Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979 5 Málefni þroskaheftra: Norrænt þing í Reykja vík 8.—10. ágúst NORRÆNT þing um málefni þroskaheftra verður haldið í Reykjavík dagana 8. —10. ágúst. Þing þetta er hið 16. í röðinni, en slík þing eru haldin fjórða hvert ár. Síðasta ráðstefna af þessu tagi var haldin í Árósum árið 1975, en þar var ákveðið að halda næstu ráðstefnu á íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem slík ráðstefna er haldin hér á landi. Þátttakendur á þinginu verða á 6. hundrað en þar af eru flestir frá Danmörku, eða um 180. Þing þetta er opið öllu áhugafólki um málefni þroskaheftra og koma hingað til lands ýmsir sérfræðingar, sem að þessum málum starfa á hinum Norðurlöndunum. Einnig munu sækja þingið þingmenn og borgar- stjórar. Formaður norrænu samtakanna „Nordiska Forbundet for Psykisk Utvecklingshámmning", N.F.P.U., er Bank Mikkelsen, en hann er deildarstjóri í danska félagsmála- ráðuneytinu. Þingið fer fram í Háskólabíói og Hagaskóla og verður það sett miðvikudaginn 8. ágúst kl. 9.00, og verður þar fjallað um málefni þroskaheftra, bæði með fyrirlestrum og í hópumræð- um. Fjögur mál mun bera hæst á þinginu. Ole Höeg skipulagsstjóri frá Danmörku heldur fyrirlestur um skipulagningu á þjónustu fyrir þroskahefta á grundvelli löggjaf- ar. Þá verður fjallað um samskip- an og aðhæfingu þroskaheftra, en fyrirlesari er Márten Söder, sænskur félagsfræðingur. Síðan verður tekið fyrir efni sem athygl- in hefur beinst að hin síðari ár, aðstoð við foreldra á fyrstu árum barnsins. Fjórða aðalmálið á þing- inu verður vinnuþjálfun þroska- heftra og aðstaða þeirra og mögu- leikar á vinnu, bæði á vernduðum og opnum vinnustöðum. Auk þessara fyrirlestra verða flutt stutt erindi, í svonefndu „Frit forum", og fara þeir allir fram í Hagaskóla fimmtudaginn 9. ágúst kl. 14-16.30. Þingið verður sett, eins og áður sagði, kl. 9.00 miðvikudaginn 8. ágúst og mun þar dr. med. Jón Sigurðsson, fyrrv. borgarlæknir og forseti N.F.P.U. setja þingið en einnig mun Magnús H. Magnússon heilbrigðismálaráðherra flytja ávarp. Öllum tilkostnaði haldið niðri eins og unnt er — segir Ragnar Arnalds um ferð símamanna til Brazilíu ÞRÍR yfirmenn Pósts og síma munu í septembermánuði sækja ráðstefnu í Rió de Janeiro í Brazilíu svo sem Mbl. hefur þeg- ar skýrt frá og mun ferð þeirra standa yfir í nærri mánuð. Er talið að kostnaður við ferðina nemi um 4 milljónum króna fái þeir greiddan ferðakostnað og dagpeninga. Mbl. sneri sér til Ragnars Arnalds og spurði hann álits á ferð þessari: — Við höfum yfirfarið ferða- áætlanir Pósts og síma fyrir þetta ár og lagt á það ríka áherzlu að ekki verði farnar aðrar ferðir en þær sem taldar eru bráðnauðsyn- legar. Varðandi ferð símamanna til Ríó er það að segja að þar verður öllum tilkostnaði haldið eins mikið niðri og unnt er og er ekki endanlega ráðið hversu margir verða ytra á hverjum tíma og hefur komið til greina að skipst verði á, en óhjákvæmilega kosta erlend samskipti nokkurt fé fyrir íslendinga og vega verður og meta þau í hvert einstakt skipti, sagði Ragnar Arnalds. Sigurður Björnsson og undirleikarinn Agnes Löve. Sigurður Björnsson syngur í „Opnu húsi“ í kvöld SIGURÐUR Björnsson óperu- söngvari syngur í kvöld í „Opnu húsi“ í Norræna húsinu. Á efnisskrá eru íslensk lög (m.a. lög eftir Árna Thorsteins- son og Emil Thoroddsen) auk laga eftir Franz Schubert og Robert Schumann. Undirleikari er Agnes Löve. Eftir söngdagskrána verður sýnd kvikmyndin „Þrjú andlit íslands" eftir Magnús Magnús- son. Myndin er með norskum texta. Aðgangur að „Opnu húsi" er ókeypis og öllum heimil. Á myndinni eru frá vinstri þau Margrét Margeirsdóttir íélagsráðgjafi, Sigríður Ingimarsdóttir form. undirbúningsnefndar. Magnús Kristinsson form. Styrktarfélags vangefinna og Kristinn Björnsson sálfræðingur. Kassettur í ferðalagið Viö vorum aö taka upp geysifjölbreytt úrval af kassettum, meö tónlist viö allra hæfi. M.a. fengum viö fjölbreytt úrval af spólum meö bestu lögum margra af vinsælustu lístamönnum síöari ára, t.d. Beatles, Shadows, Diönnu Ross & Supremes, Nat King Cole, Buddy Holly, Beach Boys, Hollies, Glen Campell og Neil Diamond. um a aöeins kr. 4.400, sem hafa aO geyma ýmiss af gullkornum dægurtónlistarinnar. Mesta kassettuúrval landsins. Aö sjátfsögöu eigum viö líka ávallt fyrirliggjandi vinsælustu popptónlistina og íslenska tónlist á kassettum. FÁLKINN Suðurlandsbraut 8 Laugavegi 24 Vesturveri Sími 84670 Sími 18670 Sími 12110

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.