Morgunblaðið - 04.07.1968, Síða 19

Morgunblaðið - 04.07.1968, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1»G8 19 HVAD ER TIL URBOTA I SKOLAMÁLUM? Ráðstefna 8IJS á Akureyri Laugardaginn 6. apríl sl. var haldin á Akureyri ráðstefna um skólamál. Ráðstefnan var haldin á vegoim Sambands ungra Sjálfstæðismanna og Varðar. F. U.S. á Akureyri og var ein af ráðstefnum ungra sjálfstæðis- manna undir samheitinu: Hvað er til úrbóta í skólamálum? Ráð- stefnan var sett af Birgi ísl. Gunnarssyni formanni S.U.S., en aðalræðumenn voru Þór Vil- hjálmsson, prófessor, og Sverrir Pálsson, skólastjóri. Fundar- stjóri var Sigurður Sigurðsson, formaður Varðar á Akureyri. Þór Vilhjálmsson ræddi í upp- hafi, hve mikilvæg menntunin er í nútímaþjóðfélagi. Miklu væri einnig til hennar kostað, því að nú starfaði fjórði hver íslendingur í skóium og áætl- aðar fjárveitingar til þeirra úr ríkis og sveitarsjóðum væru á þessu ári 804 milljónir krónur, þar af 221 milljón til byggingar- framkvæmda. Ræðumaður kvað jafnan ástæðu til að spyrja, hvað framundan væri í kennislumál- Þór Vilhjálmsson, prófessor um. Um þessar mundir virtust skoðanir næsta sundurleitar um, hvert stefna skyldi. Skýrðiræðu maður frá athugun á efni 12 smá- greina, sem birtust í Morgun- blaðinu 3. og 4. nóvember s.l. og á efni 7 greina, sem birtust nokkru áður í tímaritinu Sam- vinnunni. Taldi hann niðurstöð- ur af athugun þessari benda til, að um einingu og sókn að á- kveðnu marki í skólamálum væri nú ekki að ræða. Þessu næst vék Þór Vilhjálms- son að verkaskiptingu milli skóla og sérfræðinga í kennslu- málum annars vegar og heimila og allis almennings hins vegar. Sagði hann foreldra ráða litlu um það, hvaða þekkingaratriði og hvers konar siðir börnum væru kenndir í skólum. Þó gætu engir sérfræðingar, hvorki kenn arar né aðrir, sagt, hvernig skól- arnir ættu að leitast við að hafa áhrif á lífsviðhorf barna. Einn- ig væri val á þeim þekkingar- atriðum, sem kenna skyldi, í verulegum mæli háð ósérfræði- legu ma'ti. Þór ságði, að á þessu skorti skilning meðal almenn- ings. Rétt viðbrögð við þessum mikilvægu staðreyndum væru aukið valfrelsi og meiri fjöl- breytni að öðru leyti, sem al- menningur yrði að knýja fram eftir stjórnmálalegum leiðum. Þór Vilhjálmsson kvað annað atriði kalla á aukna fjölbreytni í skólastarfi. Væri það fjölgun þeirra ungmenna, sem sætu á skólabekk, eftir að skyldunámi lýkur. Hann kvað atliuganir Efnahagsstofnunarinnar hafa sýnt, að nú væru um 75% 12-15 ára unglinga í skóla, en um 50% árið 1950. Árleg aukning 1960- 1966 hefði verið 2,8% af aldurs- árgangi á ári. Enn meiri væri aukningin í menntaskólunum, þar sem samsvarandi vaxtarpró- senta hefði verið 4,7%. Þessi þró un sagði ræðumaður, að hlyti að leiða til endurskoðunar á náms- efni og til annarra breytinga. Líklegast til árangurs væri, að Reykjavík eða einhver stóru káupstaðanna, Akureyri, Kópa vogur eða Hafnarfjörður, stofn- aði í tilraunaskyni og með að- stoð frá ríkissjóði skóla í lík- ingu við hina nýju brezku „comprehensive schools“. Þar væru nemendur saman í skóla lengur en hér tíðkaðist, en aft- ur á móti væri