Morgunblaðið - 04.07.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.07.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 199* M f r—---•B/LA££/GAM Rauðarársiig 31 Simi 22-0-22 MACIMÚSAR SKIPHOLTI 21 SÍMAR 21190 eftir lokun simi 40381 s'M' 1-44-44 MÖ- Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 11—13. Hagstætt leigugjald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748. Sigurður Jónsson. BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftii lokun 34936 og 36217. BÍLALEIGAN AKBRAUT SENDUM SÍMfi 82347 HLJÓÐFÆRI TIL SÖLIJ NotuS píanó, orgel, harmoni- um. Hohner-rafmagnspían- etta. Besson-básúna, lítið raf- magtnsorgel og notaðar har- monikur. Tökum hljóðfæri í skiptum. F. Björnsson, sími 83386 kl. 14—18. Richard Tiles VEGGFLlSAR Fjölbreytt litaval. ■jc Neyðarnúmer sím- ans „Hr. G.“ skrifar: „Kæri Velvakandi: Hvernig skyldi standa á því, að Landssíminn hefur valið handa sjálfum sér lág og þægi- leg símanúmer, sem annars staðar þykir sjálfsagt að taka frá handa svonefndum neyðar- númerum? Það liggur í augum úppi, að númer, sem menn þurfa að velja í flýti og jafn- vel stundum í myTkri, þurfa að vera fárra stafa og aúðlærð. Hér hefur langlínustöðin 02. upplýsingar 03, jómfrú klukka 04, bilanir 05 og ritsíminn 06. Ekki sé ég neina ástæðu til þess, að nein framangreindra stofnana þurfi sérstaklega á fljótlegum og fárra stafa núm- erum að halda. Hins vegar þyrftu aðilar eins og lögreglan, slökkviliðið, slysa varðstofan, næturlæknir o. fl. auðvitað að hafa slík númer. Þegar eldur er upp kominn, er hver sekúnda dýrmæt. Þá munar miklu að geta t.d. hringt í 01, en ekki í 1-11-00. Sama gildir um lögreglu. Þá getur það inunað mannslífi, hvort nógu snemma næst í hana. Slík númer þurfa að vera auð- lædð, og enginn vandi á að vera að geta valið þau í myrkri. Ég tel ástæðulaust að rök- styðja þetta nánar, enda vona ég, að forráðamenn simans taki tillögur mínar til athug- unar og framkvæmi þær hið snarasta. Þykist ég viss um, að þeir séu allir að vilja gerðir til þess að endurbæta þjónustu sína og gera hana öruggari. Hr. G.“ Velvakandi tekur fastlega undir þessa tillögu og er eigin- lega urufrandi á því, að þetta hafi ekki verið gert fyrir löngu. Landafræðikunn- áttu blaðamanna hrakar „Drengur" skrifar: „Kæri Velvakandi: Glöggt, er, að kunnáttu ís- lenzkra fréttamanna í landa- fræði fer enn hrakandi, og mundu þó sumir hafa haldi’ð, að slíkt væri óhugsandL Svo oft eru nöfn afbökuð og brengl uð í fréttatextum, að engu er líkara en semjandi (eða þýð- andi) hafi aldrei á landabréf litið, eða kíkt í ágrip af mann- kynssögu. Hinar frægu eyjar, sem fram að þessu hafa heitið Kúrileyjar á íslenzku, eru nú ýmist kallaðar „eyin Kurilene” eða „Kurilene-eyjaklasinn" (í sömu fréttinni). Þama tel ég, að gæti málspillandi áhrifa frá norska fréttastofukrílinu NTB. Hinn íslenzki fréttamaður (eða þýðandi) hefur ekki varazt norsku endinguna, og 'hefur þetta á'ður komið fyrir með álíka hjákátlegum endingum. Orðið Shetlandseyj ar er nú al- veg að útrýma Hjaltlandseyj- um í máli fréttamann a.m.k., og þýðir sennilega ekki að fást um það framar. Þar gildir ekki að líta á kort, áður en orðið er skrifað, en almenn sögu- og íslenzkuþekking ættu að nægja. í flestum tilfellum nægir hins vegar bara að líta augnablik á landabréf, áður en fréttin er skrifuð. Það margborgar sig a!