Morgunblaðið - 04.07.1968, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 04.07.1968, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1968 Nordg-aard er senn tilbúinn til þess að flytja „silfrið“ að landi. Ljósmynd Mbl Ámi John sen. „Hamrað og járnað frá morgni til kvölds" — um bord í síldarflutninga- skipinu Nordgaard Norska tankveiðiskipið Nord- er nú senn tiibúið til flutninga smiðjunni, sem einnig hefur ann azt uppsetningu. Eitthvað um 20 manns hafa að jafnaði unnið við breytingarnar. Stærstu hlutirnir, sem við höfum fengið erlendis frá eru síldarlyftur frá íras Maskinfa- brikk í Esbjerg í Danmörku og er ein- lyfta í hverjum tankskips sins, en þær eru alls 10. Upp- setningu á síldarlyftunum hefur Vélsmiðjan Héðinn séð um. Síld- arlyfturnar flytja síldina úr tönkum við löndun og i snigl- ana, sem flytja síldina frá borði. — Hvenær verður skipið til- búið til flutninga? — Skipið verður 'tilbúið hér í Reykjavík um n.k. helgi og þá fer það til Siglufjarðar, þar sem það setur meðal annars í land hluta af neyzluolíu skipsins fyr ir sumarið. Það er reiknað með að skipið leggi á miðin n. k. þriðjudag frá Siglufirði. — Hvað tekur skipið mikið af síld? — Það etr reiknað með að skipið geti flutt 4300-4500 tonn í hverri ferð og það á að taka u.þ.b. tvo sólarhringa að landa úr skipinu fullfermdu. — Mun skipið annazt ein- hverja aðra þjónustu við skipin, en síldarmóttöku? — Skipið verður með neyzlu vatn og olíu um borð fyrir sild arbátana á miðunum, én svo munu hin slídarflutningaskipin einnig gera. gaard, sem Síldarverksmiðjur eftir að nokkrar breytingar hafa rikisins hafa tekið á leigu til verið gerðar á skipinu i Reykja- síldarflutninga næstu 3 mánuði vík. Heildarkostnaður við breyt- inguna og undirbúning skipsins fyrir síldarflutningana nemur um 9 milljónum króna. Við fórum um borð í Mord- gaard í gær og fylgdumst með því sem þar var verið að gera. Það var allt á ferð og flugi, vélsmiðir að sjóða, smyrja og hamra. F.inn verkamaðurinn sagði, að það væri hamrað og járnað frá morgni tii kvölds. Við hittum að máli Valtý Gísla son vélfræðing hjá tæknideild S.R. en hann hefur haft eftirlit með breytingum á skipinu, und- ir stjóm Vilhjálms Guðmunds- sonar tæknilegs framkvæmda- stjóra hjá Sildarverksmiðjum rík isins. — Hvenær byrjuðuð þið á breytingunum, Vatlýr? — Skipið kom hingað um miðj an júní og þá var strax hafizt handa við breytingarnar. Þetta er tankskip sem notað hefur ver ið til olíuflutninga. Valtýr Gislason vélfræðingur. Vélsmiðir vinna við eitt af hundruðum tannhjóla. — Hverjar eru helztu breyt- ingar á skipinu? — Það er fyrirkomulag á mót töku og flutningskerfi í skipinu, sem jafnframt er löndunarkerfi — Hefur þurft að smíða breyt ingarnar sérstaklega? — Stærsta hlutann hefur þurft að smíða hér heima og það hefur verið gert hjá Lands- Myndin hér að ofan er tekin á æfingu hjá hljómsveit Ragnars Bjarnasonar, en hún mun ásamt leikurunum Róbert Arnfinnssyni og Rúrik Haraldssyni sjá um fjölbreytt skemmtiatriði á hér- aðsmótum Sjálfstæðisflokksins