Morgunblaðið - 11.07.1976, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.07.1976, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JULl 1976 Helgi kóngsson og Álfdís kóngsdóttir mjog of> veitti honum allt eftirlæti, sem kostur var ‘á, en þó f>af hann honum aldrei tækifæri til að komast burt úr hellinum; aldrei leyfði hann honum að fylfíja sér til dyra, of> aldrei komst kón«s- son að því, hvernig Vermundur komst út eða inn um helli sinn; o« aldrei sa«ði hann kónsssyni frá því, hver hann var sjálfur né hver kóngsson var. Hann sauð á hverjum dejíi o« matreiddi í framhell- inum, or snæddu þeir þar, og brast aldrei matur eður munnjíát. klr nú fljótt yfir siijiu að fara, kónf>sson var þar vistum í hellinum, svo að skipti misserum o^ ár- um, og vissi hann ekki annað en að hann væri sonur hellisbúans og héti Ásmund- ur. Nú víkur sögunni heim aftur í kóngs- höllina. Þegar sveinninn var horfinn, var hans þráleitað, svo sem áður er sagt, og urðu þau kóngur og drottning úrvinda af söknuði. km þegar vika var liðin frá hvarfi kóngssonar, kemur ókenndur maður að köngshöllinni og beiðist að tala við kóng, og var honum veitt það. Hann segir kóngi frá, að hann hafi frétt um hvarf sonar hans, og spyr, hvort honum þyki mikið undir að heimta son sinn aftur, þó að seinna verði. Kóngur svarar honum, að því fremur vilji hann heimta son sinn aftur, sem hann vilji heita þeim manni náð sinni og miklum verðlaunum, er færi sér hann aftur. Þá segir komu- maður, að þessa kunni kostur að verða, en það krefji langan frest, og verði kóng- ur að vera þolinmóður. En sjái hann ekki son sinn hér um bil að átta árum liðnum, þá skuli hann hætta að vona. Lætur komumaður kóng skilja, að sonur hans muni að einhverju leyti vera álögum háður, sem þó muni valda gæfu hans á endanum, ef rétt sé á haldið. „En þá er þér, herra, heyriö bresti mikla og dunur, er kveða við um allt yðar rfki, þá er komið að takmarkinu, og þá skuluð þér vænta sonar yöar næsta dag. Sama dag munuð þér og frétta til hirðme.yjanna.“ Að svo mæltu kvaddi komumaöur kóng og fór leiðar sinnar. Kóngur stóð eftir hugsandi og undrunarfullur, en þó glað- ari en áður, af því að fnega vænta sonar síns aftur. Hann sagði drottningu sinni frá hinni óljósu von, er hann hafði um heimkomu sonar síns, og þótt þau að einu leytinu ekki þættust vita, hverju væri framar að trúa, eins og reyndar von var, þótti þeim þó hins vegar þessi von betri en engin. Sögunni víkur nú til hellisins aftur. Vermundur kom eitt sinn að máli við kóngsson og sagði: „Það á nú að vera ætlunarverk þitt, Ásmundur, að hæna að þér þennan fugl og kenna honum að sitja á öxl þér. Og svo er eitt enn, sem ég set þér fyrir að kenna fuglinum, og það er að nafna nafniö „Helgi kóngsson." f]kki máttu hætta fyrr við en fuglinn hefur lært að nefna nafn þetta, hverja fyrir- höfn og hve langan tíma sem það kostar." Kóngsson hlýddi þessu og tók nú æ meiru og meiru dálæti við fuglinn og reyndi að hæna hann að sér, og tókst honum það nokkuð eftir margar tilraunir og langan tíma. Euglinn tók þá að fljúga niður til kóngssonar, og þar kom, að hann þurfti ekki annað en segja: '.Komdu hingað, fuglinn minn fríði,“ þá kom fugl- inn niður af klettasnösinni og settist hjá kóngssyni, og söng þá fuglinn óvenjulega fagurt með köflum; en alltaf bar þessi rödd hinn undarlega keim, sem kóngsson gat ekki fellt sig við eða gert sér grein fyrir. vtw MORÖ-dKl KAFFINU Hugsa sér að þú skulir nú Vinna, þð erfið sé, hefur vera minn. aldrei drepið neinn, — en hugs- unin ein um það gerir út af við mig. Við ætlum aðeins að skoða Myndin er ekki slæm, ef þú það við dagsbirtu. sleppir boðskap hennar. Clyde Fitch segir eftirfar- andi sögu af Whistler: Listamaðurinn var staddur í París um það leyti, þegar krýn- ing Edwards konungs fór fram. Þá hitti hann eitt sinn hertoga- frú, sem sagði við hann: „Ég geri ráð fyrir, að þér þekkið Edward konung, hr. Whistler.“ „Nei, frú,“ svaraði Whistler. „Nú, það er einkennilegt," muldraði hún. „Ég var einu sinni með konunginum í mið- degisverðarboði og þá sagði hann, að hann þekkti yður.“ „Einmitt það,“ svaraði málar- inn. „Hann hefur aðeins verið að gorta.“ Bernhard Shaw fékk eitt sinn boðsspjald með eftirfarandi klausu: „Lady X verður heima næst- komandi þriðjudag frá kl. 4 til 6.“ Rithöfundurinn skrifaði hin- um megin á spjaldið: „Hr. Bernhard Shaw einnig." Þegar dr. Creighton var biskup f London, ferðaðist hann eitt sinn f járnbraut f fylgd með ákaflega hógværum aðstoðarpresti. Dr. Creighton var mikill reykingamaður og dró brátt upp vindlingaveski, rétti það að aðstoðarprestinum og sagði: » „Þér þiggið vindling, vona ég.