Morgunblaðið - 05.07.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.07.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JULÍ 1974 15 99 Dyntótta Fyrsti hluti móðir iörð 99 í FYRRAVETUR var hringt til mín frá Almenna bókafélaginu og mér sagt, að ég ætti von á hand- riti, sem Tómas skáld Guðmunds- son legði áherzlu á, að ég læsi. Væri það skáldsaga eftir Jón Dan. Ég brást glaður við, því að ég fékk þegar mætur á Jóni Dan sem sagnaskáldi, þá er ég las smá- sagnasafnið Þytur um nótt — og þó að veilur væru í Sjávarföllum og Tveimur bandingjasögum, urðu þær bækur mér hugstæðar og kærar — og þá ekki sízt Sjávar- föll. Jón Dan valdi smásögum sín- um sem einkunnarorð þessa til- vitnun í siðfræði Spinoza: „Ánauð kalla ég vanmátt mannsins til að stjórna tilfinning- um sínum eða halda þeim í skefj- um. Því að sá, sem er á valdi tilfinninga sinna, er ekki sjálfum sér ráðandi." Þessi einkunnarorð eru vissu- lega ekki valin til að státa af þekingu á ritum hins spakvitra Sp.noza, því að einmitt það, sem í þeim felst, túlkar Jón Dan — af mér ógleymanlegri samúð — í áð- urgreindum sögum sínum, en or saka valdur hinna taumlausu til- finninga er þar það jafnvægis- leysi, sem stafar af þvi að menn eru slitnir úr tenglslum við sitt eðlilega umhverfi, átthaganna, móður jörð, náttúruna, sem ein- mitt er samkvæmt kenningum Spinoza eitt og hið sama og Guð. ritvélinni og lét Atburðina á Stapa skipa hennar rúm. Og ekki hefði ég lengi lesið er mér var orðið ærið dillað, og svo kom þar, að ég tók að brosa og síöan að skella upp úr. Kona mín kom þá f skrifstofudyrnar og sagði: „Er sagan svona skemmtileg, — þú hlærð og hlærð?“ Ég var að því kominn að segja eins og beinast lá við: Þú þarft víst ekki að spyrja, en allt í einu datt mér í hug, að ekki væri vert að láta mikið uppi um það við Unni hvernig mér líkaði sagan, og svo varð þá svar mitt: „Sumt getur nú verið hlægi- lega vitlaust." Hún sagði: „Ég býst nú ekki við neinu af því tagi: frá Jóni Dan — nema þá ein- hverju, sem hann láti persónu- urnar segja eða gera.“ „Jæja, jæja,“ svaraði ég. „Þú færð hand- ritið í kvöld.“ Hún lét þar við sitja, og ég reyndi svo að stilla mig um að láta á því bera, hve mér var skemmt við lesturinn. Unnur lætur mína skoðun ekki hafa sig til að segja annað um bækur en það, sem henni finnst sjálfri rétt, en ég hafði nú samt sem áður ákveðið að segja sem minnst um Atburðina á Stapa, áður en hún læsi söguna. Hún er engin bókmenntafræðingur, en hefur margt og margvíslegt lesið, er mjög glögg á rökvillur í hugsun og tilgerð og sýndarmennsku í máli, stfl, atburðarás og persónu- Hualeiðinaar B. Jsi út frá sögu Jóns Dan mSk Æm 1* 1 þó að hann minni mig fyrst og fremst á einn mann, sem við þekkjum bæði.“ Ég kinkaði kolli og mælti: „ Eg veit alveg við hvern þú átt. Hann var sjúklingur , samtímis þér á Landakotsspítala í fyrr.“ Hún brosti og sagði: „En á ég að segja þér eitt? Sagan minnti mig aftur og aftur á Heljarslóðarorrustu.“ Ég þagði, — en ánægður var ég. „ Já, finnst þér þetta svo einkennilegt?“ sagði hún því næst. „ Það er nú sfður en svo,“ svaraði ég fastmæltur. „ En ólikt er nú efnið og atburðarásin. Hvað minnti þig þarna á meistara- verk Gröndals heitins?“ Hún svaraði hiklaust:,, Hvað höfundurinn kemur manni aftur og aftur skemmtilega á óvart — og hvað fjarstæðurnar verða hversdagslega eðlilegar." „ATBURÐIRNIR A STAPA” — OG ÞEIM VIÐTÖKUM, SEM SÚ BÓK HEFUR HLOTIÐ Að hið harmræna i slikum tilvik- um er Jóni sjálfum samgróið sýna þau órofa tengsl hans við átthag- ana, sem síðar mun verða bent á í þessu greinarkorni og ekki verð- ur um villzt. Fyrir allmörgum árum, einmitt þegar Jón Dan var kominn á góð- an rekspöl með ritun skáldsagna, varð hann fyrir bílslysi, sem lék hann svo hart, að í fyrstu var honum ekki meira en