Morgunblaðið - 15.08.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.08.1965, Blaðsíða 28
28 MORGU N BLAÐIÐ ' Sunnudaför 15. igúst 1965 ’ GEORGETTE HEYER FRIÐSPILLIRINN Hr. RivenhaH, sem vissi, að til hafði staðið, að móðir hans faeri í heimsókn til einhverrar frænku í Riohmond, starði á hann og hleypti brúnuim. Það hafði áreiðanlega verið ákveð- ið, að Soffía færi með þeim, og hann gat ekki skilið, hvað hefði komið henni til að breyta þvL En það var nú annars auka- atriði. Jarpi folinn, sem hún hafði tekið í óleyfi, var óþæg- ur og þver, óvanur borgarum- ferðinni og ekkert kvenna með- færi. Hr. Rivenhall réð sjálfur við hann, en jafnvel hr. Wyöh- bold hafði játað, að hann væri ekkert lamb að leika sér við. Hr. Rivenhall tók að hugsa um nokkra hina meilausari hrekki folans og svitnaði af angist. Og þessi hræðsla dró sízt úr reiði hans. AUtaf hefði hann nú orð- ið vondur, ef hestur var tekinn í óleyfi, en nú keyrði fram úr öllu hófi. Soffía hafði hagað sér ófyrirgefanlega .... og hann var ekki í neinu skapi til að hugsa um, að þetta væri svo ó- líkt hegðun hennar að öðru leyti .... og nú gæti hún ef til vill legið einhversstaðar háls- brotin! — Leggðu á Thunderer og þann brúna! skipaði hann snögg lega. — Fljótur nú! Báðir hestasveinarnir þutu til að framkvæma skipunina, og litu hvor á annan, þýðingar- miklu augnaráði. Engir hesta- sveinar, sem voru æfðir í því að hafa hestaskipti á fimmtíu sek- úndum, hefðu getað verið fljót- ari, og meðan þeir stóðu enn gapandi, var hr. Rivenhall kom- inn af stað ásamt hestasveini, og reið nú hratt í áttina til Hyde Park. Hann hafði reiknað þetta rétt út, en kannski hefur það verið óheppilegt, að hann skyldi einm- itt ná í frænku sína í sama fciii og sá jarpi prjónaði fyrir vagn- inum, er hann sá flugdreka, sem drengur nokkur var þarna með, og gerði fjörlegar tilraunir til að brjóta botnánn úr vagninum. Hr. Rivenhall, sem var næstum farinn að láta sér detta í hug, að fyrirgefa frænku sinni allt, ef hann bara finndi hana óskádd- aða, sá nú, að þetta hafði verið misskilningur. Hann steig af 52 baki, náfölur af reiði, tók taum- inn fram af Thunderer og rétti hann að hestasveininum og skip- aði honum stuttaralega að teyma hestinn heim, en sveiflaði sér upp í vagninn og náði taki á taumunum. í nokkrar sekúnd- hafði hann nóg að gera að hafa hemil á hestinum og Soffía fékk tækifæri til að dást að fimi hans. Henni fannst þó ekki hún sjálf hafa staðið sig neitt illa, því að sá jarpi hafði, þrátt fyrir einlæg an vilja, ekki getað þotið út í buskann með hana, en samt þótt ist hún ekki standa hr. Riven- hall á sporði í viðureign við ólm an hest, hálftaminn. En hún hafði alls ekki í hyggju að fara neitt að sefa reiði hr. Rivenhalls, en samt sagði hún, næstum ó- sjálfrátt: — Þú kannt á þessu tökin! Ég hef aldrei vitað fyrr en í dag, hvað þú ert laginn við hesta! — Það þarf ég ekki að sækja til þín! hvæsti hann og róm- urinn var ekkert líkur höndun- um að stöðugleika .. — Hvemig dirfðistu .... hvernig gat þér dottið í hug ... . ? Ef þú hefðir hálsbrotið þig, hefði það ekki verið nema mátulegt á þig! Og ég verð að telja það kraftaverk, að þú skulir ekki hafa fótbrot- ið hestinn minn. — O, sesei! sagði Soffía, og bætti nú íyrir sín fyrri villu, með því að leggja þetta elds- neyti á glæðurnar. Og árangurinn hefði hún ekki getað kosið sér betri. Ökuáerð- in heim á Berkeleytorgið tók ekki margar mínútur, en hr. Rivenhall lagði i hana alla þá innilbyrgðu reiði, sem hann hafði safnað saanan siðustu vikurnar. Hann reif frænku sina bókstaf- lega í tætlur, fordæmdi hegðun hennar, siðferði og uppeldi, lét í Ijós mikla löngun til að fá að kenna henni rr.annasiði og kvaðst mjög hlakka til þess dags, þegar hani væri laus við hana úr húsinu. Það er vafasamt, hvort Soífía