Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979 11 innlendum skipum eru slík, að forsendur eru brostnar fyrir útgerð." Ríkisstjórnin gæti sprungið hvenær sem er — Telur þú líklegt að ríkis- stjórnin springi á þessu máli? „Ég hef nú búizt við því annan hvern dag frá því að hún var sett á laggirnar að hún springi og það gæti reyndar gerst hvenær sem er. Annars held ég, að alvöruerfiðleikar eins og við nú horfumst í augu við, verði frem- ur til að halda henni saman en hitt.“ — Finnst þér ekki að fors- endur samvinnu ykkar við Alþýðuflokkinn séu brostnar með þessum aðgerðum Kjartans? „Ég vil nú ekki segja að þær séu brostnar. Ég vil alla vega trúa því, að það takist að greiða úr þessari vitleysu, ef ekki, þá er ekki gott að segja tii um hversu þungt þetta mál vegur.“ — Er þessi sveigjanleiki ykkar, sem styðjið þessa ríkis- stjórn, ekki einsdæmi að þínu áliti? „Nei, það held ég ekki. Við höfum viðmiðun frá Italíu og ég held að slíkur sveigjanleiki þurfi ekki ætíð að vera neikvæður." — Hvernig er atvinnumálum háttað hér á Reyðarfirði? „Við erum lausir við atvinnu- leysi, en hér er ekki það sem kalla mætti rífandi atvinna. Við fáum fisk úr hálfum skuttogara á móti nágrannabyggðarlögun- um og einnig höfum við nokkra þjónustustarfsemi. Aðsetur Vegagerðarinnar á Austurlandi hér vegur þó þyngst til öryggis atvinnulífsins." Olíuhækkunin hrein ósköp fyrir landsbyggðarbúa — Nú ert þú þingmaður dreifbýlisins. Hvert er þitt álit á síðustu aðgerðum ríkisvaldsins, olíuhækkununum, og hvernig kemur hækkunin við fólk úti á landsbyggðinni? „Ég vorkenni ekki fólki á hitaveitusvæðum, þó olían hækki, en þetta eru hrein ósköp fyrir landsbyggðarbúa og aðra þá sem kynda þurfa hús sín með olíu. Það getur kostað eina fjöl- skyldu á milli 60—70 þús. kr. á mánuði, og það fer síðan eftir fjölskyldustærð, hversu endur- greiðslur frá hinu opinbera eru háar. Varðandi benzínhækkun- ina þá er nú ætíð verið að ræða um að skattleggja eyðsluna og er það ekki best gert með þeirri hækkun?" Varanlegt slitlag á hringveginn ekki allsherjarlausn Helgi á sæti í fjárveitinga- nefnd Alþingis og spurði ég hann í lokin, hvort honum fyndist því fé, sem tekið er af umferðinni, vera rétt varið? „Nei, það er nú það. Ég held að allir gætu sætt sig við að borga hátt benzínverð, ef meiri hluta af því sem rennur til ríkisins væri látinn i Vegasjóð. Við reyndum í fjárveitinganefnd í vor að fá nokkra lagfæringu á þessu. I stað þess að samdráttur átti að vera 12% á fjárhæðum til Vegasjóðs, eins og öðru, þá var upphæðin samþykkt nokkurn veginn óbreytt frá fyrri fjárlög- um. En það er sama í þessu eins og með olíuna. Þetta er allt mun erfiðara úti á landsbyggðinni. Mikið er rætt um að leggja varanlegt slitlag á hringveginn eins og það sé allsherjarlausn í vegamálum landsmanna. Á sama tíma eru bændur svo til algjörlega einangraðir stóran hluta ársins af því að ekki er akfært heim til þeirra. Þeir eru ekki að krefjast varanlegra vega, aðeins að fá að halda sambandi við umheiminn, þannig að spurningin um röðun fram- kvæmda kemur þarna upp, eins og í fleiri málum." F. P. Sfif- tilboð: Frítt fyrir einn í 5 manna hópi. Útborgun 40. þús. Eftirstöövar á 5 mán. Sérstakur barnaafsláttur. Gildir aöeins fyrir nokkur óseld sæti til Costa del Sol 14. og 22. sept. Lignano 9. sept. og Portoroz 9. sept. ^ sérhæft starfs- fólk Útsýnar aöstoöa ykkur aö velja réttu ferðina meö hag- stæöustu kjörum og greiösluskilmálum. Flug á loftbrúnni til Miöjaröar- hafsins kostar minna en akstur kringum landiö. Austurstræti 17, II. hæð símar 26611 og 20100. TORREMOLINOS Brottför alla föstudaga. Vinsælasti sólbaðsstaöur í Evrópu. Besta loftslag álfunnar meö öruggt sólskin. Útsýn býöur bestu gististaö- ina á lægsta veröi og orö- lagða þjónustu. Úrvals kynn- is- og skemmtiferö meö íst. fararstjórum. Liföu lífinu lif- andi í Útsýnarferö. Frábærir gististaðir El Remo glæsilegar íbúðir. Santa Clara lúxusglstistaöur. Iris vand- aöar nýtízku fbúöir í fögru og rólegu umhverfi. Tamarindos þægilegar íbúöir skammt frá vin- sælustu skemmtistööunum. Akureyri Aöalsteinn Jósepsson, Verslunin Bókval, Kaupvangsstræti 4, S: 96-22911 — 22734. UMBODSMENN UTSYNAR Húsavík Einar Olgeirsson, Hótel Húsavík. S: 96-41220. Egilsstadir Ólafur Guómundsson, Kennslutækni s.f. Laufási 8. S: 97-1217. Höfn Hornafirdi Þorgeir Kristjánsson, Verslunin Þel, Svalbardi 1. S: 97-8144. Ves tmannaeyjar Siguröur Guömundsson, Bröttugötu 35. S: 98-1782. Selfoss Jón Ingi Sigurmundsson, Kirkjuvegi 25. S: 99-1273. Akranes Ólafur B. Ólafsson, Bókaverslun Andrésar Níeissonar, Skólabraut 2. S: 93-1985. Ólafsvík Emanúel Ragnarsson, Ólafsbraut 65. S: 93-6254. Bolungarvík Ólafur Kristjánsson, Vitastíg 20. S: 94-7175. Saudárkrókur: Árni Þorbjörnsson, Smáragrund 1. S: 95-5160.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.