svo ætlað líf, en síðan lengi vel talið mjög vafasamt, að hann næði fullri heilsu og starfsorku. Þetta áfall mun svo hafa valdið því, ásamt erfiðu og ábyrgðarmiklu embætti, sem hann gegnir af alkunnri sam- vizkusemi og lipurð gagnvart jafnt starfsliði og þeim, sem þjón- ustu þiggja, að Atburðirnir á Stapa eru fyrsta skáldagan, sem kemur frá honum síðan árið 1960. Strax og ég hafði fengið í hendur handritið, tók ég að grípa niður í það á víð og dreif, og svo varð ég þá bæði hissa og áfjáður f sam- felldan lestur. En þar eð ég var önnum kafinn við að rita Stóð ég úti f tunglsljósi, lagði ég handrit- ið frá mér og hugðist lesa það í lotum, þegar ég tæki mér hvíldir frá þvf verkefni, sem hafði tekið mig ærið föstum tökum. En þar kom brátt, að handrit Jóns Dan óróaði mig svo, að ég vék frá lýsingum, og auk þessa er hún gædd mjög miklu skopskyni. Svo vildi ég þá gjarnan heyra, hvernig henni félli í geð hin um margt nýstárlega skáldsaga Jóns Dan. Og áður en við gengum til rekkju, fékkk ég henni handritið. Hún spurði einskis og ég lét ekkert uppi, og svo sagði hún þá: „Ég vona, að það sé góðs viti, hvað þú ert skrýtinn og laumulegur." Eg fór að vanda snemma á fætur næsta morgun, en Unnur svaf lengi fram eftir. Á náttborði hennar lá handritið, titilsíðan efst, seinasta síðan neðst. Ha? Skyldi hún ekki hafa hætt lestrinum í sögulok? Mig langaði til að vekja hana, en af því varð þó ekki. Þegar svo hundurinn Blundur kom fram í skrifstofu til mfn og gerði mér að vanda aðvart um, að Unnur væri vöknuð, brá ég fljótt við. Ég hafði svo ekki boðið góðan dag, þegar ég sagði:„Þú hefur þó víst ekki hætt við söguna f miðjum klíðum og fleygt henni frá þér?“ Hún gaf handritinu hornauga og sagði eins og hálfmóðguð:,, Sýnist þér ég hafa gengið þannig frá þvf? Ég las það frá upphafi til enda, sumt tvisvar, og aftur og aftur var ég að því komin að vekja þig til þess að við gætum skemmt okkur saman við uppátæki og orðaflaum Stapa- Jóns, sem mér finnst ég reyndar hafa rekizt á oftar en einu sinni, „Stendur heima og stemmir!" sagði ég. „Og nú hringi ég strax í Tómas.“ Og það gerði ég, var bráðlátur og alveg búinn að gleyma Stóð ég úti f tunglsljósi. ... Ég gleymdi meira að segja veðurfréttunum, sem ég hef þó yfirleitt álíka áhuga á og dugandi skipstjóri, útgerðarmaður eða bóndi, sem lætur sér óvenjuannt um stóð sitt sakir síhækkandi verðs á hrossum. Að þessu sinni þurfti ég ekki lengi að bíða þess að heyra símann hringja eina langa hring- ingu, þrjár stuttar og eina langa. Og ekki stóð á mér að grípa heyrnartólið. „Tómas skáld Guðmundsson er við,“ Þakka þér fyrir, mín elskanlega, en þú átt að segja þjóðskáldið Tómas Guðmundsson." Mærin hló og sagði: „Sæll, vinur, — ég heyri, að þú ert þó ennþá sjálfum þér lfkur. Ertu búinn að lesa hand- ritið?" „Sæll og blessaður, — sendingar voru ekki alltaf áður fyrrum kærkomnar — og svo er raunar enn, geta jafnvel verkað líkt og sprengjur, ef þær koma frá bönkum eða skattheimtu, en ég þakka þér kærlega fyrir böggulinn frá ríkisgjaldkeranum okkar." „Svo þér lízt vel á söguna?" mælti Tómas. Eg svaraði: „ Ég er ekki bara glaður, heldur lfka undrandi, þó að góðs teldi ég mega vænta af Jóni Dan. Eg tel það merkisviðburð í bók- menntum okkar að eignast svona sérstæða og um leið merkilega skáldsögu." Og Tómas sagði: „Ég lít svo á, að Stapa-Jón sé persóna, sem eigi langt lff fyrir höndum, og að þessi saga tryggi Jóni Dan varanlegan sess f bókmenntum okkar." Ég bætti því sfðan við, sem okkur konu minni hafði farið á milli út af sögunni, og kom þá fram, að sagan hafði einnig að nokkru minnt Tómas á Heljar- slóðarorrustu. Þá gat hann um, að sér fyndist galli á sögunni er höfundi mundi auðvelt að laga, og nefndi ég svo veilu, sem úr þyrfti að bæta. Reyndist hún einmitt sú, sem Tómas