Morgunblaðið - 15.08.1965, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.08.1965, Blaðsíða 32
Lang stærsta og íjölbreyttasta blað landsins Helmingi utbreiddaia en nokkurt annað íslenzkt blað lúrigimlíla&tfo 183. tbl. — Sunnudagur 15. ágúst 1965 Leit hafin í skipinu á ný BLAÐIÐ hafði samband í gær við Jóhann Níelsson, full trúa sakadómara, sem er rannsóknardómari í smygl- máli Langjökuls. Tjáði hann blaðinu að 16 skipverjar sætu enn í varðhaldi. í gær fann dómarinn sjálfur 11 flöskur af smygluðu víni í skipinu að tilvísun eins skipverja er kom fyrir dóminn. Taldi rannsókn- ardómari að þetta myndi breyta gangi málsins. yrði leit í skipinu á för þess enn frestað um haf. Fréttamaður blaðsins brá sér ■iðdegis í gaer niður að höfn þar aem Langjökull liggur utan á Fjallfossi. Þá voru um borð mjög margir tollverðir svo og fulltrú- mr útgerðarinnar, Ólafur Þórð- arson framkvæmdastjóri og Einar S. Sveinsson fulltrúi. í>á j Hafm ny og vestur var þar og Jón Haildórsson rann- sóknarlögreglumaður. Öllum óviðkomandi var bannaður að- gangur að skipinu. Um kl. 14.00 var aftasta lest skipsins opnuð og var ætiunin að gera ýtarlega ieit í farminum. Skömmu síðar byrjuðu verkamenn undir stjórn Haligríms Guðmundssonar hjá togaraafgreiðslunni að flytja til farminn í skipinu og var ýtar- leg leit að hefjast í farmi skips- ins er blaðið fór í prentun. Leitin að hefjast á ný um borð í Langjökli siðdegis í gær. Skipid liggur utan á Fjallfossi, og þaðan fylgjast hafnarverkamenn með því sem fram fer. wm m Lestar Langjökuls opnaðar. Lengst til hægri á myndinni sést stjóri Jökla hf. ('Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) Ólafur Þórðarson, framkvæmda Frjáls heysamskot gætu leyst mesta vanda austfirzkra bænda Jón E. Haildórsson rannisóknar- lögreglumaður á leið niður í öft- nstu lest Langjökuls. Morgunblaðið átti í gær tal við Kristján Karlsson erind- Síldveiðiflotinn á veið- ar við Norður-Noreg? Seyðisfirði, 14. ágúst. TALSVERÐAR umræður eru um það meðal skipstjóra á sildviðiflotanum, sem hér liggur nú á Seyðisfirði, að halda til síldveiða við Norður- Noreg. Hefur komið til tals að 10—15 skip færu í þennan leiðangur. I tilefni þessa átti ég tal við Harald Ágústsson, skip- stjóra á Reykjaborginni, og spurði hann hvernig þessu yrði hagað, ef til kæmi. — Við munum dreifa okk- ur og leita síldarinnar á leið okkar norður fyrir Noreg, en á þessar slóðir er um 600 milna sigling. Við munum fara fram á að sildarflutninga skip fylgi okkur á þessar slóð ir og höfum þegar fengið vil yrði fyrir því. Við höfum haft af því fréttir að mörg af norsku síldveiðiskipunum hafi fengið þarna góða veiði, sagði Haraldur. Spur/.t hefur að rússn«ski flotinn væri einnig á þessum slóðum. Hér á Seyðisfirði liggja nú milli 30 og 40 sild- veiðiskip. Ekki er enn vitað hvenær endanleg ákvörðun verður tek in uron hvort farið verður til Noregs. Veður er að ganga niður hér fyrir Austurlandi en engar fréttir af síld. — Svinn. reka Stéttarsambands bænda, en hann er einn í nefnd þeirri, sem athuga á heyþörf Austfirðinga og hvað hægt muni að gera