kennslan í hverj- um skóla miklu fjölbreyttari bæði i bóklegum og verklegum greinum. f síðari ' hluta erindis síns ræddi Þór Vilhjálmsson allýtar- lega um Háskóla íslands. Vék hann að hlutverki stofnunarinn- ar, fámenni innan vébanda henn ar, bæði að því er varðar kenn- ara og nemendur, þeirri stað reynd, að aðeins 35,7% innxit- aðra stúdenta ljúka prófi og að því, hve fullorðnir stúdentar eru, þegar þeir koma til starfa að há- skólanámi loknu. Sverrir Pálsson hóf mál sitt á að geta þess, að enda þótt ljóst væri, að margt mætti betur fara i skipulagi fræðslunnar í land- inu, yrði að fara með mikilli gát, ef gera ætti grundvallarbreyt- ingar. Sverrir sagði: „Varastber of mikla nýjungagirni og að gleypt sé við í fljótfærni hverri nýrri hugmynd, sem upp kann að skjóta kolli einhvers staðar, þótt girnileg sé í fljótu bragði, heldur taka það eitt upp af breytinga tagi, sem góð reynsla er fengin af annars staðar eða einsýnt þykir við beztu manna yfirsýn, að til bóta horfi og hæfi okkar aðstæðum. Við eigum viissulega að vera vökul og gagn rýnin á okkur sjálf og starfsað- ferðir okkar og viðfangsefni, hika ekki við að fleygja hinu feyskna, fúna og úrelta, ef við erum viss um að fá annað betra í staðinn, en því, sem vel hefir gefizt, eigum við að halda.“ Síðan ræddi Sverrir Pálsson fræðslulögin. Sagði hann, aðþau hefðu í sumum tilvikum verið túlkuð mjög frjálslega, í nokkr- um atriðum sniðgengin og að ýms ákvæði þeirra hefðu ekki alls staðar komið til framkvæmda enn vegna staðhátta eða aðstöðu leysis, eins og raunin væri víða í sveitum og í öðru strjálbýli landsins. Mörgum, sem rætt hafa og ritað um skólamál að und- anförnu, hefur yfirsézt þessi stað reynd, þegar þeir hafa gagnrýnt fræðslulöggjöfina og kennt henni flest, sem þeim hefur fund izt miður fara í uppfræðslu ung- menna, en mörgu af því mætti breyta án þess að breyta lögun- um, ef það þykir til bóta horfa. Lögin hefðu verið vandlega und irbúin af hæfum aðilum sem haft hefðu góða yfirsýn yfir skóla- kerfið í heild og hefðu þau stað- izt vel dóm reynslunnar .í flest- um meginefnum. Þeir, sem ákaf- ast krefðust breytinga á fræðslu lögunum, athuga ekki allir nógu vel, að grundvallarbreytingar verða tæpast gerðar, svo að vel sé, nema allt skólakerfið frá barnaskólum til háskóla, sé tek- ið til athugunar. Sú athugun kostar miklar rannsóknir og rækilegar kannanir, áður en fært sé að breyta til. Hins vegar leyfi fræðslulöggjöfin margvíslegar breytingar innan takmarka sinna og þar getur margt horft til mikilla framfara. Þá gerði Sverrir að umtals- efni ýmis þau atriði, sem betur mættu fara, s.s. léleg launakjör kennara, óviðunandi húsnæði skóla, skort á nauðsynleg- um kennslutækjum og gallaðar kennslubækur. Þau atriði, sem helzt væri á- stæða til að breytt yrði í fræðslu lögunum, kvað Sverrir vera efra mark skólaskyldunnar og skilin milli barna- og gagnfræðastigs og væri eðlilegast, að öll fræðsla á skólaskyldustigi færi fram á sama skólastigi, þ.e. barna- fræðslustigi. Óeðlilegt væri, að nemendur yrðu að sækja tvo skóla og tvenns konar skóla til að ljúka skólaskyldu sinni. Skólaskyldu ætti