Morgunblaðið - 15.08.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.08.1965, Blaðsíða 21
Sunnudagur 15. ágúst 1965 MORG U N BLAÐIÐ 21 Bókum Balzacs varð aldrei lokið SÁ SEM HELDUR, að þegar bók sé komin út á prenti sé henni þar með lokið og þar verði engu um hnikað, fer villur vegar. Skáldsagan sprettur ekki fullbúin út úr höfði rithöfundarins, eins og Aþena forðum daga út úr höfði Seifs. Sköpun hennar tekur langan tíma og oft er hún ekki á enda þó komin sé í prentun. Hún byrjar sem óljós hugmynd, athyglisverð manngerð eða eftirminni- legt atvik, sem festist í huga rithöfundarins. Smám saman hleðst utan á þennan kjarna, athugasemdirnar og minnisblöðin eru orðin álitlegur búnki og rithöfund- urinn tekur til við skriftirnar. En í fyrsta sinn verður sköpunarverkið oft harla lítilmótlegt og við yfirlestur sér hann á því ótal galla. Þá er byrjað aftur, leitað nýrra hugmynda, nýrra áhrifa og enn er skrifað. En kannski tekst honum ekki nógu vel upp'í.það skiptið heldur og verður að hefjast handa í þriðja sinn. Þolinmæði og þrautseigja eru rithöfundinum nauðsynlegir förunaut- ar, ef hann á ekki að gefast upp. Eitt er það sem rithöfundar nú á dögum hafa fram yfir þá, sem voru og hétu fyrir eina tíð og er þeim til ómetanlegrar aðstoðar. Það er einkaritarinn þeirra, Vél- ritað blað er harla áþekkt prentaðri síðu í bók og það er hálfu auðveldara að sjá hvaða skyssur maður hefur gert þegar handritið hefur farið um hendur einkaritarans. Þegar Balzac gamli var og hét voru engar ritvélar til og engir einkaritarar eins og þeir gerast nú. Hann sendi alltaf handrit sín beint í prentsmiðjuna og lét setja þau með notuðu letri, af því það var ódýrara. Og leiðrétting- ar hans voru svo ofboðslega miklar og flóknar að þær voru jafnan gerðar á hans kostnað. Setjarar voru „skikkaðir 1“ Balzac-leiðréttingar rétt eins og fangar, sem verða að afplána sína refsingu tilskilinn tíma — svo fengu þeir að hvíla sig á viðráðanlegra verkefni. Próförk, sem Balzac hafði leiðréttr, var eins og „frumáætlun að stórframkvæmdum, Opinberunarbók, Hindúaljóð....“ Þar var varla sá stafur, sem ekki lá frá pennastriki út á spássíuna og á spássíunni ægði saman leiðréttingum, nýjum orðum og nýjum setningum, inn- skotum og útstrikunum, undirstrikunum, leiðbeining- um og athugasemdum — öllu í þvílíkum hrærigraut, að í fljótu bragði var ekki að sjá að nokkru sinni yrði í slíkt dulmál ráðið. Og Balzaq lét ekki við það sitja að fá eina próförk af handritinu — ónei, hann heimtaði þær tíu og stundum tólf og jafnoft sendi hann prófarkirnar aftur í prentsmiðjuna með öllum sínum viðaukum, úrfelling- um, innskotum og athugasemdum, prénturunum til ó- lýsanlegrar hrellingar og armæðu. Lokksins komust þó bækur Balzacs á prent, þó ó- trúlegt megi kalla. Þegar þar er komið sögu verka þeirra, þykjast flestir rithofundar hafa nóg að gera og láta gott heita. En ekki Balzac. Honum þótti aldrei nóg að gert, engin bók fullunnin. Þegar hann fékk í hendur nýprentaða bók eftir sjálfan sig, var hann óðara kom- inn með pennan á loft og fyrr en varði voru allar spássíur útktotaðar, rétt eins og á próförkunum. Til er safn ritverka Balzacs, sem gefið var út á árunum 1842 til ’46 á vegum Furne Dubochet og Hetzel, sem var í eigu Balzacs sjálfs og er allt leiðrétt með hans eigin hendi. Bækur þessar hafa lengst af verið í einkaeign og ekki komið almenningi fyrir sjónir. Nú hefur hópur manna, sem kallar sig „Les Bibliop- hiles de l’Originale“ tekið sér fyrir hendur að gefa út Ijósprentun af þessu ritsafni, sem er einskonar bók- menntaleg erfðaskrá Balzacs. Ég var rétt í þessu að glugga í ljósmyndir af nokkrum blaðsíðum verksins og ég get ekki orða bundizt. Manni verður svo undarlega hlýtt til Balzacs gamla og fær á honum svo innilega að- mikill skilningur og næri liggur að baki þrotlausrar end- urskoðunar hans á eigin verkum. Og ekki minnkar aðdá- unin og undrunin er manni verður hugsað til þess að þetta gerði hann um árabil, þreyttur maður og farinn að heilsu, hundeltur af skuldunautum og umsetinn af út- gefendum. Hin miklu skáldverk hans eru honum til sóma um aldur og ævi — en „endurskoðun“ hans er það