Morgunblaðið - 27.11.1973, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.11.1973, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÖVEMBER 1973 31 — Engar sölur Framhald af bls. 32 hlakka til þess að taka á móti íslenzkum fiskiskipum á ný í Grimsby. Verðið í næstu viku ætti að verða mjög gott, því þá eru fá skip væntanleg og flest með lftinn afla. Verð á þorski hefur farið upp í 78 kr. kílóið og ýsukilóið hefur verið selt á kr. 83. Enn hærra verð fæst fyrir kola, en mjög lítið framboð hefur verið af honum síðustu vikurnar. Ef fiskurinn, sem íslenzku skipin koma með, verður góður, sagði Jón, þá þarf ekki að kvarta undan verðinu. Bátarnir, sem áttu að selja í Grimsby í dag, á morgun og á föstudaginn, eru Freyr KE, Sæ- unn VE og Arsæll Sigurðsson GK. Þeir munu ianda í Ostende á morgun og á fimmtudaginn. — Borgarstjórn Framhald af bls. 19 ir til þess að taka að sér störf, sem þessi. En allt þetta mál fléttaðist þó inn í lögin um sálfræðiþjönustu f skólum og samninga við ríkið um hlutdeild þessf kostnaði þjónustunnar. Tillögu Markúsar Arnar var að lokum vísað til fræðsluráðs með 8 atkvæðum gegn 6. —Friðarráð- stefna Framhald af bls. 15 öryggi Israels, né verði við unað, að landamæri ísraels verði miðuð við þau, sem giltu fyrir 1967. Ekki er vitað hvort forystu- menn Palestfnu-Araba taka þátt f f riðarráðstefnunni. Talið er víst, að Sovétstjórnin sé þvf mjög fylgjandi og haft fyrir satt, að hún hafi heitið Yasser Arafat, leiðtoga frelsis- og skæruliðasam- taka Araba fullum stuðningi, ef hann samþykki að taka þátt í ráð- stefnunni. Blaðið „An Nahar“ í Beirut f Libanon segir frá þessu í dag og því með, að Arafat hafi fengið þessa stuðningsyfirlýsingu frá æðstu mönnum í Moskvu eftir 20 klst. samningaviðræður. Arafat er nú kominn til Alsír. — Olíumál USA Framhald af bls. 15 um 5 — 10% og fækka millilanda- ferðum. í Vestur-Berlín kveiktu Í.OOO unglingar varðeld á aðalgötunni til að fagna banninu og dönsuðu í kringum hann. Umferð til borgar- innar lagðist að mestu niður. Lfkast var að Rússar hefðu aftur komið á samgöngubanni. ARABAR A FERÐ Oliuráðherra Saudi-Arabíu, Sheik Ahmed Zaki Yamani, og iðnaðarráðherra Alsírs, Belaid Abdessalem, komu í dag til Parísar, sem er fyrsti ákvörðunar- staður þeirra á Evrópuferð sem þeir fara til þess að útskýra olíu- stefnu Arabalanda og afstöðuna gagnvart Israel. Ráðherrarnir ætla að kanna hvaða lönd eru vinveitt Araba- löndum og eigi því að sleppa við niðurskurð á olíusölu. í Stokkhólmi sagði KjelI-OIof Feldt viðskiptaráðherra, að skömmtun yrði óhjákvæmileg innan skamms ef ástandið f olfu- málunum lagaðist ekki. Svíar hafa þegar látið prenta skömmtunarmiða og gert annan nauðsynlegan undirbúning. í IloIIandi sagði Michel II.M. van Ilulten, að bensínskömmtun in þar yrði mjög kostnaðarsöm og kallaði á fjölmennt starfslið. Hann sagði, að að óbreyttu ástandi yrði að minnka notkun einkabifreiða og banna bílaum- ferð í miðborgum á næstu árum. Landsliðið sigraði Panacevo I GÆRKVÖLDI lék ísl. landsliðið í handknatt- leik við Júgóslavneska liðið Panacevo. Lands- liðið vann með 20 mörk- um gegn 15. í hálflcik var staðan 10:7 fsl. lið- inu í vil. Innbrot í gróðurhús LÖGREGLUNNI f Reykjavík bárust tilkynningar um nokk- ur innbrot um helgina, en hvergi var um stórþjófnað að ræða. Brotizt var inn í gróður- húsið Blómaval við Sigtún og stolið 4—5 þús. kr. í peningum og nokkrum leirstyttum af nöktum konum, í gróðrarstöð Alaska við Hringbraut, en litlu stolið, í fbúðarhús