hefði getað stöðvað mælskuflóð hans. Að minnsta kosti gerði hún enga tilraun í þá átt, heldur sat me spenntar greipar, og horfði niður fyrir sig, við hliðina á á- kæranda sínum. Hún var í eng- um vafa um, að það hafði blásxð að glóðum reiði hans, a hún skyldi vera óslösuð. Því að það hafði komið fyrir á þessu ferða- lagi hennar, að hún var í nokkr- um vafa um, hvort hún mundi geta bjargað sjálfri sér eða hest- inum út úr þessu, ohultum. Hún hafði aldrei orðið fegnari að sjá frænda sinn, og hún hafði ekki þurft nema líta á hann til þess að sjá, að hann hafði þjáðzt af meiri kvíða en hugsanlegt var ef hesturinn hefði einn verið annarsvegar. Það var sama, hvað hann kynni að segja — hún lét ekki blekkjast. Hann setti hana út við Berke- leytorgið, og sagði henni, að hún gæti vel stigið út hjálpar- laust. Hún hlýddi, og svo þeið hann ekki einu sinni eftir að s.|á henni hleypt inn, heldur ók taf- arlaust áleiðis til hesthúsanna. Þetta var skömmu eftir há- degi. Hr. Rivenhall kom ekki inn í húsið aftur, og jafnskjótt, sem hún var viss um, að hann mundi ekki koma inn, henni að óvör- um, þá náði hún þegar í untlir- þjón einn og sendi hann í sendi- ferð til næstu leigu hesthúsa, en sjálf tók hún að skrifa bréf. Klukkan um tvö var John Pott- — Hvaða hvellur var þetta? on á leið til Merton með eitt þeirra 1 vasanum, undrandi en þó án allra grunsemda. Hefði hann verið svo heppinn að vita um innihald þess, hefði hann ekki verið svona kátur á leið sinni frá London. Bréf Soffíu hljóðaði þannig: „Kæra Sancia .... Ég ver í örgustu vandræðum, og bið þig fyrir hvern mun að konia og hitta mi gá Lacy Manor, tafar- laust. Láttu það ekki bregðast, því að þá er úti um mig! Aslh- stead er ekki nema tíu mílur frá Merton, og svo að þú þarft ekki að ótast ofmikla þreytu. Ég 'er frá London innan klukkustimd- ar, og treysti á þig. Þín einlæg Soffía.“ Þegar þjónninn kom aftur úr sendiferðinni, varð hann hrifinn er hann fékk hálft sterlingspund fyrir ómafcið, og lagði samstund- is af stað í aðra sendiferð til að afhenda hin tvö bréfin. Ann- að þeirra skildi hann eftir heima hjá hr. Wyehbold, en hitt fór hann með heim til Charlbury lá- varðar, síðarr í skotbakka Mant- ons og loks í Brooks-klúbbinn, þar sem hann náði loksins í við- takandann. Charlbury var kall- BARNAÆVINTYRIÐ n / . iji ncininn HANINN gargaði upp yfir sig, svo að það mátti heyra langa vegu: — Ne-ei, hafið þið nú nokkurntíma vitað aðra eins ósvífni? Þetta ætla ég ekki að þola. Ég skal svei mér sýna þeim, hver er haninn hér á bænum! Svo þaut hann eins og hvirfilbylur um húsagarðinn og galaði upp yfir sig. Upp á hauginn, famhjá brennihlaðan- um, inn í gegnum svínastíuna og út gegnum fjósið! Allir sneru við til að horfa á eftir honum og hristu höfuðið. — Nú er hann orðinn band-hringlandi vitlaus, sögðu allir, hver við annan. Haninn nam ekki staðar fyrr en hann var kominn alveg út að skóginum og hitti gamla nöldurbjörninn, sem kom sígandi fram með girðingunni. — Númú! sagði björninn, hvað gengur á? Láttu ekki svona. — Þú getur frómt um talað, sagði haninn, — en ef einhver hef ði móðgað þig, eins og bóndinn móðg- aði mig, værirðu heldur ekki í sér- lega góðu skapi. Og svo sagði hann frá því, hvers- vegna hann væri svona ofsalega vondur: Bóndinn hafði keypt nýj- an hana! Það var allra lögulegasti hani, gæti hann játað. Og nú stóð nýi haninn á öðrum fæti uppi á mæni á stofuhúsinu. Þetta var hrokagikkur, sem stóð þarna bara og starði út í bláinn, án þess að gala eitt einasta kykkeliý. En allar hænurnar í hænsnagarðinum voru yfir sig hrifnar og pískruðu hver við aðra, að nú hefðu þær loksins fengið hana, sem hægt væri að líta upp til! Nöldurbj örninn varð að hósta og halda fyrir munninn á sér, svo að haninn gæti ekki séð, að hann brosti. Því að nöldurbjörninn