Morgunblaðið - 11.07.1976, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.07.1976, Blaðsíða 44
AUGLVSINGASÍMíNN ER: 22480 IWoröunlílfltJiíí AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JtUreunblnbib SUNNUDAGUR 10. JULl 1976 11% hækkun á ýsu og þorski SAMÞYKKT hefur verið hjá verðlagsstjóra um 11% hækkun á ýsu og þorski í fiskbúðum og gengur hækkunin í gildi mánudaginn 11. júlí. Verðlagsstjóri kvað þessa hækkun vera í beinu framhaldi af fisk- verðshækkuninni sem Verðlagsráðið ákvað á sínum tíma. Ýsa og þorskur með haus hækka nú úr 114 kr. kg. í 127 kr. og flök hækka úr 253 kr. kg. í 282 kr. (Ljósm. Sigurgeir). Ungt fólk í Eyjum bfður spennt eftir þvf að geta stungið sér í nýju sundlaugina þar, en fjöldi fólks fylgdist með vígslu þessa glæsiiega mannvirkis í gær. Sól og blíða um allt land EINSTÖK veðurblföa hefur verið um allt land undanfarna daga, léttskýjað og sólsRin. Að sögn Markúsar Einarssonar veðurfræðings er það helzt við austurströndina, sem svolftið svalara er, en annars er hiti vfða um og yfir 20 stig. „Við gerum ráð fyrir að þessi austlæga átt haldist fram yfir helgi a.m.k.,“ sagði Markús, ,,og eina veðurbreyt- ingin sem gæti orðið er að ör- lítið gæti þykknað upp allra syðst á landinu og jafnvel gætu nokkrir dropar fallið þar á sunnudag. Þá er einnig hætta á nokkru þokulofti við austurströndina.“ — Er þetta kannski angi af Framhald á bls. 43 Siglufjörður: Fugladauði af grútarmengun LlTIÐ eitt er tekið að bera á fuglsdauða í grennd við Siglu- fjarðarkaupstað og er ástæðan grútarmengun frá fiskimjöls- verksmiðjunni. Að því er Þórður Þórðarson í Siglufirði tjáði Morgunblaðinu er mikil rauðáta i loðnunni, sem fer síðan í sjóinn. Rauðátufita meng- ar hafflötinn, og straumurinn sem liggur frá austri til vesturs f firðinum ber grútinn í SigluneS- krikann eða Neskrókinn, þar sem hann safnast saman. Þórður sagði, að á þessum stað væri nokkurt æðarvarp í uppsigl- ingu og hefðu þar nokkur hundr- uð fuglar verpt nú í vor. Kvaðst Þórður nú ekki sjá fram á annað, að unga þessara fugla biðu þau örlög að deyja vegna fitu í fiðri. Kvartað hefur verið við forráða- menn fiskimjölsverksmiðjunnar vegna grútsins sem mengar fjörð- inn og beðið,um að gerðar verði einhverjar ráðstafanir til að hindra þessa mengun en þar hafi verið taiað fyrir daufum eyrum. Þorskblokkin í 80 cent Framleiðsla SH hér heima um 2 þús. tonnum mciri en í fyrra VERÐ á þorskblokk á Bandarfkjamarkaði hefur nú á skömmum tíma hækk- að um 6,7%, eða úr 75 cent- um upp í 80 cent hvert pund. Á sama tfma hefur ýsublokkin hækkað Iftið eitt eða úr 79 centum í 80 cent, samkvæmt upplýs- ingum Guðmundar H. Garðarsonar hjá Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna. Laugardals- laugin lokuð ÓHÆTT er að segja að mikillar óánægju gætti í gær meðal Reyk- vfkinga með að Laugardalslaugin skvldi vera lokuð allan daginn vegna norræns unglingamóts sem þar var haldið. Þess ber hins veg- ar að gæta, að Sundsamband ts- lands tók að sér þetta mót og skipulagði fyrir ári sfðan eínmitt á þessum dögum til að leggja sinn skerf til norræns samstarfs á þessu sviði. Enga gat þá órað fyrir því, að einmitt þessir keppnisdag- ar yrðu mestu góðviðrisdagar f Reykjavfk á þessari öld. Rannsókn að ljúka í Stangar- holtsmálinu RANNSÓKN á dauða drengsins í Stangarholti var haldið áfram hjá Saka- dómi Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu í gær og fóru þá fram frekari yfirheyrsl- ur. Rannsóknin er nú að komast á lokastig og er gert ráð fyrir að niðurstöð- ur hennar liggi fyrir um helgina. Engin breyting hefur hins vegar orðið á flakaverðinu, en flökin hafa verið í mjög góðu verði nú um skeið. Að sögn Guðmundar er markað- urinn í Bandaríkjunum nú mjög traustur og hefur verið á stöðugri uppleið nú um nokkurn