Morgunblaðið - 05.07.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.07.1974, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JULl 1974 Nína Tryggvadóttir ferill og lífsverk í TILEFNI listahátíðar hefur Listasafn islands, samkvæmt venju, sett upp sýningu á verkum eins listamanns, sem markað hef- ur spor I sögu íslenzkrar nútíma- listar. Að þessu sinni varð fyrir vali ein mikilvirkasta listakona þjóðarinnar á þessari öld, Nfna Tryggvadóttir. Listakonan, sem var fædd á Seyðisfirði 16. marz 1913, lézt iangt fyrir aldur fram I New York 18. júní 1968, aðeins 55 ára að aldri. Ferill hennar var sá 1 stórum dráttum, að hún fluttist ung að árum til Reykjavíkur og stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík, en þar hlýtur hún viðurkenningu fyrir pennateikn- ingu 1930, þá 17 ára að aldri. Hóf listnám hjá Ásgnmi Jónssyni á árinu 1932 og við einkaskóla Finns Jónssonar og Jóhanns Briem 1933—’34. Hún hélt utan árið 1935 til náms við listaháskólann í Kaupmannahöfn hjá Kræsten Iversen og stundaði það til árs- ins 1939. Hún heldur sína fyrstu sýningu í hálfbyggðu prentsmiðjuhúsi, sem Ragnar Jónsson var þá að reisa við hlið- ina á Unuhúsi í Garðastræti, í nóvemberlok 1942 og vakti sú sýn- ing allmikla athygli. Nfna hélt svo aftur utan árið 1943 og nú til Bandaríkjanna, en þar stundar hún nám við Arts Students League í New York og mun aðal- kennari hennar þar hafa verið hinn nafntogaði málari og braut- ryðjandi f myndmennt, Hans Hoffmann. Auk þess mun hún hafa notið góðs af viðkynningu við Fernand Leger, sem hún hitti oft og átti við uppbyggjandi við- ræður um myndlist, en hann get- ur þó ekki beinlínis talizt kennari hennar, svo sem þó hefur verið haldið fram. Nám Nínu í New York mun hafa verið mjög frjáls- legt, svo sem gerist, er menn hafa jafnlangan náms- og þroskaferil að baki og hún og vfst er það, að heildarnám Nínu var mjög traust og hún tók það mjög alvarlega, enda naut hún þess allt sitt lif að hafa hið ákjósanlegasta vald á tæknibrögðum margs konar og þjálfuðu litaskyni. Hæfileikar Nínu, dugnaður og gildur félags- skapur kom henni fljótlega á framabraut. Þannig býðst henni að sýna í ágætum sýningarsal í New York þegar árið 1945 og var þetta fyrsta skref listakonunnar á alþjóðlegri framabraut. Þá ber að geta þess, að henni var falið að gera leikmynd og búninga að „The Soldiers Tale“ (Sögu hermannsins), frægum ballett eftir þá C.F. Ramus og Igor Stravinsky. Var þetta mikil upp- hefð fyrir hina ungu og efnilegu listakonu, þar sem einungis hinir þekktustu Iistamenn voru fengnir til slfkra verka sem þeirra, að skapa umgjörð um sviðsverk snillingsins Stravinskys. Nína hélt heim sumarið 1946 með efnivið f stóra sýningu í far- angrinum. Þá sýningu opnaði hún um haustið og mun óefað hafa komið listskoðurum nýstárlega fyrir sjónir, að ekki sé meira sagt. Nfna tekur þátt í fyrstu „Septem- bersýningunni" 1947, en heldur svo aftur til New York 1948, en þangað hafði henni verið boðið gagngert til að setja upp sýningu af félagsskap viðkomandi sýn- ingarsalinn, þar sem hún sýndi í fyrra skiptið (New Art Circle). Sama ár kynnist hún vísinda- manninum Alfred L. Copley, sem jafnframt