ekki síður. — Erlend tlbindi Framhald af bls. 6 stjórnarkreppunnar í Grikklandi hefur því ekki fengizt enn. Þeirrar skoðunar hefur gætt, að Konstantín hafi gengið feti framar, er hann krafðist afsagn- ar Papandreou, 15. júlí sl., en góðu hófi gegndi. Papandreou hafi stjórnað landinu á viðun- andi hátt, og afskipti konugs séu fljótfærni ein. Hann hafi vísað frá sér fulltrúa meirihluta lands- manna en hafi síðan ætlað að fá völdin í hendur manni, sem einungis hafi stuðzt við lítinn minnihluta. Víst er, að Athans- siades Novas, sem myndaði stjórn eftir brottvikningu Papan dreou, gat ekki stjórnað, þar eð hann naut ekki fylgis á þingi landsins. Meginorsök þess, að Konstantín lét innanríkismálin svo skyndi- lega til sín taka, með þeim af- leiðingum, sém raun ber vitni, segja stórnmálafréttaritarar vera hreyfingu vinstri manna innan hersins. Herinn hefur alltaf ver- ið hægrisinnaður, og hlynntur konungi. Sagt er, að konungur hafi komizt á snoðir um undirróðursstarfsemi „Aspida“ (Skjaldarins), hreyfingar manna innan hersins með kommúniska tilhneigingu. Konungur hafi tekið þeim mun harðari afstöðu, þar sem hann hafi talið sig fá óyggjandi vissu fyri því, að gríska leyniþjónustan — undir beinni stjcrn Papandreou — hafi staðið beint að baki „Aspida“. Tilgangurinn hafi verið að grafa undan fylgi við konung og koma á einræðisstjórn í landinu. Kon- ungur hafði sjálfur þau orð, að hér hefði verið um að ræða til- raun til að „rjúfa stjórnarskrá landsins, og koma á einræði, sem hver frjáls maður hlyti að hafna“. Þá hefur konungur hald ið því fram, að sonur Papan- dreou, sem að undanförnu hefur komizt til talsverða valda innan Miðflokkasambandsins, og talinn er sennilegur eftirmaður föður síns sé riðinn við starfsemi „Aspida". Papandreou eldri hefur hins vegar haldið því fram, að þessar fullyrðingar konungs séu mark- leysa ein, engar sannanir séu fyrir hendi, og ætlunin ein sé að binda endi á feril sinn. Hins vegar munu fáir ráða- menn í Grikklandi efast um, að það hafi verið ætlun Papandreou að „endurskipuleggja" her lands- ins. Er þingkosningarnar fóru fram í Grikklandi á sl. ári, var á lofti orðrómur um, að liðs- foringjar innan gríska hersins, -sem eru mjög hægrisinnaðir, hafi ætlað sér að grípa til eigin ráða til að koma í veg fyrir, að Papandreou kæmist til valda. Hver svo sem raunveruleg af- staða valadamanna hersins er, þá hefur óvinátta Papandreou og Konstantíns komizt á það stig, að lítil von virðist um, að saman gangi með þeim. Papandreou not aði afstöðu sína innan Miðflokka sambandsins til þess að knésetja stjórn Novas, sem þó hefur notið talsverðar virðingar flokks- manna. Þá krafðist hann þess af konungi, að annað hvort yrði efnt til kosninga í landinu, eða hann yrði á ný látinn taka við stjórnartaumunum. Konungur svaraði því til, að afstaða sín til Papandreou væri óbreytt, og til kosninga væri ekki hægt að efna, meðan svo ófriðlega horfði í innanríkismálum. Vonir Konstantíns bindast við, að hægt verði að fá einhvern framámanna Miðflokkasam- bandsins til að mynda stjórn, en fæstir telja slíkt mögulegt, nema vinsældir Papandreou fari minnk andi. Svo kann þó að fara, því að í fyrradag lýstu 2'6 þirigmenn Miðflokkasambandsins því yfir, að Papandreou „nyti ekki fulls stuðnings þeirra“, og þeir hörm uðu það ástand, sem nú ríkir i innanríkismálum Grikklands. T I L S Ö L U Fiskverkunarhús í smíðum á Þorlákshöfn. — Upplýsingar í síma 38426 kl. 12—1 og 7—8 á kvöldin. Húsnæði fyrir skrifstofu eða snyrtistofu er til leigu strax á bezta stað í miðbænum. Listhafendur sendi tilboð merkt: „Miðbær — 6980“ til afgr. MbL Hausttízkan 1065 TÖKUM UPP Á MORGUN nýja sendingu af kjólum Tízkuverzlunin uopun Rauðarárstíg 1 Sími 15077. Hefst U manuda^ WSMMIKI Herraföt — peysur — vesti — skyrtur — náttföt — sokkar frá 1500 kr. 220 — 205 — 150 — 175 — 35 — — molskinnsblússur frá kr. 990._ Ullarteppi frá 100 kr. UUNMNmUMHNNMHtN bútasala Terylene bútar Flauels bútar Strigaefnisbútar Silkibútar ÁGÖST Drengjaföt frá — buxur — — peysur — — skyrtur — Kvenblússur — og margt fleira 800 kr. 195 — 150 — 150 — 100 —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.