Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979 Fyrirhuguð vinnutímabreyting starfsfólks á sjúkrahúsum ■ I H 1 !$ i?£*** ri 1 ír n k *w 1 (jfc,, , JVKstök er breytingin leiðir af sér átök“ „ÞAÐ sem þarna er verið að gera er í rauninni það, að verið er að flytja mætingatímann til, þannig að starfsfólkið mæti klukkan átta í stað hálf átta á morgnana,u sagði Davíð Á. Gunnarsson, framkvæmdastjóri ríkisspítal- anna. Hann sagði að breytingin væri hugsuð til þess að auka sparnað og hagkvæmni. Einnig gæti hún falið í sér vissa kosti fyrir starfsfóikið og ætlunin hefði verið sú að breytingin kæmi ekki til framkvæmda nema í samráði og samstarfi við stéttar- félögin. „En þau virðast hafa tekið þetta eitthvað óstinnt upp,“ sagði Davíð. — segir Davíð A. Gunnarsson „í fljótu bragði virðist manni það geta verið viss kostur að stytta sinn daglega vinnutíma, að minnsta kosti er mikið af fólki sem biður um hlutavinnu og það munar miklu fyrir suma, sem eru með börn á barnaheimili, hvort þarf að rífa þau upp eldsnemma á morgnana eða hvort það getur gerst hálftíma seinna." Davíð sagði að sjúkrahúsin væru ekki aðilar að kjarasamning- um heldur fjármálaráðuneytið. „Við höfum kannski verið svo barnalegir að styðjast við skoðun fjármálaráðuneytisins, en það hefur tjáð okkur að breyting sem þessi, væri brot á samningum og við værum í okkar fyllsta rétti til þess að gera þetta. Vinnufyrir- komulagsbreyting þessi er vita- skuld komin til vegna þeirra sparnaðaráætlana sem verið er að gera í rekstri sjúkrahúsanna. En breytingin var hugsuð að kæmi til framkvæmda í nóvember," sagði Davíð. „Það er hins vegar alveg ljóst, að ef ekki er hægt að ná samkomulagi við stéttarfélögin um þessa breytingu, þá er hún dauð. Breyting á starfstímanum verður ekki framkvæmd í and- stöðu við starfsfólkið." „Harma að ríkisstjórnin ætlar að skerða laun þeirra lægst launuðu44 STJÓRN og trúnaðarráð Sjúkraliðafélags íslands samþykktu á fundi sínum í gær eftirfarandi ályktun: Stjórn S.L.F.Í. og trúnaðarmcnn sjúkraliða á ríkisspítöium harma það að sú rikisstjórn, scm nú situr við völd. skuli ckki hafa önnur ráð til lausnar þcim cfnahagsvanda, scm hún hcfur komið sér í, en að skerða laun þcirra lægst launuðu mcð því að ganga á gcrða kjarasamninga. Stjórn S.L.F.Í. mótmadir því að rfkisstjórnin skuli draga úr þjónustu við þá scm á sjúkrahúsdvöl þurfa að halda mcð þvf að breyta vinnutfma sjúkraliða. Einnig þá ákvörðun stjórnarncfndar rfkisspftala að fækka starfsfólki á sjúkrahúsum mcð þcim aflciðingum að sjúkrarúmum hlýtur að fa'kka. Davíð sagði, að sérstök nefnd hefði verið stofnuð á sínum tíma til þess að koma þessari breytingu í framkvæmd. I henni hefði verið starfsmannastjóri ríkisspítal- anna, fulltrúi fjármálaráðuneytis- ins, hjúkrunarforstjóra spítal- anna og fulltrúi frá starfsmanna- ráði spítalanna. „Það hefur því verið eindreginn vilji stjórnenda hér að þetta yrði gert í samvinnu en ekki í andstöðu við stéttar- félögin. Það eru þá mistök ef þetta leiðir af sér einhver átök,“ sagði Davíð Á. Gunnarsson að lokum. „I>etta er brot á sairaiinguin“ — segir Fjóla Guðmundsdóttir „AÐ OKKAR mati er um að ræða brot á samningum" sagði Fjóla Guðmundsdóttir, en hún cr trúnaðarmaður Sóknarkvenna á Landa- kotsspftala. Fjóla var spurð að því hvaða áhrif fyrirhuguð stytting vinnutfmans hefði á kjör starfsstúlkna á sjúkrahúsum. „Þeir vildu halda því fram, að þetta væri einungis yfirvinna, sem ætti að fella niður, án þess að þetta væri samningsbrot, en eins og ég segi þá er um samningsbrot að ræða að okkar mati,“ sagði Fjóla. „Það er byrjað svona. En hver verður tekinn fyrir næst?" Hún sagði að tilfærsla á vinnu- tíma væri í sjálfu sér ekkert mál, heimilt væri fyrir yfirvöld sjúkra- húsanna að færa vinnutímann frá hálfátta til klukkan átta atmorgn- ana, við því væri ekkert að segja með eðlilegum aðlögunartíma. „En þegar á að fara að ganga á samningana, því kaffitíminn var samningsatriði, þá er farið að rifta samningum í raun og veru,“ sagði Fjóla. „Við erum auðvitað heitar út af þessu.