að ljúka á því ári, sem barn verður 14 ára, og verði fullnaðarpróf skólaskyldu barnapróf. Óþarfi væri að hafa skólaskylduna lægri, því reynsl- an sýni, að yfirgnæfandi meiri- hluti nemenda óskar að halda áfram námi, eftir að skólaskyldu lýkur, en þeir, sem helt- ast úr lesinni eru að jafn- aði nemendur, sem lítið gætu tileinkað sér í námi eða orðið sér að gagni í skóla. Litlu máli skipti, hvort þessir tiltölu- lega fáu nemendur „væru í skóla“ einu ári lengur eða skem- ur og væri sennilega skynsam- legast fyrir þá að fá sér starf við sitt hæfi. Með því móti kæmu allir nemendur gagnfræðaskól- anna inn í þá af frjálsum vilja og að undangengnum frjálsum umsóknum. Við það mundi aðal- lega tvennt vinnast: 1) Nemend ur kæmu með öðrum hug til náms ins en þegar þeir eru þvingað- ir eða skyldaðir til þess. 2) Stjórn gagnfræðaskólanna yrði að mun auðveldari en nú er með hinni óeðlilegu tvískiptingu milli skyldustigsnemenda og nemenda með sjálfviljugri skólasetu. Um námsskrá sagði Sverrir, að hún ætti að vera tvennskonar, ínnur ætluð miðlungsnemendum og góðum nemendum, hin slök- um, enda hefði reynsla sýnt, að óhæft væri að ætla öllum nem- endum, góðum og lélegum, sama námsefni, yfirferð og kennslu tök. Gæti slíkt valdið leiða og töfum hjá afbragðsnemandanum, en vanmáttarkennd og kergju hjá hinum þungfærari. Kennslu í eðlis- og efnafræði þyrfti að stórauka og bæri að leggja stór- aukna áherzlu á notkun hjálp- artækja og kennsluáhalda. Taka bæri upp nýjungar í kennslu er- lendra tungumála og hefja þá kennslu fyrr en nú er gert, þeg- ar í 11 eða 12 ára bekkjum gagnfræðaskólanna og bæri að leggja meira kapp en gert er á hið mælta mál, en draga að sama skapi úr hinum gömlu lat- ínuskólaaðferðum við endalaus- ar þýðingar texta. Ræðumaður gat um gagnsemi starfsfræðslu, sem hann kvað einkum lýsa sér í tvennu: 1) Hún auðveldar ung- Sverrir Pálsson, skólastjóri mennum að átta slg á, á hvaða störfum og viðfangsefnum þau hafa mestan áhuga og hvaða störf falla bezt að hæfileikum þeirra. 2) Hún glæðir skilning nemenda á gildi og tilgangi skóla göngunnar og stuðlar þannig beint og óbeint að betri náms- árangri þeirra í heild. Sverrir Pálsson sagði: „Nú- tímaþjóðfélag krefst meiri kunn áttu hvers þegns en áður var. Við verðum því að fjölga mönn- unum með menntun og þekkingu sem örast, ef við eigum ekki að dragast langt aftur úr öðrum þjóðum. Rétta ráðið til að auka stúdentafjöldann er þó ekki að draga úr kröfum um skilning og almenna kunnáttu á prófum, t.d. landisprófi, og auðvelda mönnum á þann hátt inngöngu í mennta- skólana, — heldur hitt, að búa þá betur undir prófin, hæna þá að náminu og gera þeim ljóst, hver nauðsyn hverjum einstakl ingi er á góðri menntun, ef hann á að geta lifað sómasamlegu lífi og séð sér og sínum farborða. Þriðji framsögumaðurinn, sem auglýstur hafði verið, Sr. Sig- urður Guðmundsson, Grenjaðar- stað, forfallaðist á síðustu stundu. Að framsöguræðum loknum fóru fram frjálsar umræður. Valgarður Haralðsson, náms- stjóri, taldi, að tillögur til úr- bóta í skólamálum þyrftu að byggjast á rannsóknum og mik- illi þekkingu. Ræðumaður taldi