Morgunblaðið - 04.07.1968, Síða 28

Morgunblaðið - 04.07.1968, Síða 28
RITSTJÓRIM • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA'SKRIFSTOFA SÍMI 10.100, FIMMTUDAGUR 4. JULÍ 1968 AUGLYSINGAR SÍMI SS«4*80 ENN ENGIN ÁKVÖRÐ- UN UM NIÐURSKURÐ Akureyri, 3. júlí. ' EKKI hefur enn verið tekin ákvörðun um niðurskurð að Rútsstöðum í Eyjafirði, en Iand- læknir og yfirdýralæknir hafa lagt tU, að öllum nautgripum og hænsnum á báðum býlunum verði lógað og að auki einu hrossi. Á morgun er væntanleg nið- urstaða af rannsóknum sýnis- horna, sem tekin voru frá öllu heimilisfólkinu að Rútsstöðum, svo og ýmissa annarra sýnis- horna frá fólki víðs vegar úr héraðinu, en þar hefur gengið og gengur enn inflúensukennd magaveiki með sömu einkenn- um og taugaveikibróðir. Hins vegar er ekki ástæða til að ótt- ast, að taugaveikibróðir sé ann- ars staðar en á Rútsstöðum, enda hefur hvergi annars stað- 1 ar orðið vart skitu í nautgrip- um. Sjötug móðir Tryggva bónda Hjaltasonar, tíu ára sonur hans og norski fjósamaðurinn dvelja enn í sjúkrahúsinu á Akureyri, en eru öll vel hress. Á Rútsstaðabýlunum báðum eru 9 börn, sem meðal annarra liggja undir smithættu, og sá dráttur, sem orði'ð hefur á ákvörðuninni um niðurskurð hefur þar að auki valdið Rúts- staðafólkinu miklum erfiðis- auka, þar sem mjólka þarf all- ar kýr, hirða og fóðra bæði naut gripi og hænsni og henda öll- um afurðum jafnóðum. Nokkrar kýr hafa borið síðan veikin kom upp og hafa kálf- amir tekið veikina jafnððum og drepizt. — Sv. P. Verður ökuhraöinn í Reykjavík hækkaður? Umferðarnefnd Reykjavíkur ræddi um reglur um hámarks- hraða á fundi sínum sl. mánu- dag. Telur umferðarnefnd tíma bært að reglum um hámarks- hraða í borginni verði breytt þannig að 45 km. leyfilegur há- markshraði verði ákveðinn hið fyrsta á þeim götum, sem þann hámarkshraða höfðu fyrir um- ferðarbreytinguna 26. maí sl., og 60 km. á þeim götum, sem fyrir breytinguna mátti aka með þeim hraða. Jafnframt leggur nefndin áherzlu á nauðsyn þess að allt verði gert sem unnt er til þess að fá ökumenn til að virða regl- ur um ökuhraða. Þetta táknar þó ekki að þeg- ar sé afnuminn hámarkshrað- inn, sem settur var á H-dag. En tillaga umferðarnefndar á eftir að fá afgreiðslu hjá borgarráði. Með 48 tonn af Grænlandsmiðum Sandgerði, 3. júlí. VÍðlR II kom hingað í gær með 48 tonn af blönduðum fiski af Grænlandsmiðum, sem frysti- húsin tóku á móti. Þetta er önn- ur ferð Víðis á Grænlandsmið, en í fyrri ferðinni var aflinn 50 tonn. Víðir II er eini báturinn frá Sandgerði, sem sótt hefur til Grænlands nú. Tveir bátar eru farnir héðan á sild, Jón Garðar og Gígjan, en Sigurpáll stundar troílveiðar. Alls eru gerðir héðan út 16 bátar. — Páll. Síldveiðar hefjast: iisii : Hún gætti þess vel að vera sólarmegin í lífinu í gær þessi litla stúlka. (Ljósm. Skorar á bændur að nýta slægjur sem bezt Birgir Finnsson settur iormuður Síldurútvegs- nefndur ERLENDUR Þorsteinsson, for- maður Síldarútvegsnefndar, hef- ur óskað eftir því við sjávarút- vegsmálaráðuneytið að fá leyfi frá störfum