við Lang- holtsveg og hljóðvarpstæki stolið, í sultu- og efnagerð bak- ara í Rúgbrauðsgerðinni og litlu hljóðvarpstæki stolið og í bifreiðaverkstæði Veltis hf. við Suðurlandsbraut, en litlu stolið. Ekið á kyrr- stæða bifreið Á TÍMABILINU frá kl. 19 á föstudagskvöldið til kl. 10 á laugardagsmorgun var ekið á rauða Skoda-bifreið, R-36722, árgerð 1972, á stæði við Ásgarð 113 og hægra frambretti hennar beyglað verulega. Þeir, sem kynnu að geta gefið upp- lýsingar um ákeyrsluna, eru beðnir að láta lögregluna vita. Vélhjóli stolið ÞANN 11. nóvember sl. var stolið vélhjólinu R-250, þar sem það stóð fyrir utan húsið nr. 5 við Smiðjuveg í Kdpa- vogi. Iljólið er blátt, af gerð- inni Honda 50. Þeir, sem gætu gefið ein- hverjar upplýsingar um hjólið, eru beðnir að hafa samband við rannsóknarlögregluna í Köpavogi sem fyrst. Kjaradeilan til sáttasemjara Samninganefndir Alþýðu- sambands Íslands og Vinnu- veitendasambandsins komu saman til fundar kl. 16 f gær og stóð fundurinn í röska tvo tfma. Þeir Ólafur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins og Snorri Jóns- son forseti Alþýðusam- bandsins sögðu að fundinum loknum, að ákveðið hefði verið að vfsa málinu til sáttasemj- ara, annað markvert hefði ekki gerzt á fundinum. Athugasemd VEGNA skrifa i blaði yðar nú nýverið um starfsemi Bygg- ingasamvinnufélags atvinnu- bifreiðastjóra, BSAB, viljum vér að gefnu tilefni vekja at- hygli á, að starfsemi bygginga- félagsins er bifreiðastöðinni Hreyfli s.f. óviðkomandi. Stjórn Samvinnufélagsins Hreyfils. Þórður Elíasson, formaður. Heimar dals og heiða Ný bók eftir Hallgrím Jónasson MORGUNBLAÐINU hefur borizt ný bók eftir Hallgrím Jónasson, og nefnist hún Heimar dals og heiða. Hallgrímur er kunnur út- varpsmaður. Hann er ferðagarpur hinn mesti og hefur einnig ritað margt um ferðalög og þá ekki sízt - Rússar þjarma Framhald af bls. 1 þvf fyrir réttinum, að sér hefði ekki verið leyft að heimsækja hann í fangelsið í Moskvu, þar sem honum væri haldið með leynd. Reznikova skoraði á dómarann að leyfa sakborningi að vera viðstaddur réttarhöld- in, en hann neitaði. Þá fór hún fram á að réttarhöldum >rði frestað þar til hún hefði rætt við hann í fangelsinu, en þeirri beiðni var einnig synjað. Shikanovits var kennari við Moskvuháskóla til ársins 1968, þegar hann skrifaði undir bréf, þar sem farið var fram á, að samkennara hans væri sleppt af geðsjúkrahúsi. Ilann missti stöðu sína og var handtekinn í september 1972, grunaður um að hafa tekið þátt í dreifingu neðanjarðarritsins „Nútíma- annáll". Honum hefur verið haldið f varðhaldi án ákæru fimm mánuði um fram það sem sovézk lög leyfa, — og er haft fyrir satt, að hann hafi verið í einangrun og undir handleiðslu geðlækna. „Sá tími kemur--------“ Eiginkona Sakharovs hefur fengið fyrirskipun um að mæta í fimmtasinn tilyfirheyrslu nk. þriðjudag. Ilún hefur upplýst, KGB hafi sýnt sérstakan áhuga a því, hvernig hún hafi kynnzt tveimur tilgreindum stjórn- arandstæðingum, Viktor Khaustov og Gabriel Superfin en en hann neitaði að svara því. Ilún segir, að Svitsjikov, ofursti, sem annaðist yfir- heyrsluna, hafi tilkynnt henni, að sá timi mundi koma, að hún segi frá öllu saman, en þá verði þaðekki sem vitni. Ilann skýrði ekki orð sfn nánar en hún kvaðst hafa tekið þau svo, að hún mætti búast við að verða yfirheyrð sem sakborningur. Hún neitaði að skrifa undir skýrslu, sem gerð var um yfir- heyrsluna, — og er haft eftir ofurstanum, að hún vinni manni sfnum tjón með