koma til greina að breyta skólaárinu og láta það hefjast 1. janúar og að skólinn starfaði meira og minna allt árið með til- tölulega stuttum hléum á jól- um, páskum og yfir hásumarið. Aðailfundur Fyllkiis F.U.S. á ísaifirði var haldinn mánudaginn 18. marz 1968 í SjálÆstæðishúsinu á ísafirði. Á funcLnuim vonu eftirtaldir mienn kosnir í stjórn félagsins: Formaðiur Úlfar Ágústsson, aðr ir í stjórn Garðar Einarsson, Jó- hann Ármann Kjartansson, Magnús Þórðarson og Jens Krist- mannsson. Það yrði stöðugt erfiðaxa að sjá unglingum fyrir vinnu yfir sum- armánuðina. Hann taldi ekki ó- eðlilegt, að reyna að minnka þann árafjölda, sem nemendur væru nú í skóla, og væri t.d. ekki útilokað að stytta bama- skólastigið. Ræðumaður kvaðst fylgjandi þeirri hugmynd, að allt skólaskyldunámið færi fram í ein um skóla. Ræðumaður minnti á, að á Norðurlandi væru 64 skólahverfi smá og stór, og væru reknir skyldunámsskólar í 59 þeirra. Minnsta skólahverfið væri með 5 nemendur. Aðstaðan væri eðli lega mjög misjöfn og því væri visst jafnvægisleysi í skólamál- um. Rétt væri því að breyta skipan skólahverfa. Jón E. Ragnarsson, hdl., taldi stúdentsmenntun of dýrkaða á fs landi. Fræðslukerfið væri of lok- að og miðaðist um of við það að framleiða embættismenn. Hann taldi fræðslukerfið, eins og það væri framkvæmt, hafa þau áhrif, að sem fæstir næðu sem skemmst í stað þess að mennta sem flesta sem mest. Ræðumaður taldi skorta lárétt tengsl á milli skóla, þannig að nemendur gætu farið á milli ein- stakra tegunda skóla, án þess að byrja í viðkomandi skóla frá upphafi. Þórir Sigurðsson, menntaskóla- kennari, taldi, að ef lækka ætti aldur stúdenta, þyrfti að gera rót tækar breytingar á skólun- um. Ræðumaður taldi vafamál, að við þyrftum fleiri stúdenta með þá menntun, sem stúdents- prófið nú veitti. Ef reyna ætti að fjölga tegundum stúdenta, þyrfti að gera námsefnið fjöl- breyttara, þannig að fleiri leiðir yrðu í gegnum menntaskólana. Þórir taldi Háskóla íslands veita of fáa möguleika til framhalds- náms og væri um of embættis- mannaskóli. Leó Kristjánsson, menntaskóla kennari, vék að Háskóla íslands. Hann taldi Háskólann ekki veita nægilega aðstöðu til vísindaiðk- ana í þágu atvinnuveganna. Hann taldi, að hér vantaði ekki menn til vísindaiðkana, heldur fjármagn til að gera Háskóla ís- lands starfi sínu vaxinn. Finnbogi Jónsson, menntaskóla nemi, taldi ekki rétt að nemend- ur byrjuðu nám allir á sama aldri. Það ætti að fara eftir þroska. Hann taldi rétfindi þeirra, sem byrjað hefðu mennta- skólanám, en hættu t.d. eftir 5. bekkjarnám, of lítil. Slíkir nem- endur nytu í engu meiri rétt- inda til náms í öðrum skólum en gagnfræðingar. Framsögumenn tóku aftur til máls, en að ræðum þeirra lokn- um var ráðstefnunni slitið. son og Garðar Einarsson. Stjórnarfundur var haldinn þann 30. marz. Skiipti stjórnin mieð sér verk- uim þanniig: Varaformaður Garðar Einars- son, ritari Jóhann Árrnann Kjart ansison, gjaldkeri, Magnús Þórð- arson og imeðstjórnandi Jens Kristmannsson. Aaðaif undur Fylkis FUS f kjördæmisráð: Úifar Ágústs

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.