átti við, og kom okkur saman um, að höfundurinn mundi taka vel bendingu um úrbót. Sú varð og raunin og eins það, að skáldinu reyndist farast vel um að bæta. Af því, sem hér hefur verið frá sagt, þarf engan að undra, þó að mér hafi komið á óvart, hve til- tölulega litla athygli atburðirnir á Stapa virðast hafa vakið og hve grunnfærnislega þessarar merku skáldsögu hefur verið getið, þar sem þó hefur verið á hana minnzt á opinberum vettvangi. Og um þverbak þótti mér keyra, þegar ég komst að raun um, að fram hjá Jóni Dan var gengið við úthlutun fjár til skálda og annarra lista- manna! Um það, sem hér hefur verið að drepið, mun nokkru valda, að Jón Dan er maður mjög látlaus og jafnvel hlédrægur, tekur alls eng- an þátt f klíkum, hópum eða fylk- ingum, sem blása sig upp út af stjórnmálum, trúmálum eða stefnum og straumum í menn- ingarmálum, hvenær sem tæki- færi gefst. Það er alls engin ný bóla, að skáld og listamenn, sem firrast alla hópsefjun, lendi í skugga samtímis því, sem beint er flóðljósum að skrumurum og æsi- gikkjum. Svo mjög getur kveðið að tómlætinu gagnvart hógværum og fáskiptnum, að maður rekst aftur og aftur á langskólagengna menn, karla og konur, sem tala digurbarkalega um bókmenntir og kannast ekki við höfunda, sem skrifað hafa sögur eða önnur rit, sem hafa að geyma merkilegar og eftirminnilegar aldarfars- og mannlýsingar. Ég hef og oft og tíðum orðið þess vís, að margir rithöfundar og aðrir bókmennta- menn gera sér ekki grein fyrir, hvert gildi hinn alþýðlegi lággróð- ur í bókmenntum okkar hefur til bóklegrar þjálfunar þeirra mörgu lesenda, sem ekki hafa notið eða munu njóta bókmenntalegrar leiðsagnar að neinu gagni í skól- um og botna svo ekki einu sinni f góðum og gildum skáldskap frá liðnum tímum, hvað þá í þeim skáldritum samtímans, sem eru mjög nýstárleg og jafnvel torræð að efni og formi, en um gildi hins lítils virta gróðurs get ég vísað til þeirra bókavarða almennings- bókasafna, sem skilja hlutverk sitt, en þeim mun nú vonandi fara hraðfjölgandi, því að óhætt mun að fullyrða, að „stjórn hinna vinn- andi stétta til sjávar og sveita „hafi ekki aflífað og kistulagt í kyrrþey það frumvarp um al- menningsbókasöfn, sem ég veit ekki betur en fæðzt hafi fullburða fyrir að minnsta kosti þremur árum. Að lokum tel ég svo rétt að geta til viðbótar þriggja hugsanlegra Bókmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN orsaka þess, að hin merka og sér- stæða skáldsaga Jóns Dan hefur ekki vakið verðskuldaða athygli. Ekki verður annað sagt en að hún „fari vel“, en annað eins og það hefur upp á síðkastið þótt allt að því órækt merki þess á skáldsögu, að hún væri næsta lítils virði. Þá hefur tiltölulega góðlátleg kímni í íslenzku skáldriti virzt spilla þvf, að fólk, sem vildi í listrænum efnum vera vant að virðingu sinni, teldi sér samboðið að meta það þó ekki væri nema sem sóma- samlegan skáldskap — og minni ég þar á blaðadómana um Kjarn- orku og kvenhylli Agnars Þórðar- sonar — og raunar einnig hinn vel gerða gleðiieik bræðranna frá Múla, Deliríum bubonis. Enn- fremur kynni að hafa verið minna hugað að Atburðunum á Stapa vegna þess, að nokkuð margir „menningarvitar“ okkar og skáld- vinir þeirra kynnu að vera orðnir eilftið einsýnir, svo að ekki sé sagt sljóvgaðir af að stara áratugum saman f aðdáunarvímu á „blóm- skrúðið“ í þeim fenjaskógi, sem eftir heimsstyrjöldina síðari hefur vaxið upp af siðferðilegu og menningarlegu ráðþroti vest- rænna þjóða og þvf andlega séð markmiðslausa lífsþæginda og óráðssíu kapphlaupi, sem til var gripið til tímabúndins bjargræðis ráðamönnum og til friðunar al- menningi, þar eð enginn virtist minnast orða þess meistara, sem sagði: „Hvern, sem drekkur af þessu vatni, mun aftur þyrsta.”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.