Morgunblaðið - 04.07.1968, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 04.07.1968, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚLl 19«* Áttrœður í dag: Salvar Olafsson Reykjarfirði — f DAG á Salvar Ólafsson í Reykj- VrfirtSi við ísafjarðardjúp áttræð isafmæli. Salvar er sonur hjónanna Evlavíu Kristjánsdóttur og Ólafs Jónssonar í Lágadal og síðar bónda í Reykjafirði. Bjuggu for- eldrar hans stóru búi í Reykjar- firði í fjöldamörg ár. Síðan hafa búið í Reykjarfirði afkomendur Ólafs Jónssonar. Fyrst Guðrún systir Salvars og Bjarni Hákon- arson mágur hans, þá bjuggu um tíma í félagsbúi með Salvari, Magnús Hákonarson mágur hans og kona hans Ingunn Jónasdóttir. en lengst af búskapartíma sín- um rak Salvar búskapinn í Reykjarfirði einn með sinni dug miklu konu. Síðustu búskaparár Salvars bjó hann félagsbúi við Hákon son sinn. Það munu vera tæplega tíu ár síðan Hákon keypti jörðin alla af foreldrum sínum og hefur búið í Reykjar- fii'ði síðan. Það vill oft verða hlutskipti bænda þegar árin fær ast yfir, að verða að selja jarðir sínar og flytja til Reykjavíkur, eða annarra kaupstaða, vegna þess að afkomendur þeirra vilja ekki búa í sveit. Eftir því, sem ég þekki bezt til hefði fátt fallið Salvari Ólafs- syni þyngra en að verða að yfir- gefa jörðina sína þegar hann treysti sér ekki lengur að standa fyrir umsvifamiklum búrekstri. En hann er sá hamingju maður, að sonur hans vill taka upp merki hans og búa á sinni ættar- jör'ð. Salvar hefur þvi getað ver- ið á þeirri jörð, sem hann ára- tugum saman sat með rausn, og ennþá hefur hann nokkra bú- sýslu, því hann á ali margar kindur sem hann hirðir um sjálf- ur. Salvar Ólafsson er viðurkennd ur dugnaðarmaður og búhöldur mikill. Hann er heldur hlédræg- ur maður og kom fremur lítið nálægt opinberum málum, þó komst hann ekki hjá að sitja í hreppsnefnd um nokkurra ára skeið. Reykjarfjarðarheimilið hef ur verið eitt þeirra heimila, sem hvað mest hefur verið rómað fyrir gestrisni og höfðingsforag. Þar hefur hjálpsemin og greið- viknin ætíð setið í fyrirrúmi og fáa menn þekki ég sem hafa verið hjálpsamari en Salvar Ólafsson. Hann er mikill mann- kostamaður og reyndist alltaf þeim bezt, sem minnst máttu sín. Þeir sem voru gamlir og las- burða og áttu ekki neina að eignuðust iheimili í Reykjarfirði. Hjartahlýja og umhyggja fyrir öðrum hefur verið rík í þessum áttræða heiðursmanni. Kona Sal- vars er Ragnhei'ður Hákonar- dóttir frá Reykhólum, glæsilég, dugleg og höfðingleg kona sem hvarvetna er tekið eftir. Hún hefur ekki síður en bóndi hennar átt sinn þátt í því að gera heim- ilið víðfrægt fyrir rausn og skör ungsskap. Þessum hjónum hefur orðið fimm barna auðið og eru þau þessi: Gróa gift Halldóri Víglunds- syni fyrrv. vitaverði á Dala- tanga, Hákon bóndi í Reykjar- firði kvæntur Steinunni Ingi- mundardóttur, Sigríður gift Baldri Bjarnasyni oddvita í Vig- ur, Arndís gift Júlíusi Jónssjmi bónda í Norður Hjáleigu í V- Skaft. og