Morgunblaðið - 11.07.1976, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.07.1976, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1976 41 VEL.VAKAIMIDI Velvakandi svarar í sima 10-100 kl 14—15, frá mánudegi til föstu- dags Sólarlanda fari einn, sem er ómyrkur í máli skrifar nýlega og gerir að umtalsefni flugrán og flugræningja: 0 „Slátra eða ekki slátra?“ Heiðraði Velvakandi. Ég get ekki stillt mig um að gera að umtalsefni þau gleðilegu tíðindi, sem bárust um heiminn i morgun, þess efnis, að allir glæpa- mennirnir, sem héldu saklausum flugfarþegum í heljargreipum á flugvelli í Uganda, skuli nú dauð- ir. ísraelsmenn eiga skilið og hafa fengið að launum aðdáun allra heiðarlegra manna fyrir hug- dirfsku og snarræði. Glæpamenn af því tagi, sem þarna var um að ræða, skilja ekkert annað en gap- andi byssuhlaupin og kúlnaregn. Þetta ætti að sannfæra þá menn, sem ennþá kynnu að halda að bezt sé að semja við hreinræktaða glæpamenn, að ef notuð hefði ver- ið þessi aðferð ísraelsmanna frá byrjun, þá væri þessa glæpa- mannahópur farinn að þynnast út allverulega, sennilega væru þeir flestir dauðir eða þyrðu ekki að hreyfa sig. Þessir glæpamenn eru yfirleitt kjarklaus kvikindi, sem skáka i skjóli við konur og börn, sem heiðarlegum mönnum þykir fyrir að særa eða deyða í átökum við illmennin. Þessi fjórði júlí 1976 ætti að vera öllum hvatning þess að binda endi á heigulshátt gagnvart þessum illmennum. Við þessi kvikindi á ekki að semja, við þessa manntegund á að jafna leik- inn á sama hátt og ísraelsmenn hafa nú gert með miklum sóma. Það er nokkrum illvirkjum færra í heiminum i dag en í gær, en betur má ef duga skal og nú ættu allir að taka upp sömu að- ferðina, þ.e. slátra þessu illþýði strax og án allrar miskunnar og tafar, þá gætum við flugfarþegar gengið óhultir um borð í flugvélar í framtiðinni. Sðlarlandafari. Þetta voru orð sólarlandafar- ans, sem vill alla flugránsmenn feiga, svo aðrir komist leiðar sinn- ar nokkurn veginn áhyggjulaust. Þetta er nú ekki mjög viðeigandi sunnudagsefni en samt efni, sem ofarlega er á baugi þessar vikur. Allir eru sennilega sammála um vanda þann sem flugrán eru, en ekki á einu máÞ um hverníg bregðast skuli við flugræningj- um. Sumir vilja semja og ekki hætta á neitt þar með, en aðrir lífláta þá á staðnum eins og bréf- ritari vill. Dauðarefsing eða ekki dauðarefsing er mikil spurníng og stór, og þar sem hún hefur verið við lýði hafa viða farið fram Peturs var bæði æstur og bitur, en hann lét sefast þegar Christer benti honum rólega á nokkrar staðreyndir. — Sjáðu nú til. Ef eitthvað er á þessu að byggja og hún er ekki alveg skyni skroppin, forðar hún sér hið bráðasta á burt. Enginn okkar getur þvf miður blandað sér í þetta mál á þeim grundvelli sem við höfum nú í höndunum. Og það er undir öllum kringum- stæðum mjög flókið mál að raska friðhelgi Andreasar Hallmanns. Síðar áttu þeir eftir að reka sig á hversu sönn þau orð voru. Petrus átti bágt með svefn um nóttina. Honum hefði veitzt enn erfiðara að festa hlund ef hann hefði vitað hvað á þeim sömu næturstundum var að gerast handan Hallsmúra. Fjölskyldan snæddi hádegis- verð við ákaflega mikinn drunga. Gregor Isander var fjúkandi vondur og argur yfir þvf að ekki hafði reynzt mögulegt að halda leyndum þessum sorglegu atburð- um og Andreas sagði önuglega að þetta væri auðvitað ekki honum að kenna. FERÐ ATOSKU R HANDTÖSKUR SNYRTITÖSKUR umræður um hvort hún skuli ekki lögð niður. Mun það hafa verið gert i mörgum löndum og þau tiltölulega fá sem hana hafa enn- þá. 0 Skeinmtilegur fótboltaleikur Þrír drengir skrifuðu bréf og rekja þar raunir sinar er þeir voru í fótbolta. Þeir nældu sér í fótbolta og hófu að sparka. Bar þá að eiganda boltans sem vildi fá hann og urðu af þessu stympingar nokkrar. Þær enda á þann veg að eigandinn hleypur vælandi heim undan sparki einhvers, sem hafði þó sparkað allsendis óvart, eins og oft kemur fyrir. Síðan segir i bréfinu að lögreglubíl hafi borið þar að og einn þeirra tekinn til að fá hjá honum upplýsingar um heimilisföng o.fl. Þegar þeir komu heim beið svo ákæra þeirra þess efnis að þeir hefðu framið skemmdarverk á skóla nokkrum, verið með líkams- árásir og sadistahátt. Bréfið end- ar á þessa leið: „Við erum að vonum sárir og leiðir yfir öllum þessum misk- skilningi þvi að við leggjum það ekki í vana okkar að misþyrma krökkum sem eru yngri en við og viljum ekki vera þekktir fyrir slíkt.“ , Ekki skal úr þvi skorið hér hvort öll kurl séu komin til grafar i þessu máli, en drengirnir gefa i skyn i bréfinu, að þeir hafi verið misskildir hrapallega og þeim eignuð skemmdarverk, sem þeir eiga engan þátt í. Það getur verið að hér sé einhver misskilningur á ferðinni og hann kemur oft upp i samskiptum unglinga og fullorð- inna. Óréttmætar ásakanir ganga á víxl, þeir fullorðnu bera ungl- ingunum á brýn yfirgangshátt og alls kyns ólæti og unglingarnir kvarta um að hinir fullorðnu skilji þá ekki. Hér er kannski á ferðinni eitt slíkt misskilnings- mál. GEÍsíPf Táningaskórnir vinsælu frá Sólveigu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.