Morgunblaðið - 15.08.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.08.1965, Blaðsíða 16
te MORCUNBLADID Sunnudagur 15. ágúst 1965 (Jtgefandi: Framkvæmdas tj óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 1 lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. GÆÐI AFLANS J^unnugum mönnum hefur verið ljóst um nokkurt skeið, að gæðum fiskaflans sem hér berst á land, hefur hrakað nokkuð á undanförn- um árum. Er þetta að vonum mikið áhyggjuefni, þar sem markaðir fyrir ' .ienzkar sjáv- arafurðir hafa byggzt ekki sízt á því, að gæði íslenzkra ~ afurða hafa verið meiri en annarra þjóða. Ein meginástæðan fyrir versnandi gæðum fiskaflans er sú, að mjög hefur dregið úr veiðum á línu. Að sama skapi hafa netaveiðar aukizt. Til glöggvunar á gæðamis- mun línufisks og netafisks, má benda á, að um 95% línu- fisks og raunar einnig fisks, sem veiddur er í nót, fara í fyrsta flokk, en öðru máli gegnir um netafiskinn. Af honum fer einungis þriðjung- ur í fyrsta flokk A, annar þriðjungur fer í fyrsta flokk B, og þriðjungur fer í annan og þriðja flokk. Yfirleitt fer línufiskurinn og bezti neta- fiskurinn í frystingu og sölt- un en lélegri fiskurinn í skreið. Það liggur auðvitað í aúgum uppi, að ef gæði þess afla, sem á land berst, væri meiri en raun ber vitni um, j mundi verðmæti útfluttra sjávarafurða vera til muna meira en nú er, því að tölu- verður verðmunur er á fyrsta flokks fiski og þeim, sem í annan og þriðja flokk fara. Ástæðurnar fyrir þessum ▼ersnandi gæðum aflans eru auðvitað margar. M.a. þær, ' að méira aflast í net en á línu og minna umstang er við þær veiðar. Þá má einnig vera, að verðhlutföllin skipti hér oinhverju máli. En hverjar svo sem ástæðurnar eru og þær þarf að sjálfsögðu að finna og skýra, ber brýna nauðsyn til, að gerðar séu uauðsynlegíS’ ráðstafanir til þess að gæði þess aflamagns, sem á land berst, verði meiri. Við eigum góða sjómenn og fullkomin fiskiskip. Ef aðrar aðstæður eru fyrir hendi, er -hægt að leysa þetta mál. Mikilvægt er, að menn geri sér Ijóst, að markaðir okkar, sem únnir hafa verið með miklum dugnaði og erfiðleik- um, geta verið í alvarlegri hættu, ef gæðum vöru okkar hrakar til muna. Það má ekki vérða óg er þess að vænta, að þeir aðilar, sem hér eiga hlut að máli, taki höndum taman um að leysa þetta vahdamáL VIÐTÆKJA- VERZLUNIN í SUMARFRÍI F'yrir nokkru var vikið að 4 fyrirkomulagi innflutn- ings útvarpstækja hér í blað- inu, og bent á, að það fyrir- komulag, sem nú ríkir í þeim efnum væri með öllu óviðun- andi. Viðtækjaverzlun ríkis- ins hefur, svo sem kunnugt er, einkarétt á innflutningi útvarpstækja og varahluta til þeirra, og annarra slíkra tækja. En stofnun þessi hef- ur á síðustu árum farið inn á þá braut, að veita innflytj- endum einkafyrirtækja leyfi til þess að flytja inn þessi tæki, og tekið 30% gjald af þeim innflutningi. Leyfisveit ingar þessar virðast fara al- gerlega eftir duttlungum og geðþótta ráðamanna þessarar stofnunar, og ekki er vitað til þess, að lagaheimild sé fyrir því 30% gjaldi, sem Viðtækja verzlunin tekur af þessum innflutningi. Undanfarnar þrjár vikur hefur Viðtækjaverzlun ríkis- ins verið í sumarfríi, og hef- ur skrifs^tofan nú nýlega ver- ið opnuð að nýju að loknu þessu sumarfríi. Á þessu þriggja vikha tímabili hafa innflytjendur ekki getað fengið nein leyfi til innflutn- ings á útvarpstækjum eða varahlutum til þeirra, og ef t.d. útvarpstæki hafa bilað og varahlutir í þau hafa ekki ver ið til í verzlunum, hafa eig- endur þessara útvarpstækja orðið að láta sér lynda að bíða þangað til Viðtækja- verzlun ríkisins þóknaðist að koma úr sumarleyfi. Þetta háttalag þessarar ein- okunarstofnunar nær auðvit- að engri átt, en er hinsvegar glöggt dæmi um hvers konar framkomu einokunarfyrir- tæki leyfa sér að sýna í skipt- um við viðskiptavini og neyt- endur. Það hefur margoft verið bent á það hér í blað- inu, að fyrirkomulag á inn- flutningi útvarpstækja og annarra slíkra tækja er með öllu úrelt, og í hæsta máta ó- eðlilegt. Þess