til úrbóta vegna heyskorts, sem fyrirsjáanlegur er þar, eink- um á þeim svæðum þar sem kalskemmdirnar urðu mestar í vor. Kristján sagði að nú væri mik ið framiboð á heyi ,enda mundi heyfengur mikill og góður bæði hér sunnanlands og vestan svo og allVíða á Noröuriandi. Hugmynd sú er fram hefur komið um að hver bóndi á því Firh. á bls. 31 Þjófaioður og siysuiréttÍE í FYRRINOTT var stolið stutt- bylligj'Uikálfi úr Landrowerbifreið inmi R-160 þar sem húm stóð við Blikiksimiðjuna Gretti við Braut- arholt. Tæki þetta var aí ger'ð- inmi Beoker. í gænmorgum varð 8 ára teOpa fyrir bifreið í Hafnarfirði við Stranidgötu 1® við strætisvagna- stæði. Teilpan var flutt á slysa- varðstofuna og þaðan á Landa- kotsspítala. Það sikieði í fyrrinótt að ekið var á heat vi'ð Kjartamsstaði í Fióa. Var þar á ferð fólksbifreið. Hes'turimn slaisaðist svo að aflífa varð hamm. Umlerðorsíys og skemmdurverK Akureyri, 14. ágúst. TVEIR piltar um tvítugt óku á bifhjóli aftan á fólksbíl á Gler áreyrum um kl. H í morgun. Annar hlaut skurð á fæti, en hinn viðbeinsbrotnaði. Mikil ölvun var hér í nótt og allir klefar yfirfullir á lögreglu- stöðinmi. Einn maður var tek- inn ölvaður við akstur. >á voru ■unnin skemmdarverk á trégirð- in.gu skammt sunnan við lög- reglustöðiná og hún rifin og brot in. Einnig voru mörg tré stór- skemmd í garði Georgs Jónsson- ar við Geislagótu, hin smærri tré rifin upp, en rifnar greinar af mörgum. f>á voru tvö stór tré klofin að endilöngu. Ekki er enn vitað hverjir voru valdir að skemimdunum, en málið er í rannsókn. — Sv. P. Alvarlegur vatnsskortur i Hafnarfirði VEGNA mikilla þurrka í vor og j sumar er nú orðinn mikill vatns j skortur í Hafnarfirði. Frá því kl. 10 á morgnana fram til kl. 7 á kvöldin er algjörlega vatns- laust í stórum hlutum bæjarins og þá fyrst og fremst í kringum Hamarinn. Á öðrum svæðum bæjarins, sem hátt liggja, er og vatnsrennslið mjög iítið. Hefur fólk tekið það ráð við þessu að fylla öll hugsanleg ilát af vatni, jafnvel baðker í því skyni að sitja ekki uppi i r' Orsök er sú, að vatns- magnið i . tfjbóli Hafnfirðinga við Kaldárbotna hefur farið stöðugt minnkandi í sumar vegna þurrka. Atvinnufyrirtæki í Hafnar- firði hafa yfirleitt haft nóg vatn, en hafa samt gætt sem aðrir mikils sparnaðar í meðferð vatns, enda hefur verið mikil áherzla á það lögð af hálfu bæj- aryíirvalda, að farið yrði sem bezt með vatn, eins og oft hefur mátt heyra í útvarpsaugiýsing- um undanfarið. Þegar hefur verið hafizt handa um að virkja nokkrar yfirborðs- hndir og er vonazt til þess, að það bæti að nokkru úr því ástandi, sem nú ríkir. f haust verður svo byrjað á byggingu nýs brunnhúss, þar sem virkj- aðar verða mjög öflugar lindir, en þetta er ekki unnt að gera nú, vegna þess að þessar liridir liggja á botninum í uppistöðu- lóni vatnsbólsins. Vatnsleysið í Hafnarfirði hef- ur komið öllum á óvart, þar eð taiið hafði verið til þessa, að vatsnbólið myndi geta fullnægt vatnsþörf bæjarféiagsins, sem hefði tugþúsundir ibúa. Enn finnast smygl- vörur í Langjökli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.