Morgunblaðið - 04.07.1968, Síða 5

Morgunblaðið - 04.07.1968, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1 f>68 5 Fjölmennt skátaþing á Isafirði 109 hvulir veiddir í gær voru 109 hvalir komnir á land í Hvalveiðistöðinni. Þá voru fjórir hvalir veiddir, en ókomnir. Veiðin hefur gengið mjög vel og hvalirnir hafa yfir- leitt verið nokkuð vænir, hvað snertir lengd. BEZT að auglýsa 1 Morgunblaðinu SKÁTAÞING 1968 var haldið í Húsmæðraskólanum á ísafirði dagana 21. til 23. júní s.l. Mætt- ir voru 60 fulltrúar frá 13 skáta- félögum, auk stjórnar Bandalags ísl. skáta. Einnig voru um 10 varafulltrúar, þannig að alls sátu þingið um 75 manns. Skátahöfðingi, Jónas B. Jóns- son, setti þingið föstudaginn 21. júní kl. 6. e.h. Þingforseti var kosinn Jón Páll Halldórsson, fé- lagsforingi Skátafélagsins Ein- herjar á ísafirði, og varaforseti frú Auður Hagalín, félags- foringi kvenskátafélagsins Val- kyrjan á ísafirði. Þegar kjörbréfanefnd þings- ins hafði lokið störfum, flutti framkvæmdastjóri B.Í.S., frú Anna Kristjánsdóttir, starfs- skýrslu bandalagsins fyrir síð- ast liðin tvö ár og gerði grein fyrir reikningum þess í fjarveru gjaldkera. Á þessu tímabili ber hæst Landsmót skáta að Hreða- vatni í Borgarfirði sumarið 1966 og heimsóknir erlendra skátafor ingja í sambandi við það. Mótið á Hreðavatni sóttu 1338 íslenzk ir skátar, 239 erlendir skátar frá 13 þjóðlöndum og 753 þátt- takendur, sem voru í fjölskyldu búðum, sem starfræktar voru á mótinu. Á þessu tímabili voru einnig haldin mörg snærri mót. Þá er í skýrslunni getið utan- ferða íslenzkra skáta, en ísl. skátar gerðu mjög víðreist á ár- inu 1967, m.a. tóku 11 skátar þátt í Jamboree-móti í Banda- ríkjunum. Aukin foringjaþjálf- un og útgáfustarfsemi. Foringjaþjálfun hefir mjög verið aukin á tímabilinu og á- herzla lögð á áframhaldandi upp byggingu foringjaþjálfunarinn ar. Er foringjaþjálfunin nú orð- in eitt af mikilvægustu verkefn- um bandalagsins. Þá hefir banda lagið með höndum margvíslega útgáfustarfsemi. Auk tveggja blaða, Skátablaðsins og Foringj- ans, sem komu reglulega út bæði Frá sýningunni „40 ára skátastarf“ ar skáta. útbúnaður hjálparsveit- árin, sá bandalagið um útgáfu á ýmsum bæklingum og hug- myndablöðum fyrir skátafor- ingja og nú er unnið að undir- búningi nýrrar Skátabókar, sem ráðgert er að komi út í áföng- um á næstu árum. Fjármál B.Í.S. og framtíðarverk- efni. Aðalmál þingsins voru fjármál B.I.S. og stofnana þess og fram- tíðarverkefni bandalagsins. Var þingfulltrúum skipt í umræðu- hópa, sem hver um sig ræddi einstaka þætti þessara mála, en gerðu síðan þinginu grein fyrir niðurstöðum sínum á eftir. Þá var einnig rætt um STÍLskól- ann og framtíðarverkefni hans. Sumardaginn fyrsta 1967 var stofnað skátafélag í Garðahreppi sem hlaut nafnið Vífill. Var inn- taka þess í B.