hafði þegar í stað skilið, að nýi haninn var bara vindhani, sem átti ekki annað að gera en bara sýna á hvaða átt hann væri. ----Þessum hana skal ég koma fyrir kattarnef fyrir þig, sagði nöldurbjörn, — og nú skal ég fara heim með þér og tala utan í hann. Þegar haninn og nöldurbjörn komu heim í hæsnagarðinn, stóðu allar hænurnar og voru að bíða eftir að nýi haninn léti eitthvað til sýn heyra, því að auðvitað hlyti hann að geta galað hærra og betur en nokkur annar hani. En nú tók nöldurbjörn sér stöðu og ógnaði nýja hananum: — Ef þú vogar þér nokkurn tíma niður í hænsnagarðinn og móðg ar hann vin minn, hanann hérna, er mér að mæta! Skilurðu það? urraði nöldurbjörn. í sama bili snerist vindurinn á áttinni. Vindhaninn ýlfr- aði og vældi á hjörunum. Þetta var aumkunalegt hljóð, og hænurnar misstu samstundis alla virðingu fyrir nýja han- anum. En hinsvegar kom það í ljós, að nýi haninn bar tak- markalausa virðingu fyrir nöldurbirni, því að aldrei kom hann niður í hænsnagarðinn og innan skamms höfðu hænsnin steingleymt því, að hann væri til. aður fram í forsalinn, til að taka sjálfur við bréfinu, las það með talsverðri imdrun, en stakk samt drjúgum skildingi að sendiboðan um, og bað hann skila, að hann væri reiðuibúinn til þjónustu við ungfrú Stanton-Lacy. En meðan þetta gerðist, hafði ungfrú Stanton-Lacy gefið hinni óþarflega aðgætnu þemu sinni frí og skipað stofustúlfcu, sem ekki vissi, hvaðan á hana stóð veðrið, að láta niður dót hennar í tösku, og síðan settist hún nið- ur og skrifaði tvö bréf enn. Hún var enn að því, þegar Charl- bury lávarði var vísað inn til hennar. Hún leit upp brosandi og sagði: — Ég vissi, að ég gat reitt mig á þig. Þakka þér fyrir! Lofaðu mér bara að ljúka við þetta bréf. Hann beið eftir, að Dassett færi út, en spurði þá: — HvaðJ í ósköpunum er nú á seiði, Soffía? Til hvers þarftu að vera að fara til Ashstead? — Þar á ég heima. Það er hús- ið hans Sir Horace. — Er það? Það vissi 5g ekki .. En svona allt í einu? Frænka þín og frændi þinn........ — Vertu ekki að stríða mér. Ég skal útskýra þetta allt saman á leiðinni, ef þú vilt bara vera svo vænn að koma með mér. Það er ekkert langt .... hægt að komast það í einum áfanga. — Auðvitað skal ég koma rneð þér. Er Rivenlhall ekki heinna? — Mér er ómögulegt að biðja hann að fara með mér. En lof- aðu mér nú að ljúka við þetta bréf til hennar Ceciliu. Hann baðst afsökunar og fluttl sig á stól við gluggann. Kurteisi hans bannaði honum að æskja frekari skýringa, sem hún vildi ekki láta af' hendi, að því er virt ist, en honum fannst þetta allt heldur betur dularfullt. Glettnis- svipurinn var alveg horfinn af henni; hún virtist í sérlega alv- arlegu skapi, og það slá hann alveg út af laginu, en jók á löngun hans til að gera henni einhvern greiða. Bréfinu til Ceceliu var brátt lokið og hún lokaði því . . Soffía stóð upp frá skrift>orðinu, og Qharlbury dirfðist að spyrja hana, hvort hann mætti ekki aka henni til Asihtead í sínum vagni. — Nei, nei, ég hef leigt mér póstvagn, og hann kemur strax. Þú hefur vonandi ekki komið hingað í þínum vagni? — Nei, ég kom gangandi frá Brooks. Ætlarðu að verða um kyrrt í sveitinni? — Það veit ég varla. Viltu bíða meðan ég fer í kápuna og set upp hattinn? Hann jánkaði því og hún fór út, en kom brátt aftur og Tina hoppandi í kring um hana í mikl um æsingi yfir að fá að fara út að ganga. Leiguvagninn var þeg ar við dyrnar, og Dassett, sem var alveg jafnhissa á þessu öllu og Oharlbury, hafði skipað þjóni að spenna tösku ungfrú Stanton- Lacy á vagninn. Soffía fékk hon um tvö síðustu bréfin sín og lagði ríkt á við hann, að hr. og ung- frú Rivenóhall fengju þau i hendurnar jafnskjótt sem þau kæmu heim. Fimm mínútuim síðar sat hún í vagninuim hjá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.