“ Fjóla sagði að gert væri ráð fyrir lengingu næturvinnuvakt- anna, en ekki væri vitað hvort þessar næturvaktir ættu að taka við óunnum störfum frá deginum. Ef svo væri yrði vitaskuld að bæta við fólki á næturvaktirnar og þá vaknaði sú spurning hvort í því fælist einhver sparnaður. Hún sagði mikinn urg vera í því starfsfólki, sem þetta bitnaði á, starfsstúlkum, hjúkrunarfræðing- um og sjúkraliðum. „Við höfum verið að ræða þessi mál og það er víst að við viðurkennum ekki slíkt samningsbrot," sagði Fjóla. Þá nefndi hún einnig, að fyrir- hugaðar væru breytingar á heim- sóknartímum, þannig að hann yrði ekki bundinn við klukkutíma á daginn og hálftíma á kvöldin. Jafnvel væri fyrirhugað að leyfa heimsóknartíma hvenær sem er. „Hvernig í ósköpunum eigum við sem vinnum á sjúkrahúsunum að skila nokkru verki ef um verður að ræða stanzlausan heimsóknart- íma?“ „Engin heimild til að breyta þessu4' — segir Svanlaug Árnadóttir „Okkur finnst,ekki hægt að stytta vinnutímann á þennan hátt,“ sagði Svanlaug Árnadóttir, formaður Hjúkrunarfélags ísiands. Hún sagði að ekki væri búið að kanna hvaða áhrif þetta hefði á kjör hjúkrunarkvenna en um brot á gerðum samningum væri að ræða ef af yrði. „Við teljum að engin heimild sé til að breyta þessu einhliða, samningurinn er í gildi þar til nýr hefur verið gerður,“ sagði Svanlaug. „Við höfum ekki rætt það hvort við grípum til einhverra aðgerða, það var stjórnarfundur hjá okkur í gær en þá hafði ekki enn borist þetta plagg sem búið er að dreifa. Ég hef því ekki séð þessa tilkynn- ingu ennþá," sagði Svanlaug og sagði að ekki væri búið að kalla saman stjórnarfund í félaginu vegna þessa máls sérstaklega. „En ég held að öllum sé ljóst að laun hjúkrunarfræðinga eru þannig að þau eru ekkert til að klípa af,“ sagði Svanlaug. W.W. Bulukin NORÐMENNIRNIR scm vinna munu að björgun Northrop flug- vélarinnar, sem nú liggur á botni Þjórsár. komu til íslands um hádegisbilið í gær. Þeir flugu frá Noregi með Lochced c-130 Her- cules herflutningaflugvél. en Norðmcnnirnir hafa mikið magn tækja meðferðis sem nota á við ílugvélarhjörgunina, um 15 tonn alls. Tækin verða flutt austur að Þjórsá á næstunni, en aðgerðirnar sjálfar hefjast laugardaginn 4. ágúst. Níu menn komu með flutn- ingavélinni frá Noregi í gær og munu þeir allir starfa að björgun- araðgerðum. W.W. Bulukin, flug- maður vélarinnar sem fórst í Björgun flugvélar- innar úr Þjórsá: Norski hópurinn kominn Þjórsá, er fyrirliði Norðmann- anna, en auk hans komu hingað átta menn. Þetta eru fjórir kafar- ar, tveir flugvirkjar sem störfuðu hér á landi á stríðsárunum, Stein Eggen, en hann er hér á vegum norska flugsögufélagsins og Olav Reed-Olsen, en hann er gamall norskur herflugmaður. Auk norskra og íslenskra aðila munu nokkrir Bandaríkjamenn starfa við björgunina, en þeir munu koma hingað til lands á föstudagsmorgun. í þeirra hópi verður einn Islendingur, Sveinn Þórðarson, en hann er flugvéla- verkfræðingur að mennt og starf- ar hjá bandarísku Northrop flug- vélaverksmiðjunum. í ráði er að leiðangurinn fari austur að Þjórsá á föstudagskvöld og munu aðgerðir hefjast á laug- ardaginn. Flugvélin er, að talið er, á um tveggja metra dýpi og hulin sandi og leir. Verður það því mikil vinna að ná henni upp úr ánni og er talið að það muni taka viku til tiu daga. Bulukin, fyrirliöi norska hópsins á tali við Ragnar J. Ragnarsson leiðangursstjóra og varaformann íslenska Flugsögufélagsins. LjóKm.:Mbi.KriKtinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.