fram- komu sinni. öræfi íslands m.a. í Arbækur Ferðafélags Íslands. Hallgrfmur Jónasson er einnig þekktur af Ijóðum sfnum og ferskeytlum. Á bókarkápu er m.a. getið ummæla Andrésar Kristjáns- sonar, fyrrum ritstjóra, um Arbækur Ferðafélags islands, sem Hallgrímur hefur ritað, og segir þar m.a.: „Árbók Ferðafélags íslands árið 1971 fjallar um Kjalveg hinn forna og rituð af Ilallgrími Jónas- syni, kennara, einhverjum ger- kunnugasta manni á miðhá- lendinu. Ilann ritaði einnig bók um Sprengisand, er út kom 1967 og var hún frábærlega vel gerð, bæði mjög vönduð af öllum staða- og leiðarlýsingum og listavel skrifuð, yljuð og skreytt stökum og þjóðsögum, sannkallaður skemmtilestur. Þá er þess jafnframt getið á bókarkápu, að Þorsteinn Jónsson eða Þórir Bergsson hafi m.a. sagt um bókina Á Öræfum, eftir Ilall- grím Jónassson: Framhald af bls. 1 ingar og var sagður ákaflega gramur Papadopoulosi fyrir tregðu hans á þvf að láta til skarar skríða gegn stúdentum í óeirðun- um á dögunum. Það bendir og til styrkleika Ioannides, að hann hef- ur haldið fund með blaðaútgef- endum og varað þá við því að ganga of langt í skrifum gegn stjórninni. Athygii hefur vakið, að ekki kom til neinna blóðsúthellinga í byltingu þessari, frekar en í bylt- ingu Papadopoulosar og félaga hans 1967. Þeir menn, sem skipa hina nýju stjórn fyrir utan Gizikis, eru flest- ir herforingjar á eftirlaunum, eða mjög íhaldssamir stjórnmála- menn. Forsætisráðherra er Adamantios Androutsopoulos, sem áður var fjármálaráðherra i stjórn Papdopoulosar. Skref til einhvers betra? Byltingin var gerð kl 3 aðfarar- nótt sunnudagsins. Þá dku bryn- varðar bifreiðar og skriðdreka- sveitir inn í miðborg Aþenu og tóku stöðu við allar mikilvægustu byggingar i borginni. Á þjóðveg- um til Aþenu voru settir upp vegatálmar og útgöngubann sett bæði þar og í Saloniki. Landa- mærum Grikklands og Týrklands var lokað til þess að koma í veg fyrir, að áhrifamenn griskir leit- uðu hælis i Tyrklandi. Hermenn tóku yfir stjórn útvarps, sjón- Höfundur þessarar bókar, Ilall- grimur Jónasson, kennari, er löngu orðinn þjóðkunnur maðúr . .. Ilann á í ríkum mæli andríki og frásagnarhæfileika. Hann er skáld. Þessar ferðasögur eru afburða vel ritaðar og allar skemmtilegar . . . og alveg hik- laust í flokki allra beztu frásagna um ferðalög, sem ég hef lesið." varps og settust að í ritstjdrnar- skrifstofum dagblaða. Viðbrögð við fregnina af bylt- ingunni meðal griskra útlaga virðast þau samkvæmt fréttum NTB, að þeir vænti einhvers betra frá þessari stjórn en Papa- dopoulosi. Andreas Papandreou sagði, að bandaríska leyniþjónust- an hefði að vfsu stjórnað bylting- unni, en þó, væri hún sigur úr því gríska þjóðin væri nú laus við Papadopoulos, sem hún hataði: Helen Vlakos, sem áður var blaða- útgefandi i Aþenu, sagði, að Grikkii- væru nú sýnu nær því að fá aftur Iýðræðisstjórn en undir yfirráðuth Papadopoulosar. Af hálfu bandaríska utanríkisráðu- nejdisins hefur ekkert verið um mál þetta sagt og samkvæmt NTB-fréttum hefur enginn sér- stakur fundur verið haldinn hjá Atlantshafsbandalaginu um bylt- inguna. Er hans ekki að vænta, nema griska stjórnin fari sjálf fram á slíkan fund. I New York fóru nokkur hundr- uð Grikkir hópgöngu til að mót- mæla valdatöku hinnar nýju stjórnar og stjórnartalsmenn Danmerkur og Noregs fóru litlum hrifningarorðum um tiðindin frá Aþeni^töldu þau ekki boðagrísku þjóðinni neina stjórnarbót. Los Angeles, AP CONSTANCE Talmadge, kunn kvikmyndastjarna frá tímum