“ Hógværi aðstoðarpresturinn svaraði mjög auðmjúklega: „Ekki nema yðar heilagleiki æski þess, að ég verði sjúkur.“ Höskadraumar Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 24 vera þótt fólk fái eitthvað út úr þvf að stara eins og naut á nývirki á Ingrid Bergman. Eða prissess- urnar og kærastana þeirra og allt það. En rithöfundur — og það meira að segja svona ffnn og virðulegur rithöfundur. — A hlýjum sumardögum gat Selma Lagerlöf ekki rekið nefið út f garðinn sinn, sagði Christer stillilega. — Hún sat eins og fangi fnni f húsinu sfnu, meðan ferða- mennirnir léku lausum hala um- hverfis Marbakka. Hallmann hef- ur að vfsu látið hyggja múr sér til verndar umhverfis heimili sitt. En þvf áfjáðari sem hann verður f að vernda einkalíf sitt, því tryllt- ari verður hann þegar hann upp- götvar að þetta dugir ekki nema að vissu marki. Hann veit að hann er. hundeltur — og það er í sjálfu sér miskunnarlaust ef honum er alvara í því að hann vill forðast mannamót. En við grfpum fram f fyrir Petrusi... — Ékkjan, sagði ungi lögreglu- maðurinn — var rauðhærð og glæsileg... í háhæluðum skóm og svörtum pels. Hún grét — en þó ekki svo að það misklæddi hana. Hér greip Swennung á ný inn f með illkvittnislegri athugasemd. — Ja, það er sumt fólk sem kann að pota sér áfram í heimín- um — án verulegrar áreynslu. Hugsa sér nú þennan kvenmann til dæmis... — Hver er hún? spurði Christer forvitinn. — Hún er frá bláfátæku heim- ili. Faðir hennar var forfallinn drykkjumaður. En hún þótti dug- leg að læra og vel greind, svo að einhvern veginn kom hún sér þaðan á burt og skóp sér aðra tilveru. — En hvernig kynntist Jón Hallmann henni eiginlega? — Geturðu ekki gizkað á það? sagði Swennung stríðnislega. — Ja, auðvitað ætti ég að geta það. Þessi veslings maður hefur vfst áreiðanlega ekki haft mörg tækifæri til að komast í kynni við stúlkur af hennar sauðahúsi. En stundum fer hann af heimili sfnu til læknismeðferðar. Var hún næturhjúkrunarkona — eða öllu heldur gangastúlka? — Þar hitturðu aldeilis naglann á höfuðið. sagði Swennung með aðdáun í rómn- um. — Það var á sjúkrahúsinu hér í Vásterás og hann var þar ekki lengí, en hún var heldur ekki að tvfnóna við hlutina og flýtti sér að grfpa gæsina. — Þú gerir sem sagt ekki ráð fyrir hún hafi í alvöru orðið ást- fangin af honum? Swennung rumdi við og Petrus hélt áfram frásögn sinni. — Yngsti sónurinn Kári, virtist mjög snortinn, en Ylva Hallmann stóð — það er jafn satt og ég heiti Lars Petrus Tureson — þarna eins og þvara og varð ekki merkt á henni minnsta geðshræring. Aftur á móti lýsti taugaveiklunin af henni langar leiðir. Já, og svo var frú Hallman ... hana hitti ég oft, þegar ég fer inn til Kila og ef ég man rétt hefur hún ekki svarta hauga undir augunum og órólega drætti f andlitinu ... en þannig var hún útlits f dag. Og þó .. . þó var ástandið með Isander lækni enn ömurlegra, en hann Iftur náttúrlega aldrei mjög hressilega út fyrir hádegi á mánudegi, eins og við vitum fullvel. — Er hann alkóhólisti? — Ég segi það nú kannski ekki beinlfnis, en hann drekkur mikið. Christer starði dreymandi upp f loftið. — Og vinkonan þín unga frá kaffistofunni? Hvernig sýndist þér henni Ifða? Það dimmdi yfir svip Petrusar. — Hún var ... gerbreytt. A föstudaginn var hún að vísu bæði smeyk og tortryggin, en þó frjáls- leg og glaðleg. Nú var hún ... IIRÆDD. Hún kom auga á mig, jafnskjótt og hún kom út úr kirkjunni og þegar allt var um garð gengið stakk hún allt í einu miða f lófann á mér.. . Hún hlýt- ur að hafa skrifað það inni í kirkjunni. Hann dró bréfsnifsi upp úr vasa sfnum, sem hafði verið rifið út úr sálmabók. Þar var skrifað skjálfandi rithönd: „Petrus — ég er hrædd. Einhver reyndi að ýta mér niður stigann." Mennirnir þrfr voru allt f einu orðnir grafalvarlegir. Petrus leit biðjandi á Christer. — Eg get ekki almennilega skilið, sagði Christer seinlega — hvað við gætum eiginlega gert. Ef stúlkan hefur metið ástandið réttilega og er ekki gædd of frjóu ímyndunarafli, finnst mér hún vissulega vera komin f vægast sagt varhugaverðan félagsskap. En Gregor Isander undirritaði dánarvottorð Jóns Hallmanns, og þar sem hann hefur annast Jón árum saman og var sá sem þekkti sjúkleika hans bezt, getur varla verið neitt bogið við það. Svo að við höfum engar sannanir fyrir því að morð hafi verið framið ... — En einhver hefur reynt að ýta Malin niður stigann...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.