Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 48
i Sími á afgreiðslu: 83033 JW»r0imbInbi?) á ritstjórn og skrifstofu: 10100 JH»r0unb!«bib FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979 Kjartan og Frydenlund raeddust við í gærdag KJARTAN Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra og Knut Frydenlund utanríkisráðherra Norðmanna ræddust við í gær um ágreininginn milli landanna og samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér í gær varð enginn árangur af þeim viðræðum, sem fram fóru um síma. Ráðherrarnir munu þó hafa orðið ásáttir um að viðræður yrðu teknar upp að nýju, en talið mun. að það verði ekki alveg á næstunni. Munu þeir hafa ákveðið að hafa áfram samband sin í milli símleiðis um málið. Kjartan Jóhannsson neitaði því í samtali við Morgunblaðið í gær, að nokkurt samband hafi verið milli landanna um þetta ágreiningsefni í gær. 1 Noregi er mikið fjallað um þetta mál í fjölmiðlum og í gær sagði Káre Willoch, leiðtogi hægri flokksins í samtali við Aftenpost- en, að nauðsynlegt sé að gera ríkisstjórn íslands ljóst að harka af hennar hálfu á svæðinu innan 200 mílnanna, sem Norðmenn gera tilkall til, verði skoðuð sem fjandsamleg aðgerð af hálfu Is- lendinga gagnvart Norðmönnum. Willoch sagði að ís endingum ætti að vera Ijóst að það gæti ekki verið sjálfsögð krafa af þeirra hálfu, að þeir gætu gert tilkall til hafsvæða, sem væru nær Jan Mayen en Islandi. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu, taldi dómsmála- ráðuneytið sér ekki fært að færa pólska togarann Ursus frá Gdynia til hafnar, þar sem reglugerðinni frá 1975 um útfærslu fiskveiði- lögsögunnar hafði ekki verið breytt. Morgunblaðið spurði Kjartan Jóhannsson, sjávarút- vegsráðherra um þetta atriði í gær og sagði hann að lögfræðing- ar sjávarútvegsráðuneytisins væru að skoða málið og yrði niðurstaða þeirra sú, að breytinga væri þörf, myndi reglugerðinni breytt. Sjávarútvegsráðherra kvað unnt að gera slíka breytingu á reglugerðinni hvenær sem væri. Engin fiskiskip voru á hafsvæð- inu innan 200 mílnanna, sem Norðmenn gera tilkall til í gær, að því er Landhelgisgæzlan upplýsti Morgunblaðið um. Norski loðnu- veiðiflotinn var þá um 50 sjómílur utan við miðlínuna við Grænland, norður af Þistilfirði. Mun lítil veiði hafa verið meðal skipanna í fyrrinótt og stóð loðnan djúpt og var á hreyfingu í norðaustur, í átt til Jan Mayen. Gerðardómurinn í farmannadeilu: Attt að 15% hækkun meðal yfirmanna „ÞAÐ er alveg ljóst, að engar efnahagslegar forsendur eru fyrir þeim hækkunum. sem þarna koma fram,“ sagði Þorsteinn Pálsson, sambands lslands í samtali við Morgunblaðið í gær, en þá lágu fyrir bráðabirgðaútreikningar V.S.Í. á niðurstöðum hins lögskipaða gerðardóms sem settur var með bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar á farmenn hinn 19. júní siðastliðinn. Samkvæmt upplýsingum Þor- steins sýna þessir bráðabirgðaút- reikningar, að heildarlaunakostn- aður vegna yfirmanna á farskip- um hækkar um 14 til 15%. Hækk- unin meðal undirmanna er nokkuð minni eða á bilinu 5 til rúmlega 8%. Inni í þessum tölum er sú 3% launahækkun, sem allar launþega- stéttir höfðu fengið, nema far- menn. Gerðardóminn skipuðu eins og áður hefur komið fram Guðmund- ur Magnússon, kjörinn háskóla- rektor, Hrólfur Asvaldsson, við- skiptafræðingur og Jóhannes L.L. Helgason, hæstaréttarlögmaður. Morgunblaðið hafði þær spurnir af niðurstöðum dómsins í gær, að svo virtist sem hann hafi tekið upp launabil í kjarasamningum frá árinu 1974, en til þess að laun lækki ekki við þá breytingu, verði sú heildarútgjaldaaukning, sem að