Morgunblaðið - 15.08.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.08.1965, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLADID Sunnudagur 15. ágúst 1965 ERLEND tíðindi Enn einn ósigur ÚRSÖGN Singapore úr Malasíu- sambandinu hefur vakið mikla athygli víða um heim, enda var hér um enn einn óvæntan atburð að ræða í þeim heimshluta, sem einkennist öðru fremur af xll- deilum og bardögum. Ummælum Tunku Abdul Rah- man, forseta Malasíu, og Lee Kuan Yew, forsætisráðherra Singapore, um orsakir slitanna, ber ekki alls kostar saman. Yew segir Rahman hafa neytt Singa- pore til að segja sig úr sam- bandinu, en Rahman segir deil- ur innan sambandsins hafa verið komnar á það stig, að ekki hafi verið nema um tvennt að ræða: beina kúgun Singapore eða deilur, sem leitt hefðu getað til ófriðar. Stjórnmálafréttaritarar eru hins vegar margir þeirrar skoð- unar, að meirihluti íbúa Singa- pore, fólk af kínversku bergi brotið, og hlynnt kommúnistum, hafi gert samstarfið innan Mala- síu svo erfitt, að ekki hafi leng- ur verið unnt að komast hjá meiriháttar ákvörðun um aðild Singapore að sambandinu. Strax, er opinberlega var skýrt frá slitunum, kom í Ijós, hverjir fögnuðu þeim mest: kínverska þjóðarbrotið í Singapore og ráða menn Indónesíu. Kommúnisk til hneiging beggja aðila er löngu kunn, og þykir mörgum það ekki spá góðu um framtíð og friðarhorfur í þessum hluta SA- Asíu. Enginn býst þó við, að ráða- menn Indónesíu reyni að beita valdi við Singapore á næstunni, á sama hátt og gert hefur verið við Malasíusambandið, allt frá stofnun þess. Ástæðan til þess, að almennt er gert ráð fyrir, að Indónesar fari sér hægt um sinn, er fyrst og fremst sú, að Yew, forsætisráðherra, lýsti því yfir, strax eftir slitin, að hann óskaði eftir nánari samskiftum við Indónesíu. Enginn veit, enn sem komið er, hvern skilning ber að leggja í þau orð, því að því hefur jafnframt verið heitið af hálfu ráðamanna Singapore að haft verði náið samstarf við þau ríki, sem nú mynda Malasíu, á sviði varnar- og viðskiptamála. Enginn efast þó um, að Suk- arno, Indónesíuforseti, muni á allan hátt vinna að því að auka áhrif sín í Singapore, og geri jafnframt allt, sem hann getur, til að stuðla að upplausn Mala- síu. Sukarno hefur lýst því yfir, hvað eftir annað, allt frá stofn- un Malasíusambandsins 1963, að hann muni vinna að því öllum árum að knésetja það. Slitin nú verður tvímælalaust að telja fyrsta sigur hans á þeirri braut. Næstkomandi þriðjudag halda Indónesar hátíðlegan þjóðhátíð- ardag sinn, og flestir stjórnmála íréttaritarar telja, að þá muni Sukamó enn gera harða hríð að Malasíu. Sömuleiðis er talið mjög sennilegt, ef dæma má af fyrri reynslu, að þjóðhátíðardagur Malasíu, 31. ágúst, verði valinn til svipaðrar árásar. Er þessara daga var minnzt á s.L ári, sendi Sukarnó fallhlífar- hermenn til meginlands Malasíu. í bæði skiptin unnu brezkir, ástralskir og nýsjálenzkir her- menn, sem til varnar em í sam- bandsríkinu, sigur á innrásar- liðinu. Síðan hefur þó ekkert lát orðið á svipuðum aðgerðum af hálfu Indónesíu, og margir hópar skæruliða verið settir á land í Malasíu, með misjöfnum árangri. Undanfarið ár hafa sprengju- tilræði verið allt að því daglegur viðburður í Malasíu. Fyrir tveimur vikum var gerð tilraun til að sprengja upp anddyri bandaríska sendiráðsins í Kuala Lumpur, og Sukarno hótaði því fyrir nokkrum vikum, að hann myndi breyta Singapore í „log- andi víti“, ef Bretar létu af því verða að auka andspyrnu sína gegn Indónesíu. Varnarmálaráð- herra Indónesíu, Abdul Haris Lee Kuan Yew: nánari samskifti við Indónesíu. Nasution hélt því fram, allt fram til þess, að slitin urðu, að leggja yrði til atlögu við Singapore. áður en hægt yrði að ganga milli bols og höfuðs á allri Malasíu. Sennlegt er, að slitin verði til þess, að Sukarno beini nú skæru liðum sínum að ríkjunum Sara- wak og Sabah. Hermálasérfræðingar eru marg ir á þeirri skoðun nú, að Tndó- nesar kunni að beita eldflauga- vopnum gegn Malasíu, því að þeir hafa nú yfir að ráða flota báta, sem bera eldflaugar, af þeirri gerð, sem borið geta kjarn orkusprengjur. Sprengjurnar munu Indónesar þó ekki hafa enn, og verða því um sinn að notast við venjulegt sprengiefni. ■jír Ánægður bíleigandi í vikunni ræddi ég ögn um skriffinnskuna, m.a. öll hlaup- in, sem fólk verður að leggja á sig áðrir en það eignast nýj- an bíl. En hér kemur bréf frá Akureyri og lýsir það fyrir- myndarþjónustu, sem ég vissi ekki að þekktist á „landinu kalda“: „Kæri Velvakandi, í dálkum þínum í gær var vikið að skriffinnskunni og sennilega ekki að ástæðulausu. En sjálfsagt er líka að geta þess, sem vel er gert. Ég hef keypt tvo bíla af Saab-gerð. Þann fyrri 1962 og hinn í júlí sJ. I bæði skiptin var mér færður bíllinn heim í hlað, vest ur í bæ. Gengið hafði verið frá öllu: Skrásetningu, trygg- ingu o.s.frv. Benzíngeymirinn var meira að segja fullur og í síðara sinnið einnig aukabenz- ínbrúsi, 25 lítra, í skottinu. Ég kom til Reykjavíkur klukkan 7 að kveldi til þess að ná í bíl- inn og þurfti ekki fyrir neinu að hafa, ók svo heimleiðs eft- ir að hafa borðað kvöldmat- inn. Afgreiðslan hjá þessu bíla umboði er að mínum dómi til mikillar fyrirmyndar. Allt stendur þar eins og stafur á bók, öll loforð efnd samstund- is. Starfsfólkið er allt boðið og búið til að veita þá fyrir- greiðslu, sem unnt er að veita — og veita hana fljót og örugg- lega. Ég týndi bíllyklinum hér á Akureyri og fékk nýjan send an að sunnan sama kvöldið — svo eitt dæmi sé nefnt. —Þ.G.Á." Hugarfarsbreyt- ingar þörf Ég er hræddur um að mörg þjónustufyrirtæki í Reykjavík eigi margt ólært, þurfi að bæta sig mikið til þess að fá slík meðmæli. Hér er um að ræða atriði, sem ekki breytist á einni nóttu, þvi víða þarf að verða alger hugarfarsbreyting. Skilningur á eðli þjónustunn- ar er ekki fyrir hendL Vöxtur- inn í öllu viðskiptalífinu hefur verið það ör, eftirspumin og kaupgetan það mikil — að á fjölmörgum sviðum hefur ekki verið hægt að anna eftirspurn. Þess vegna er sá, sem selur, oft að gera viðskiptavininum greiða með því að láta hann hafa vöruna eða veita honum þjónustuna. Viðskiptavinurinn verður að sætta sig við duttl- unga þess, sem veitir honum þjónustu — og þá hvarflar það stundum ekki að seljandanum að hann sé í rauninni að veita þjónustu. Hegðun hans verður eftir því. Það er slæmt að þurfa að skipta við slikt fólk, enda missti það öll viðskipti ef eðlilegt hlutfall væri milli framboðs og eftirspurnar. Hér á ég ekki aðeins við verzlan- ir, heldur alla tegund vinnu, sem almenningur þarf að kaupa — og mig grunar, að þetta eigi ckki sízt við um byggingaframkvæmdir. Ég er kominn ögn út fyrir ramma bréfsins, en það gaf til efni til þessara hugleiðinga. Auðvitað ættu öll bílaumboð að afhenda viðskiptavinum sín um nýja bíla skráða, tryggða — og með kvittun fyrir greidd an