Morgunblaðið - 27.11.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.11.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1973 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf, Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 360,00 krá mánuði innanlands. i lausasölu 22, 00 kr. eintakið hannesson um „undan- slátt“ í landhelgismálinu og um varnarmálaviðræð- urnar segir í fréttabréfinu: „Á sama tíma ákvað Einar Ágústsson að vera einn með sína embættismenn í viðræðum við Bandaríkja- menn um brottför hersins, þrátt fyrir loforð um, að allir flokkar ríkisstjómar- innar skyldu eiga þar full- trúa.“ Jafnframt því, sem trúnaðarmenn kommún- ista fá með þessum hætti SVIKSEMIKOMMÚNISTA Fyrirsjáanlegt var, þegar Alþýðubanda- lagsmenn voru auðmýktir og gerðir að athlægi í aug- um alþjóðar með samning- unum við Breta um landhelgismálið, að þeir mundu bregðast við á þann hátt, að vega aftan að sam- starfsmönnum sínum í ríkisstjórninni. Áhrifamaður í stjómar- liðinu, sem vel þekkir til vinnubragða kommúnista komst svo að orði, er land- helgissamningamir höfðu verið gerðir, að nú mundi hefjast nýr kafli í sögu þessarar vinstri stjómar, og ráðherrar Alþýðubanda- lagsins yrðu sýnu erfiðari viðureignar en hingað til og myndu engu eira. Þessir spádómar um starfsaðferðir kommúnista eru nú að koma fram. í fyrradag birti Morgun- blaðið glefsur úr frétta- bréfi, sem framkvæmda- stjórn Alþýðubandalagsins hefur sent trúnaðarmönn- um kommúnista, þar sem m.a. er fjallað um síðustu atburði í landhelgismálum og vamarmálum og Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra sakaður um undan- slátt í landhelgismálinu og Einar Ágústsson um svik í vamarmálum. í frétta- bréfinu kemur þannig fram, að í ræðu, sem Lúð- vík Jósepsson sjávar- útvegsráðherra flutti á flokksráðsfundi kommún- ista, sakaði hann Ólaf Jd- fyrirmæli um að bera út þann áburð, aðforsætisráð- herra hafi gerzt sekur um undanslátt í landhelgis- málinu og utanríkisráð- herra svikið gefin loforð í varnarmálunum hóf Þjóð- viljinn skipulagsbundna herferð gegn Magnúsi Torfa Ólafssyni mennta- málaráðherra fyrir nokkr- um vikum, þar sem menntamálaráðherra er sakaður um pólitíska mis- beitingu embættisvalds síns við veitingu embættis við Háskóla íslands. Er bersýnilegt, að með þessari herferð gegn menntamála- ráðherra vilja kommúnist- ar reyna að afla sér fylgis meðal vinstri sinnaðra menntamanna, sem hafa hallazt aðSamtökum frjáls- lyndra og vinstri manna, en kommúnistar hafa nú von um aðnáyfir til sín. Þessi þrjú dæmi, sem hér hafa veriðnefnd um vinnu- brögð Alþýðubandalagsins gagnvart samstarfs- flokkunum tveimur i ríkis- stjórn, eru áreiðanlega aðeins forsmekkurinn að því, sem koma skal. Með þessum hætti mun Alþýðu- bandalagið sitja áfram í ríkisstjórninni; halda völdunum, en vega stöðugt aftan að samstarfsflokkum og samstarfsmönnum í rfkisstjórninni. Fróðlegt verður að sjá, hve lengi ráðherrar Framsóknar- flokksins og SFV hafa geð í sér til að sitja undir slíkum árásum. Bindindisdagurinn Hinn árlegi bindindis- dagur Landsambands gegn áfengisböli var í fyrradag. Landsambandið er ekki byggt upp sem bindindissamtök, enda hafa mörg aðildarfélög þess ekki bindindi á stefnu- skrá sinni, þótt þau sjái það mikla böl, sem áfengis- neyzlan veldur, og vilji leggja landsambandinu lið af heilum hug. Engum dylst, að ofneyzla áfengis meðal íslenzku þjóðarinnar veldur miklu böli. Oft hefur reynzt erfitt að taka á þeim málum á þann veg, að verulegur árangur yrði til úrbóta. Hins vegar er enginn vafi á því, að ýmis félagasamtök og einstaklingar hafa unnið mikið og fórnfúst starf, sem miklu hefur bjargað, þótt enn sígi mjög á ógæfuhlið. Fer ekki hjá því, að stjórnvöld verði að gera hug sinn upp í því efni, hvemig taka skuli á þessum málum og þá ekki eingöngu, hvað snertir þá, sem sjúkir eru orðnir, heldur ekki síður, hvemig hægt er að koma i veg fyrir, að fólk verði sjúk- lingar eða afbrotafólk vegna áfengisneyzlu. í þessum efnum getur verið gott fyrir stjórnvöld að hlusta á ráð þeirra manna, sem mesta reynslu og þekkingu hafa í því efni að koma í veg fyrir áfengis- neyzlu og beita í því sam- bandi öllum tiltækum ráð- um. Tjón af völdum áfengisneyzlu er gífurlegt og verður ekki í tölum talið auk þeirra þjáninga, sem fjölmargir aðstandendur hins ógæfusama fólks verða aðlíða. Auður Auðuns formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna SUNNUDAGINN 18. nóvember var haldið í Reykjavík fjórða þing Landssambands sjálfstæð- iskvenna. 