Morgunblaðið - 04.07.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.07.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1968 Keflvíkingar - Suðurnesjamenn Reynið okkar nýja og endurbætta smurbrauð. Brauð með kjúklingum, laxi o.fl. Matstofan Vík, Keflavík. Keflvíkingar - ferðafólk Reynið hið nýja og endurbætta smurbrauð á Matstofunni Vík, Keflavík. Gamli bærinn - hornlóð Húseignin Þórsgata 29, ásamt eignarlóð til sölu. Tilboð óskast, réttur áskilinn til að taka hvaða til- boði sem er eða hafna öllum. Tilboðum sé skilað á afgr. Morgunblaðsins fyrir 10. þ.m. merktum: „Gamli bærinn 8148“. Hestamenn ríöa heim i Skógar- hóla um næstu helgi Um næstu helgi efna sjö fé- lög hestamanna af Suður- og Suðvesturlandi til hestamanna- móts í Skógarhólum á Þingvöll- um. Félögin hafa efnt til slíkra móta árlega og verður þettamót með svipuðu sniði og undan- farin ár. Fyrir hestamannamótinu um næstu helgi gangast hestamanna félögin Fákur í Reykjavík, Gust ur í Kópavogi, Hörður í Kjósar- sýslu, Logi í Biskupstungum, Ljúfur í Hveragerði og Sörli í Hafnarfirði. Er búizt við að menn úr öllum þessum félögum riði „heim til Skógarhóla" umnæstu helgi, en auk þeirra er búizt við gestum frá Akranesi og Borgar nesi og víðar. Bergur Magnússon, fram- kvæmdastjóri Hestamannafélags ins Fáks, skýrði frá þvi í gær, að dagskrá mótsins í Skógar- hólum verði að þessu sinni mjög fjölbreytt að vanda. Dag- skrá mótsins hefst á laugardags kvöld kl. 20 með undanrásum í skeiði, 300 metra stökki og 800 metra stökki. Á sunnudag kl. 14 verður mótið svo formlega sett og gerir það Albert Jó- hannsson, Skógum, en hann er varaformaður landsambands hestamanna. Að lokinni mótssetningu eiga hestamenn úr félögunum að ríða inn á sýningarsvæðið og þá heldur séra Bjarni Sigurðsson á Mosfelli helgistund. Að því loknu ríða menn út af svæðinu og verða þá syndir gæðingar, fimm úr hverju félagi, eða alls 35 hestar. keppt í brokki. Tólf hestar munu taka þátt í þeirri keppni og er vegalengdin 12-1300 metrar. Verða allir hestarnir ræstir 1 einu. Meðan á keppni stendurverð- ur börnum á mótinu gefinn kost ur á að komast endurgjaldslaust á hestbak. Verða í þessum til- gangi nokkrir hestar hafðir 1 girðingu á mótstað og er búizt við mikilli þátttöku barna í þeirri skemmtun. Þess má og geta, að börnum verður leyfður aðgangur að mótsvæðinu þeim eða foreldrum þeirra að kostn aðarlausu. Búizt er við, að mótinu ljúki um kl. 19 á sunnudag, en siðasti viðburðurinn er naglaboðhlaup félaganna, sem fyrir mótinu standa. Veitingar verða seldar allan mótstímann, svo mönnum er ekki nauðsyniegt að hafa með sér nesti. SKÚGARHÚLAR 1968 Að því loknu hefst keppni í hinum ýmsu greinum með keppni í skeiði og kom þar fram margir þekktir hestar, þar á meðal Móri (úr Kjós) ogHroll augur (úr Laugarnesi). Næst verður keppt í 300 metra stökki og mætast þar aft- ur hestar sem kepptu á hesta-' mannamótinu um síðustu Hvíta- sunnu. Þá verður keppt í 800 metra hlaupi og vænta menn þarharðr ar baráttu, því þar keppa m.a. Þytur Sveins K. Sveinssonar og Reykur Jóhönnu Kristjánsdótt- ur, en knapi á Reyk verður Kol- brún Kristjánsdóttir. Að loknu hlaupinu verður Verðlaun fyrir hinar ýmsu greinar mótsins verða veitt og er til mikils að vinna. Fyrstu verðlaun fyrir skeið eru 10 þús- und krónur og silfurpeningur. Önnur verðlaun eru 6 þús. krón ur og þriðju verðlaun 3 þúsund krónur. Fyrir beztan árangur í 300 metra stökki verða veittar 6 þúsund krónur og gullpening- ur, en 2. og 3. verðlaun eru 3. þúsund og 1500 krónur. í 800 metra hlaupi fær sigurvegarinn 10 þúsund krónur og gullpen- ing, en þeir sem næst honum komast fá 6 þúsund og 3 þús- und krónur. Gullpeningur verð ur veitrtur fyrir beztan árangur í brokkL Nauðungaruppboð sem auglýst var í 28., 31. og 33. tbl. LögbirtÍTigaMaðB- ins 1968 á hluta í Ásvalagötu 48, hér í borg, þiagl. eign Þráins Hafsteins Kristjánssonar, fer fram eftir kröfu Þorvaldar Lúðvíkssonar hrfl„ á eigninni sjálfri, mániudaginn 8. júlí 1968, kl. 10.30 árdegis. BorgarfógetaembættiS í Reykjavik. Efnt verður til hestamannamóts að Skógarhólum laugardaginn 6. júlí kl. 20 og sunnudaginn 7. júlí kl. 14. Keppt verður í brokki 1200 m. 300 m stökki, I. verðlaun kr. 6.000.— 800 m stökki, I, verðlaun kr. 10.000.— 250 m skeiði, I. verðlaun kr. 10.000.— Veitingar á staðnum. Hestamannafélögin Fákur, Gustur, Hörður. Ljúfur, Logi, Sörli, Trausti. Til leigu 5 herbergja íbúð við Bergstaðastræti. Leigist til hausts. 6 herbergja íbúð við Fellsmúla, laus 1. ágúst. 3ja herbergja ibúð við Kleppsveg. 5 herbergja íbúðarhæð við Grænuhlíð. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 9. þ.m. merkt: „íbúðir 8365“. Cetum nú boðið rússneska vörubifreið GAZ-53-A með palli og enskri Perkins dísilvél. Burðarþol á palli 5 tonn. Hjólbarðar 825x20 Áœtlað verð kr. 340.000.00 Hagstœðir greiðsluskilmálar Bifreiðar & Landbúnaðarvélar Suðurlandsbraut 14 — Sími 38600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.