tima. Á sama tíma er mikil framleiðsla hér heima fyrir og sagði Guð- mundur, að frystihúsin innan Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna væru nú búin að framleiða um tvö þúsund tonnum meira en á sama tíma í fyrra og það þrátt fyrir verkfallið. fyrr á árinu þegar framleiðslan stöðvaðist algjörlega um 2—3 vikna skeið. Guðmund- ur var spurður um hvað hann áliti með framtíðarhorfur á Banda- ríkjamarkaði og kvaðst hann vildu svara því með að vitna i samtal sem Mbl. hefði átt við Þor- stein Gíslason, forstjóra Cold- water Seafood í Bandaríkjunum í apríl sl„ þar sem hann benti á að söluaukningin hjá Coldwater hefðu verið orðin 30% fyrstu 3 mánuði þessa árs, og þróunin síð- an hefði verið í sömu veru. Þá kom það fram hjá Guð- mundi, að á vegum Coldwater er nú mjög unnið að því að finna nýjar leiðir í sölu karfaflaka, en sem kunnugt er hefur sölu karfa nú verið beint í mestum mæli á Bandaríkjamarkað vegna verð- tregðu í Sovétríkjunum, sem til þessa hefur verið helzti markað- urinn fyrir karfann. Guðmundur sagði, að þar væri um að ræða að frysta hvert karfaflak i þar til gerðum plastpokum, sem eðlilega hefði í för með sér meiri vinnu við framleiðsluna i frystihúsun- um en um leið fengist verðmætari vara. Guðmundur sagði ennfrem- ur, að enn væri ekki ljóst hvort það heppnaðist að hasla karfan- um völl á þessum markaði i mikl- um mæli en ef það tækist mætti segja að slíkt gæti valdið byltingu í karfaframleiðslunni. Bœndur ísjöunda himni ÚT UM allt land eru menn nú f sjöunda himni yfir veðurblfðunni og bændur sunnan- og vestanlands vita vart I hvorn fótinn skal stfga, þvf f nógu er að snúast eftir langvarandi vætutfð. Við höfðum tal af nokkrum bændum hér á Suður- og Vesturlandi og fer hér á eftir það sem þeir höfðu að segja um veðurfar o.fl. „SLATTUR GENGUR VEL“ „Veðrið hefur verið gott hér undanfarna daga,“ sagði sr. Ingiberg Hannesson á Hvoli i Saurbæ í Dalasýslu. „Sláttur er byrjaður fyrir nokkru og geng- ur almennt vel. Heykögglaverk- smiðja tók til starfa hér fyrir hálfum mánuði og er nú í full- um gangi. Þó að mikil væta hafi verið undanfarið er þó ekki hægt að segja annað en vorið hafi verið gott, það var hlýtt og gott sauðburðarveður." — Er mikil umferð um veg- ina? „Já, umferð hefur aukizt gif- urlega mikið hér í gegn, og er það bæði fólk, sem er að fara á Vestfirðina og eins norður i land. Menn eru sem sé mjög ánægðir hér um slóðir og vona bara að sumarveðrið haldist áfram." „ALLT 1 FULLUM GANGI, DAG OG NÓTT“ Hjalti Sigurbjörnsson, Kiða- felli, Kjós: „Veðrið hér er í einu orði sagt dásamlegt. Hér mældust á föstudaginn 26—27 stig og þurrkur er prýðilegur þótt sól væri ekki mikil. Við vorum byrjaðir að slá fyrir nokkru, en útlitið var ekki gott fyrr en þessi þurrkakafli kom og miðað við veðráttuna i fyrra erum við ánægðir. 1 fyrra komu varla 2 samfelldir góðir dagar, en nú er allt í fullum gangi, dag og nótt.“ — Eru einhverjar fram- kvæmdir hjá ykkur í gangi? „Það eru að byrja hér vega- framkvæmdir við hraðbrautina og umferð ferðafólks er geysi- mikil. Fólk er að ferðast um landið og einnig eru margir sem eiga sumarbústaði, bæði hér og i Borgarfirðinum." „ALLIR AÐ ATAST 1 HEYSKAP" Páll Pálsson, Borg, Mikla- holtshreppi á Snæfellsnesi sagðist geta sagt með góðri sam- vizku að veðrið væri dýrðlegt. „Hér er mikill hiti, 23 stig mældust hér á föstudag," sagði hann. „Heyskapur er all's staðar byrjaður og grasspretta er ágæt, en í nýrækt ber þó örlitið á kali. Þetta er óvenjuleg veð- urblíða, ég held ég megi segja að ekki hafi verið svona hlý veður síðan um 1950. Á föstu- dag var hér hreinlega hita- bylgja, sól, en þó hitamistur í lofti.“ — Hvað með framkvæmdir í sveitinni? „Ræktunarframkvæmdir Framhald á bls. 43

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.