Ólafía gift séra Baldri Vilhelmssyni í Vatnsfirði. Á þessum degi hugsum við vinir Salvars til hans og send- um honum og fjölskyldu hans okkar hlýjustu kve'ðjur og ósk- um þess að ævikvöld hans megi verða friðsælt og fagurt eins og byggðin heima við Djúp er, þeg ar hún skartar sínu fegursta. Matthías Bjamason. «1 75 ára í dag: Rannveig Ásgeirs- dóttir frá Látrum í DAG á Rannveig Ásgeirsdótt- ir frá Látmm í Aðalrvík 75 ára afrrtadli. Þessi hedðuirskona er fædd að Eiði í Hestfirði, en þar bjnggu foreldrar hennar, Sig- ríður og Ásgeir Jóinsson um ára- tuga skeið. Rannveig flurttist um tvítugs- aldur norður í Aðalvík og gift- ist þar Friðrik Magnússyni út- vegsbónda, dugandi og þrekmilkl uim manni. Á Látrum bjuggiu þau Rann- veíg og Friðrik síðan í fjölda ára. Fiuttust þau hingað suður árið 1947, eða nokíkru áður en Sléttuhreppur fór í eyði. Þau hjón áttu einn son, Gunn- ar Friðriksson, forstjóra Véla- sölunnar h/f og forseta Slysa- varnafélagis ísilanids, góðan dreng og dugandi. Bjuggu foreldrar hans hjá honum eftir að hingað suður kom. En Friðrik Magn- ússon lézt árið 1957. Rannrveig Ásgeirsdóttir er skýr kona, trygg og traust. Vinir henn ar árna henni allra heilla á þess- um tímam/ótum í Lífi hennar með þökkium fyrir liðinn tfena. Hún verður að heiman í dag. S. Bj. TJÖLD - TJÖLD Kaupið vöndub tjöld, tjöld sem Jbo/o islenzka vebráttu Þau fáid Jbid hjá okkur. Skoðið sjálf og dæmið •* TJÖLD alls konar tvílyft og einlyft. Fallegir litir. Picnic TÖSKUR 2ja, — 4ra og 6 manna. SVEFNPOKAR mjög vandaðir, margar gerðir. GASSUÐUÁHÖLD alls konar. Sumorbústaða- og húsaeigendur Málning og lökk ÚTI — INNI Bátalakk — Eirolía Viðarolíur — Trekkfastolía Pínotex, allir litir Tjörur, allskonar Kítti, allskonar Vírburstar — Sköfur Penslar — Kústar Málningarrúllur Tréstigar — Tröppur Garðyrkju- verkfæri Handsláttuvélar Handverkfæri, allskonar Stauraborar — Jámkarlar Jaðhakar — Sleggjur Girðingarstrekkjarar Múrverkfæri, allskonar ★ Garðslöngur og tilheyrandi Slöngugrindur — Kranar Garðkönnur — Fötur Hrífur — Orf — Ljáir Skógar-, greina- og grasklippur Hliðgrindajárn Minkagildrur Músa- og rottugildrur Gassuðutæki Olíuofnar Ferðaprímusar — Steinolia Viðarkol — Spritttöflur Arinsett — Físibelgir Lampar — Lugtir Plastbrúsar 5, 10, 20 Iítra Vatnsdælur 4“—14“ Brunnventlar 2“—12“ Flögg Flagglínur Flagglínufestlar Flaggstangahúnar Gólfmottur Hreinlætisvörur Skordýraeitur Gluggakústar Bílaþvottakústar Bíldráttartaugar Hengilásar og hespur Þvottasnúrur Þéttilistar á hurðir og glugga Brunaboðar Asbestteppi Slökkvitæki ★ Björgunarvesti fyrir böm og fullorðna Árar — Árakefar Silungsiiet, uppsett Kolanet, uppsett ★ VINDSÆN GUR margar gerðir. Viðleguútbúnaður Sportfatnaður — ferðafatnaður í mjög f jölbreyttu úrvali. alls konar, hvergi annað eins úrval. Allt aðeins úrvalsvörur. Vinnufatnaður Regnfatnaður Cúmmístígvéf Vinnuhanzkar VERZLUN 0. ELL1HGSEI\I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.