vegna er þess fastlega vænst, að gerðar verði nauðsynlegar ráðstafan- ir til þess að létta einokunar- hömlum af innflutningi þess- ara tækja, svo að verzlun með þau geti farið fratn á hdtlbrigðan og frjálsan hátt. Sumarfrí Viðtækj aver zlunar ríkisins er enn ein sönnun þess, að hér er um brýnt nauð synjamál að ræða. 1 HIMALAYAFJÖLLUM milli Kínaveldis og Indíalands, með smárikin Nepai og Bhutan sitt á hvora hönd, liggur lítið land, Sikkim, 7.000 ferkíló- metra að stærð, með 160.000 íbúa, fjöllótt land og erfitt yfirferðar, þar sem menn fara ferða sinnta oftast nær fót- gangandi eða á hestbaki. Þar ræður ríkjum Thondup Nam- gyal, fursti og hans ektafrú, ung bandarisk stúlka, tuttugu og fimm ára gömul, Hope Cooke. Upphafið að ævintýri drottn ingarinnar ungu var ferð sem hún fór fyrir fimm árum til Indlands og Nepal. í iþeirri frð kynntist hún krónprinsin- um í Sikkim, fertugum ekkju manni, menntuðum í tíbetsku klaustri, kurteisum manni og vel heima í háttum vestrænna. En Hope var líka harla fróð um hagi austrænna, því heima í Bandaríkjunum lagði hún stund á Austurlandamál og fræði að tilhlutan frænda síns, sem var starfsmaður bandarísku utanríkisþjónust- unnar. Foreldra sína missti Hope barn að aldri og var sögð sjálfstæð nokkuð og ein- þykk, ef því var að skipta. Ættingjar hennar voru mis- jafnlega hrifnir af því þegar Bandaríska drottnimgin í Sikkim og kóngurinn maður hennar. I hún tilkynnti að hún hefði játast prinsinum í Sikkim, en Hope fór sínu fram. Nú eru liðin tvö ár síðan þau gengu að eigast, Hope og Thondup Namgyal, og vildu reyndar gjarnan gera það fyrr, en stjarnfræðingar sikk- imsku hirðarinnar töldu það óráðlegt og völdu þeim brúð kaupsdag nærri einu og hálfu ári síðar en þau hefðu sjálf kosið. En austur þar brýtur enginn í bága við fyrirmæli vitringa og stjarnspekinga. Fyrir meira en ári tók Thondup Namgyal við völdum í Sikkim að fóður sínum, Tashi Hamgy, látnum, en að ráði spekinganna var hann ekki krýndur fyrr en í apríl s.l. Við þá athöfn voru við- stödd þrjú börn furstans af Kóngur gluggar í timarit frá föðurlandi drottningar. — „lífverðirnir hafa ekki I betra að gera“, segir hún bros | andi, „þeir hafa gott af að fara að höggva þetta handa ] okkur. Og ísskápurinn er orð inn svo gamall og af sér geng inn“. Sikkim er ekki stærra land j en svo að furstinn og drottn- ing hans geta farið um það allt á einum degi. í norðri I gnæfir risinn Kínavedi og | menn gleyma því ekki í Gang , tok, að beinust leið suður til Indlands liggiu: um Sikkim. I En drottningin unga fæst ekki | um. „Ég els'ka manninn minn“ segir hún, „og Sikkim er yndislegt land. Ég ætla að skrifa um það bók, þegar ég ‘ má vera að“. fyrra hjónabandi og eins árs gamall sonur þeirra Hope, Palven Gyulned Tenzing, fæddur í febrúar 1964. Hope drottning, eða Denj- ong Gyallo, eins og hún heitir á máli undirsáta sinna, vill sjálf hafa hönd í bagga með uppeldi sonar síns, en barn- fóstra hans er ensk-indverskr ar ættar og seinna fær hann sikkimska kennara. >að er oft glatt á hjalla 1 konungshöllinni í Gangtok, höfuðborg ríkisins, þó hirðsið- ir eigi að heita strangir. í>ar er gestkvæmt mjög og vel veitt og stundum matreiðir furstinn sjálfur evrópska osta rétti meðan drottning hellir í glösin gestanna og útdeilir ís ofan úr hlíðum Himalaya Ungi prinsinn er harla áneegðj ur með reiðskjótann, sem ] fenginn var á markaðstorginu r í Gangtok. UTAN ÚR HEIMI Bandaríska drottningin í Sikkim Haldast ekki við i Brazzaville Washington, 13. ágúst. NT,B—AP. BANDARÍSíCA utanríkisráðu- neytið tilkynnti í kvöld, að bandarískir sendimenh yrðu kvaddir heim frá Brazzavilie, höfuðborg KongóLýðveldÍsins (fyrrum franska Kongó) og sagði að margir þeirra hefðu sætt illri meðferð þar í landi. , Bandaríkjamenn. höfðu á fjórða tug manna starfandi viff sendiráðið í Brazzaviile en höfðu áður fækkað starfoliðinu mjög, svo að ekki voru eftir nema fjórir ea fimm og halda iþeir oú láka á brott. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.