Morgunblaðið - 05.07.1974, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.07.1974, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1974 Lokað vegna sumarleyfa. Vöruafgreiðsla og skrifstofur okkar verða lokað- ar frá 6. júlí til 6. ágúst. Marinó Pétursson, heildverzlun og Borgarás, bygginga vöru verzlun. Bifreiðaeigendur Hemlaverkstæðið Stilíing h.f., verður lokað frá og með 1 5 júlí til 9 ágúst vegna sumarleyfa. Álíming, renniverkstæði og verzlun verður þó opið þann tíma. Stil/ing h.f. Skeifan 11. SAUOARKROKUR 1811-1971 SKennarastöður Sauðárkróki Nokkrar kennarastöður við barnaskólann og gagnfræðaskó/ann á Sauðárkróki eru lausar til umsóknar. Kennslugreinar m.a. íslenska, Enska, Handavinna pilta söngur, leikfimi pilta. Allar nánari upplýsingar veita skólastjórar. Fræðs/uráð. Fiskiskip Höfum til sölu nýtt 1 38 rúml. fiskiskip úr stáli. Skipið er með Caterpillarvél 750 hö. og tvær 67 hö. hjálparvélar. Vindubúnaður er vökva- búinn frá Rapp. Tvær togvindur, línuvinda, losunar- og akkerisvinda, bómuvinda. Tog- búnaður er gerður fyrir skuttog, innbyrt á síðu, en togvindum má stjórna bæði frá brú og aftur á bátaþilfari. Skipið er búið kraftblökk og fiskidælu, auk fullkomnustu siglingatækja. Nánari upplýsingar veitir Landssamband ísl. útvegsmanna. óskar eftir starfsfólki i eftirtalin störf: Blaðburðarfólk Selás. Uppl. í síma 35408. Hvammstangi Umboðsmaður óskast strax. Upplýsingar hjá Karli Sigurgeirssyni í síma 1 350 og hjá afgreiðslunni í síma 1 01 00. NORÐMENN VILJA AÐSTOÐA ÍSLENDINGA VIÐ OLÍULEIT SVO sem kunnugt er af fréttum tilkynntu sovézkir vfsindamenn sumarið 1973, að þeir hefðu orðið varir við djúp setlög norðaustur af Langanesi. Töldu þeir sig hafa fundið vott af olfu og gasi á þessum slóðum. Eftir að þetta varð kunnugt hafa iðnaðarráðuneytinu borizt margar umsóknir frá ýmsum löndum um leyfi til að leita eftir olfu I kringum tsland. Fram til þessa hefur ráðuneytið svarað þvf til, að ekki sé enn tfmabært að veita slfkt leyfi og hafi fslenzka rfkisstjórnin ekki mótað stefnu sfna f þessu máli. En nú eru hins vegar horfur á, að það verði Norð- menn, sem muni aðstoða ts- lendinga við leit að þessum dýr- mæta orkugjafa. Eins og flestum er kunnugt hafa farið fram miklar boranir eftir olíu og gasi við Noreg, sunnan 62. breiddargráðu, og hafa þær borið mjög mikinn árangur. Þessi svæði voru könnuð af ýmsum fyrirtækjum í sam- vinnu við norsk fyrirtæki að ein- hverju leyti. Nú hafa Norðmenn hins vegar hafizt handa um það sjálfir að rannsaka svæðið norðan 62. breiddargráðu og telja einnig, að þar sé um miklar olfulindir að ræða. Þetta kom því til umræðu á fundi iðnaðarráðherra tslands og Noregs f Stokkhólmi í október sl. Var þá fulltrúum Islands og Noregs í svonefndri embættis- mannanefnd falið að athuga mál- in nánar. Þetta leiddi til þess, að norska iðnaðarráðuneytið bauðst til að senda hingað til lands tvo sér- fræðinga á þessu sviði. Komu þeir hingað hinn 6. júní sl. og áttu fundi með fulltrúum frá iðnaðar- ráðuneytinu og öðrum þeim, sem um málið fjalla. Mennirnir, Fredrik Hageman forstjóri olíu- skrifstofunnar f Stafangri og Karl E. Manshaus, kynntu sér málið mjög vel og gáfu íslenzku fulltrú- unum ýmis góð ráð. Hafa þessar viðræður nú leitt til þess, að Norð- menn hafa látið í ljós vilja á því að aðstoða Islendinga eftir þörf- um við leit þeirra að olfu og gasi á íslenzka landgrunninu og látið að því liggja, að norskir opinberir aðilar kynnu að geta átt þar hlut aðmáli. ------♦ ♦ ♦---- Búlgari sigraði London, 2. júlí AP 23 ára fiðluleikari frá Búlgarfu, Mincho Minchev, varð sigur- vegari f hinni virtu Carl Flesch samkeppni f fiðluleik f London. 