Morgunblaðið - 27.11.1973, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.11.1973, Blaðsíða 1
40 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI 267. tbl. 60. árg. ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1973 Prentsmiðja Morgunblaðsins Valletta, Möltu 26. nóv AP-NTB HOLLENZKA farþegaþotan af gerðinni Boeing 747 frá KLM, sem arabískir skæruliðar rændu á sunnudagskvöld, lenti síðdegis í dag á flugvellinum í Valletta á Möltu. Er búizt við, að flugvélin verði þar í nótt, því aðstarfsmenn flugvallarins segja, að létta verði á henni til þess að hún geti hafið sig á loft þaðan, þar sem flug- brautir séu þar stuttar. Öryggisgæzla var efld stórlega á Hinn nýji forseti Grikklands, Gizikis til hægri og Androutsopoulos forsætisráðherra. Kyrrt í Grikklandi eftir valdatöku nýrrar stjórnar: Herforingjar reknir sem andvígir voru byltingunni Aþenu,26. nóv. AP-NTB- Líf er nú að taka aftur á sig eðlilegan blæ í Grikklandi eftir valdatöku nýrrar ríkisstjórnar, sem um helgina svipti Georg Papadopoulos, forseta, völdum og setti hann í stofufangelsi á heimili sínu skammt utan við Aþenu. 2] Hermenn og skriðdrekar hurfu f dag af götum Aþenu og Saloniki. útgöngubanni var aflétt, fólk fór til starfa í morgun, eins og ekkert hefði í skorizt og dag- blöð, sem komu út án ritskoðun- ar, fögnuðu byltingunni. □ 1 dag hefur nýja stjórnin um og áhrifastöðum og treysta menn Papadopoulosar úr embætt- um og áhrifastöðum og tr.ysta sjálfa sig f sessi. Meðal annars hefur nær helmingur foringja í gríska hernum, svo og lögreglu- stjórinn í Aþenu, verið sviptir stöðum sínum og mun tilgangur- inn sá, að koma í veg fyrir gagn- Nixon afhenti spólurnar FRÁ því var skýrt í bandarískum og brezk- um útvarpsfréttum í gærkveldi, að Nixon for- seti hefði afhent John J. Sirica, dómara Water- gatesegulbandsspólurn- ar, svokölluðu. Jafn- framt hafði Rose Marv Wood, einkaritari for- setans borið fyrir rétti í gær að hún hafi af inis- tökum þurrkað út af einni spólunni 18 mínút- ur af samtali, sem for- setinn átti við Robert Haldemann rétt eftir Watergate innbrotið. byltingu, því að am.k. sex hers- höfðingjar, þar á meðal yfirmað- ur alls hersins, landhersins og flotans, eru sagðir hafa verið and- vfgir byltingunni. Nýskipaður forseti landsins, Faedon Gizikis, hershöfðingi, lét það verða eitt af sínum fyrstu stjórnmálamenn, sem Papa- dopoulos hafði látið setja í Papadopoulos hafði látið setja í stofufangelsi í síðustu viku eftir stúdentauppreisnina f Aþenu. Voru það Panayatis Canellopolos, fyrrum forsætisráðherra og tveir aðrir fyrrverandi ráðherrar, John Zighdis og George Mavros, sem allir höfðu látið í ljós stuðning við kröfur stúdenta. Gizikis er maður á miðjum aldri, sagður hægrisinnaður mjög og einarður stuðningsmaður aðildar að Atlantshafsbanda- laginu og Konstantíns, fyrrum konungs. Ekki hefur þó verið lát- ið að þvf liggja að konungur verði kallaður heim — og ekkert bendir heldur til þess, að nýja stjórnin muni standa við þau fyrirheit Papadopoulosar að efna til þing- kosninga i Grikklandi. Enda er á það bent, að sá maður, sem hafi í raun haft forystu f>Tir bylting- unni, hafi verið lítt hrifinn af þeirri fyrirætlun Papadopoulosar og talið hana ótímabæra. Er hér átt við Dimitros Ioannides, yfir- mann herlögreglunnar, sem hafði flestum sterkari aðstöðu til bylt- Framhald á bls. 31 f lugvellinum nokkru áður en vél- in skyldi lenda. Valletta varfjúrði viðkomustaðurinn frá þvi skæru- liðarnir tóku völdin í vélinni, en þangað kom hún frá Trípóii i Lfbýu. Þar höfðu fulltrúar Líbýu- stjörnar og KLM reynt að semja við skæruliða en án árangurs. Þeir hafa sett fram þá kröfu, að hollenzka