Morgunblaðið - 05.07.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.07.1974, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JULl 1974 Kvöld í Tívolí EFTIR EGNER THORBJÖRN Tívolígarðurinn er í miðri Kaupmannahöfn og er stolt allra Kaupmannahafnarbúa. En hann hefur líka verið starfræktur í meira en hundrað ár og hann er áreiðanlega vandaðasti og fjölbreytilegasti skemmtigarður í heimi. Þar er eitthvað fyrir alla. Litlar hringekjur og lítið Parísarhjól fyrir fólk á stærð við Pétur litla... stórar hringekjur og skriðbrautir og rafmagnsbílar fyrir Lísu og Maríönnu, hljómleikar og skotbakkar fyrir Mogensen og annað fullorðið fólk... og fjölleika- flokkar og hljóðfæraleikarar og járnbrautir og lát- bragðsleikur bæði fyrir gamalt fólk og miðaldra fólk og stór börn og lítil börn. Ef menn verða svangir, fá þejr sér bita á veitingahúsum og krám og allskonar matsölustöðum, fyrir mikinn eða lítinn pening allt eftir efnum og ástæðum. Tívolí er eiginlega lítil borg í borginni, falleg borg, skreytt blómum og ljóskerum og gosbrunnum og tjörnum og brúm og ljósum í öllum regnbogans litum. Sólin var að ganga til viðar, þegar Mogensenfjöl- skyldan og Maríanna komu í Tívolí. Þau voru þreytt öll fimm eftir skemmtilegan dag. Þau höfðu farið í dýragarðinn og skoðað konungshöllina, þau höfðu farið upp í Sívalaturn og gengið út á Löngulínu og horft á hafmeyha litlu. Þess vegna fannst þeim gott að koma í garðinn í Tívolí, setjast á bekk við einn gosbrunninn, þar sem þau gátu hvflt sig og virt fyrir sér umhverfið. Og tam-ta-ra-tam, tam ta-ra-tam. Þarna kemur Tívolí varðsveitin arkandi... litlir hljóðfæraleikarar í hvítum buxum og rauðum jökkum með dúskum og snúrum og háar bjarnarskinnshúfur á höfðinu. Þeir ganga fylktu liði um garðinn og leika á trumbur sínar, flautur og lúðra, svo að allir viðstaddir komast í hátíðaskap. „Hér er yndislegt að vera,“ segir Mogensen — teygir úr sér, dæsir af vellíðan og kaupir þrjár blöðrur handa börnunum. \ ? w <! wppírA PAfPfR . * hrðnsapj'1 &J2. 22 - & epiB COPtHNMIN Ekki er nauðsynlegt að vera neitt sérlega fær í höndunum til að geta búið til ýmsa skemmtilega hluti úr tvinnakeflum — með réttum hjálpar- gögnum svo sem pípuhreinsurum, spjaldpappír (karton), góðum venju- leguíEi pappír og litum. Það má sjá á þessari teikningu, þar sem þér eru gefnar hugmyndir til að vinna eftir. ANNA FRA STORUBORG SAGA FRÁ SEXTÁNDU ÖLD og með skóræflana flaksandi utan um fætuma. Vinnumenn- irnir studdust fram á orfin og hlógu að honum. Hjalti horfði á þá ófeiminn og hló líka. Hann vissi vel, að hverju þeir voru að hlæja. Hvað gerði það til, þó að þeir ílægju að honum? Þeim fórst ekki að hlæja. Þeir voru ekki mikið hetur til fara en hann. Því munaði helzt, að þeir vom ekki leirugir, því að þeir höfðu ekkert farið nema út á túnið um morguninn. Hefðu þeir smalað, þá hefðu þeir líka verið eirugir. Ráðsmaðurinn var skást til fara; en það var ekki íónum að þakka, heldur þjónustunni hans. Hann var ekkert meiri maður en hinir. AJlir vissu, að ráðsmennskunni hans var lokið, þegar húsmóðirin kom á fætur. Það vildi valdi lans til gengis, að húsmóðirin var morgunsvæf og fór oft seint á fætur. Hjalti tók sér ekki nær að hann hlægi að ionum en hinir. ,Komstu nú með allar æmar, skinnið mitt?“ spurði ráðs- maðurinn og reyndi að gera sig alvarlegan. Eins og honum tæmi það nokkuð við! Hefði vantað af ámnn, þá var hús- móðirin vís til að skipa honum sjálfum á stað til að leita að ^eim. Þetta vissi Hjalti, og þess vegna gat hann svarað honum skætingi: eftir Jón Trausta. „Þær em allar í kvíunum, sem ég kom með. Þú getur farið þangað og talið þær.“ Hlátmr hinna vinnumannanna óx xnn helming við þetta. Það var þeirra mesta yndi, þegar lítið var gert úr ráðsmanninum, sem þóttist vera yfir þeim. Ráðsmaðurinn hló líka. En hann roðnaði dálítið uppi undir hársrótunum. ,j£g skal nú smíða handa þér nýja stöng úr seigum og góðum viði, með jámhólk á endanum, miklu betri en þessa til að stökkva á og miklu liprari og léttari,“ mælti Kári smiður, sem var einn af vinnumönnunum, við Hjalta, „ef þú vilt vinna dálítið til hennar.“ „Þú ætlar að stela í hana efninu frá húsmóðurinni,“ mælti Hjalti með sömu ósvífninni og áður. Hann vissi, að sér væri óhætt. Enginn þeirra mundi líða öðrum að fara illa með hann. „Það er ekki víst, að ég þurfi þess,“ mælti Kári. „Víðar er góður rekaviður en á Stóruborg.“ „Hvað á ég að vinna til?“ spurði Hjalti. Kári setti sig í stellingar og reyndi að vera alvarlegur. „Þú átt að fara — svona, eins og þú ert til reika núna, — beint inn í rúmið til húsmóðurinnar og leggjast út af hjá henni.“ ÍHcÓTnorgunhoífinu — Það yrði gaman að vita, hvað fingrafarasérfræðing- arnir segja við þessu . . . — Heldurðu að hann geti splundrað ferðaútvarpstæki á 25 metra færi??? 7 — Ég verð kannski nokkuð seinn f matinn . . . m i | ■^r mm! — Hérna er ábyrgðarmaður- inn, sem þér töluðuð um, að ég þyrfti f sambandi við lán- ið . . .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.