þöglu myndanna, lézt á sjúkra- húsi í Kalífornfu i síðustu viku, 73 ára að aldri. — Grikkland — Bókmenntir Framhald af bls. 13 ungum engu síður en nú. Lýsing- ar Sveinbjarnar eiga þó ekki almennt við vestfirzka sjómenn þess tíma, en sérstakar aðstæður ollu þvf, að á skipið varð að ráða nokkuð marga, sem voru öðrum fremur Bakkusi hollir og sumir ef til vill að upplagi hálgildings vandræðagemlingar. Af öðrum frumsömdum frásögnum nefni ég Norður með landi. Þeg ar Skúli fögeti sökk, eftir Hallgrím Jónsson vél- stjóra. Það var hitamunurinn þá nótt, eftir Þórð á Látrum, Hákarlaróður á Ströndum, eftir Guðmund Guðmundsson frá Ófeigsfirði og Ilinn síðasti róður eftir Guðbjörn Guðbjörnsson. Frásögn Ilall- gríms ef sem vænta mátti skýr og skipuleg lýsing á hinu fyrsta skip- og manntjóni, sem íslendingar urðu að þola í heimsstyrjöldinni fyrri, og frásön Þórðar á störfum togarasjómanna er sérstæð að þvf, hve glöggva hugmynd lesandinn fær um þær hættur, sem vofa yfir slíkum mönnum við vinnu þeirra á sjónum — og þá einkum öll- um nýliðum. En glöggt verð- ur einnig, að þeir njóta leiðbein- inga vanari félaga — og vissu- lega skorinorða skolínóna ábyrgra yfirmanna. Meðal annars segir stýrimaður svo við Þórð, sem á sér einskis ills von: „Ef skipið hefði lyfzt hálfu feti hærra á bárunni, þá væri helvízkur hausinn af þér úti f sjó, en hauslaus búkurinn á þilfarinu, konan þín orðin ekkja, krakkinn þinn orðinn föðurlaus, við mætt- um hætta veiðum og sigla inn til að skila skrokknum. Svo væri stýrimanni kennt um allt saman .“ Guð- mundur frá Ófeigsfirði lýsir með ágætum hákarlaróðri, sem hann fór í unglingur norður í Ishaf með öldruðum föður sínum á teinæringnum öfeigi, og ber frásögnin þvi ljóst vitni, hverja afburðasjómennsku, áræði, seiglu og karlmennsku þurfti til þess að sækja um hávetur björg f greipar Ægis á djúpmið og bjarga skipi og áhöfn heilum að landi í hörku frostbyljum og stórum sjóum. En alla þá áratugi, sem Guðmundur bóndi i Ófeigsfirði stundaði há karlaveiði á Ófeigi, henti hann aldrei nokkurt slys. Eg þóttist heppinn sumarið 1929, að siá bæði Ófeig og Guðmund, drekann óvinnandi og hinn lágvaxna, en svipmikla snilling, sem honum hafði stýrt, — svo að ekki sé nú minnzt á rausnina á heimili Péturs Guðmundssonar í Ófeigs- firði . . . Hinn síðasti róður er listilega ritað greinarkorn um seinustu æviár Odds hins sterka af Skaganum og andlát hans á Elliheimilinu Grund. Af hinum þýddu frásögnum get ég aðeins tveggja, en þær eru báðar mjög spennandi. Kafbáta- skelfirinn segir frá sjóhetjunni brezku, Fredrick John Walker, sem markaði tímamót í barátt- unni við kafbátaflota þjóðverja f heimsstyrjöldinni síðari, gerði mögulega, svo fljótt sem raun varð á innrásina yfir Ermarsund og lézt síðan beinlínis af ofþreytu! Þáer það ioks Mannvit og milljónaher, frásögn af striði Leningens stórbónda í Brasilíu gegn óvígum her maura, sem reynslan hafði sýnt, að ekkert fengi staðizt. Mun ýmsum þykja skiýtið, að slík frásögn skuli hafa verið valih í sjómannablaðið Vfking og síðan í þessa bók. En mér virðist það auðskilið. Fyrir- hyggja, stálvilji, seigla og hug- kvæmni stórbóndans, sem vann öðrum óskiljanlegan sigur, er sannarlega í ætt við þp beztu kosti, sem sjómann mega prýða, og víst mun frásögnin hafa hlotið hljómgrunn jafnt hjá lesendum sem ritstjóra Vfkingsins. Svo hef ég þá gert þessari bók „sálufélga" minna sómasamleg skil. Guðmundur Gfslason Hagalin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.