stjórnin hætti öllum stuðningi við Israel og Gjðinga, sem flytjast þangað frá Sovétrfkj- unum og leggja leið sína um Hoi- land. Fréttastofan ARNA í Líbýu segir í kvöld, að hollenzkir emb- ættismenn hafi látið fuiltrúum Lfby'ustjórnar í té skýrslur, sem bendi gegn því að llollendingar hafi veitt Israel nokkurs konar aðstoð eða sovézkum Gyðingum. Eftir að samningatilraunir við ræningjana fóru út um þúfur f Tripóli. hótuðu þeir að sprengja vélina í loft upp, ef þeir fengju ekki að fara þaðan burt. Þá bauð Dom Mintoff, forsætisráðherra Möltu, að vélin yrði send þangað. Þota þessi var á leið frá Beirut til Tokío, þegar henni var rænt. Ekki er vitað með vissu hvaða samtökum skæruliðarnir tilheyra, sennilega þó æskulýðssamtökum nokkrum, en arabískar heimildir herma frá Alsír, að rán þetta hafi verið framkvæmt í því skyni, að koma i veg fyrir leiðtogafund Arabaríkjanna, sem hófst þai' í dag. Er talið víst, áð skæruliðar séu algerlega andvígir hvers konar friðai'samningum við Israel og vilji koma í veg fyrir. að slík stefna verði ofan á i Alsír. Fundur leiðtoga Arabaríkja í Alsír Alsir,26. nóv. AP—NTB. LEIÐTOGAFUNDUR Arabaríkj- anna hófst í Alsír í kvöld. Helzta viðfangsefni fundarins er að ákveða sameiginlega stefnu gagn- vart israelum, og ákveða hvort gengið skuli til friðarsamninga við þá. Fvrirhugað var, að ráð- stefnan >Tði sett fyrr í dag, en á því varð frestur, bæði vegna ágreinings um skipan dagskrár og um það hver vera skyldi málsvari Palestínu-Araba á fundinum. Yasser Arafat, leiðtogi frelsis- og skæruliðasamtaka Palestínu Araba er kominn til Alsir og situr fundinn sem málsvari Palestínu- Araba með þeim afleiðingum, að Ilussein, konungur Jórdaniu, sem þar átti og ætlaði að vera, neitaði að koma til fundarins. Hann viðurkennir ekki þetta umboð Arafats. Houari Boumedienne, forseti Alsir, setti fundinn i kvöld með ræðu, þar sem hann sagði meðal annars, að ísrael mundi aldrei verða Arabaríkjunum sterkara, því að Arabar hefðu réttlætið sín megin og þá skorti ekki styrk. Það vakti athygli á fundinum, að skeyti, sem hafði borizt frá Sovét- stjórninni var ekki lesið upp. Verulegur ágreiningur er uppi meðal Arabaríkjanna um stefn- una gagnvart Israel svo og um það hvernig beita beri olíunni sem vopni í baráttunni við ísrael og- stuðningsmenn þeirra. Meðal þeirra, sem andvígir eru hinum miklu oliutakmörkunum — svo og vopnahléinu sem gert var í októberlok — eru Lfbýa og Irak og taka leiðtogar þeirra ekki þátt í þessum fundi. Andrei Sakharov og kona hans Sovétstjórnin þjarmar að andstæðingum sínum Moskvu,26. nóv. NTB—AP ~] HAFT er eftir áreiðanlegum heimildum í Moskvu, að dóm- stóll f útjaðri borgarinnar hafi kveðið upp þann úrskurð, að fyrrverandi kennari í stærð- fræði við háskólann í Moskvu, Dr. Juri Shikanovits, skuli fluttur á almennt geðveikra- hæli á þeirri forsendu að hann hafi ekki geðheilsu til að gangast undir réttarhöld. Hann hefur verið sakaður um and- sovézka starfsemi og verið haldið f varðhaldi í fjórtán mánuði. Meðal þeirra, sem hafa farið fram á, að honum verði sleppt úr fangelsi gegn tryggingu er kjarnorkufræðing urinn Andrei Sakharov, sem enn á í stríði við sovézk yfir- völd. Þau hafa nú snúizt gegn konu hans, sem skýrði frá því sl. laugardag, að sovézka leyni- þjónustan hefði hótað að kalla hana fyrir rétt og stefna henni fyrir andsovézka starfsemi. Hún hefur fjórum sinnuin ver- ið kölluð til yfirheyrslu hjá KGB. Þegar dómsúrskurður yfir Dr. Juri Shikanovits var kveð- inn upp í dag var hann hvergi nærri — og verjandi hans. Yelena Réznikova. kvartaði yfir Framhald á bls. 31 KLM-þotan á Möltu í nótt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.