í sumar. STAKSTEII\1AR Lofsverður sveigjanleiki 1 brezka blaðinu „The Finan- cial Times“ er í forystugrein ný- lega fjallað um fund Atlants- hafsbandalagsins hér á landi og sagt: „Lokaályktun utanríkisráð- herrafundar NATO, sem haldinn var í höfuðborg Islands, sýnir lofsverðan sveigjanleika. A ann- an bóginn fordæma ráðherrarnir harðlega siðustu aðgerðir Austur- Þjóðverja, sem beinast að því að trufla samgöngur og aðflutn- inga milli Vestur-Þýzkalands og Vestur-Berlínar. En á hinn bóg- inn lýsa ráðherrarnir því yfir, að þeir séu reiðubúnir til þess að kanna í samvinnu við Sovétríkin og önnur Austur-Evrópulönd möguleika á samhliða minnkun vígbúnaðar og herafla í Evrópu. Hugurinn kemur greinilega í ljós. Ef Rússar og vinir þeirra vilja stefna að því að minnka spennuna í Evrópu, munu NATO- ríkin semja við þá á jákvæðan hátt. Ef austantjaldslöndin vilja skapa erfiðleika, munu vestrænu rikin standa einhuga saman. Eina veikleika merkið í stöðu Vestur- veldanna er, að þrátt fyrir ailt geta þau ekki gert mjög mikið varðandi hindranirnar við Ber- lín. Nýji vestræni skatturinn á Austur-Þjóðverja, sem heim- sækja NATO-ríkin, er aðeins settur til þess að bjarga andlit- inu.“ Rússar og Tékkar Þá ræðir blaðið um vandræði leiðtoganna í Kreml í tilraunum þeirra, til þess að viðhalda áhrif um sinum í Austur-Evrópu. Blað ið gerir samanburð á Rúmeníu og Tékkóslóvakíu og segir: „í Rúmeníu stafar andstaðan gegn Rússum frá leiðtogum lands ins, og enda þótt hún valdi Rúss um gremju hafa þeir getað þol- að hana, vegna þess að rúm- ensku leiðtogvrnir hafa haldið uppi viðurkenndum starfshátt- um í innanlandsstjórn sinni; flokksagi innan rúmenska komm únistaflokksins hefur verið engu minni en í sovézka flokkn- um. En í Tékkóslóvakíu hefur frjálsræðið verið knúið fram af stórum hópi þjóðfélagsþegna — stúdentum, mcnntamönnum og verkamönnum. 1 sjálfu sér er Tékkóslóvakía litið land, sem skiptir ekki miklu máli í heildarmynd Sovétríkj- anna. En vandræði Rússa stafa af því, að fordæmið þaðan er smitandi. Það stuðlaði af þvi, að vandræði sköpuðust í Póllandi, þar sem friður ríkir að vísu núna, en hann er ótryggur. Það gæti skapað óróa í Ungverja- landi, þar sem atburðirnir í Tékkóslóvakíu hafa vakið inni- legan áhuga. En umfram allt, fordæmið frá Tékkóslóvakíu gæti valdið hættulegum hugsana gangi í Sovétríkjunum sjálfum. Af þessari ástæðu hafa rúss- nesku leiðtogarnir brugðizt harkalega við. Brezhnev, leið- togi sovézka kommúnistaflokks- ins, og sovézki varnarmálaráð- herrann Grechko, marskálkur, hafa haft bein afskipti af tékk- neskum innanríkismálum. So- vézku skriðdrekarnir, sem nú eru að æfingum í Tékkóslóvakíu, koma boðskapnum til þeirra, sem hafa ekki enn áttað sig á því, hvernig landið liggur. I Sovétríkjunum sjálfum gaf Brezhnev út skipun til mennta- manna, þar sem hann sagði þeim að „fylgja stefnunni, eða annars“. Þegar athyglin beinist að þessu, eiga einhverskonar hörkuaðgerðir i Þýzkalandi ágæt í lega við.“ e « I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.