Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979 Frá landsmóti Í.U.T. — Pylsur Krillaðar úti. Halldór Ámason; þessum sökum eru engin tvö félög eins. Hins vegar eru nokkr- ir þættir sem einkenna öll ÍUT- félögin. Ég vil minnast hér á nokkra þeirra. — Hvert félag hefur fundi eða opið hús einu sinni í viku og þá á ákveðnu kvöldi. Þar skiptast félagarnir á um að sjá um dagskrána hverju sinni. — Ferðalög eru mjög stór þáttur í starfi félaganna. I ferða- lögum kynnast allir öllum. Eitt félagið, Hrönn, á skíðaskála uppi í Skálafelli og einnig höfum við góða aðstöðu í Galtalækjarskógi. — Yfir vetrartímann standa félögin fyrir dansleikjum í Templarahöllinni. Er annað- hvort um diskótek að ræða eða hljómsveitir. Dansinn hefur alla tíð verið mjög hátt skrifaður hjá okkur, enda fá meðul betri við feimni en að læra að dansa. — Söngur er eitt einkennið fyrir ungtemplarafélögin. a Ullf'LcIIip. Islenskir ungtemplarar Hvers má ég vænta? Ár barnains 1979 UM84ÓN: AHrað Harðmrson kannsri. GoAmundur ingi Lsifsson akóia- •tfóri. Hafldór Árnason viöskiptarfrMð- ingur. Karl tMgason lögfrssðingur. Stgurgoir Þorgrímsson ssgn- frasAinsmi. í þessari grein ætla ég að fjalla nokkuð um samtökin ís- lenskir ungtempiarar (ÍUT), hvernig þau eru hugsuð og hvað þau hafa að bjóða þér. Samtök- in voru stofnuð fyrir rúmum 20 árum eða sumardaginn fyrsta árið 1958. ÍUT er ætlað fyrir unglinga 13 ára og eldri. Ég hef engin efri mörk á aldri þar sem samtökin hafa rúmað ákaflega mörg áhugasvið. Þó svo að flestir félagarnir séu á aldrin- um 13—20 ára, þá eru næg verkefni fyrir þá sem eldri eru. Markmið ÍUT Höfuðmarkmið IUT er að vera vettvangur fyrir unglinga til að skemmta sér og þroska hæfi- leika sína, án þess að þurfa að notast við vímuefni. Flestir unglingar hafa mikla þörf fyrir að vera innan um aðra jafnaldra sína og þó að flestir býsnist yfir víndrykkju unglinga, sem vissu- lega er óþarflega mikil, þá eru margir unglingar sem ekki þurfa vímuefni til að skemmta sér. ÍUT vill einnig efla skilning ungmenna á bindindissemi og gera þá hæfa til að taka afstöðu til vímuefna. Uppbygging og starfsemi Ungtemplarafélögin, eins og mörg önnur félög, byggjast upp á þeim unglingum sem þar eru og þeim áhugamálum sem þeir hafa. öflugt tómstundastarf get- ur því aðeins þrifist að félagarn- ir hafi áhuga og vilja til þess. Af Það er kúnst að stjórna fundi. Rassvasasöngbókin Spangólína sem Hrannarar gáfu út kemur þar að góðum notum. — Fyrir þá sem áhuga hafa á skfðum, er skíðadeild Hrannar kjörinn vettvangur. Hrannarar eru að koma sér upp ágætri aðstöðu í Skálafeili sem er jafnt fyrir fúskara sem keppnismenn. — Um hverja verslunar- mannahelgi er Galtalækjarmót- ið sem við erum helmingsaðilar að. Þess utan eru haldin lands- mót og önnur minni mót. — Sérhver félagi innan ÍUT á kost á námskeiði í ræðu- mennsku, fundarsköpum og stjórnun félaga. Enginn er fædd- ur ræðusnillingur, það er æfing- in sem gildir. Auk þess sem nú er upp talið þá hefur ÍUT mjög góð sam- skipti við hliðstæð samtök í Evrópu, einkum á Norðurlönd- um. Öft gefst kostur á að sækja þar ráðstefnur og mót en slíkar ferðir eru mikil upplifun fyrir þá sem í þær fara. Nú í haust munum við kynna samtökin á höfuðborgarsvæðinu og stofna nokkur ný félög. Ef þú verður þess var, þá líttu við og kannaðu hvort eitthvað sé í boði sem þú hefur áhuga á. Skíðaskáli Ilrannar í Skálafelli. Borgarverkfræðingur: Saltvíkurefnið skársti valkosturinn — fínsandur unninn í Grjótnáminu Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi greinargerð frá borgarverkfræðingnum í Reykja- vík. í tilefni af skrifum í dagblöðum í vikunni er leið, um steinefni til steinsteypugerðar, er rétt að fyrir almennings sjónir komi bréf það sem undirritaður lagði fyrir bygg- ingarnefnd Reykjavíkur þann 12. júlí s.l.: „Samkv. reglum sem settar voru af byggingarnefnd 14. des. s.l., skv. tillögum borgarverkfræðings og steinsteypunefndar, er nú óheim- ilt að nota steypuefni sem unnin éru úr sjó nema þau hafi verið þvegin þannig að selta sé komin niður fyrir 1/10 (90% þvottur) af því sem er í óþvegnu sjávarefni, en bráðabirgðaákvæði er giltu til 1. júlí s.l. miðuðu við minni þvott eða niður í Vt seltumagns (75% þvott- ur). I tillögu að nýrri byggingar- reglugerð, fyrir landið allt, eru settar reglur um steypuefni þar sem m.a. er krafist tilraunar sem tekur 12 mánuði, áður en steypu- efnið er sett á almennan markað. Ljóst er að steypuefni, sem