40 fiðluleikarar tóku þátt f keppninni, allir undir 32 ára aldri. 1 forsæti dómnefndar var hinn heimskunni fiðlusnillingur Yehudi Menuhin. Verðlaunin sem Michev hlaut, voru 1150 sterlingspund og tæki- færi til að koma fram á að minnsta kosti átta hljómleikum með helztu hljómsveitum Englands. Næstir Minchev í röð voru Dong-Suk Kang frá Kóreu, Isaac Shuldman frá Israel, Gottfried Schneider frá Þýzkalandi og Tadeusz Ganzina frá Póllandi. 10 handteknir úr ísraelskum njósnahring Beirut, 2. júlíNTB. YFIRVÖLD f Líbanon hafa hand- tekið tíu félaga úr ísraelskum, njósnahring, sem starfað hefur þar í landi á þriðja ár, að því er dagblöð í Beirut skýra frá í dag. Segja þau, að lfbanonska öryggis- þjónustan hafi komizt á snoðir um starfsemi njósnahringsins fyrir átta mánuðum og þá komið eigin mönnum inn í hann til þess að koma upp um starfsemina að fullu. Sagt er, að hringurinn hafi haft vfðtæk sambönd, meðal ann- ars í þjónustu pósts og síma í Lfbanon, í flóttamannabúðum Palestínu-Araba og víðar. Félagslíf Sunnudagsganga kl. 13. Undirhllðar. Verð kr. 400. Farmiðar við bilinn. Á miðvikudag Þórsmörk. Sumarleyfisferðir 11/7 — 17/7.Hornstrandir, 11/7 — 21/7. Suðursveit — Hornafjörður — Lónsöræfi, 12/7 — 28/7 Kerlingarfjöll — Arnarfell. Ferðafélag íslands, Öldugötu 3, simar: 19533 — 1 1798. Helgarferðir 5.—7. júlí 1. Þórsmörk, 2. Landmannalaugar, 3. Hreppar — Laxárgljúfur. Sumarleyfisferðir Hvannalindir — Kverkfjöll 6. —14. júli. Hornstrandir., 1 1. — 1 7. júlí. Suðursveit — Lónsöræfi, — Hornafjörður 11.—21. júli. Ferðafélag fslands, Öldugötu 3, símar: 1 9533 — 1 1 798. 6.-7. júli I. Ferð ó Heklu. II. Ferð! Þórsmörk. Upplýsingar á skrifstofunni alla daga frá kl. 1 —5 og á kvöldin frá kl. 8—10. Sími 24950. Kosningahátíð D-listans á Akureyri verður í Sjálfstæðishúsinu n.k. föstudagskvöld kl. 21.00. Ávarp. Ómar Ragnarsson skemmtir. Dans. Aðgöngumiðar afhentir á skrifstofu flokksins fimmtudag og föstudag kl. 4 — 7. HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðisflokkurinn efnir til héraðsmóta á eftirtöldum stöðum um næstu helgi: SÆVANGI Föstudaginn 5. júll kl. 21.00 I Sævangi, Strandasýslu. Ávörp flytja: Þorvaldur Garðar Kristjánsson, alþm. og Sigurlaug Bjarnadóttir, alþm. BÚÐARDAL Laugardaginn 6. júl! kl. 21.00 I Búðardal. Dalasýslu. Ávörp slytja: Friðjón Þórðarson, alþm. og Sturla Böðvarsson, tæknifræðingur. HELLISSANDI Sunnudaginn 7. júli kl. 21.00 á Hellissandi, Snæf. Ávörð flytja: Friðjón Þórðarson, alþm. og Helgi Kristjánsson, verkstjóri. Fjölbreytt skemmtiatriði á hérðasmótunum annast Ólafur Gaukur og hljómsveit hans auk Svölu Nielsen, Svanhildar. Jörundar Guðmunds sonar og Ágústs Atlasonar. Að loknu hverju héraðsmóti verður haldinn dansleikur, þar sem hljómsveit Ólafs Gauks og Svanhildur leika og syngja. a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.