Í.S. formlega sam- þykkt á þinginu, en að þessu nýja félagi standa fyrst og fremst gamlir skátar úr Hafnar- firði og Reykjavík. Á fleiri stöð- um hefir vísir að skátastarfi ver ið hafinn, svo sem í Búðardal, í Kumbaravogi og í Ólafsvík, en þar var skátafélag starfandi áð- ur. Á laugardagskvöldið efndu skátafélögin á Isafirði til kvöld- vöku í Húsmæðraskólanum fyrir þingfulltrúa og eldri skáta á ísa firði, en á sunnudagsmorguninn var helgistund í ísafjarðar- kirkju. Þar flutti séra Jón Ól- afsson, fyrrv. prófastur í Holti í önundarfirði, morgunhugvekju, en dr. Matthías Jónasson, pró- fessor, flutti erindi, er hann nefndi Gildi persónuleikans. Á undan og eftir voru sungnir sálm ar við undirleik Ragnars H. Ragnar. Á sunnudag var kosið í stjórn bandalagsins, en í henni eiga nú sæti: Jónas B. Jónsson, skáta- höfðingi, Borghildur Fenger, að- Frá sýningunni „40 ára skátastarf" j Skátaheimilinu á ísafirði. stoðarskátahöfðingi, Páll Gísla- son, aðstoðarskátahöfðingi, Auð- ur Stefánsdóttir, ritari, og Guð- jón Eyjólfsson, gjaldkeri. Frú Hrefna Tynes, sem hefir átt sæti í stjórn bandalagsins um langt árabil, baðst nú undan endur- kosningu, en henni voru þökk- uð farsæl og mikil störf í þágu skátahreyfingarinnar á liðnum árum. Skátaþingi var slitið sunnu- daginn 23. júní kl. 3 eftir há- degi. Sýningin „40 ARA SKÁTA- STARF“. í tilefni af 40 ára afmæli beggja skátafélaganna á ísa- firði, Einherja og Valkyrjunnar, fyrr á þessu ári, hafa félögin opnað sýningu í Skátaheimilinu á Isafirði, sem þau nefna 40 ÁRA SKÁTASTARF. Var sýn- ingin opnuð 22. júní að viðstödd um fulltrúum á Skátaþingi og öðrum gestum. Þar sýna bæði félögin safn af myndum frá 40 ára starfi félaganna, ásamt ýms- um munum, sem félögin eiga. Hjálparsveit skáta á ísafirði sýn ir hluta af útbúnaði sveitarinn* ar og kennslutækjum fyrir hjálp í viðlögum og loks er sýndur hluti af frímerkjasafni Sigurð- ar Ágústssonar, skátaforingja í Reykjavík, sem hann lánaði fé- lögunum í þessu tilefni. Uppsetningu á sýningunni ann aðist Birgir Úlfsson. Sýningin er opin á hverju kvöldi frá kl. 8-11. íslendingum og Norðmönnum ber nð komn til hjnlpnr HEIMURINN hefur undanfarið I fengið hinar hræðilegu fréttir af | hungursneyðinni og hörmungun um í Biafra. Ég held að íslendingar og Norðmenn hljóti að taka sér p KARNA BÆR TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS— Týsgötu 1. — Sími 12330. TÓKUM UPP í GÆR TÖKUM UPP í DAG TÖKUM UPP Á M0RGUN þessi ósköp nær en flestir aðr- ir, o,g þau hljóti að koma verr við þá en flesta aðra, Biafrabúar hafa á undanförn- um árum haldið lífinu í mörg- um ísilendingnum og Norðmann- inum. Þeir hafa keypt af okkur skreið. Nú dynja yfir þá hörm- ungarnar og þeir deyja í hrönn- um. Deyja úr hungri. Hví drepur hungrið þá? Jú, þeir geta ekki borgað, m.a. fyrir skreiðina sem þeir þurfa að fá . Á sama tíma standa skreiðar- skemmurnar á íslandi og í Nor- egi fuliar, og dýrmætur matur liggur undir skemmdum. En við, íslendingarnir og Norðmennirn- ir, við sitjum róiegir í kringum okkar fuliu skreiðarskemmur og njótum þeirra góðu kjara, sem við höfum búið okkur í löndum okkar. Barn, sem er að deyja úr hungri í Biafra, ber enga ábyrgð á alþjóðlegu stjórnmálaöng- þveiti. Þeir sem hugsa um þetta deyj- andi barn, leggja líka alþjóðieg stjórnmál til hliðar meðan þeir hugsa u mþað. Þeir spyrja heid- ur ekki um það, hvort fjármagn sé fyrir hendi eða ekki. Þeir hugsa um það eitt, að norska og íslenzka skreiðin verður að komast til Biafra, hvort sem hún verður greidd nú, seinna eða aldrei. Það er íslenzku og norsku rík- isstjórnanna að sjá um að svo verði. 30. júní 1968. Þorsteinn Hannesson. NÝJAR VÖRUR í RÁÐAR DEILDIR PÓSTSENDUM UM LAND ALLT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.