Morgunblaðið - 05.07.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.07.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚLl 1974 25 Skuggamynd i fjarska FRAMHALDSSAGA EFTIR MARIU LANG, RÝÐANDI: JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR. 47 um nóttina. En vanlíðan mín magnaðist um allan helming dag- inn eftir, þegar mér var sagt, að Eva væri dáin og talið væri, að hún hefði verið myrt einmitt á þeim mínútum, sem ég var hjá henni. Ég varð gripinn fáránlegri, en hamslausri skelfingu. Ég fmyndaði mér, að fengi nokkur að vita um heimsókn mína til Skill- inggránd yrði ég sett bak við lás og slá. Enginn myndi trúa mér, þótt ég héldi því fram, að Eva var á lífi, þegar ég fór og henni virtist þá líða mun betur en mér. Christer horfði hugsandi upp f loftið. Ekki var vinnandi vegur að geta sér til um, hvað hann var að bræða með sér. — Hvernig var hún klædd? — Hvernig... Ég skil ekki... — Bara þetta: hvernig var Eva Claeson klædd, þegar þér fóruð frá henni? — Hún var í köflóttum kjól með stórum rauðum hnöppum. — Og klukkan hvað fóruð þér frá henni? — Rétt rúmlega hálf níu. Hún var í senn undrandi og hikandi og hún hallaði sér fram og sagði hálfkæfðri röddu: — Þér trúið mér náttúrlega ekki? Ég vissi, að enginn... En Christer greip stillilega fram í fyrir henni. — Það er margt, sem mælir gegn yður, Görel. Og það gæti verið, að þér ættuð f vök að verj- ast ef réttur væri yfir yður settur. Þér voruð afbrýðisöm út í Evu Claeson og þér höfðuð fulla ástæðu til að bera til hennar haturshug. Ég býst ekki við, að þér hafið orðið að þola mikið mót- læti í lífinu og við höfum ekki á öðru að byggja en yðar orðum um það, sem gerðist í Skillinggránd. Við vitum, að þér vilduð fyrir alla muni koma í veg fyrir, að nokkur maður fengi pata af þeirri heim- sókn yðar, en vinnustúlkan yðar sveik yður — þrátt fyrir nylon- sokkana, sem þér gáfuð henni og Ingmar Granstedt gerði sér ljóst, að það voruð þér, sem hann hafði séð. Ég þarf víst ekki að vekja athygli yðar á því, að hann var drepinn til að koma í veg fyrir að hann segði frá leyndarmáli sínu. Christer hvarflaði augunum til og hélt áfram og horfði allt að þvf blfðlega á ungu stúlkuna, sem sat andspænis honum: — Og samt, tautaði hann. — Ég er að velta fyrir mér, hvort okkur hefur ekki öllum skjátlazt, þegar við gengum út frá því sem gefnu, að sá gestur, sem Ingmar Granstedt sá, hafi verið morðinginn. Það er að minnsta kosti ýmislegt, sem erfitt er að skýra ef við höllumst að þvf, að Görel Fahlgren sé morðinginn. Hvers vegna skylduð þér til að mynda taka handrit Pelle Bremm- ers með yður og setja það í skúffu Staffans Arnolds? Hvers vegna ættuð þér að fara f skatthol Evu og leita þar í dyrum og dyngjum? Nei, meðan ég hef nú hlýtt á mál ykkar Kersti Ryd, þá hef ég kom- ið auga á samfelldari heildar- mynd, og f þeirri heildarmynd birtist ekki andlit yðar — HELD- UR ANDLIT ÞESS, SEM FRAMDI MORÐIN... Eg hafði á tilfinningunni, að enginn þyrði að draga andann og Christer hélt von bráðar áfram: — Ég er fús að trúa yður, sagði hann, — ef þér lofið mér því að svara einni spurningu. Mjög þýð- ingarmikilli. Christer leit alvarlega á Görel og hún horfðist einbeitt í augu við hann. — Þessi maður? Þessi maður, sem þið elskuðuð báðar... Hver var hann? — Nei. Þetta eina orð kvað við eins og neyðaróp. — Nei, þér megið ekki neyða mig til að segja nafn hans... það er svo óhugnan- legt... — Já, sagði Christer, — það er alltaf óhugnanlegt að gefa upp nafn morðingja. En þó er annað enn óhugnanlegra og það er að fremja morð. Hugsið um Evu Claeson, um Ingmar Granstedt og veltið fyrir yður, hvort það er ekki einn þessara þegjandalegu manna, sem hér situr, sem hefði fyrir löngu átt að vera kominn í fangelsi að taka út refsingu sína. En