var teiknari og málari og velþekktur undir nafninu Aleopley. Felldu þau hugi saman og giftust árið eftir. Þrátt fyrir þennan hjúskap var Nina síður en svo töpuð ættlandinu svo sem fram kemur, en hún innsiglaði þar með enn frekar nafn sitt á alþjóðlegum vettvangi, ekki sízt vegna þess, að mál skipuðust þannig, að hjónin setjast að í París árið 1952. Til London flutt- ust þau 1957 og dvöldust þar fram á árið 1960, er þau sneru loks aftur vestur um haf. Á þessum tíma heldur listakonan sýningar 1 þekktum sýningarsölum í París, Brússel, Kaupmannahöfn, Lond- on og Wuppertal. Síðar sýnir hún í New York og Osló (1963) auk þess sem Félag íslenzkra mynd- listarmanna setur upp yfirlitssýn- ingu á verkum hennar f Lista- mannaskálanum 1963 í tilefni fimmtugsafmælis hennar. Síðustu einkasýningu sína hér heima hélt hún f Bogasal Þjóðminja- safnsins í júní 1967, nákvæmlega ári fyrir hið ótfmabæra andlát hennar. — Fyrir utan þessar einkasýningar tók hún að sjálf- sögðu þátt í ótölulegum fjölda samsýninga víða um heim, m.a. í hinum miklu nútímalistasöfnum f Parfs og New York. Verk eftir Nínu eru í eigu safna víða um heim. Sá þráður, sem hér hefur stutt- lega verið rakinn eftir ýmsum heimildum, bregður ljósi á um- fang og athafnasemi Nínu Tryggvadóttur sem gildrar lista- konu, en þar á hún naumast jafn- ingja meðal íslenzkra kvenna, þótt fleiri hafi sótt fast fram á erlendri grund svo sem Gerður Helgadóttir, Lovfsa Matthíasdótt- ir og Júlíana Sveinsdóttir. Sýning Listasafnsins á æviverki Nínu Tryggvadóttur er all viða- mikil og spannar nær allan ævi- feril hennar, elztu myndirnar eru frá skólaárum hér heima og gefa næsta lítið fyrirheit um það, sem átti eftir að fylgja (þó bera kennarar hennar henni mjög vel söguna), en það sýnir ljóslega, að Nína hefur ræktað garð sinn vel í Kaupmannahöfn, enda má sjá greinileg áhrif hins danska skóla í fyrstu myndum hennar, er hún þreifar fyrir sér sem skapandi listakona. Þar koma strax fram persónuleg tæknibrögð, sem jafn- an fylgja list hennar og verða enn meir áberandi síðar, eins konar leifturskynjan umhverfisins og hlutanna f persónulegu ljósi, at- riði, sem hafði þróazt á ýmsa vegu allt frá impressjónistunum, þótt útfærslan væri önnur og minnti frekar á expressjóníska hefð. Meiri áherzla var þó f fyrstu og lengi vel lögð á rökrétta og trausta byggingu en hjá expres- sjónistum, og er þetta allt f sam- ræmi við það, sem var helzt að gerast í Kaupmannahöfn, og hef- ur Nfna því furðusnemma verið móttækileg fyrir höfuðstraumum tímanna án þess að grípa allt hrátt og ómelt. Aðdáunarvert er, hve þessar myndir hennar eru lausar við allan svonefndan akademisma og gerólíkar verk- um lærimeistara hennar Kræsten Iversen. Það atriði sýnir, að Nína fylgdist vel með því, sem var að gerast í myndlistinni utan skól- ans, og hefur hún vafalítið verið tíður gestur á söfnum og sýning- um svo stórstígur sem þroski hennar var á þessum árum. Að námi loknu heldur hún til París- ar, dvelur þar í nokkra mánuði, en heldur síðan heim til íslands rétt áður en styrjöldin brauzt út. Viðkynningin við list heimsborg- arinnar hefur að sjálfsögðu haft djúp áhrif á hina ungu og næmu