sem formaður nefnd arinnar um óákveðinn tíma. Sj ávarútvegsmálaráðuneytið hefur fallizt á þessa beiðni og sett Birgi Finnsson, alþingis- mann, formann Síldarútvegs- nefndar, en hann vax varamaður Erlendar í nefndinni. MORGUNBLAðlNU barst í gær eftirfarandi samþykkt frá fundi stjómar Búnaðarfélags ísl ands 2. júií sl., þar sem Búnaðar félagið skorar á bændur að nýta slægjur sínar sem best í sumar: „Með sérstöku tilliti til þeirra horfa, sem nú eru um grasvaxtar horfur, einkum á Norður, Vestur og Austurlandi ber brýna nauðsyn til að taka til rækilegrar athugunar, hvað hægt er að gera til þess að draga úr verulegum afleiðingum af grasbresti á þessu sumri. Stjórn Búnaðarfélags íslands ákveður að koma á framfæri í blöðum og útvarpi áskorun til bænda um að beita sér fyrir því með öllum hugsanlegum ráðum, að allt graslendi, sem vaxtar- skilyrði hefir, tún og engjalönd verði varin, áborin og hagnýtt til slægna í sumar og svo til verks gengið í þessu efni, að eigi sé í það horft, þótt heyfóð- ur af slíkum löndum þurfi að flytja um langan veg ef nauðsyn krefur." Bræðslusíldarverð ákveðið, samningar takast — Ríkisstjórn beitir sér fyrir aðstoð til síldarútvegs og síldariðnaðar — Brœðslusíldarverðið krónur 7,28 á kíló 1 GÆR náðist samkomulag innan yfirnefndar Verðlags- ráðs sjávarútvegsins um lág- marksverð á bræðslusíld frá 1. júní til 15. október 1968 og skal verðið vera kr. 1.28 á kíló. Er það 7 aurum hærra verð en á sama tíma- bili 1967 þegar verðið var kr. 1.21. Jafnframt var ákveðið að heimila að greiða kr. 0.22 lægra verð fyrir hvert kg síldar, sem tekin er úr veiði- skipi í flutningaskip utan hafna. í kjölfar þessarar ákvörðunar yfirnefndar náð ust samningar um kaup og kjör síldveiðisjómanna, sem félög samningsaðila eiga eft- ir að greiða atkvæði um. í fréttaauka í Ríkisútvarp- inu í gærkvöldi skýrði Egg- ert G. Þorsteinsson, sjávar- útvegsmálaráðherra, frá því að ríkisstjórnin mundi beita sér fyrir nauðsynlegum að- gerðum til þess að auðvelda rekstur síldarbáta og síldar- verksmiðja á þessu ári með því að: 0 auðvelda síldveiðibátum að standa í skilum með greiðslu vaxta og afborg ana af stofnlánum, 0 auðvelda síldarverk- smiðjum að standa í skil- um með greiðslu vaxta og afborgana, 0 beita sér fyrir því við Alþingi, að síldariðnað- inum verði bættur mis- munur að upphæð 30 milljónir króna vegna þess að bræðslusíldar- verðið er miðað við markaðsverð á síldarlýsi eins og það var í maílok sl. Framihald á bls. 27. Útvegsmenn nfléttn síld- veiðibnnninu EIGENDUR og útgerðarmenn síldveiðiskipa héldu fund með sér í gærkvöldi og samþykktu að hefja síldveiðar nú þegar. Hér fer á eftir samþykkt fundarins: Fundur eigenda og útgerðar- manna síldveiðiskipa ha’ldinn i Reykjavík 3. júlí 1968 samþykk- ir með tilliti til ákvörðunar yf- irnefndar Verðlagsráðs sjávarút- vegsins um verð á bræðslusíld til 15. október n.k. svo og með tilvísun til bréfs sjávarútvegs- málaráðuneytisins frá 3. júlí, að sí’ldveiðar verði hafnar nú þegar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.