þér viljið kannski bíða þar til hann hefur framið ffeiri morð? En beiðni Christers bar ekki árangur. Görel stundi eins og sært dýr, hún greip höndum fyrir and- litið og nú sat hún svo hreyfingar- laus, að það var engu Iíkara en allt líf væri úr henni. Pelle hafði gripið um axlir henni. Staffan Arnold kveikti sér í sígarettu og við hlið mér varð ég vör við að Jan gerði slíkt hið sama, með skjálfandi fingrum. Og hugsanirnar þutu um heila- búið í mér. Einn þeirra... Pelle. Staffan. Jan. Ef ég hefði verið I Görels sporum, hvað hefði ég þá gert? Ef ég hefði haft á tilfinningunni, að Einar væri sá seki hefði ég þá getað tekið af skarið og sagt: „Þarna er hann. Farið með hann í fangelsi.“ Ég bjóst ekki við að ég hefði haft þrek í mér til þess og því varð ég bæði glöð og þakklát, þegar Christer tók af skarið og sagði. — Ég ætla ekki að neyða yður til neins, Görel. Ég skal þá frekar segja yður, hvað ég held hafi gerzt. Það er kannski auðveldara með því móti. En ég vona þér grfpið fram í, ef ég fer ekki rétt með eða varpa grunsemdum á saklausan mann. Hann leit á Einar og þeir virtust gefa hvor öðrum bend- ingu. Ég reyndi að hagræða mér í gluggakistunni og beið þess, sem verða vildi — að heyra hver væri sannleikur þessa hörmungarmáls. — Ég trúi því tæpast, sagði Christers,— að um hjónabands- svik hafi verið að ræða, i eigin- legri merkingu þess orðs. Ég býst við, að þessi maður hafi verið einlægur í byrjun og að hann hafi verið sannfærður um, að hann væri ástfanginn af Evu. Senni- lega hefur það verið hún, sem stakk upp á því af fyrra bragði að lána honum peninga. Hún var hamingjusöm — sæl í sinni ást og auðvitað gat hún ekki hugsað sér. að ástvinur hennar glímdi við fjárhagsvandamál fyrst hún átti sjálf talsverða upphæð í banka. Sjálfsagt hafa bæði verið beirrar trúar, að síðar tæki hann að mestu við fyrirvinnuhlutverkinu, svo að það skipti engu meginmáli þótt ögn hefði gengið á sparifé hennar. En hann skrifaði undir kvittanir fyrir þeim upphæðum, sem hann fékk lánaðar, enda þótt ég búizt ekki við, að formlega hafi verið gengið frá því að öðru leyti. Þessi ljómandi sæla stóð, eftir öllu að dæma, þar til Görel Fahlgren verður á vegi hans og hann verður yfir sig ástfanginn af henni. Þar sem hann var nú orð- inn sannfærður um hina nýju ást og væntanlega einnig verið nokkuð viss um hlýjar tilfinning- ar Görels í sinn garð, ræddi hann á miðvikudeginum fyrir morðið þessa nýju stöðu við Evu og ég býst við það hafi komið honum ónotalega á óvart, þegar þessi þægilega og viðráðanlega stúlka, auðmjúka og undirgefna, hugsaði sér sannarlega ekki að gefast upp við svo búið, heldur krafðist hún VeLV/VKAINJDI Velvakandi svarar i sima 10-100 kl 10.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. • Fuglalíf Sigurjón Jónsson skrifar: „Kæri Velvakandi. Ég sendi þér línur, sem þú birt- ir 23. júní, þar sem rætt var um fuglana á Tjörninni í Reykjavík. Nú hefir einhver G.K. sent þér lfnur um sama efni. G.K. spyr mig á hvaða hátt ég geti réttlætt kröfu mína um dauðadóm vargfuglsins, hafi hann skilið mig rétt. Þótt ég hafi að vfsu ekki nefnt dauðadóm, þá tel ég samt rétt- lætanlegt undir mörgum kringumstæðum að drepa varg- fugl. Það, sem hefir mótað þessa skoðun mína, felst f eftirfarandi: Þótt ég sé fæddur f Reykjavík þá var ég öll sumur til 14 ára aldurs f sveit. 