ð vita svona nokkurn veginn a.m. k., hvar sfaðurinn liggur, sem fara á að skrifa um. Með beztu kveðju. Drengur". Velvakanda þykir þetta nú vera skítköld kveðja, og tekur því ekki undir hana, þótt hann birti bréfið. Gagnvart blaða- mönnum eru allir háspekingar og lærdómsmenn, ' svo sem kunnugt er. ■jf Niður með þegn- skylduvinnu og þjóðnýtingu „Bóndi" skrifar: „Kæri Velvakandi: Það er einkennilegt, að á sama tíma og menn eru hættir að þora að minnast á þjóðnýt- ingu, skuli aðrir verða til þess að vekja upp enn óvinsælli draug, sem er þegnskylduvinnu hugmyndin gamla. Þegnskyldu vinna er þó í rauninni ekki annað en tímabundin þjóðnýt- ing á manninum sjálfum, lík- ama hans og sál. Með valdi er hver einstaklingur knúinn á vissu æviskeiði til þess að þræla í þágu hins almáttka ríkis. Vitað er, að slíkar hug- myndir hafa hvergi náð fram að ganga, nema í einræðis- og harðstjórnarríkjum (Spörtu hinni fornu, Italíu Mússólínis, Þýzkalandi Hitlers, sbr. Arbeit Macht Frei, og í öllum ríkjum, þar sem kommúnistar ráða, hvort sem það er útgáfa Casrtros, Maos, Stalíns eða Kos- igyns, sem við lýði er. Övíst er með öllu, að slík skylduvinna innræti þegninum (þrælnum) þá ofurást á ríkisvaldinu, landi sínu og þjóð, sem manni skilst einna helzt að sé tilgangurinn. Útkoman hefur víst oftar verið öfug. Annað er þó mikilvæg- ara: Öllum sálfræðingum ber saman um, að slík líkamleg múgskylduvinna æskumanna á viðkvæmu þroskaskeiði geti haft mjög hættuleg og varan- leg áhrif á sálir ungmenna. Þetta og annað fleira skyldu þeir kynna sér, sem predika nú þrælahald ungmenna, áður en þeir knýja fastar á. Bóndi". Aðstoðarlæknisstaða Staða aðstoðarlæknis við Fávitahælið í Kópavogi er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamn- ingi Læknafélags Reykjavíkur og stjórnarnefndar ríkisspítalanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 3. ágúst 1968. Reykjavík, 2. júlí 1968. Skrifstofa ríkisspítalanna. Stýrimaður með farmanna- j réttindi óskar eftir atvinnu í landi. Algjör reglusemi. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Stýrimaður 8202“. I Laugarásnum sunnanverðum er til sölu 5 herbergja neðri hæð í húsi, sem er 2 hæðir og kjallari. Hæðin er að flat- armáli um 142 ferm. og hefur inngang og sérhita (hitaveita). Falleg og vönduð íbúð. Lóðin er frágengin. Góður bílskúr fylgir. Málflutningsskrifstofa VAGNS E. JÓNSSONAR og GUNNARS M. GUÐMUNDSSONAR Austurstræti 9. — Símar 21410 og 14400. Utan skrifstofutíma 32147. V.W. 1600 I.L. Fastback Af sérstökum ástæðum höfum við til sölu vel með farinn Volkswagen 1600 TL Fastback árgerð 1966. Til sýnis á Laugavegi 170—172. HEKLA H.F., söludeild. — Sími 21240. utanhiíssmAlning 1. Hefur málningin ekki flagnað af húsi yðar? 2. Hefur málningin ekki upplitast og orðið flekkótt? 3. Eru fasteignir yðar ekki lekar gegnum spnmgur og víðar? 4. Hefur málningarviðhaldskostnaður yðar ekki verið alltof hár eða fasteignir yðar verið ljótar útlits, svo árum skiptir vegna lélegrar málning- ar? Allt sem hér að framan er talið getið þér losnað við undantekningarlaust með því að nota hin sérstæðu efni Perma-Dri og Ken-Dri (olíuvatnsverji) og Kenitex kifti Heildsala. — Greiðsluskilmálar. Flestir litir (16) eru til á lager eða eru að koma ti landsins. Einkaumboðsmaður á íslandi: Sigurður Pálsson byggingameistari Kambsvegi 32. — Símar 34472 og 38414. H. BEHÍTSSON HF. Suðurlandsbraut 4. Sími 38300. Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar púströr o. fl. varahlutir í margar gerðir bifreiða Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegj 168 . Sím| 24180

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.