Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979 7 Er ekki vinstri stjórn í Reykjavík? Ein af mannvitsbrekk- um Þjóðviljans opnar sín- ar gáfnagáttir í gær á Þennan veg: „Þaó fer ekki fram hjá neinum aó Þeir mágar Ellert Schram og Jón Baldvin hafa verió til sjós. Ellert auglýsti Þaö raunar í heilsíóugrein í Mogganum. Hann „gleymdi" hinsvegar að geta Þess, aö á sama tíma voru fjölmargir skólastrákar í landi, sem hefðu gjarnan Þegiö aó auka tekjurnar meö skut- togaraplássi. Og hverjum dettur í hug að peir mág- ar, sem báðir eru hálaun- aðir, heföu fengiö plássin nema af pví að Þeir eru Þekkt nöfn og Þar aö auki njörvaöir í íhaldið“. Já Það er nú svo, sagði maðurinn. Er mannvits- brekkan búin að gleyma Því að Það er vinstri meirihluti í Reykjavík — og borgarstofnunum á borð við BÚR? Eða er Það kannski forsenda manna- ráðninga hjá hinum nýja vinstri meirihluta, að við- komendur sóu „njörvaðir í íhaldið"? Eða er höfund- ur aðeins meö öngulinn í rassinum, ein og Það er kallað Þegar veiðimenn fá ekkert á krókinn — í Þessu tilfelli slúðurkrók- inn? Annars er Það sál- fræöilegt rannsóknarefni hversvegna hvítflibba- kommar og sófasósíalist- ar fá gæshúð í hvert sinn sem fréttist af háskóla- gengnu fólki við venjuleg störf til sjós eða lands. Hér er e.t.v. skýringin á Því, hversvegna Guö- mundur J. Guömundsson telur „penpíuliðiö" í Alla- ballanum svo hvimleitt sem raun ber vitni um. Hann segir fullum fetum að Þetta vinnufrábitna lið geri ballann leiðinlegri. Það kemur fyrir að Guð- mundur J. hittir naglann á höguöiö. Gerviheimur Hrafn Sæmundsson, prentari, hefur látið margt gott frá sér fara, bæði í Þjóöviljanum og á öðrum vettvangi, pó ekki komi skoðanir hans æfin- lega heim og saman við sjónarmið Mbl. Hann er málefnalegur í rökræðu, talar hreint út og fer ekki í neinar grafgötur. í dag- skrárgrein í gær segir hann m.a.: „Við getum ekki horft til annarra lengur. Við verðum aö glíma við vandann hór og nú. Hvort sem menn teljast til skammstöfunarflokka eða eru stofukommúnist- ar í einbýlishúsi, Þá er talið um byltinguna og sósíalismann eftir fræöi- kenningunni aðeins merkingarlaust blaður, sem menn geta á engan hátt útskýrt. Við stöndum einfaldlega uppi með Þjóðfélag sem komið er yfir öll Þau Þróunarstig, sem slík byltingarhugtök og frasar ná til. Þetta eru staðreyndirnar, hvort sem menn vilja viður- kenna Þær eða ekki. Hinsvegar vil ég ekki rífa niður trú og lífshamingju fólks, sem hefur komið sér upp gerviheimi par sem pví líður vel. Líf einstaklíngsins er eigin- girni og persónuleg lífs- hamingja er nokkurs virði og takmark í sjálfu sér. En við skulum gera okkur grein fyrir pví að hvarvetna hefur fram- kvæmd sósíalismans mistekist meíra og minna. Það er áðeins á Því stigi byltingarinnar Þegar verið er að brauð- fæða fólkið sem kenning- in dugir. Og við skulum ekki gera lítið úr Þessum Þætti. Þarna er á ferðinni forsenda lífsins. Þegar hinsvegar kemur út fyrir Þessa fullnægingu frum- Þarfa, stendur allt fast. Þá eru engir öryggis- ventlar í sósíalismanum. Mannlífið veltur á geð- Þóttaákvöröunum flokks- ins eða stærri eininga í heimi sósíalismans." Hrafn kemst að Þeirri niðurstöðu, ef rétt er skil- ið, að Allaballinn, (í upp- hafi Kommúnistaflokkur islands, síðar Sósíalista- flokkur, og nú nokkurs- konar ,,allrahanda“) geti Því aðeins náð vopnum sínum í íslenzkri stjórn- málabaráttu, að hann gangi skrefið til fulls yfir í krataflokk, helzt að sænskri fyrirmynd. Já, vegir liggja til allra átta hjá Allaballanum Þessa dagana. til helgarinnar í lerðalagið Glæsilegt vöruúrval á Vöru- markaðs- verði i 1 rpapPa^'^nífapör Ixex d6sasúp')r \paKKa oð °r \ á.va^tasaí t-iaröl'sVcur.. ■ \Oestf«rsKur £ ( OrvaD I lostar og a nnnet» Ki6Ki»ngar Uvexfr og py,sUr — iHang»Kjot __ ^jóJK 1 — sV‘ö brauövörur i%9rUlste‘Kur \% - iKUr tae\gget^ ,osdryKK»L Vörumarkaðurinnhl. sími 86111. 88 88 | Suction^ 88 88 88 88 98 96 96 Jektorar Delivtry l StaflmiMr J<S)[ni®©®ini <§t (s® » ESTABLISHED'l925 - TELEX:20S7STURLA-lS - TELEPHONES14680 & 13280 ***** *****HK8R9R8R8R9R8R9R8R*9R8R Lotus: Frábært matar- og kaffistell hannað af Björn Wiinblad. Glasasett og hnífapör í sama stíl. Lítið á gjafavöruúrvalið i Rosenthal verzluninni, — skoðið jólaplatta, mánaðardiska og postulín Rosenthal vörur Gullfallegar — gulltryggðar. *###88***8R*#HKW*8R 98 98**86*98885888B8B888B88888888868R8R*8R*»8R8R8R 88 8RJH8R8R8RW8R8R9R9II

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.