skatt. Jói er líka ánægður Hér kemur annað bréf og er það frá ferðalangi: Kæri Velvakandi, Margt er skrifað og rætt um það hve öll þjónusta sé dýr og umgengni sé slæm um hina minni greiðasölustaði úti á landi. Á ferð minni til Siglu- fjarðair í s.l. viku kom ég við á Blönduósi og fór inn á mat- stofu þá, sem er við B.P. benz- ínstöðina við þjóðveginn. Matstofa þessi er mjög snyrti leg, salerni hrein og fáguð — og þjónusta lipur. Tvö egg, brauð og stór skammtur af bacon ásamt mjólkurglasi kost aði aðeins fimmtiu krónur. Og það, sem mér þótti mest um vert var hve afgreiðslan var fljóit. Langt er síðan ég hef greitt fyrir þjónustu á veitingahúsi með jafnmikilli ánægju. Hins vegar 'íeypti ég konfekt poka á matstofu á Siglufirði á 25 krónur og mér til mikillar undrunar komst ég að raun um það, þegar ínnifaald pokans var athugað, að hér var um að Það er og talsvert áhyggju- efni, að á Borneo eru um 25.000 manns af kínversku bergi brotn- ir, sem enga dul er sagðir draga á kommúniskar tilhneigingar sínar, og vitað er, að Indónesar hafa reynt að skipuleggja þenn- an hóp manna til skemmdar- verka og andspyrnu gegn ráða- mönnum í landinu. f Sarawak hafa menn af kínverskum uppruna verið þjálfaðir af út- sendurum frá Indónesíu 1 skemmdarverkum, og slík skæru liðasveit gerði fyrir skömmu árás á lögreglulið, undir stjóra hermanna frá Indónesíu. Malasía treystir fyrst og fremst á hermenn brezka sam- veldisins í baráttimni við Indó- nesíu. Framtíð herstöðva Breta 1 Singapore er óviss, og hefur verið um það rætt, að brezka stjórnin verði að endurskoða alla afstöðu sína í því máli, eftir síðustu atburðL Slitin eru enn einn ósigur fyrir andstæðinga kommúnista í þessum heims- hluta, þar sem engan enda virð- ist hægt að binda á þann ófrið- areld, sem þar geisar. Rétt eða röng afstaða Konstantins SÍÐUSTU viðræður Konstantína Grikkjakonungs, og Papandreou, fyrrverandi forsætisráðherra urðu árangurslausar. Lausa Framhald á bls. 2L ræða átta MACKINTOSH mola. í apoteki staðarins má fá sams konar sælgæti fyrii þrjár krónur molann. — Jói“. Það er alltaf ánægjulegt að heyra í fólki, sem greiðir fyrir þjónustu með glöðu geði. Bréf- ritarar Velvakanda eru því mið ur yfirleitt óánægt fólk, enda liggur við að ánægjuraddirnar séu hjáróma í öllum óánægju- söngnum í bréfakassanum min- um. Jói hefur greinilega haft á- nægju af að kanna verðlagið á Siglufirði svo að hægt er að slá þvi föstu, að hann vinni ekki hjá verðlagssitjóra. ★ Ábyrgðarmikið starf Ég var að fá nýjasta tölublað Æskunnar hingað á borðið til mín. Þetta er gamall vinur, sem ég haf alltaf ánægju aí að fletta þótt ég reyni ekki lengur að sviðsetja sögur og leikf sem þar birtast. Mér finnst ánægjulegt að sjá hve Grími Engilberts hefur tekizt vel að fella saman nýtt og gamalt, gefa því líflegan blaa og skemmitilegan. Það er á- kaflega ábyrgðarmikið starf að gefa út æskuiýðsblað, ekki sízt Æskuna, víðlesnasta unglinga- blaðið á landinu. í höndunum á Grími er Æskan ung, hefur samt sterk tengsl við fortíð- ina. En hún mætti gjarn* skyggnast oftar inn í framtíð- ina, því við þurfum að venja imga fólkið á að horfa fram f tímann. íslendingum hættir við að dvelja of mikið í for- tíðinni — og fæstum verður þokað framar en í nútiðina. ; AEG NÝJUNG TVEGGJA IIRAHA HÖGG- OG SNÚNINGSBORVÉLAR 'M Bræðurrúr ORMSSON hJ. i Vesturgötu 3. — Sími 36Ö20. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.