listakonu, en þó meir á hugarfar hennar en list fyrst í stað, enda verða þar engar stökkbreytingar greindar þrátt fyrir að persónu- mótun Nínu sé í örri gerjun á þessum árum, en þetta sýnir ein- mitt þroska og trausta skólun. Nína málar margt mynda fram að sýningu sinni 1942, sem skipa henni ótvfrætt á bekk með fremstu málurum þess tfmabils hérlendis, einkum mun röð mannamynda, er hún gerði telj- ast, gildur þáttur íslenzkrar myndlistarsögu. Þar er hún að vísu að nokkru undir áhrifum frá Þvorvaldi Skúlasyni, sem þá var nýkominn heim, en persónu- einkenni Nínu eru sláandi í myndum hennar, þannig að áhrif- in voru einungis heilbrigð viðbót. Það er annars mjög merkilegt hvað margt var í gerjun á stríðsár- unum, þannig héldu þeir Þorvald ur og Gunnlaugur Scheving sýn- ingu sem segja má að hafi mark Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON að þáttaskil f íslenzkri myndist. Þannig hafnar Nína í miðri þess- ari deiglu og gerist þar gildur þátttakandi og f engu eftirbátur. Auðvitað stungu myndir Nínu mjög f stúf við ríkjandi landslags- hefð og ekki sfður portretthefð og hefur hún án efa fengið orð f eyra fyrir það, myndir hennar þóttu ókvenlegar í hæsta máta, og rétt er það, að varfærinn né pempíu- legur var pentskúfurinn ekki í hennar höndum, en þó höfðu myndir hennar sannarlega sterk kvenleg einkenni, tilfinningarík- ar og gæddar ástríðumögnuðum þrótti. — Oft er nauðsynlegt að vitna í Platon í sambandi við við- brögð almennings gagnvart ný- listum, en hann kvartaði undan þvf, að málarar samtíðar hans máluðu svo frábrugðið ríkjandi hefð og myndir þeirra væru ljót- ar! Það hefði verið mikill akkur að hafa fleiri kolteikningar af fólki á sýningunni en þær af Áslaugu Árnadóttur og Sigurði Nordal, því að Nína mun hafa gert fleiri slík- ar myndir og hefði farið vel á að hafa þar safn slíkra mynda til samanburðar við hinar máluðu mannamyndir, þar kemur ekki síður fram sérstæð tækni, næm og örugg línumeðferð ásamt inn- hverfri tilfinningu gagnvart fyrirmyndinni. Það hefði brugðið nánara ljósi á vinnubrögð lista- konunnar. Annað, sem áfátt má telja er, að upphenging og sýningarskrá þræða ekki með öllu rökrétt listferil hennar og gerir það sýningargestinum erfiðara um vik að fylgja þróuninni. Slíkt er þó sjálfsögð og næsta algild regla um yfirlitssýningar eftir því sem ég þekki til. Sýningarskráin er að öðru leyti hin veglegasta heimild um sýninguna og lista- konuna. — Liturinn í sjálfu sér og skyn- ræn lögmál hans verða að æ sterkara afli í listsköpun Nínu, er fram líða stundir og jafnframt verða myndir hennar óhlut- bundnari, og enn merkilegra er, að þessi tilfinning var ekkert nýtt fyrirbæri í listsköpun Ninu, þessari kennd má sjá bregða fyrir sem leiftri í ýmsum eldri mynd- um hennar á sýningunni. En það eru einmitt slíkar myndir, sem hún safnar saman á seinni sýn- ingu sína hjá New Art Circle, og nú voru gagnrýnendur nokkru varkárari í skrifum sínum. En þegar franski málarinn de Stal kom fram með svipaðar myndir nokkru síðar voru þeir fljótir til að setja myndir hennar þar í sam- hengi. Ég er þeirrar skoðunar, að þessi túlkunarmáti hafi verið Ninu eðlislægur, en að henni hafi svo