Morgunblaðið - 11.07.1976, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.07.1976, Blaðsíða 24
24 MOR(;UNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JULl 1976 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Beitingamann vantar á 300 tonna útilegubát frá Tálkna- firði. Upplýsingar í síma 94-2521 og 94-2541 . Hradfrystihús Tálknafjaróar. Fóstra Barnaheimilið Hálsakot óskar eftir fóstru frá og með 1. sept. n.k. Uppl í símum 85458—1 1 786 Hellissandur Umboðsmaður óskast til að annast dreif- ingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Uppl. hjá umboðsmanni í síma 6720. Dugleg 1 5 —16 ára stúlka óskast í sveit. Uppl. í síma 19215 milli kl. 9—12 mánud og þriðjud. n.k. Framtíðarstarf Viljum ráða duglegan og áreiðanlegan mann til starfa í varahlutaverzlun. Ráðn- ing til stutts tíma kemur ekki til greina. Eiginhandarumsókn með upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist Mbl. merkt ..Atvinna 1228". Kennarar Kennara vantar að Húnavallaskóla A- Hún. Æskileg kennslugrein mynd- og handmenntir stúlkna. Upplýsingar næstu kvöld hjá formanni skólanefndar, Erlendi Eysteinssyni, Stóru- Giljá, sími 95-4294. Afgreiðslustulka óskast í blómaverzlun. Tilboð sendist Mbl. merkt: ,,Blóm — 6254", fyrir miðviku- daginn 1 4 júlí. Kona óskast til aðstoðarstarfa á tannlækningastofu í miðborginni nú þegar eða 1 . ágúst. Vinnutími frá 8.30 til 1 3.30 Umsóknir sendist Mbl. fyrir 16 júlí merktar: „Aðstoðarstúlka — 1 227". Skrifstofumaður Óskast til starfa hjá stóru fyrirtæki. — Verzlunarskólamenntun æskileg. — Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf leggist inn á Morgunblaðið fyrir 1 5. júlí, merkt „skrif- stofumaður" 6253. Oskum eftir að ráða ungan og áreiðanlegan mann i afgreiðslu- störf strax til afleysinga fyrir tímabilið júlí til septemberloka. Til greina gæti komið ráðning í lengri tima Uppl. i verzluninni á mánudag milli kl. 4 — 6 ekki i sima. Aðstoðarstúlka óskast á tannlæknastofu i miðbænum strax. Upplýsingar er greini aldur, mennt- un og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir hádegi á þriðjudag merkt: Hreinlæti — 6124. Skrifstofustúlka Iðnfyrirtæki í Kópavogi óskar eftir skrif- stofustúlku. Þyrfti að geta hafið störf strax. Áskilin er reglusemi nákvæmni í vinnu- brögðum og góð vélritunarkunnátta. Tilboð merkt: „Kópavogur — 1230" sendist afgr. Mbl. fyrir 1 5. júlí n.k. Rafmagnstækni- fræðingur óskast í fyrirtæki, sem bráðlega mun hefja innflutning á setningartölvum. Starfið er fólgið í viðhaldi, kennslu og annarri umsjón. Nauðsynlegt er, að viðkomandi skilji ensku. Umsókmr með upplýsmgum um nafn, heimilisfang, síma, aldur, menntun og núverandi starf sendist afgreiðslu Morgun- blaðsins fyrir 16. júlí nk Umsóknir, sem ekki koma til greina, verða endursendar og að oðru leyti farið með sem trúnaðar- mál. Umsóknir merkist: Tölvusetning — 6256. Mýrarhúsaskóli Seltjarnarnesi Kennara vantar að Mýrarhúsaskóla til kennslu 10—12 ára barna. Upplýsingar veittar hjá yfir- kennara, i sima 22569, kl. 10—1 1 fyrir hádegi til föstudags 1 6. júlí. Skólastjóri RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Landspítalinn Hjúkrunar- fræðingar Ijósmæður sjúkraliðar ! óskast til starfa á nýja kvenlækningadeild ! (sængurkvennadeild) nú þegar eða eftir ! samkomulagi. Upplýsingar veitir forstöðukonan, simi 24160. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast tii afleysinga og í fast starf. Upplýsingar veitir forstöðukonan, simi 24160. Reykjavík, 9. júlí, 1976. KARLMAÐUR óskast til afgreiðslustarfa Jes Zimsen hf., Hafnarstræti 2 1 Húsvörður Stórt húsfélag i Reykjavik óskar að ráða áreiðanlegan og reglusaman húsvörð sem fyrst. Húsnæði á staðnum. Umsóknum sé skilað til Mbl. merkt „Húsvörður — 1219" fyrir 20. þ.m. Seðlabanki Islands vill ráða starfsfólk til bókhaldsstarfa, skýrsluvinnu með nokkurri vélritun. Áskil- in er stúdents- eða verzlunarmenntun. Skriflegar umsóknir berist sem fyrst með upplýsingum um menntun, fyrri störf o.fl. til starfsmannastjóra. Staða skólastjóra við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar er laus til umsóknar. Umsóknir sendist undirrituðum eigi síðar en 16. þ.m. Bæjarstjórinn i Hafnarfiröi. Hárgreiðslu- sveinar óskast Óskum að ráða tvo hárgreiðslusveina til starfa, annan allan daginn, hinn hluta úr degi, eða tvo til þrjá daga i viku. Tilboð sendist til afgreiðslu Mbl. ásamt upplýs- ingum um aldur og starfsreynslu merkt „Hárgreiðsla : 6258". Tæknifræðingur Óskum að ráða vél- eða rafmagnstækni- fræðing. Þyrfti að geta hafið störf um miðjan ágústmánuð. Starfssvið: Hönnun og hagræðing. Mötuneyti á staðnum. H.F. Raftækjaverksmiðjan Hafnarfiröi sími50022. Seltjarnarnes —skrifstofustarf Á bæjarskrifstofunum Seltjarnarnesi er laust til umsóknar starf við vélritun og afgreiðslu í póstútibúi. Góð vélritunarkunnátta og reynsla i al- hliða skrifstofustörfum nauðsynleg. Starf- ið veitist frá 1 . ágúst n.k. Upplýsingar um starfið veita skrifstofu- stjóri eða bæjarstjóri. Bæjarstjórinn Seltjarnarnesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.