1 sveitinni mótuð- ust margar mfnar skoðanir og þá alveg sérstaklega skoðanir á ýms- um vargfuglum og rándýrum. Þessar skoðanir hafa ekki breytzt gegnum árin. Ég hefi aldrei heyrt neinn tala um réttmæti þess, að vargfugl sé f æðarvarpi vegna þess, að hann sé að afla ungviði sínu fæðu. Þá hefi ég ekki heldur heyrt neinn reyna að réttlæta dráp vargfuglsins á nýfæddum lömbum um sauðburð inn með þvf að hann sé bara að afla ungviði sínu fæðu. Á sinn hátt gæti hæstvirtur G.K. lfka varið dráp refa og minka. Það eru sem sé kynni mín af vargfugli í varplöndum og hagan- um um sauðburðinn, sem váldá því, að ég tel hann undir mörgum kringumstæðum réttdræpan. Ég tel, að þessi skoðanamunur okkar hljóti að stafa af-þvf, að við séum aldir upp við gjörólíkar að- stæður. E.n hvað um það, þá þakka ég þér skrif þín, enda tel ég, að þau hafi vakið mun meiri athygli en min. Meining mín var fyrst og fremst sú að reyna að vekja ráðamenn borgarinnat til umhugsunar um hvaða fugla æskilegast sé að hafa á Tjörninni. Ég tel þessi skrif ágætt innlegg þar f. Sigurjón Jónsson." 0 Persil-klukkan H.T. skrifar: „Kæri Velvakandi. Að undanförnu hefur talsvert verið skrifað um Persil-klukkuna á Lækjartorgi. Miklar breytingar hafa orðið á götunni og eru þær mjög til fyrir- myndar. Sumum þætti þvf sjálfsagt að láta klukkuræfilinn fara, enda er ekki hægt að segja, að hún sé beint fögur. En ég er nú svo íhaldssamur, að mér finnst sjálfsagt, að hún fái að standa, enda sómir hún sér vel með gömlum Bernhöftstorfu- húsunum. Og svo eiga einnig margir góðar minningar tengdar henni. Virðingarfyllst, H.T.“ Það væri þá kannski ráð að mála klukkuna f samræmi við dýrgripina í brekkunni, eða hvað? Annars er kannski ljótt af Vel- vakanda að vera að skammast út f klukkugreyið, þótt óásjáleg sé, en minningarnar, sem henni eru tengdar, væru áreiðanlega miklu fegurri og betri, væri hún eitt- hvað fyrir augað. 0 Endurbæturnar á Torginu Nú er Lækjartorg og austur- hluti Austurstrætis að komast í það ástand, sem margir hafa beð- ið með óþreyju, og getur vfst fá- um blandazt hugur um, að þau umskipti eru til mikilla bóta, enda þótt nokkuð hafi dregizt að ganga frá þessu endanlega, og kunnum við ekki skýringar þar á. Aðeins virðist eftir að reka smiðs- höggið á fínirfið, og vonandi verð- ur þess ekki langt að biða, að það verði gert. Nú hefur Pósthússtræti lfka verið opnað fyrir umferð hinnar alræmdu en óumflýjanlegu „blikkbelju“, þ.e.a.s norðurhluti strætisins, og síðan svq var gert er umferð um miðbæinn allmiklu greiðarf en áður, og veitti ekki af. Það verður gaman að fylgjast með þeirri þróun, sem nú er vel á veg komin hér f borginni, hvað það snertir að gera umhverf- ið vistlegra og ánægjulegra fyrir íbúa borgarinnar. 0 Húsamálun Málningaraldan og litagleðin, sem gripið hefur bæði Reykvík- inga og aðra á síðari árum hefur orðið til þess að gera umhverfið mun skemmtilegra en áður var. Áður kom varla annað til greina en að mála hús í gulum, hvítum og gráum litum, og þeir, sem máluðu þökin á húsum sfnum í öðrum litum en grænum eða rauð- um, lágu jafnvel undir þeim grun, að þeir væru eitthvað skrýtnir í kollinum. Nú er af sem áður var, og er nú keppzt um að velja skrautlega liti og velja saman liti svo vel fari. Þetta er ánægjuleg breyting, og vonandi að hér verði framhald á. Öllum þeim, sem sýndu mér vinarhug með skeytum, blóm- um, heimsóknum og stór gjöfum 27. júní s.l., þakka ég af alhug. Sigurþór Þórðarson. NÝTT — ódýrt JaneHelIen Suöurlandsbraut 10, ?sim7850800 Vélapakkningar Dodge '46—'58, 6 strokka Dodge Dart '60—'70, 6—8 strokka. Fiat, allar gerðir Bedford, 4—6’ strokka, dísilhreyfill Buick, 6 — 8 strokka Chevrol. ' 48—'70, 6—8 str. Corvair Ford Cortina '63 — '71 Ford Trader, 4—6 strokka Ford D800 '65—'70 Ford K300 '65— 70 Ford, 6—8 strokka, '52 —'70 Singer - Hillman - Rambler Renault, flestar gerðir Rover, bensín- og dísilhreyflar Skoda, allar gerðir Simca Taunus 12M, 17M og 20M Volga Moskvich 407—408 Vauxhall, 4—6 strokka Willys '46 —'70 Toyota, flestar gerðir Opel, allar gerðir. Þ. Jónsson & Co Símar: 84515—84516. Skeifan 1 7. JHorgmiblabiþ nucivsmcRR ^^•22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.