Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979 27 Ævar R. Kvaran: Ég hef nú í fjórum greinum gert nokkra grein fyrir skoðun- um mínum á þeim framburði sem ég tel að við eigum að taka upp; þ.e. byrja á hörðum fram- burði, hv-framburði og réttmæli. Þó að ýmsir kunni að hafa aðrar skoðanir í þeim efnum, þá væri a.m.k. ánægjulegt að fara að heyra þær. Við getum ekki leng- ur dregist afturúr öðrum sið- menntuðum þjóðum með þeim ósóma, að eiga engan viður- kenndan fagran og skýran fram- burð móðurmálsins, sem hægt er að kenna öllum sem hann vilja læra í venjulegum skólum. Það hefur lengi vakið undrun mína, að hinir byltingagjörnu og breytingaglöðu stúdentar skuli til dæmis ekki fyrir löngu hafa gert þær kröfur til Háskólans, að þar verði kennd framsögn í öllum deildum. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þá nauðsyn skólamenntuðum mönnum að hafa fagran og skýran framburð á móðurmáli sínu. Enda er þetta einkenni slíkra manna hjá öllum sið- menntuðum þjóðum. En auðvit- að eiga þetta ekki að vera nein sérréttindi skólagenginnna manna. Hver einasti maður á heimtingu á því, að íslensku- kennsla sé ekki einungis bundin við kennslu ritaðs máls, heldur einnig og engu síður ber að kenna mælt mál. Það eru fleiri en þingmennirnir fimm sem fengu samþykkta þingsálykt- unartillöguna um kennslu Ríkis- útvarpsins í framburði, fram- sögn og töluðu máli, sem gera sér grein fyrir hinu hörmulega málfari sem tíðkast hér á landi á móðurmálinu. Þá verður það einnig að teljast meiriháttar hneisa íslenskri menningu, að menn skuli koma ólæsir úr skólum landsins að því leyti, að þeir lesa íslensku upp með framburði, sem enginn maður á landinu notar eða hefur nokkru sinni notað í töluðu máli. Ég hef sýnt fram á það með rökum í hverju þetta liggur og hve auðvelt er að bæta úr því. Það þarf því að byrja á því að kenna lestrarkennurum þetta, svo þeir kenni börnunum að lesa eins og þau tala. Einhverjum votti að skilningi á þessu er farið að bregða fyrir í Háskólanum, ef það er rétt sem mér hefur verið tjáð, að í guð- fræðideild a.m.k. fái menn ekki að ljúka embættisprófi án þess að leggja fram kennsluvottorð frá viðurkenndum kennara í framsögn. Þetta er að sjálfsögðu réttur skilningur á mikilvægi framsagnar fyrir klerka fram- tíðarinnar, en hvers vegna er þetta ekki eðlilegur hluti náms þeirra í Háskólanum? Lesandi góður! Kæmirðu til Englands í þeim tilgangi að læra fagurt tungutak enskunnar og spyrðir Englending hvar heyra mætti fallega talaða ensku eða fyrirmyndarframburð á því máli, væri hann ekki í vandræð- um. Hann gæti bent þér á að hlusta á predikun í einhverri kirkjunni, hlusta á fyrirlesara breska útvarpsins og þuli eða fara í leikhús. Á öllum þessum stöðum má heyra fagran fram- burð enskrar tungu. En hvernig færi ef enskur menntamaður spyrði þig sömu spurningar um íslenska tungu hér heima á íslandi? Þú gætir ekki bent honum á neina slíka stofnun. Og þegar þú segðir honum, að fagur framburður móðurmálsins væri ekki kenndur sem skyldunáms- grein í einum einasta skóla landsins, ekki einu sinni Há- skólanum, myndi hann ekki trúa þér! Hann myndi vitanlega spyrja: Hvernig farið þið þá að því að kenna íslensku? Kennurum er ætlað að tala alla sína ævi og hafa þeir