aukizt sannfæring, er þessi stefna hlaut viðurkenningu og að um bein áhrif sé því ekki að ræða heldur skyldleika og hvatningu. — Höfundur nýrrar liststefnu er sjaldnast einn listamaður heldur á stefnan sér einnatt langan að- draganda, en svo þegar eitthvað framúrskarandi kemur fram innan hins nýuppgötvaða sviðs á réttum stað og tíma er höfundur þess einnatt talinn upphafsmaður stefnunnar, einkum sé hann frá stórveldum listarinnar. Það þýðir harla lítið fyrir listamann frá smáþjóð að reyna að hasla sér völl í Parfs eða New York með frumlegt verk án öflugs stuðnings áhrifamanna þar, sá hinn sami getur frekar átt von á, að hugmyndin sé tekin traustataki af þarlendum f betri aðstöðu og slíkt hefur gerzt. Hér er ég ekki að gefa neitt í skyn, einungis að skýra frá staðreynd- um. Margir geta málað í svipuð- um nýstíl án þess að vita hver af öðrum, en svo ráða aðstæður og tilviljanir, hver er talinn upphafs- maður hins nýja stíls. Annað er að Nfna fylgdi þessari uppgötvun sinni ekki eftir af full- um krafti fyrr en meira en áratug sfðar og þá var abstrakt- expressjónisminn einmitt á hátindi báðum megin Atlandsála, þeim stfl var hún svo trú til hinztu stundar þrátt fyrir að nokkur frávik kæmu til. Hún tók afstöðu á móti popplistinni lfkt og fleiri samherjar hennar, a.m.k. hafði það engin sjáanleg áhrif á list hennar og þó er eins og örli fyrir löngun til stílbreytinga í myndum lfkt og „Öreiðir” (119) og andlitsmyndinni af þeim merkilega manni Holger Cahill (122). Áratuginn þar á milli (1950—’60) hafði hún unnið í hinum einstæðu og áhrifaríku klippmyndum sínum og orðið fyrir áhrifum af geometríunni líkt og svo margir aðrir, en hjá henni er liturinn jafnan safa- ríkari en almennt gerðist, hún gat aldrei að fullu losað sig frá máli litanna og grómagni þeirra. Hin tfðu viðskipti á þeim áratug hafa haft sitt að segja, eitt er að alast upp í sjálfri hringiðu heimslistar- innar, annað að vera gestur frá fjarlægu, einangruðu eylandi. — Það lá einnig beinast við, að Nína hrifist af möguleikum steinglers- ins þegar hún kynntist því, enda lá tæknin mjög vel við sérstökum hæfileikum listakonunnar. Hún vinnur allmikið í þessari tækni og má sjá dæmi þess í hinum þrem steindu glerrúðum i Þjóðminja- safnsbyggingunni. Einnig hreifst hún af möguleikum mósaik-tækn innar og liggja svo sem kunnugt er nokkur viðamikil verk eftir hana í þeirri tækni hérlendis, furðulega fínleg og fáguð verk frá hendi jafn ástríðufullrar lista- konu. Stærsti samfelldi hluti sýning- arinnar er helgaður abstrakt-ex pressjónfska tímabilinu og kennir þar ótrúlega margra grasa, jafn einhæfur og þessi stflmáti getur virzt í fyrstu. Myndirnar eru þar jafnframt mjög misjafnar að gæð- um, en það einkennir þessa sýn- ingu, hve misjafnar myndirnar eru ásamt nokkrum hnökrum í upphengingu. Þykir mér t.d. mis- ráðið að setja hina stóru ófull- gerðu mynd af stofnun Alþingis á aðalvegg innan um miklu eldri myndir. Þessari mynd hefði hæft einangraður veggur, því að hún er full ítæk á umhverfið, dregur frá öðrum myndum umhverfis. — Yfirlitssýningar Listasafns- ins hafa jafnan verið stórmerkur Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.