framan getur. Morgunblaðinu tókst ekki að hafa samband við Ingólf Ingólfss- on, forseta Farmanna- og fiski- mannasambands Islands í gær vegna þessa máls og spyrja hverj- ar niðurstöður hefðu orðið af útreikningum sambandsins á dómsniðurstöðunni. „Nauðsynlegt að samræma veiðar og vinnslu afla44 HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN hefur breytt viðmiðunarregl- um varðandi þorskveiðar og má smáfiskur nú ekki nema meira en 3G% í afla og ekki vera undir 60 cm. Var tilkynnt um þessa breytingu í gær. Togarar hafa komið með mikinn afla að landi síðustu daga og hefur Framleiðslueftirlit sjávarafurða kært allmarga togara fyrir að fara ekki að reglum um meðferð afla, m.a. að fiskur sé laus á dekki o.fl. afkastageta húsanna líka nokkru minni á þessum árstíma m.a. vegna sumarleyfa. Því lenti hluti aflans í lægri gæðaflokkum en vera þyrfti t.d. saltfisk og skreið. Væri því nauðsynlegt að skipu- leggja og samræma vinnslu og veiðar, ekki sízt með ástand fisk- istofnanna í huga, því nú væri einmitt mikils virði að aflinn nýttist sem bezt. Búizt er við að nokkurt hlé verði víðast á fiskvinnslu um næstu helgi, allt frá föstudegi til þriðjud- ags og því hafi togarar reynt að koma með afla að landi síðustu daga og talið er að margir hafi í hyggju að taka út 30 daga þorsk- veiðibanní ágúst og því hafi þeir margir landað síðustu daga. Jóhann Guðmundsson forstjóri Framleiðslueftirlits sjávarafurða tjáði Mbl. í gær að í aflahrotunni að undanförnu hefði borizt mikill afli á land sem frystihúsin hefðu ekki undan að vinna og væri flugfargjalda innanlands VERÐLAGSYFIRVÖLD hafa heimilað 12% hækkun á flugfar- gjöldum innanlands og hefur hækkun þessi þegar tekið gildi. Samkvæmt þessu hækkar far báðar leiðir milli Reykjavíkur og Akureyrar úr 25,500 í 28,560 krón- ur og far báðar leiðir milli Reykja- víkur og Egilsstaða hækkar úr 34,400 í 38,500 krónur, svo dæmi séu tekin. Við þessar tölur bætist flugvallarskattur. Fyrsta flokks baðströnd í Grindavík: Of t um 30 gráður þegar sólin skín FJÖLDI fólks hefur að undanförnu lagt leið sína suður til Grindavíkur til að sleikja sólina á einni bestu baðströnd sem fyrirfinnst hér á landi. Ströndin er í Hraunslandi um það bil þrjá kflómetra fyrir austan Grindavík, og kallast Hraunsandur, við Festarfjall. Þar er oft mikill hiti enda skjól gott, og sem dæmi má nefna að í fyrradag þegar hiti mældist 19 stig í Grindavík var mun heitara á sandinum. í góðviðrinu sunnanlands und- anfarna daga hefur fjöldi fólks lagt leið sína á Hraunssand, og notið veðurblíðunnar, og þykir mörgum sem baðströndin á Hraunssandi gefi ekkert eftir suðrænum ströndum þegar vel viðrar. Það er einkum fólk frá Grindavík og nágrenni sem hefur notfært sér ströndina, en því fólki fer fjölgandi sem kemur lengra að, meðal annars af höf- uðborgarsvæðinu. Sjórinn við sandinn er þó ekki vel heitur sem varla er von, og einnig er fólki ráðlagt að synda ekki langt frá landi vegna sterkra strauma með ströndinni á þess- um slóðum. Þá er fólk einnig varað við því að vera of nálæg fjallinu vegna hættu á hruni þaðan, en sandurinn sjálfur er mjúkur og sléttur, og oft sann- kallaður hitapottur ef sól er á lofti, enda er þar skjólgott með afbrigðum. Hamrabelti mynda skjól við Hraunssand austan Grindavfkur. Þarna verður oft mjög heitt á kolsvörtum sandinum, og er ekki óalgengt að hitinn fari upp fyrir 30 stig þegar hlýtt er í veðri. Um 300 manns voru í sólbaði í veðurblíðunni um síðustu helgi, og æ fleiri virðast kunna að meta þennan skjólgóða stað. Ljósm. Mbi. Guftfinn r.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.