alveg sérstaklega sterka aðstoð til þess að geta haft heillavænleg áhrif á málfar þúsunda nemenda á langri kennsluævi. Þjálfun þeirra í fögrum framburði og skýrum er því sjálfsagður hlut- ur. Engir munu þó verða áhrifa- ríkari um fagran framburð en fastráðnir þulir og þáttastjórn- endur útvarps- og sjónvarps- þátta. Við höfum alls ekki ráð á því, að láta hin gullnu tækifæri, sem Ríkisútvarpið býður okkur til bóta á mæltu máli, framhjá okkur fara. Menntamálaráðherra ber því þegar í stað að hefja þær endur- bætur hjá Ríkisútvarpinu á með- ferð mælts máls, sem ályktun alþingis frá 5. maí 1978 felur í sér. Það þarf að byrja á því að samræma og samhæfa framburð allra þula hljóðvarps og sjón- varps. Jafnframt þarf að sam- stilla raddbeitingu þeirra og ákveða ferð (hraða) flutts efnis. Ýmsir þulir sjónvarps lesa alltof hratt og er það oft á kostnað skýrleiks og hrynjandi. Ég er þeirrar skoðunar að Ríkisútvarpið þurfi ekki að bíða eftir samræmingu íslensks framburðar til þess að hefjast handa. Það er á valdi þeirra sem stjórna þessari menningarstofn- un að gerast brautryðjendur í nýrri vakningu fyrir mæltu máli þjóðarinnar. Þessi stofnun getur ekki lengur látið eins og móður- mál okkar sé einungis ritmál, sem engu máli skipti hvernig talað er. Hér þarf ekkert annað en viljann til þess að láta hendur standa framúr ermum, hefjast handa. 1 næstu grein mun ég nefna dæmi um þá úrkynjun sem er að eiga sér stað í framburði á íslenskunni í þessum ríkisfjöl- miðlum, ýmist fyrir latmæli og ógreinilegan framburð eða bein- línis fyrir áhrif annarra tungu- mála, eins og til dæmis enskunn- ar. Bílstjóri Volvo- bíls gefi sig fram SÁ atburður varð í Borgarfirðin- um laugardaginn 28. júlí s.l. að hestur sparkaði í bfl og skemmdi hann mikið. Þar sem aðilum ber ekki saman um aðdraganda þessa atburðar. þarf rannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík nauð- synlega að ná tali af ökum nni appclsínugulrar Volvo-bifreiðar, sem var á leið til Reykjavíkur. Atburður þessi varð um klukk- an 18. Kona var á ferð á grænni Toyota Corolla bifreið. Er hún var stödd milli Hvítár og Bifrastar, nálægt Galtarholti kom að hesta- slóð sem menn ráku og sparkaði einn hesturinn í bílinn svo hann skemmdist mikið. Ökumaður Volvo bílsins mun hafa séð atvikið og er hann beðinn að hafa sam- band við lögregluna hið allra fyrsta. viðskiptavinum okkar tækniþjónustu. #i Af hvcrju VE ASEA mótorar eru sterkir og endingargóðir. ASEA mótorar þola ertiðar aðstæður. ASEA mótorar eru 15—20% létt ari en mótorar úr steyptu járni ASEA mótorar hafa rúmgóð tengibox. ASEA mótorar ganga hljóðlega. ASEA mótorar eru einangraðir skv. ströngustu kröfum. ASEA mótorar hafa hitaþol skv ströngustu kröfum. ASEA mótorar uppfylla ströng ustu þéttleikakröfur. Nítíuogfimm ára reynsla ASEA tryggir góða endingu. Eigum ávallt fyrirliggjandi i birgðagéymslum okkar ASEA mótora 0.18 kW — 15 kW. ASEA gírmótora frá 0.18 kW - 1.5 kW. Aðrar stærðir afgreiddar með stuttum fyrirvara frá birgða- geymslum ASEA. M.a. þessvegna verður ASEA fyrir valinu. Þetta er stærsti rafmótor á íslandi. ASEA — 9250 kW. (12.580 hestöfl). >- 104 ReyKjavlK Borðstofzcbovd og stólar ár fxtrxt JSfýjar sendirigar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.