1 sambandinu eru nú 18 félög með hátt á þriðja þús- und félagskvenna. A þinginu fór fram stjórnar- kjör. Þrjár konur úr fráfarandi stjórn gáfu ekki kost á sér til endurkjörs, þær Ragnheiður Guðmundsdóttir læknir, sem var formaður, Elin Jósefsdóttir og Jakobína Mathiesen. Auður Auðuns, fyrrv. ráð- herra, var kjörin formaður sambandsins, en stjórnin er þannig skipuð að öðru leyti: Sigurlaug Bjarnadóttir, Reykjavík, varaformaður, Ólöf Benediktsdóttir, Reykjavfk, rit- ari og Helga Guðmundsdóttir, Hafnarfirði, gjaldkeri, en með- stjórnendur eru: Freyja Jóns- dóttir, Akureyri, Geirþrúður H. Bernhöft, Reykjavík, Ingibjörg Johnsen, Vestmannaeyjum, Kristjana Ágústsdóttir, Búðar- dal, Margrét Einarsdóttir, Reykjavík, María Haraldsdótt- ir, Bolungarvík, Ragnheiður Þórðardóttir, Akranesi, Sess- elja Magnúsdóttir, Keflavík, Svava Kjartansdóttir, Selfossi og Sigríður Gísiadóttir, Kópa- vogi. Auk venjulegra þingstarfa var rætt um verkaskiptingu milli rikis og sveitarfélaga, og fluttu framsöguerindi um það efni Birgir Isl. Gunnarsson borgarstjóri, dr. Gunnar Thoroddsen alþingismaður, Páll Líndal formaður Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga og Salóme Þorkelsdóttir, sem sæti á í hreppsnefnd Mosfells- hrepps. 1 málflutningi frummælenda og umræðum á fundinum kom m.a. fram, að skert athafna- frelsi sveitarfélaga hamlar nú mjög eðlilegum framkvæmdum á vegum þeirra. Rætt var um ójafna aðstöðu með tilliti til bú- setu í strjálbýli og það, sem til úrbóta gæti orðið i því efni. Gagnrýni kom fram á stefnu ríkisstjórnarinnar í dagvist- unarmálum, og var i því sam- Auður Auðuns bandi vakin athygli á gefnum loforðum ríkisstjórnarinnar og vanefndum á þeim. Á þinginu var samþykkt að vekja athygli á eftirfarandi: Varnarmál Þing Landssambands sjálf- stæðiskvenna haldið f Reykjavík 18. nóvember 1973 telur: 1. Að engan veginn horfi svo friðvænlega í heiminum í dag, að réttlætanlegt væri að stofna öryggi og fullveldi þjóðarinnar í þá hættu, sem varnarleysi og einangrun myndi fela f sér. 2. Landsþingið varar við þeim öfgafullu og ábyrgðarlausu öflum inn- an núverandi rfkisstjórn- ar, sem vilja slfta sam- bandi okkar og samvinnu við varnarbandalag vest- rænna rfkja og hafa land- ið varnarlaust. Engu að sfður telur landsþingið eðlilegt og sjálfsagt, að endurskoðun fari fram á varnarsamningi við Bandaríkin. 3. Landsþingið skorar á fs- lenzku þjóðina alla að fhuga vandlega þetta al- vörumál, sem varðar öryggi hennar og sjálf- stæði f nútfð og framtíð. Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga ÞING Lnadssambands sjálf- stæðiskvenna, haldið í Reykjavík 18. nóvember, leggur áherzlu á, að sveitar- félögum sé gert kleift að búa svo að íbúum sínum og upp- eldi ungu kynslóðarinnar, að fólk uni í heimabyggðum. Telur þingið, að því verði sveitarfélögum aukin verk- efni í hendur frá ríkinu. Þá telur þingið, að mikil- vægt sé, að frumkvæði, framkvæmd og fjárhagsleg ábyrgð sé hjá sama aðila og að sveitarfélögum verði séð fyrir nægilegu fjármagni til að sinna sínum verkefnum. bezt borgið með auknu sjálf- stæði pg forræði sveitar- félaganna á ýmsum sviðum, þ.á m. í fræðslumálum. Þingið telur, að við skipt- ingu verkefna milli ríkis og sveitarfélaga, sem nefnd vinnur nú að endurskoðun á, beri að stefna að því að færa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.