ekki síður eðlilegt, að Færeyingar fengju einnig frelsi. Faðir okkar var ófeiminn að láta í ljós hvar hann stóð í is- lenzkri sjálfstæðisbaráttu. — Hann hældi sér stundum af því að hafa átt þátt í að brjóta á bak aftur dönsku kaupmannaverzlunina. M é r fannst hann í raun og sann- leika alltaf vera íslendingur í húð og hár. Jæja. Síðan héld- um við ferðinni áfram til Troon í Skotlandi, sem þá var bær á stærð við Reykjavík; mérurðu eimvagnarnir minnis stæðir, svo og skipasmíða- stöðvar og stóru skozku hest- arnir; þá sigldum við til Spán ar, fórum inn í Vigofjörð á landamærum Portúgals og Spánar, og láum þar í viku, í felum, meðan reynt var að losna við hluta af farminum. Þar tókum við þátt í mikilli kirkjuhátíð: fólkið gekk fram- hjá í endalausri prósessju, með logandi kerti. Fyrir fylk- ingunni fóru katólskir prestar og báru stóra Kristmynd. Þeg- ar fylkingin gekk framhjá, krupu áhorfendur, allir nema við ólafur. Við vorum ís- lenzkir sveitadrengir á ferð 1 útlöndum og kaþólskar sið- venjur voru okkur framandi. Þá gekk til okkar Spánverji og gerði okkur skiljanlegt á bjagaðri ensku, að til þess væri ætlazt að við krypum á kné. Það gerðum • við með bljúgu hjarta. Þá urðu Spán- verjarnir ánægðir og engan skugga bar á athöfnina. Nú héldum við sem leið liggur til Lissabon og vorum þar í fjóra daga. Þá lá kon- ungur landsins á líkbörunum, hafði verið myrtur. Við auð- vitað þangað og horfðum á hann — það var konungleg sjón. Loks fórum við til Barcelona og lágum þar nokkra daga — og þaðan til Genúa. Þegar við svo komum heim aftur vorum við orðnir sigldir. Þremur árum síðar, eða 1911 fórum við í næstu utan- landsferð okkar. Hún var hugsuð sem eins konar verð- laun fyrir stúdentsprófin —■ sem við þó tókum ekki það ár, eiins og ég sagði þér. Við fórum með Nóru. Samfarþegar o ar voru Thorberg, símstjóri, og danskur apótekari hér f Reykjavík, Winter að nafni, ávaillit kallaður „dien lange Winter" Hann var af þekkcri skáldaætt í Danmörk. Ferð- inni var heitið til Noregs; fyrst komum við til Bergen. Thorberg lagði áherzlu á, að við byggjum á hótel Norge, sem var dýrasta hótelið í bæn um. Það þótti okkur auðvitað góð uppástunga. Winter var í fyrstu á móti henni, en daginn eftir sagði hann „Ég sé ekki eftir að gista á hótel Norge. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef fengið nógu langt rúm til að sofa í.“. Við ólafur fluttumst síðar til danskrar 'ekkju, Mowinkel að nafni, sem rak gistihús 1 borginni, prýðiskona í alla staði. Við vorum lengi í Berg- en og fórum víða um Noreg, meðal annars til Þrándheims og Oslóar, þar sem við hittum Jónas Guðlaugsson skáld, og höfðum mikla ánægju af sam- vistunum við hann. Hann hafði lítil sem engin auraráð, en hans góði vilji og póetíska fas bætti það upp. Hann var skemmtilegur félagi. Eitt atvik frá dvöl okkar í Bergen er mér .einkar minnis- stætt: Olsen, umboðsmaður pabba þar í borg, bauð okkur í brúðkaupsveizlu dóttur sinn- ar. Þar var margt gesta. Prest urinn flutti hjartnæma ræðu undir borðum, en næsti ræðu- maður kom öllum á óvart; það var Ólatfur. Hann kvaddi sér hljóðs, stóð upp og hélt ótfeiminn ræðu á norsku, sem mér þótti furðanlega góð. Og ég var ekki einn um það. Gest irnir tóku henni forkunnar- vel — og ekki sízt presturinn sem hældi þessum unga ís- lendingi á hvert reipi. Ræða hans hafði að bakhjalli sögu eftir BjörnssOn og var með skáldlegu ívafi, enda var ól- afur þá þegar vel lesinn í bók- %menntum og kúnni góð skil á skáldskap Norðurlandaþjóða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.