fullnægir ofangreindum kröfum, eru nú ekki fáanleg í Reykjavík eða nágrenni, í því magni sem þörf krefur, m.a. vegna þess að full- nægjandi þvottaaðstöðu fyrir sjávarefni hefur ekki verið komið upp í Reykjavík eða nágrenni. Stærsti efnissali á Reykjavíkur- svæðinu, Björgun h.f., hefur nú hafið efnistöku á nýjum stað (Saltvík) og benda tilraunir Rann- sóknarstofnunar Byggingariðnað- arins til að þetta efni sé lítið alkalivirkt. Tilraunin hefur þó aðeins staðið í 6 vikur í stað 12 mánaða og eru niðurstöður því ekki endanlegar. Að fengnum tillögum Rann- sóknarstofnunar Byggingariðnað- arins og Steinsteypunefndar, er eftirfarandi lagt til: 1. Notkun Saltvíkurefnis verði leyfð með possolansementi og lágalkalisementi, að því tilskyldu að selta verði úr því þvegin niður fyrir jafngildi 0.5 kg. Na^O í rúmmetra steypu, sem svarar til um 1/5 þess er í óþvegnu efni (80% þvottur). Ákvæði þetta gild- ir þar til sannprófun, skv. ákvæð- um byggingarreglugerðar er full- nægt. 2. Notkun annarra efna til steinsteypuframleiðslu í Reykja- vík er því aðeins heimil, að á þeim hafi farið fram rannsóknir eins og krafist er í tillögu að nýrri Bygg- ingarreglugerð." 1 tilvitnaðri Byggingarreglugerð fyrir landið allt er fjallað um staðalkröfur, sem gerðar verða til steinefna gagnvart alkalikísi 1 efnabreytingum. í kröfum þessum eru sett fram ákvæði um hámarks þenslu á steyptum teningum úr viðkomandi efni, seltulausu og með hreinu Portlandsementi. Reynist nú þensla prófteninga vera meiri en 0.05% eftir 6 mánuði og 0.1% eftir 12 mánuði, skal gera próf á steinefninu með því seltu- innihaldi og því sementi sem í raun er notað. í blöndun kísilryks í sement bendir til þess að unnt verði í framtíðinni að nota án áhættu alkalivirkt steinefni. Venjulegt Portlandsement, sem nú er á boðstólum, inniheldur um 5.5% kísilryk, og hraðsementið um 7.5%. Steinefni úr Hvaifirði, sem notað hefur verið undanfarið, stenst ekki staðalpróf, og próf með raunverulegu saltinnihaldi, og því sementi sem fáanlegt er. eru ekki fyrir hendi eldri en 4ra mánaða. Björgun h.f. hefur fundið nýja námu í Saltvík á Kjalarnesi, sem vekur vissar vonir um betra efni, en tilraunir á því hafa aðeins staðið yfir í rúmlega 2 mánuði. Tilraunir þessar eru gerðar með steyptum teningum bæði úr sandi og mulinni möl. Þensluprófið sýnir nær enga þenslu eftir tvo mánuði í malarsýninu, og sandur- inn er með helmingi minni þenslu en sandur úr Hvalfirði á sama tíma. Bergfræðileg athugun sýnir að möl og sandur úr Saltvík hafa ólíka bergfræðilega eiginleika. í þessari stöðu virðist Saltvík- urefni vera skásti valkosturinn. Þar er gallinn sá að í efnið vantar fínsand. Lausn á því máli er hugsanlega sú að mylja grófari mölina úr Saltvík niður í smærri stærðir. Tilraunir í þessa átt hafa verið gerðar í Grjótnámi Reykjavíkur- borgar í Artúnshöfða. Virðist mega anna þörf markaðarins með því að keyra Grjótnámið lengur en nú er gert til þess að anna þörfum einungis malbikunarstöðvarinnar og annarra borgarfyrirtækja. Taka verður undir með þeim, sem telja ákvarðanir þessar tekn- ar á ótraustum fræðilegum grunni. Traustust er þó vitneskjan um Hvalfjarðarefnið. Vitað er, að 100% þvegin sýni úr því ásamt 5% íblöndun kísilryks í Portlandsem- entið sýna þenslur innan tilskil- inna marka við 12 mánaða aldur. Eftir 24 mánuði sýna mælingar hins vegar að lítið lát er á þensl- unni, og er því nauðsynlegt að fylgjast lengur með viðkomandi sýnum. Með hliðsjón af þessu og því hvernig steinsteypa undangeng- inna 2ja áratuga er leikin í húsum víða, verður að leita tiltækra ráða til þess að sporna við. Ráðstafanir þær, sem gripið hefur verið til hafa verið gerðar í samráði við Steinsteypunefnd, en þar sitja m.a. fulltrúar steypu- stöðvanna í Reykjavík. Ráðstafanir þessar eru ekki hið endanlega svar við öllum okkar vanda, en verða að skoðast duga til bráðabirgða, uns frekari leit að tiltækum efnum og rannsóknir, sem eru tímafrekar, leiða okkur á braut sannleikans. Að lokum skal á það minnst að orsakir steypuskemmda er aðeins að hluta til að finna í steinefnun- um. Þær eru einnig að finna í eigin- leikum sementsins og í meðhöndl- un á byggingarstað. Steinsteypunefnd og Rannsókn- arstofnun Byggingariðnaðarins hefur lagt á ráðin um þessi efni einnig, og hafa verið stigin skref til úrbóta nú á seinustu misserum. Reykjavík, 23. júlí 1979. Þórður Þ. Þorbjarnrrson, horgarverkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.